Kreppan dýpkar enn á evrusvæði!

Á miðvikudag kom fram töluvert magn af tölum, sem allar voru "neikvæðar." Hið fyrsta eru tölur yfir atvinnuleysi frá EuroStat, sjá: Euro area unemployment rate at 10.9%.

"The euro area (EA17) seasonally-adjusted  unemployment rate was 10.9% in March 2012, compared with 10.8%  in February. It was 9.9% in March 2011. The  EU27  unemployment rate was 10.2% in March 2012, stable  compared with February. It was 9.4% in March 2011."

Þessi setning segir mikla sögu - þ.e. sögu stöðugrar aukningar atvinnuleysis.

Svo komu endanlegar tölur frá MARKIT.COM sem birtir reglulega svokallaða PMI (Purchasing Managers Index) eða "Innkaupastjóra Vísitölu." Niðurstaða þeirra fyrir apríl 2012 er eftirfarandi.

Ath. Stærra en 50 er aukning. Minna en 50 er minnkun!

Countries ranked by Manufacturing PMI® (Apr.) - Markit Eurozone Manufacturing PMI®

  1. Austria 51.2 4-month low
  2. Ireland 50.1 2-month low - NCB Republic of Ireland Manufacturing PMI®
  3. Netherlands 49.0 3-month low
  4. France 46.9 2-month high - Markit France Manufacturing PMI®
  5. Germany 46.2 33-month low - Markit/BME Germany Manufacturing PMI®
  6. Italy 43.8 6-month low - Markit/ADACI Italy Manufacturing PMI®
  7. Spain 43.5 34-month low - Markit Spain Manufacturing PMI®
  8. Greece 40.7 2-month low - Markit Greece Manufacturing PMI®
  • Þetta segir að pantanir til iðnfyrirtækja á Grikklandi minnkuðu í apríl um 9,3%. Það ofan á samfellda hnignun síðan um mitt ár 2009, þ.e. hver einasti mánuður síðan. Ekkert bólar í þessum tölum á þeim viðsnúningi á Grikklandi sem alltaf á að vera rétt handan við hornið.
  • Pantanir til spænskra iðnfyrirtækja minnka um 6,5%.
  • Til ítalskra um 6,2%.
  • Til þýskra um 3,8%.
  • Til franskra um 3,1%,
  • Og til hollenskra um 1%.
  • Aukning á Írlandi um 0,1%.
  • Aukning í Austurríki 1,2%.

Takið eftir því að allar niðurstöðutölurnar sýna minnkun miðað við tímabilið á undan, þ.e. mars.

Tölur mars voru einnig þær verstu um nokkra hríð, og verri en tölur frá febrúar, o.s.frv.

Muna - að pantanir eru vísbending inn í næstu framtíð, þ.e. skv. þessu verður maí afskaplega lélegur á evrusvæði, mánuður töluverðs samdráttar í iðnframleiðslu.

Það sem þetta segir - tekið saman ásamt tölum yfir atvinnuleysi sem er í stöðugri aukningu, er það augljósa að evrusvæði er í stöðugum efnahagslegum niðurspíral. Það er ekki flóknara!

  • Bendi ykkur á að skoða greiningu MARKIT á hverju ríki fyrir sig - sem ég hlekkja á að ofan!
  • Lestur þeirra greininga eflir ekki bjartsýni :)
  • Sérstaklega er greiningin á stöðu mála á Grikklandi - sorgarsaga.

 

Áhugaverðasta niðurstaðan!

  1. Þýskaland - en þar varð fyrsti samdráttur ársins í iðnframleiðslu mældur af sérfræðingum MARKIT.
  2. Í fyrsta sinn, mælist að auki minnkun í framboði á atvinnu - atvinnuleysisdraugurinn getur verið að stinga sér upp þar, kreppan loks að toga Þýskaland niður. Akkúrat þ.s. ég bjóst við.
  3. Svo, að skv. tölum að ofan, er vísbending um enn meiri samdrátt í iðnframleiðslu í maí, ofan í samdrátt hennar í apríl - sem PMI tölur frá mars höfðu spáð réttilega fyrir.

 

Niðurstaða

Alveg eins og ég hef reiknað með, virðist kreppan vera að ná til Þýskalands - loksins. En þetta virtist mér fyrir löngu síðan fullkomlega óhjákvæmilegt, en sem útflutningshagkerfi er Þýskaland mjög háð eigin útflutningsmörkuðum. Og Spánn + Ítalía samanlagt er stærri útflutningsmarkaður fyrir Þýskaland en tja - Bandaríkin. Og neysla og innflutningur bæði á Spáni og á Ítalíu, er í stöðugum samdrætti skv. öllum tölum sem hafa borist, yfir þróun mála á nýárinu.

Af því hreinlega gat ekki annað leitt, en að útflutningur þjóðverja myndi minnka - og þýska hagkerfið svo óskaplega háð útflutningi, þá óhjákvæmilega sjálft fer að hægja á sér, og síðan einnig að dragast saman.

Poetic justice - þannig séð.

Þá kannski fara þjóðverjar loks að opna augun - er kreppan ber að dyrum hjá þeim sjálfum.

Kannski þá loks - verður mögulegt að koma nýrri hugsun að!

Hin samræmda niðurskurðarstefna sem Merkel hefur svo barist fyrir - er ekkert annað en bilun.

Afleiðing augljós fyrirfram - samræmd kreppa!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband