5.5.2012 | 17:02
Væru flott skip fyrir íslenska flotann :)
Hið nýja skip bandaríska flotans USS Independence, er sennilega svalasta skip í heimi í sínum stærðarklassa. En þetta eru skip á stærð við varðskip, ívið stærri en okkar gömlu, en minna en það nýja.
Ganghraði er ótrúlegur, eða 44 hnútar.
Með svo hraðskreiðu skipi, þurfa smyglarar við Karabíska hafið að fara að vara sig.
Það væri flott ef íslenska Landhelgisgæslan fengi svona 3 stykki.
En USS Independence var tekið í noktun í ár 2012, er fyrsta skipið af kringum 50 sem stendur til að smíða.
Eftir að Kanar hafa smíðað svona 30-40, reynsla er komin á þau, mætti hafa samband og skoða með verð, á niðurstrípuðu eintaki.
En margt af því sem Kanar nota, er alger óþarfi hjá okkur.
Sjá upplýsingar: USS Independence (LCS-2)
Displacement: | 2,176 tons light, 2,784 tons full, 608 tons deadweight[1] |
Length: | 127.4 m (418 ft)[1] |
Beam: | 31.6 m (104 ft)[1] |
Draft: | 13 ft (3.96 m)[1] |
Propulsion: | 2× MTU Friedrichshafen 20V 8000 Series diesel engines, 2x General Electric LM2500 gas turbines,[3] 2x American VULKAN light weight multiple-section carbon fiber propulsion shaftlines, 4x Wärtsilä waterjets,[4] retractable bow-mounted azimuth thruster, 4× diesel generators |
Speed: | 44 knots (51 mph; 81 km/h)[5] |
Range: | 4,300 nm at 18 knots[6] |
Capacity: | 210 metric tons (206 long tons, 231 short tons) |
Complement: | 40 core crew (8 officers, 32 enlisted) plus up to 35 mission crew |
Þetta er í reynd töluvert smærra skip en nýji ÞÓR.
En skv. tölum sem fram koma, þó svo að hið nýja bandaríska skip sé lengra svo töluverðu munar, og einnig breiðara, er það samt til muna minna massívt eða 2784 tonn sbr. 3920 tonn fulllestað.
Athygli vekur gríðarlegur ganghraði hins nýja bandaríska skips - eða 44 hnútar.
Síðan rystir það einungis 3,96 metra, meðan Þór rystir mest 5,8 metra.
TÆKNIUPPLÝSINGAR
Lengd 93.80 m
Breidd 16.00 m
Hæð 30 m
Mesta djúprista 5,80 m
Brúttótonn 3.920
Almennt
Ganghraði 19,5 Hnútar
Flokkun ísstyrkingar 1 B
Áhöfn/björgunarbúnaður 18/48
Dráttargeta 120 T
Til samanburðar restin af skiðum Landhelgisgæslunnar:
Með þessum skipum geta Bandaríkin herjað gegn smyglurum við Karabíska hafið, sjóræningjum á Indlandshafi - en ekki margt kemst undan skipi sem nær 44 hnútum!
Sem að auki eins og sést á mynd, hefur stórann þyrlulendingarpall, nægilega stórann svo að tvær þyrlur geta lent, en ein getur átt heima í skýlinu - týpísk Sykorski Hawk þyrla, sambærilegar þeim sem varnarlyðið var með hérlendis síðustu árin.
Superpuma myndi örugglega komast þar inn einnig, og hún og sú mynni, myndu geta lent samtímis.
En ekki bara það, undir skýlinu er svæði sem þeir kalla "mission bay" sen er gríðarstórt eða 1.410 m2- sem er gert til þess að hægt sé að landa fámennum herflokkum á strandsvæðum nánast hvar sem er, en þar geta verið hraðbátar eða létt brynvarin farartæki. Þar er einnig unnt að geyma 20 feta gáma, sem unnt er að flytja upp á þyrlupall með lyftu, eða frá þyrlupalli og niður. Allt eftir þörfum.
Hugsað í okkar samhengi, þá myndum við hafa björgunarbáta þ.e. mótorbáta, jafnvel farartæki sem eins og sést á mynd myndu geta ekið frá borði, að geta loftflutt 20 feta gáma gæti verið þægilegt, einnig það að geta keyrt þá beint um borð eða frá borði. Þetta er það stórt rými, að um borð gæti verið heil björgunarsveit með öllum búnaði þ.e. bílum meðtalið. Á sama tíma myndu sennilega einnig rúmast dæmigerðir tuðrubátar með vélum, þó svo allt hitt væri á svæðinu einnig.
Annar möguleiki væri að skipið sjálft myndi sigla t.d. til Vestmannaeyja, og sennilega myndi megnið af heimamönnum komast þar fyrir í einu. Ef öllum þyrfti að bjarga á stuttum tíma.
Svo er hönnunin mjög óvenjuleg, en skipið er "þríbytna" eða "trimaran."
Hönnunin kvá vera lykillinn að því hve óskaplega rúmgott skipið er miðað við stærð.
Auk þess sé það mjög stöðugt.
Ekki get ég betur séð en að það ætti að taka stórar öldur með ágætum, en sjá hve allt er rúnnað.
Brot myndu einfaldlega hrökkva beint af.
Sennilega hægir það e-h á sér í 12m. öldu.
Það sem væri þó óþarfi fyrir okkur, er að hafa vatnsþoturnar sem skipið er búið.
Það sem Bandaríkin eru að hugsa með þeim búnaði, er að gera þessi skip svo lipur og snör í snúningum, að þau geti keppt við hraðbáta í kappsiglingu milli eyja og skerja.
Á slíku væri engin þörf hér - myndum sleppa þeim dýra búnaði, og hafa einfaldari og mun ódýrari skrúfubúnað í staðinn.
Ég sé enga ástæðu fyrir minni ganghraða, nema að sparneytnari og aflmynni vélar væru einnig valdar.
En kannski er 30 hnútar alveg nóg, og cirka helmingurinn af hámarksaflinu sem nú er boðið upp á.
Hönnunin sýnist mér vera hreint frábær - með öllu þessu ótrúlega rými undir hinum gríðar stóra þyrlupalli.
Þetta stutta myndband sýnir skipið á siglingu - ráðlegg að lækka niður hljóðið!
Niðurstaða
Þessi skip eru cirka á stærð við þ.s. á flotamáli kallast freigáta, en einnig sambærileg á stærð við varðskip. Mér sýnist þau geta haft gríðarlegt notagildi, hugsað í örlítið öðru samhengi en því sem Bandaríkin eru fyrst og fremst að miða þau við. Það er að fást við óróasvæði víða um heim, þ.s. ógnanir geta verið allt frá vopnuðum eiturlyfjasmyglurum sem geta í dag verið afskaplega harðvopnað lið, yfir í að elta uppi sjóræningja á Indlandshafi, eða ástunda smáskala strandhögg sem hluti af skærum t.d. við Íran eða eitthvert annað óvinveitt ríki.
En í stað brynvarinna tækja geta komið björgunarsveitabílar. Í stað vígbúinna árásarhraðbáta geta komið vélknúnir björgunarbátar. 20 feta gámar eru þeir sömu óháð því hvað þeir innihalda, og fræðilegt notagildi þess að geta lyft þeim upp á þyrlupall eða niður af honum, eða keyrt þá beint um borð eða frá borði, er að sjálfsögðu mjög mikið. Svo má ekki gleyma því, að allur þessi geymur undir þyrlupallinum stóra, getur allt eins rúmað fólk að flýgja náttúruhamfarir.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru þau ekki líka u.þ.b 10 sinnum dýrari en Þór?
Fyrir mitt leyti held ég að þetta skip Bandaríkjamanna sé klúður. Þeir lögðu upp með að smíða flokk fjölnota "viðbótarskipa" til að fjölga skipum í bandaríska flotans en þeim hefur fækkað mikið vegna þess að eiginleg fylgdarskip (freigátur, tundurspillar og beitiskip) þurfa sífellt háþróaðri tæknibúnað og þ.a.l eru þau að verða dýrari og færri. Þetta þýðir að það er ekki nóg af þeim fyrir eftirlitsverkefni og ýmis önnur smærri verkefni.
Verkefnið hefur síðan undið upp á sig og allskonar dýr (og oft óþarfur) tækjabúnaður hefur bæst við. Útkoman er skip sem er jafn stórt og freigáta, kostar jafn mikið og freigáta en getur ekki gert það sem freigáta getur gert.
Þór, aftur á móti, er klæðskerasniðinn að þörfum LHG og laus við óþarfa. Ef að skipið reynist vel er best að smíða systurskip til að leysa gömlu skipin af hólmi.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 19:31
Þeir lentu í vandræðum með vatnsþoturnar - tæringavandamál sem hefur verið leyst. En ég myndi einmitt eins og ég tók fram, sleppa þeim búnaði. Enda ekki þörf í okkar tilviki fyrir skip með lipurð á við hraðbát.
Annars er eru svona "project" alltaf dýrari en reiknað var með í upphafi.
Eftir saman, einungis ef þ.e. engin óvissa, getur þú vitað kosnaðinn fyrirfram.
En þegar þú ert að gera e-h nýtt, þá skv. skilgreiningu er óvissa, og þá getur þú ekki vitað kosnaðinn með nákvæmni fyrirfram.
Varðandi sbr. við freigátur, þá verður þú eiginlega að tala skýrar - en þessu skipi er eftir allt saman ekki ætlað nákvæmlega sama hlutverk og dæmigerðri freigátu.
--------------------
Þór er auðvitað prýðilegt skip af hefðbundinni gerð.
Þetta nýja skip bandar. flotans, virðist mér gera öll fyrri skip af svipaðri stærð einfaldlega úrelt, þar með skip sambærileg við Þór.
Ég á von á Því, að eftir svona 40 skip hafa verið smíður fyrir bandar. flotann - þá sé það vert skoðunar, á hvaða verði einfölduð niðurstrípuð útgáfa myndi kosta, eins og ég sagði, mínus dýra vatnsþotubúnaðinn, að slepptu ímsu af þeim búnaði sem bandar. flotinn vill hafa en er óþarfi fyrir okkur, hugsanlega aflmynni vélum og minni ganghraða.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.5.2012 kl. 22:08
Grunnhugmyndin að baki hönnun Þórs er norsk og snýst um að útbúa togskip til þess að sinna öllum almennum verkefnum varðskips. Norðmenn hafa þegar smíðað varðskip byggt á þessari hugmynd og notað síðan 2005. Þeir eru nú að smíða flokk skipa af þessari gerð (Barentshav-flokkur).
Þór getur tekið stórt olískip í tog. USS Independence getur það ekki.
Hvað varðar LCS verkefnið þá var aðal markmið þess að smíða ódýrt skip með litla áhöfn og ódýrt í rekstri sem nota mætti til að fást við "low-level" ógnir auk nokkurra annarra verkefna (s.s tundurduflaeyðingu) sem útbúa mætti skipin fyrir með því að setja svokallað "mission module" um borð.
Hugmyndin var að fá 50+ skip í staðinn fyrir þær 27 freigátur í Oliver Hazard Perry flokki sem þau leysa af hólmi og gera bandaríska flotanum þannig mögulegt að hafa sterkari viðveru (e. presence) á heimshöfunum.
Skipin hafa hinsvegar bætt svo mikilli hátækni á sig að þau kosta orðið svipað og freigáta og verða varla fleiri en 20-30. Aðalmarkmiðið með verkefninu mun næstum örugglega ekki nást. Það myndi ég kalla klúður - þótt skipin líti vel út.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 23:18
Tékkaði á upplýsingum um aflvélar skipsins, sjá: http://www.directindustry.com/prod/mtu-friedrichshafen/four-stroke-marine-diesel-engines-22806-53488.html
Engine Series 8000
Engine model
No. of cylinders 20V
Cylinder arrangement 48°V
Bore/stroke mm 265/315
Max. output kW 9000
Max. speed rpm 1150
Gríðarlega öflugar vélar.
Eins og ég skil dæmið um togskip, snýst það einfaldlega um að setja yfirstærð aflvéla í tiltölulega smá skip.
Sennilega er þetta afl meira að segja óþarflega mikið, og við myndum vera sæl með helmingi smærri vélar.
Minni ganghraða, nær 30 hnútum - sem sennilega myndi samt gefa yfirdrifinn togkraft.
Að auki myndi ég, hafa skipið með skrúfur í stað vatnsþotanna.
Þ.s. mér lýst á er þetta gríðarlega innanrými annars vegar og hins vegar þessi stóri þyrlupallur.
Að auki myndi ég sleppa megninu af þeim dýra tæknibúnaði sem kanar hafa í sínum skipum.
Það grunar mig að ætti að skila ódýrara skipi miðað við hvað bandar. flotinn líklega greiðir fyrir þau.
Þegar reynsla er komin á þau slatti hefur verið smíðaður, fer að nálgast það að skorið verði á framleiðslu - verður sennilega framleiðandinn einnig tilbúinn að gera hagstæða "díla."
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.5.2012 kl. 11:51
Þetta minnir mig á umræðu um tækni og framfarir er upp kom er ég var í USCG Training Center Groton Connecticut 1966. Eg sagði si sona og spurði hvort þessi tæki sem við vorum að nota væru ekki í fullu gildi. Svarið var, ef við hugsum þannig, værum við ennþá á seglskipum.
Björn Emilsson, 6.5.2012 kl. 12:28
Án þess að ég hafi tækniþekkingu til að útskýra það í smátriðum þá get ég sagt þér að hönnun togskipa snýst um meira en öflugar vélar og ganghraði er ekki það sama og togkraftur (enda eru togskip sjaldnast sérstaklega hraðskreið). Rétt þyngdardreifing fyrir verkefnið og stöðugleiki eru atriði líka.
Annars við ég benda á að skip í Independemce flokki eru torsýnileg á radar, hljóðið úr vélnum er dempað vegna kafbátahernaðar og skrokkurinn er hannaður til að takmarka skemmdir í orrustu, svo nokkur dæmi séu nefnd um eiginleika í hönunninni sem gera hana mjög kostnaðarsama og myndu ekki nýtast LHG við líkleg verkefni hennar um fyrirsjánlega framtíð.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 12:29
Ég veit að ég er enginn skipaverkfræðingur en ég held að svona hönnuð skip sem eru kassalaga mundi ekki reynast vel við íslenskar aðstæður og taka illa á sig brotsjó.
Egill Arnar Rossen, 6.5.2012 kl. 13:26
Hans - togskip eru yfirleitt ekki hönnuð fyrir mikinn ganghraða, er augljóslega rétt. Ef við erum að tala um hreina togbáta eins og þá sem notaðir eru í höfnum, þá snýst skrokk hönnunin um að hafa nægilegt rúmmál fyrir yfirstærð véla sem sagt vélar sem í reynd væri vanalega notuð í mun stærri skip, þá endarðu vanalega með stutt kubbslaga skip frekar breið miðað við lengd. Skortur á hraða sníst þá ekki síst um það, að stuttur og breiður skrokkur hefur mikið viðnám - olíueyðsla væri mjög mikil.
Ég reikna með því að við myndum velja þær aflvélar sem myndi henta okkur að hafa.
Eins og þú bendir á, er margt sem við þurfum ekki. Endurtek aftur, að við þurfum ekki margt af því sem bandaríkjamenn hafa í þessum skipum.
Ef t.d. tekið það fram nokkrum sinnum, að ég myndi hafa skrúfur í stað vatnsþota, óþarfi einnig væri að hafa þann dýra dempara búnað sem kemur í veg fyrir að titringur frá vélum nái til skrokksins, o.s.frv.
Skrúfurnar sem við myndum nota, myndu ekki vera smíðaðar með þeirri ofunákvæmni sem er notuð fyrir herskip, þ.s. eftir allt saman þarf ekki hjá okkur að hafa skrúfuhljóð lítið - enda værum við ekkert pæla í því að hafa Þau hljóðlát.
Mig grunar að án alls þessa búnaðar, þ.e. einfaldlega skipið með sinni grunnhönnun, útbúið fyrir okkar miklu mun takmarkaðri þarfir - þá værum við að tala um allt annan pening, heldur en þann kostnað sem bandar. flotinn er að greiða fyrir þau.
Sérstaklega ef við tölum við framleiðandann, þegar þ.e. farið að nálgast endalok kaupsamningsins við bandar. flotann, þá er framleiðandinn búinn að fá sitt - búinn að fá þróunarkostnaðinn til baka, og gæti ef til vill hugsað sé að markaðssetja grunnhönnunina til flr. aðila.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.5.2012 kl. 14:20
Egill - skipið er hannað út frá þörf fyrir stórann þyrlupall og allt þetta rými undir honum, sem skilar þessari óvenjulegu skrokk hönnun.
Þ.e. einmitt þetta rými sem gerir skipið áhugavert.
Allt þetta gríðarlega pláss undir pallinum.
Mér sýnist ef maður horfir framan á skipið að það ætti að verja sig vel, þú eðlilega keyrir upp í ölduna dálítið skáhallt, þá gengur hún yfir að framanverðu.
Einungis stór hnútur myndi brotna yfir þá vörn sem yfirbyggingin að framanverðu veitir - bendi á hve allt þar er vel rúnnað.
Ég veit ekki um neitt skip nema risaskip, sem sleppa án nokkurra skemmda, ef þau lenda á hnút.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.5.2012 kl. 14:27
Það er óumdeilt að skipið gæti leyst löggæslu- og flutningaverkefni LHG af hendi með miklum ágætum. Landgöngu- og þyrlumóðurskip með 16-35 þyrlum um borð ásamt landgönguprömmum og hraðbátum gæti vafalítið gert það ennþá betur (ganghraði skiptir litlu með svo margar þyrlur). Þau koma hinsvegar ekki til greina af sömu ástæðu og skip í Independence flokki koma ekki til greina. Það eru til lausnir sem eru miklu betur sniðnar að verkefninu.
Freigátur og tundurspillar eru alstaðar að verða dýrari og færri. sú þróun er ekki bundin við Bandaríkin og því er verið að smíða ódýr varðskip víða um heim þessa dagana og allt útlit er fyrir að sú þróun haldi áfram næstu áratugi. Fari svo að LHG meti málin svo að ekki sé æskilegt að leysta gömlu skipin af hólmi með systurskipum Þórs verður mikið úrval af margfalt ódýrari skipum en Independence í boði sem munu hafa verið reynd við aðstæður sem svipa til þeirra aðstæðna sem LHG starfar við. Ef þetta þyrfti að gera í dag væri miklu meira vit í að horfa á varðskip Dana í Knud Rasmussen flokki. Eftir nokkur ár mun verða komin reynsla á t.d ný varðskip Argentínumanna og Chilemanna (OPV 80) við Suðurskautið.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 15:08
Óþarfi að vera absúrd, við höfum augljóslega ekkert að gera við 15þ. eða 20þ. tonna skip.
Ég er ekkert að leita að því ódýrasta sem við getum fundið, heldur af því sem væri augljóslega mjög skilvirk lausn, þó hún væri sannarlega dýrari en flest gömul notuð skip sem væri unnt að kaupa í staðinn, en væru samt framför miðað við þ.s. við nú höfum.
En mér sýnist þetta einmitt vera ótrúlega sniðug skip, vegna þess að þau eru innan þess stærðarramma, sem við myndum vera að leita eftir. Ef við berum þetta eingöngu við önnur skip svipað stór.
Þá er þetta einfaldlega "bylting" í notagildi. Þetta er eins og, þegar skuttogarar tóku við af síðutogurum, eða gámaskip tóku við af eldri flutningaskipum.
Sannarlega var unnt að fá gamla og ódýrari síðutogara þegar skutttogaravæðingin hófst, og þegar gámaskipin sáust fyrst og enn var nóg til af nýlegum skipum af eldri gerð, hefði verið unnt að fá mikið af þeim fyrir líiið.
En enginn vildi þau þaðan í frá, þegar öllum varð ljóst hve mikils virði það stóraukna notagildi var - þetta er þ.s. ég skynja, að eldri skip séu einfaldlega úrelt.
Þetta sé bylting í notagildi algerlega sambærileg.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.5.2012 kl. 17:26
Þór kostaði um 5 milljarða en var að mestu greiddur upp fyrir gengisfall. Ef ráðist væri í verkefnið núna væri kostanður líklega nær 10 milljörðum en systurskip verða væntanlega ódýrari þar sem hönnunarkostnaður er þegar greiddur.
Dönsku Knud Rasmussen skipin eru styrkt fyrir siglingar á ís, bera 12m hraðbát í skutrennu auk tveggja 7m gúmbáta og eru með stóran þyrlupall sem nota má sem farmrými og með öflugan krana aftan á yfirbyggingu. Fyrstu tvö skipin kostuðu saman um 11-12 milljarða. Það þriðja verður væntanlega ódýrara.
Fyrstu OPV 80 skipin kosta um 15 milljarða með þyrluskýli (sem LHG þarf ekki) ásamt stóru fjölnota/farmrými.
USS Independence kostar 75 milljarða án "mission modules". Vonast er til að kostnaður pr. einingu náist niður í 55-60 milljarða með fjöldaframleiðslu. Niðursrípað eintak myndi kannski kosta 25-30 milljarða.
Fyrir mitt leyti held ég að LHG væri betur sett með 5-6 skip í líkingu við Þór eða Knud Rassmussen í staðin fyrir einn súper-hraðbát.
Munum að varðskipin þurfa að vera nægilega mörg til þess að það séu skip tiltæk til að bregðast við þá og þegar bregaðst þarf við.
Raunar - eins og ég benti á hér fyrir ofan - fóru Bandaríkjamenn af stað með LCS verkefnið til að fjölga skipum bandaríska flotans en útkoman varð ofhlaðin hasargræja sem nýtist ekki í það hlutverk sem henni var ætlað í flotastrúktúrnum. Hún úreldir ekki neitt vegna þess að hún uppfyllir einfaldlega ekki sitt megin markmið.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 18:06
...þar og þegar bregðast þarf við.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 18:16
Hans - þetta verður ódýrara, þegar komið er að endalokum framleiðslu fyrir bandar. flotann. Þá verður framleiðandinn búinn að fá sinn kostnað inn.
Og þarf þá að fara markaðssetja dæmið á þriðju aðila.
Ég á von á því að það verði samt dýrari lausn en hefðbundið nýsmíðað skip, en munurinn þar á milli ætti ekki vera minni en sá munur sem þú talar um.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.5.2012 kl. 20:39
Ætti að vera minni en sá sem þú talar um - meinti ég að sjálfsögðu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.5.2012 kl. 20:40
Independence er hefðbundið skip, bara mjög léleg hönnun sem gerir ekkert sem önnur skip geta ekki gert betur og með minni tilkostnaði.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 21:31
Það er augljóst ekki rétt, enda veit ég ekki um neitt skip með sambærilegt pláss neðanþilja, eins og það skip hefur undir þyrlupallinum. Það er getu til að flytja farartæki, láta þau aka um borð og frá borði, má meira að segja skipa þeim um borð eða frá borði um lyftuna, ef til staðar er nægilega öflug þyrla. Getur einnig flutt 20 feta gáma með sama hætti, þ.e. unnt að aka þeim um borð eða frá borði, eða flytja loftleiðis til eða frá borði ef nægilega öflug þyrla er til staðar. Getur sjósett öfluga mótorbáta sem unnt er að geyma einnig þar neðanþilja, um lúgu sem er að aftan. Ef allar björgunarsveitirnar varðveita búnað sinn í 20 feta gámum, verður alltaf unnt að flytja þær með hraði hvert sem er, ásamt öllum búnaði - tækjum og farartækjum. Þarna er auðvitað pláss fyrir áhafnir stórra skipa, ef þarf að bjarga þeim á hafi úti, ef því er að skipta. Ekki síst, væri mögulegt að bjarga fólki af landi, ef háski myndi skapast og nauðsynlegt væri að flytja íbúa einhvers byggðalagsins eins og það leggur sig á brott.
Ég veit ekki um neitt skip með alveg akkúrat þessa samsetningu eiginleika.
Þó mörg skip geti gert sumt af þessu, veit ég ekki um neitt sem getur þetta allt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.5.2012 kl. 22:34
Fjölnotaskip Dana í Absalon flokki geta reyndar flest af þessu en kosta helmingi minna og hafa mun meira rými fyrir farm.
En fyrir Bandaríkjamenn hefði verið mun meiri skynsemi í að smíða létt herflutningaskip sem einnig gæti nýst sem móðurskip fyrir fjarstýrðan tundurduflaleitarbúnað og varðskip + hefðbundnari korvettu. Það hefði verið hægt að smíða a.m.k eitt af hvoru fyrir verð eins skips í Independence flokki, slík skip hefðu fallið betur að verkefnum sínum og það markmið að fjölga skipum bandaríska flotans og efla viðveru hans á heimshöfunum hefði náðst.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning