Spánn með í undirbúningi uppsetningu svokallaðs "Slæms banka"!

Þetta er ein af hinum klassísku ráðum sem gripið er stundum til þegar bankar standa höllum fæti. Dæmigerð aðferð er að stjórnvöld setja á fót svokallaðann "slæmann banka" sbr. "bad bank" sem kaupir af bankastofnunum alls konar "slæmar" eignir með óvissu virði á verði sem er vel yfir því markaðsvirði sem bankarnir eru líklegir að fá fyrir þær "vafasömu" eignir, í þeim tilgangi að efla traust á fjármálakerfinu og treysta fjárhag bankastofnana.

Eðlilega kostar þetta skattgreiðendur töluvert - dæmi "NAMA" sem er slæmur banki, sem írsk stjórnvöld settu upp - sjá: National Asset Management Agency.

Þetta gerðu írsk stjórnvöld í desember 2009, þegar blasti við að írsku bankarnir stóðu fyrir mjög alvarlegum vanda - og mikið af eignum voru færðar yfir til NAMA, á yfirverði til að styrkja bankana.

Á endanum dugði þetta ekki til - svo alvarlegur var vandinn, og írsk stjv. neyddust til að taka neyðarlán hjá aðildarríkjum evrusvæðis, frá ESFS eða neyðarlánasjóði evrusvæðis sem aðildarríkin voru þá búin að koma á fót.

Stór hluti neyðarlána var til þess að endurfjármagna írsku bankana - tekin í þeim tilgangi. 

  • Það skal viðurkennast að spænsk stjórnvöld hafa haldið betur á spilum!
  • Þau hafa ekki fram að þessu, framkvæmt þá kórvillu að ábyrgjast allar skuldbindingar bankareksturs á Spáni.
  • Að auki giltu strangari reglur um bankaeftirlit á Spáni og um lausafé og eigið fé.
  • Á hinn bóginn, var húsnæðisbólan sem sprakk á Spáni síst minni hlutfallslega en á Írlandi.
  • Fjöldi fjármálastofnana á Spáni hefur í reynd orðið gjaldþrota í kjölfarið.
  • Málið með Spán, að þær stofnanir sem einkum stunduðu húsnæðislán teljast ekki vera "bankar" heldur "sparisjóðir" - þ.e. í reynd sparisjóðakerfið á Spáni sem lagðist á hliðina.
  • Á hinn bóginn, létu spænsk stjv. helstu banka landsins taka yfir fj. sparisjóða, sem líklega hefur veikt fjárhag þeirra banka sem það gerðu.
  • Líkur virðast á því, að þó spænsk stjv. hafi látið peninga fylgja með - að það hafi ekki verið nægilega miklir peningar.
  • Vandinn hafi verið vanmetinn, alveg eins og á Írlandi, var hann framan-af stórlega vanmetinn.
  • Spænsk stjv. hafi í reynd veikt bankakerfið, með því að láta það taka yfir mikið til hið gjaldþrota "sparisjóðakerfi."
  • Og nú stendur til, að bjarga málum með því, að stofna svokallaðann "slæmann banka" til að létta undir bankakerfinu, sem er að glíma við það tjón sem þeir voru látnir taka yfir.
  • Ekki var allt sparisjóðakerfið lagt af - en mikið var einnig um sameiningar sem knúðar voru fram af stjv. - sparisjóðunum hefur snarfækkað eins og hér á landi, í reynd alveg eins og hérlendis virðist það mestu í rúst.

Sjá umfjöllun fjölmiðla:

Spain's Central Bank consults experts on toxic assets: sources

Scepticism greets Spain’s plans for banks

 

Hvað kostar þetta spænska skattgreiðendur?

Það er hin stóra spurning. Á netinu hafa flogið fj. mismunandi talna. Sumir hagfræðingar óttast að kostnaðurinn geti numið 100 milljörðum evra. Ég man að á sl. ári, þverneitaði þáverandi fjármálaráðherra Spánar að kostnaður yrði umfram 26 milljarða evra.

Hver sem sá kostnaður verður - þá er þetta einmitt þ.s. markaðurinn hefur verið að óttast, að spænsk stjórnvöld standi frammi fyrir vanda, sem komi til með að þrýsta skuldastöðu spænska ríkisins, yfir brún þá sem telst sjálfbær.

Ég bendi á góða grein, fyrir þá sem hafa aðgang að vef Financial Times:

Mohamen El-Erian -Spain will get worse without reform and European help

El-Erian bendir á hve ósveigjanlegt björgunarkerfi evrusvæðis er - að það sé ekki boðið upp á neitt millistig.

Annaðhvort björgun - eða nær ekkert!

El-Erian telur að Spánn þurfi aðstoð - en ekki endilega fulla björgun.

Hann er að vísa til hugmynda þess efnis sem hafa komið m.a. frá AGS, að björgunarsjóði evrusvæðis verði heimilað að lána til aðildarríkja sem eru í erfiðri stöðu - án þess að um sé að ræða fullt björgunarprógramm.

Það verði meiri sveigjanleiki í nálgun sjóðakerfisins að fjármögnunarvanda einstakra landa.

En El-Erian bendir á, að í öllum tilvikum þegar land hafi fengið björgunarlán hafi það hrakist af markaði - ekkert þeirra hafi enn átt endurkomu auðið.

Það sé einmitt mikilvægt að halda Spáni inni á lánsfjármörkuðum - því uppihald þess inni í formlegum björgunarpakka til 3. ára væri svo óskaplega dýrt.

 

Niðurstaða

Það virðist ljóst að það þarf að halda áfram að fylgjast með Spáni. En stjórnvöld þar glíma nú við eins og utanríkisráðherra Spánar - José Manuel García-Margallo - sagði um daginn í útvarpsviðtail: "The figures are terrible for everyone and terrible for the goverment ... Spain is in a crisis of enormous proportions."

Ein hugsanleg vísbending um hvað "Slæmi bankinn" gæti kostað, getur verið krafa spænskra stjórnvalda frá því fyrr á árinu, að spænski bankar öfluðu sér 60ma.€ af nýju fé á markaði, að þeir endurfjármögnuðu sig á markaði. 

Líklega er þetta ekki að ganga, þ.s. spænski bankar eru líklega gersamlega í frosti á markaðnum. Spurning hvort þetta er þá kostnaðurinn sem þá nú fellur á spænsk stjórnvöld.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband