Hverjar verða afleiðingar skuldabólunnar á vesturlöndum?

Það hafa fjölmargir verið að spá einhvers konar hruni í heims fjármálakerfinu, vegna ótrúlegrar upphleðslu skulda í t.d. dollarakerfinu, í pund kerfinu og já einnig innan evru kerfisins.

Dæmigerða ábendingin er að við séum að tala um skuldir sem verði aldrei greiddar.

Sé ekki mögulegt að endurgreiða.

 

Þetta er alveg hárrétt!

En þ.s. margir þeir sem spá hruni leiða hjá sér, að það er til önnur útleið en kerfishrun.

Það er - leið verðbólgu.

Ég veit, það hafa hinir og þessir verið að koma fram - halda því á lofti að gengisfellingar og verðbólga séu úreltar aðferðir, leiðir þeirra sem gefist hafa upp.

En veltum þessu fyrir okkur aðeins nánar.

Ef þ.s. svo að núverandi skuldir verði ekki endurgreiddar - heimsþekktur hagfræðingur hefur lagt til að framkv. verði hnnattræn skuldaafskrift - falleg en algerlega óraunhæf hugmynd.

Þá þíðir það ekki endilega að allt hljóti að detta um koll - heldur er mun líklegra að niðurstaðan sé eða verði, að skuldirnar verði aldrei endurgreiddar skv. upphaflegu framreiknuðu virði.

Með öðrum orðum, lausnin sé að brenna virði peninga upp í verðbólgu.

Það verði sú útleið sem skuldugu svæðin fyrir rest muni fara - ekki skipulega eða skv. einhverju samsæri, heldur "by default" þ.e. menn hrekist í þá átt.

Því hinar afleiðingarnar verði alltaf of ógnvekjandi, svo það verði alltaf valið þegar á reynir, menn standa frammi fyrir valkostinum hrun eða að prenta meira.

 

Tökum t.d. bandaríkjadollar sem dæmi!

Innan kerfisins eru óhugnanlegar skuldir, gríðarlegur ríkishalli á sama tíma ekki vilji til að taka erfiðar ákvarðanir, til að stöðva skuldasöfnun eða til að laga stöðu stoðkerfa sbr. "MedicAid" og "MedicCare" sem vitað er að framreiknað eru gjaldþrota.

Ofan í allt, er hagvöxtur ekki beysinn þó hann sé skárri en í Evrópu sbr:

Fyrsta ársfjórðung 2012 skilst mér, að mælist 2,2% hagvöxtur sem er miklu betra en samdrátturinn í Evrópu. En af tölunum virðist sem líklegt, að annar fjórðungur verði lakari, og líkur á að heildarvöxtur ársins verði milli 1 og 2%.

Þetta er varla nóg til að minnka atvinnuleysi.

Þetta dugar ekki til að vinna á skuldum, sem áfram hlaðast upp.

Þ.e. alveg mjög framreiknanlegt að þetta ástand er ósjálfbært - þó sjálfbærni ástandsins á evrusvæði sé enn - enn lakari, í ástandi vaxandi kreppu.

Þar kemur "crunch" örugglega mun fyrr.

En hver er þá birtingarmynd þess?

 

Hvert verður þá birtingarmynd verðfalls gjaldmiðlanna?

Ekki sennilega þannig að vestrænir gjaldmiðlar hrynji hver gegn öðrum, heldur mun verðlag á grunn gæðum hækka sennilega svo um munar, sbr. olíu - annarri hrávöru sbr. málmum, fæðu o.s.frv.

Þær hækkanir hríslast í gegnum hagkerfin í heiminum, lækka lífskjör valda aukningu verðbólgu innan allra megin vestrænu gjaldmiðlanna. Gjaldmiðlarnir verðfalla gagnvart þessum grunnverðmætum.

Á móti, muni gjaldmiðlar Asíuríkja þ.s. framleiðsla hefur verið að aukast - hækka miðað við vestræna gjaldmiðla.

Þar muni minni verðbólga verða, því gengishækkun verji þau hagkerfi fyrir slíku.

Lífskjör þar fyrir bragðið hækki hlutfallslega sbr. við lífskjör á Vesturlöndum.

Þetta er í reynd leiðrétting lífskjara milli vesturlanda og Asíu - og í reynd löngu kominn tími til.

En ég tel að raunveruleg ástæða skuldabólunnar á vesturlöndum sem hófst á seinni hluta 10. áratugarins, var svo að hlaðast upp eftir 2000 þar til að "Sub prime" krýsan í Bandaríkjunum, hleypti krýsunni loks af stað.

Sé í reynd að, framleiðsla hefur verið að færast frá vesturlöndum til Asíu.

Það þíðir að það hefur orðið flutningur á raun-verðmætasköpun til Asíu.

Afleiðing er að lífskjör lækka á vesturlöndum - fyrir rest.

Samkeppnisstaða vesturlanda lagast, ef lífskjör lækka að nægilegu marki.

Þetta er þá í reynd sami hluturinn og menn eru að bölva krónunni fyrir að framkalla, þ.e. lækkun lífskjara hér, við og við, þegar útflutningsverðmæti okkar verðfalla t.d. með lækkun afurðaverðs eða að hún minnkar af öðrum orsökum t.d. vegna aflabrests eða að það skellur á heimskreppa.

En málið er - að raunverulegur grundvöllur verðmæta gjaldmiðla, er verðmætasköpunin innan viðkomandi hagkerfis.

Það virðist að vesturlönd hafi komist upp með það um hríð, að ósamræmi þarna á milli hafi skapast, en sú gjá tel ég að verði óhjákvæmilega brúuið á þann hátt - að raunvirði gjaldmiðlanna lækki fyrir rest.

Í reynd er ég að spá endurtekningu á ástandi 8. áratugarins þegar það skall á bylgja verðbólgu sem stóð yfir um nokkur ár.

Í Bretlandi fór verðbólga vel yfir 10% um hríð, í mörgum ríkjum V-Evrópu var einnig verðbólga á bilinu 10-20% á þeim áratug, meira að segja í Bandaríkjunum stóð hún við 10% þröskuldinn um hríð og var yfir 6% í nokkur ár.

Ég er að tala um "Stagflation" tímabilið.

En verðbólga er einfaldlega mun þægilegri aðferð til að leiðrétta raunvirði launa - raunvirði lána, að raunvirði verðmætaframleiðslu viðkomandi hagkerfis.

En annars vegar langvarandi stöðnun - eða þá hrun sbr. 1931.

 

Niðurstaða

Staðreyndin er sú að það er margt verra en verðbólga. Verðbólgan á "Stagflation" árunum alveg örugglega forðaði þá því sem líklega annars hefði verið mun alvarlegra hrun ástand. Lífskjör lækkuðu þá á vesturlöndum, síðan réttu hagkerfin við sér án þess að það yrði stórfellt brambolt og hagvöxtur tók við á fyrri hluta 9. áratugarins.

Ef við lítum á allar skuldir bundnar í peningum í sama gjaldmiðli, og allar eignir bundnar í þeim gjaldmiðli, ásamt peningum í umferð - sem peningamagns þess gjaldmiðils. Þá segi ég, að ef peningamagn blæs út - þá kemur að því að virði peninga lækkar. Framboð vs. eftirspurn.

Það virðist sem að vesturlönd hafi um hríð náð því að spinna upp peningamagn án sjáanlegra afleiðinga eftir 2000 sérstaklega. Þannig tekið lífskjör í reynd að láni á þeim áratug. Með þeim hætti, falið fyrir eigin fólki það, að verðmætafrmaleiðsla hefur stöðugt verið að færast til Asíu.

Þetta virðist hafa verið gert með alls konar nýjungum í peninga-spinni. Hin rökrétta afleiðing þess að búa til allt of mikið af skuldbindingum, er hrun í virði skuldbindinganna sjálfra í gegnum raunlækkun virðis þeirra peninga sem þær skuldbindingar eru skilgreindar í.

Þ.e. þá hrun þannig séð, en í stað þess að fjármálakerfið allt detti um koll, allsherjar bankakerfis hrunbylgja gangi í gegn, verði birtingarmynd hrunsins sú - að ný "Stagflation" bylgja gangi í gegnum hagkerfi vesturlanda eins og á 8. áratugnum.

-------------------------

Hin gamla regla 19. aldar hagfræðinganna er þá enn eins rétt nú og þá, að ef þú eykur magn peninga þá lækkar virði þeirra.

Það sé mikilvægt að stýra umfangi peninga, eina leiðin til að viðhalda stöðugu virði þeirra.

Það þýðir í nútíma hagkerfi þ.s. það eru bankar sem búa til megnið af nýjum peningum, að það verður að hafa mun meiri stjórn á umfangi útlána en hefur tíðkast sl. 20 ár.

Að hefta umfang banka og fjármálastofnana verður þá lykilatriði í stýringu á peningamagni, í því að tryggja stöðugt virði peninga í framtíðinni.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Það hefur verið ljóst síðan þyrlu Ben sagðist ætla að strá dollurum úr þyrlu, að það er meðvituð stefna Bandaríkjamanna að greiða skuldir sínar með verðbólgu.

það er líka ljóst að vesturlandabúar eru búnir að greiða fyrir neyslu sína undanfarin ár með skuldabréfum sem ekki er innistæða fyrir. kínverjar eru nú á fullu að reyna að koma þessum skuldabréfum til Afríku og Íslands og fá raunveruleg verðmæti fyrir.

Þetta má öllum vera ljóst og er búið að vera lengi.

Það sem íslensku ríkisstjórninni er aftur á móti er ekki ljóst er að með því að viðhalda verðtryggingunni og með ofurvöxtum Seðlabankans og græðgi lífeyrissjóðanna, þá munu íslendingar hækka skuldir sínar stöðugt og hér mun verða algjör stöðnun áratugum saman.

Ég er ekki sammála því að það eigi að minnka umfang bankanna, það á einfaldlega að lækka vextina og afnema verðtrygginguna, og ef bankarnir geta ekki staðið undir sér með lægri vöxtum þá fara þeir einfaldlega á hausinn.

Farið hefur fé betra.

Sigurjón Jónsson, 30.4.2012 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband