Niðurskurður er góður :(

Ég rakst á áhugaverða grein í Der Spiegel International, sem flytur í sinni tærustu mynd dæmigerðann fagnaðarboðskap þann sem boðað er af niðurskurðar hugsuðum þjóðverja. Vandinn við þá hugsun að hún skoðar einungis hluta af því sem máli skiptir - þá meina ég, þá þætti sem virðast styðja það sem þeir trúa að sé rétt.

Þetta er vandinn - þegar þú veit svarið fyrirfram.

Þá horfir þú einungis á þá þætti sem styðja þitt mál að þínu mati, leiðir allt annað hjá þér!

Sjá grein Der Spiegal International: What Merkel's Isolation Means For the Euro Crisis

  1. Það fyrsta er að afflytja sjónarmið það sem þú ert á móti, eitt af elstu trikkum í heimi - svo afsannarðu þá affluttu mynd, hefur síðan afgreitt sjónarmið andstæðingsins sem rangt.
  2. Síðan flytur þú stílfærða mynd af þínum sjónarmiðum, þ.s. þess er vendilega gætt, að nefna ekkert þ.s. getur orkað tvímælis!

"A number of countries on the Continent have managed to recover from severe economic crises precisely because they have unswervingly adhered to their reform policies." - "This has been the case with Ireland, where the budget deficit soared by 31 percent in 2010 after a number of banks ran into trouble. The country had to be rescued with bailouts, and it embraced a radical austerity program that produced unexpectedly rapid results. Unit labor costs declined, exports rose, and the budget deficit shrank to nearly 9 percent within two years."

Spurning hvað þú kallar "success" en þarna er flutt mjög villandi mynd, ástæða þess að hallinn varð 31% 2010 var að á ríkið féll kostnaður af uppgjöri stærsta banka landsins er hann var lagður niður, kostnaður í eitt skipti - það virkilega áhugaverða er að þrátt fyrir allan niðurskurðinn og hann var mikill, er hallinn við árslok 2011 10,1% eins og sést að ofan.

Án bankauppgjörsins 2010 hefði írski hallinn verið milli 12-13% skilst mér.

En þ.s. þvælist fyrir írska ríkinu, er hve mikið það skuldar í dag - hækkandi skuldir ásamt enn hjaðnandi þjóðartekjum þíða að tekjur írska ríkisins eru enn að minnka miðað við skuldir, sem þíðir að stöðugt hærra hlutfall tekna þess fara í að greiða af þeim.

Síðan bendi ég fólki á að lesa yfirlit yfir uppgjör sl. árs frá "Central Statistics Office."

"Preliminary estimates indicate that GDP in volume terms increased by 0.7 per cent
for the year 2011. This follows three successive annual decreases in GDP during
the years 2008 to 2010. GNP, on the other hand, declined by 2.5 per cent in 2011."

Takið eftir þessu, en Hagstofa Írlands reiknar hagvöxt skv. "Gross National Product" og skv. "Gross Domestic Product".

  • Þetta má kallla "þjóðarframleiðsla" vs. "landsframleiðsla."
  • Eins og sést gefur þetta töluvert ólíka útkomu fyrir Írland.

Málið er að á Írlandi er mikið af erlendum fyrirtækjum, skv. GDP staðli er hagnaður fyrirtækjanna talinn með, en skv. GNP staðli er hann mínusaður frá. 

  • Eftir allt saman er sá hagnaður sendur úr landi - ekki skattlagður í sjóði Írlands.

Rekstur þeirra fyrirtækja gekk vel á sl. ári, en það skilaði í reynd ekki auknum þjóðartekjum - sem drógust saman, einnig sýna tölur að neysla minnkaði, verð á húsnæði hélt enn að hrynja saman, laun voru enn að lækka, fólki í greiðsluvandræðum að fjölga o.s.frv.

Eins og ég sagði - spurning, hvernig þú skilgreinir "success." :(

 

"There was a similar series of events in Estonia, where the economy rapidly contracted in 2008 and 2009 and the budget drifted into the red. To balance the budget and boost the economy, the government should have devalued its national currency, the kroon, as textbooks would recommend."  - "But that was simply out of the question for the Estonians, who were determined to enter the euro zone. Consequently, the government cut wages by up to 40 percent, froze pensions and slashed social services. There were no protests like the ones in Greece and Spain, and unemployment sank from over 18 percent to under 12 percent."

Takið eftir, 40% launalækkun. Við erum að tala um jafnvel stærri lífskjaraskerðingu en varð á Íslandi, en í dag eru þau cirka 33% neðan við hæstu stöðu fyrir hrun. Þetta þíðir auðvitað mikið misgengi launa og lána, enda lækka þau 40% meðan lánin standa í stað.

Mér skilst að hagkerfið hafi minnkað a.m.k. 25% allt talið - af hverju lenti landið ekki í skuldakreppu? Af Því að það skuldaði nær ekkert fyrir!

Þ.e. ástæða þess að þetta virkaði í Eystlandi - en ef skuldir þínar eru innan við 20% af þjóðarframleiðslu, þá gerist ekkert alvarlegt þó þær hækki um helming eins og þær gera, ef þjóðarframleiðslan minnka um fjórðung.

En annað mun gilda, í landi sem þegar skuldar 120% - þá þíðir 50% hækkun að þær fara í 180%. Eða í landi sem skuldar kringum 70%, þá er helmings hækkun í cirka 105%. 

Þá er tekjuhalli ríkissjóðs ótalinn, sem bætir við þessa skuldastöðu.

Ekki má gleyma því - að ef svo er að erfið skuldastaða er einnig útbreidd meðal almennings, þá verður einnig sambærilegt misgengi tekna og skulda hjá almenningi. Það eðlilega, drepur hratt niður neyslu og fjárfestingar, því hraðar sem samdrátturinn eykst.

Lönd sem eru verulega skuldsett fyrir geta ekki notað þetta prógramm - þau hljóta að verða gjaldþrota.

 

"What's more, Germany itself is living proof that their approach to crisis therapy produces results. At the beginning of the last decade, the country was considered the "sick man of Europe." Economists warned that the radical "Agenda 2010" reforms introduced under then-Chancellor Gerhard Schröder would accelerate the country's decline even further." - "But the opposite occurred. The reforms of the labor market generated jobs and competitive wage agreements with German industry helped spur exports. Germany has once again become the engine of Europe's economy."

Mjög stílfærð útgáfa af sannleikanum, en þjóðverjar lækkuðu ekki laun um 40% eins og Eistland, í reynd voru laun ekki lækkuð í Þýskalandi á sl. áratug.

Þ.s. var gert var miklu mun mildara en þ.s. þeir eru að fara fram á, þ.e. laun voru fryst en á sl. áratug, þá hækkuðu laun í hverju einasta aðildarlandi evru meir en í Þýskalandi í prósentum talið.

Það þíddi, að kostnaður hinna hækkaði hraðar, og eftir því sem leið á áratuginn batnaði samkeppnisstaða þýsks atvinnulífs innan evru, og á seinni parti hans var það komið með hagnað af viðskiptum við flest aðildarlönd evrusvæðis, þannig að hagvöxtur sneri til baka.

Á milli þeirrar hörku sem þeir beittu sjálfa sig - launafrysting, og þeirrar hörku sem þeir í dag krefjast, beinar launalækkanir um prósentu tugi - - er djúp og víð gjá.

Dæmið gekk upp í Þýskalandi vegna þess, að hin löndin voru svo góð við Þýskaland að lofa launum að hækka meir hjá sér, og þannig í reynd gefa frá sér eigin samkeppnishæfni yfir til Þýskalands.

Má segja að þjóðverjar hafi grætt á heimsku hinna!

Einhvern veginn sé ég ekki, að þjóðverjar séu til í að spila sama leikinn í hina áttina.

 

"More importantly: There is no alternative. If Spain were to water down its austerity policy, and boost growth with new loans, the result would be particularly disastrous. Economists are convinced that this would lead to growing concerns in the markets that the government in Madrid can't bring its finances under control, and interest rates would rise." - "The experts even warn that it's very possible such a growth strategy could ultimately precipitate a recession. "We don't see any possibility of boosting growth through additional expenditure," says a high-ranking representative of the German government."

Gott dæmi um að afflytja boðskap þann sem þú vilt afsanna - það dettur engum í hug eða mjög fáum, að Spánn eigi að fara í ristastórt eyðsluprógramm, slá ný lán til þess.

Heldur snýst gagnrýni alþjóðlegra hagfræðinga um niðurskurðinn

  • Þ.e. ekki verið að segja að spænska stjórnin eigi að eyða meira, aðeins að hún eigi að leggja minni áherslu á niðurskurð.
  • Þetta snýst um fókus - að sá eigi vera á endurskipulagningu atvinnulífs, að einfalda reglur sem þvælast fyrir viðskiptalífi o.s.frv.
  • Einnig um tímasetningar, að mikilvægt sé að megin fókus niðurskurðar komi ekki fyrr en greinileg merki séu um það, að atvinnulíf sé farið að rétta úr kútnum, að aðgerðir sem skila eiga skilvirkni séu farnar að skila sér, neysla sé hætt að minnka, og peningamagn að skreppa saman.
  • Í hagkerfi eins og Spáni, þ.s. allir eru skuldugir samtímis þ.e. almenningur er að spara, fyrirtæki eru að því, bankar eru að afskrifa skuldir - er ríkið nánast eini aðilinn með umframeyðslu meðan hallinn er enn til staðar.

Ef ríkið ákveður einnig að minnka við sig, samtímis því að megnið að hagkerfinu er einnig að framkvæma sambærilega hluti - þá getur ekki annað gerst, en að hagkerfið skreppi enn hraðar saman, þ.e. samdrátturinn aukist.

Og ef hagkerfið skreppur hraðar saman, þá hækka skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu.

Samtímis því að hallinn minnkar líklega lítið jafnvel ekki, eins og á Írlandi er hann enn cirka 10% þrátt fyrir gríðarlegann niðurskurð sl. tvö ár.

 

Niðurstaða

Af hverju virkaði niðurskurður og launalækkanir í Eystlandi? Það er vegna þess, að hagkerfið í því landi er mikið minna skuldsett en tíðkast í hagkerfunum sunnar í Evrópu. Að auki skuldar ríkið mikið minna. Landið er sennilega það minnst skulduga á evrusvæði.

Það er hið krítíska atriði - skuldastaða áður en þú lendir í kreppu.

Þ.e. stóra breytan sem þjóðverjar taka ekki nægilega tillit til.

En þegar aðilar eru skuldsettir verulega fyrir, þá verður akkúrat sú þróun sem almenningur hefur fundið fyrir á Íslandi, nefnilega að skuldirnar hækka miðað við tekjur. Við slíka öfugþróun, magnar hækkandi skuldastaða miðað við tekjur mjög hratt upp ástandið, gjaldþrot getur blasað við.

Það á jafnt við einstaklinga - fyrirtæki sem ríkin sjálf.

Öfugt við þ.s. þjóðverjar ljúga að sjálfum sér fór Þýskaland á sl. áratug aldrei í sambærilegt samdráttarástand því sem ríkir í löndum í S-Evrópu, heldur ríkti um nokkur ár stöðnun og doði, sem smám saman hvarf eftir því sem samkeppnisstaðan batnaði, útflutningus óx. Til þess dugði að fyrsta laun - því hin löndin hækkuðu öll meir laun í prósentum talið að meðaltali hvert ár sl. áratug. 

Árangurinn á Írlandi fer algerlega eftir því hvernig þú skoðar tölurnar!

------------------------

Eitt er ég viss um, að mjög skuldsett hagkerfi S-Evrópu geta ekki endurtekið það prógramm, sem Eistlandi tókst að framkvæma.

Hve útbreidd erfið skuldastaða er í þeim hagkerfum, tryggir að það hreinlega geti ekki gengið upp.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband