Hvernig losum við okkur við 1000 milljarða af aflandskrónum?

Mér lýst ekki endilega á þá hugmynd, að tengja krónuna við evruna áður en höftin eru losuð, þegar 1000ma.kr. skaflinn er enn fastur inni - en hugmyndin virðist vera að ná tengingu við þær aðstæður fram á sem hæstu gengi, þ.e. sem næst núverandi skránignu.

Segjum að það næðist gegnt nokkurn veginn núverandi skráningu, draumurinn um að verja lífskjör virðist vera að rætast - - En, eða hvað?

Þ.e. nefnilega ekki alveg allt sem sýnist - eins og Sigmundur Davíð benti á um daginn, þá myndi þetta í reynd þíða að þá streyma milljarðarnir af aflandsfé út úr landinu, sem þá evrur.

Gott og vel segja ef til vil einhverjir, þ.e. redding - enn menn gleyma einu.

Þá þarf ríkissjóður Íslands að slá lán á móti í gegnum svokallað "Target 2" kerfi eða nánat tiltekið, Seðlabankinn gerir það en fær frá ríkinu skuldabréf til að afhenda þeim seðlabanka innan Seðlabankakerfis Evrópu, sem hefur lausafé upp á að bjóða.

  • Þetta þíðir þegnar góðir - - að þarna er ekki verið að verja lífskjör, þvert á móti fórna þeim.
  • En þeir sem eiga aflandskrónur - þeir fá allt sitt, þeim er reddað!

Því hvernig borgar ríkið þessa 1.000 milljarða til baka, nema í því formi að skattar verði stórfellt hækkaðir - stoðkerfi við almenning verði skorið að auki, í reynd endurtekið nákvæmlega sama ferlið og Grikkland, Portúgal og Spánn eru nú stödd í þessa stundina?

Pælið í því + 66% við skuldir ríkisins, sem þegar skuldar cirka 100% - - > skuldastaða nærri þeim stað þ.s. gríska ríkið var statt, áður en gríska ríkið fékk nokkurn niðurskurð skulda.

Sjá hérna umfjöllun um "Target 2" kerfið frá tveim hagfræðingum:

Hans Verner Sinn: THE EUROPEAN BALANCE OF PAYMENTS CRISIS.

Önnur góð grein: Sudden stops in the euro area.

 

Hvað eigum við þá að gera í staðinn?

  • Ímyndum okkur að höftin væru losuð af krónunni við akkúrat núverandi ástand.
  • Þá streyma 1.000 milljarðarnir út, þ.s. þetta er í kringum 66% af þjóðarframleiðslu, þá lauslega áætlað fellur gengið sennilega einhvers staðar á bilinu nærri 70%.
  • Sem segir okkur hið raunverulega virði þessara peninga, sé í reynd 300ma.kr.
  1. Ég segi að við eigum að miða út frá þessari tölu!
  2. Við eigum að gera aflandskrónueigendum tilboð, bjóða ívið betur.
  3. Einfaldast væri að þeir fái í skiptum fyrir aflandskrónur skuldabréf frá ríkinu, á hóflegum vöxtum.
  4. Viðmið sé að nafnvirði skuldabréfanna + vextir, fari ekki yfir cirka 50% þ.e. endanlegt virði 1.000ma.kr. verði cirka 500ma.kr. skv. núvirði krónunnar.

Þá er ég búinn að spara þjóðinni - 500ma.kr. + þann niðurskurð velferðar sem greiðslu þess fjár að viðbættum vöxtum myndi fylgja.

 

En okkur vantar svipu!

Hættan er sú að það taki ekki allir tilboðinu, svo það verður að hafa einhvern enda dag - og síðan afleiðingar sem séu verri, en það að taka tilboðinu.

Ein leið til þess að skapa það ástand, getur verið að taka upp hugmyndina hennar Lilju Mósesdóttur.

  1. Þ.e. að skipta um gjaldmiðil - tilkynna að eftir að endatíma er komið, verði farið í þá aðgerð.
  2. Í þessu tilviki er ég að tala um, skiptigengi 1/3 þ.e. 70% fellingu.

Hugmyndin er þá að skapa það ástand að aðilar standa á milli tveggja elda, sem sagt svipugöng, hafi þessa tvo valkosti A)taka tilboði um að fá greitt með vöxtum allt að 50%, eða B)að ef samkomulag næst ekki við þá fyrir tiltekinn tíma taki gjaldmiðilsbreyting gildi þá verði skiptigengi 30%.

  • Auðvitað þíðir þetta að það þarf að stjórnvöld verða að vera fullkomlega undirbúinn undir þá aðgerð - svo hótunin hafi fullan trúverðugleika.
  • Og ef svo vill til að aðilarnir samþykkja ekki, þá verði aðgerðin framkvæmd.

En þ.e. atriði aftur sem sníst um trúverðugleika!

 

Eitt atriði enn!

Sem taktík í samningagerð, verði beðið á meðan verið er að semja við aðilana, með það að tilkynna um stór atvinnutækifæri sem myndu hækka virði krónunnar.

 

Niðurstaða

Ég vil ekki borga 1.000ma.kr. þ.e. leggja á almenning þá skattpíningu eða niðurskurð velferðar sem því myndi fylgja að borga slíka upphæð. Ef samkomulag næst, þá losnar um þessa stíflu og 500ma.kr. miðað við núvirði sparast, og þá er unnt að losa höftin án umtalsverðrar gengissveiflu. 

Þó er heppilegt að bíða örlítið lengur með þá lokatilkynningu, og tilkynna fyrst um einhverja stóra framkvæmd, eða stórt tækifæri sem bindandi samkomulag hefur náðst um, sem hækkar framtíðargjaldeyristekjur þjóðarinnar.

En með aflandskrónuskaflinn frá + væntingar um aukna innkomu, þá er vel hugsanlegt að losun haft gæti orðið alveg án nokkurrar gengissveiflu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Kristjánsson

Svokallaðar aflandskrónur eru mikið lægri netto en 1000 milljarðar. Hver byrjaði að tala um að það væri 1000 milljarða nettó snjóhengja sem við þurfum að greiða?

Hið opinbera skuldar um 550 milljarða í gjaldeyri. krónueignir útlendinga eru um 420 milljarðar. Nýju bankarnir þurfa að greiða þeim gömlu um 500 milljarða. Þetta gerir samtals um 1500 milljarða.

Seðlabankinn er með tæplega 1000 milljarða gjaldeyrisforða. Hluti af gjaldeyrisforða Seðlabankans eru eignir sem búið er að safa til þess að greiða upp í þessa 500 milljarða skuld við gömlu bankanna.

Ég mundi áætla að nettó eignir erlendra aðila sem vilja fara úr landi séu frekar milli 6-700 milljarðar.

Krónueign erlendra aðila var um 600 milljarðar fyrir 3 árum en er komin í 420 milljarða.

Það eru að koma um 80-90 milljarðar af gjaldeyri inn í landið á ári vegna jákvæðs viðskiptajöfnuðar. Við erum smá saman að laga gjaldeyrisstöðu landsins. Þetta tekur nokkur ár enn en kemur smá saman.

Það er búið að skrumskæla alla umræðu um aflandskrónur. Menn tala um að það vilji 1000 milljarðar fara úr landi en það er til mikið af gjaldeyri upp í þá tölu.

Þórhallur Kristjánsson, 28.4.2012 kl. 23:30

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, áður var alltaf sagt að aflandskrónur væri kringum 30% af þjóðarframleiðslu, sem pasaar nokkur veginn við þessa 420ma.

Þetta kemur einnig fram í öllum skýrslum AGS um okkur sem ég hef lesið.

Ef tölur þínar eru réttar, er í gangi hræðsluáróður.

Þá er einfaldur valkostur, að bjóða þessu liði greiðslu strax - ekki fullu núverandi gengi heldur t.d. 30% neðan við núverandi eða kannski 20%.

Þá er kannski unnt að vinda sér viðstöðulaust í uppbyggingarátlun, losa höftin um leið og búið er að ganga frá einum til tveim stórum bindandi verkefnum við erlenda aðila, sem hækka framtíðar gjaldeyristekjur okkar - dugar til að auka traust.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.4.2012 kl. 00:30

3 Smámynd: Þórhallur Kristjánsson

Skoðaðu bls 20 í þessari skýrslu sem var að koma frá SÍ

 http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=9568

Þórhallur Kristjánsson, 29.4.2012 kl. 00:52

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Athyglisverður pistill Einar ! en ekki síður athyglisverð viðbrögð þín við innleggi Þórhalls, þetta með hræðsluáróðurinn !

Það er ekki spurning að viss öfl beita því sem hægt er (fjölmiðlum) við að magna upp vandamálin, ef það gagnast áformum þeirra, ekki endilega algerlega ósatt, en "magnað" upp og ýkt.

En tillögur þínar Einar ! eru samt sem áður athyglisverðar, þó forsendurnar (stærðin) séu aðrar en þú gafst þér.

Takk Þórhallur ! fyrir að "linka" á skýrsluna frá SÍ, (það sem tengist þessu, er á m.a. síðu 20 af 28) auðvitað á maður að finna og lesa slíkt sjálfur í stað þess að byggja alla umræðuna á "hræðsluáróðrinum" sem er búinn að kæfa meira og minna alla skynsamlega umræðu og þar með kaffæra allt sem líkist góðum lausnum, en svo vita "öflin" sem er, að fólk flest "gleypir" bara fyrirsagnirnar og varla það, í dagsins amstri og önn, því miður.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 29.4.2012 kl. 10:46

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er einmitt ástæða þess, að maður hefur verið að bögglast í gegnum áfanga skýrslur AGS, og einnig umfjöllun erlendra fjölmiðla um ástandið erlendis, en ekki síst þegar Ísland kemur upp.

Maður hefur aldrei upplifað það eins öflugt að ekki sé unnt að treysta innlendum fjölmiðlum, eða upplýsingum stjórnvalda - eins og sl. örfá ár.

Þ.e. vegna þess að ég las allar áfangarskýrslur AGS, að mér hefur eðlilega fundist undarlegt að aflandskrónur væru allt í einu ekki lengur 30% cirka, tek fram að ég hef einnig lesið skýrslur lánsmatsfyrirtækja þegar þær hafa komið fram og þar hefur einnig sama tala komið fram þ.e. 30%, svo mér hefur komið mjög á óvart að þetta sé allt í einu 66%.

Ég hef verið að leita að skýringum - dottið helt í hug að tiltölulega nýleg herðing hafta sé sökudólgurinn, að þannig væri nýtt aflandsfé að safnast - en fannst magnað að það væri svo ótrúlega miklar upphæðir.

Nú skil ég af hverju SA vill losa höftin sem fyrt, en miðað við þeirra tölur er það vel gerlegt.

En ef tölur ríkisstjórnarinnar eru réttar, væri það óðs manns æði.

Svo hver segir sannleikann - hver lýgur með tölum?

Færslan að ofan er sett fram, með það sem forsendu að það sé rétt að aflandskrónur séu svo ótrúlega umfangsmiklar.

En með þær í reynd kringum 30% af þjóðarframleiðslu - er ekki sennilega þörf á þeim, þá er unnt sennilega að losa höftin skipulega á nokkrum mánuðum, án mikilla vandræða.

Þá sýnist mér að ekki ætti vera mikil vandræði að semja við aflandskrónueigendur um það að greiða þeim út með eðlilegum afföllum - auðvitað ekki gegnt núverandi virði krónu.

Þeir samningar ættu ekki að taka meir en nokkrar vikur - á sama tíma væri óhætt samstundis að hefja undirbúning uppbyggingarverkefna í atvinnulífi.

Endurtek þó, að rétt tímasetning losun hafta - er eftir að bindandi samningar hafa verið gerðir um framkvæmdir, sem lyfta framtíðarútfl. tekjum Íslands.

Það er nóg til að lyfta:

  1. Virði gjaldmiðilsins.
  2. Einnig lánstrausti Íslands.

Þannig, að þá verður vel viðráðanlegt að leysa úr þessum málum.

Síðan þarf enn flr. fjárfestingar til að hækka lánstraustið enn frekar, svo unnt verði að endurfjármagna óhagstæð lán.

------------------------

Af hverju eru þá stjv. að ljúga?

Það virðist blasa við, að verið sé að hræða fólk inn á þá trú að ekki sé unnt að búa við krónuna áfram.

Inn á þá stefnu stjv. að eina leiðin sé að binda trúss okkar við ESB, þá hugmynd að losa höftin með aðstoð ESB.

Þá hugmynd að við séum bjargarlaus án aðstoðar að utan - þá sé það ESB sem sé bjargvætturinn.

Síðan er hlegið að hugmyndum þess efnis, að það sé vel mögulegt að leysa núverandi vanda með öðrum hætti.

Sumir hafa lært vel af Dr. Goebbels:

 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.4.2012 kl. 12:55

6 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Er ekki lausnin sú að skikka lífeyrissjóðina til að koma heim með sínar erlendu eignir og fjármagna aflandskrónuflóttann, sem þá verður jafnvel ekki eins mikill og menn óttast?  Þeir áttu um 460 milljarða virði í erlendum eignum í árslok 2010, þar af átti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins um 120 milljarða.  Þessir 120 milljarðar væru nóg til að fjármagna skiptingu í nýjan gjaldmiðil þrisvar sinnum.   Ef einhvern tímann er lag fyrir lífeyrissjóðina að sækja gengishagnað er það núna.  Og skipta síðan út matadorkrónunni okkar fyrir alvöru gjaldmiðil.

Erlingur Alfreð Jónsson, 29.4.2012 kl. 22:58

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eerm, smá galli að umfang sjóðanna er meira en umfang hagkerfisins okkar. Heildarumfang.

Einhver takmörk fyrir því hve hagkerfið getur borið mikið af fjárhagslegum skuldbindingum, en sjóðirnir myndu áfram heima sína vanalegur rentu sem þeir krefjast þ.e. 3% raunávöxtun.

Þannig "in effect" væri það eins og að, bæta við mörg hundruð milljörðum af skuldum á hagkerfið.

Mér hefur aldrei litist á þá hugmynd, alltaf talið hana gersamlega galna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.4.2012 kl. 23:41

8 Smámynd: Bragi

Mér hefur alltaf fundist þessi umræða vera mjög ruglingsleg. Sumt fólk heldur því fram að hér verði allt í kalda kolum ef gjaldeyrishöftum verði aflétt á nokkrum mánuðum meðan aðrir telja að allt verði í himnalagi ef svo verður gert. Hvaðan er þessi skoðanamunur kominn? Eru það einfaldlega forsendurnar sem eru mismunandi hjá fólkinu, þ.e. forsendur um þá upphæð sem mögulega mun fara út? Það verður að hafa verðbólgu, og þar af leiðandi stýrivexti SÍ í huga, þegar höftunum er aflétt.

Hvernig hefur annars fjárfestingarleið SÍ virkað hingað til? Er gjaldeyrisvaraforðinn okkar ekki að mestu leyti tekinn að láni?

Alltaf er rætt um að allir þeir milljarðar sem lokaðir eru hér inni vilji flýja um leið og tækifæri gefast en ég tel að slíkt sé bull. Hversu stór hluti það verður sem mun flýja á endanum hef ég þó ekki hugmynd um. Við erum að fara að byrja vaxtahækkunarferli meðan t.d. Evrópa og USA munu halda sínum vöxtum lágum næstu misserin. Raunvextir eru enn lágir hér og okkur gengur sæmilega að koma okkur út úr vandamálunum. Reyndar finnst mér pólitískur óstöðugleiki vera okkar helsti veikleiki hér heima fyrir.

Svo verður einnig að huga að raungenginu. Með meiri verðbólgu hér en annars staðar, auk þess sem eftirspurn (og gengi) frá t.d. Evrópu fer minnkandi, er ekkert víst að raungengið okkar haldist nógu lágt til að skila alltaf þessum afgangi svo við getum borgað upp okkar erlendu skuldir. Vantar ef til vill meiri raungengislækkun?

Manni finnst hreinleg vanta almennilega umræðu um þetta en vonandi verður tekið almennilega á þessum málum í skýrslu SÍ um kosti okkar í gengismálum. Hún ætti að koma út bráðlega.

Annars er alveg hreint með ólíkindum að fjárfesting hér á landi sé svona lág á tímum mjög lágra raunvaxta. Gjaldeyrishöftin spila eitthvað hlutverk þar en pólitískur óstöðugleiki á helstu sökina í þeim efnum, er ég hræddur um.

Bragi, 30.4.2012 kl. 11:00

9 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Einar: Verðmæti erlendra eigna sjóðanna jókst um nánast 80% prósent á einni nóttu við hrunið og hefur heldu raukist í krónum talið síðan þá vegna gengislækkunar krónunnar.  Í hversu mög ár þarf raunávöxtun að haldast 3% til að ná slíkri ávöxtun?  Því segi ég: Ef ekki er lag nú til að innleysa hagnaðinn af erlendu eignunum hvenær þá?  Þegar hlutabréfin hafa fallið í verði og menn ætla að losna við þau í örvæntingu?  Eftir hverju er beðið?

Hagkerfið er yfirskuldsett eins og þú veist. Ef lífeyrissjóðirnir væru skikkaðir heim með þessa gjaldeyriseign sína, og hluti gjaldeyrisins sem þannig fengist notaður til að fjármagna gjaldmiðilsskipti myndu vextir lækka sbr. álit t.d. Manuel Hinds og fleiri talsmanna gjaldmiðilsskipta. Lífeyrissjóðirnir myndu eignast skuldir sem eru þegar til staðar. Um kröfuhafaskipti yrði að ræða. Ég get ekki séð að svona framkvæmd myndi því hækka skuldir um mörg hundruð milljarða til langframa, nema haldið yrði dauðahaldi í krónuna. 

Aukinheldur er skilaskylda á gjaldeyri samkvæmt gjaldeyrislögum og skuldbindingar lífeyrissjóðanna eru í krónum um þessar mundir.  Mér finnst eðlilegt að erlendar eignir þeirra verði notaðar til útvega þann gjaldeyri sem þarf til að aðstoða við losun gjaldeyrishafta við núverandi aðstæður.  Slíkt mundi hjálpa eigendum lífeyrissjóðanna, almenningi, mest.  Þegar búið væri að skipta um gjaldmiðil gætu lífeyrissjóðirnir (og aðrir) fjárfest að vild erlendis á ný.  Núna eru fjárfestingatækifæri þeirra í höftum.

Erlingur Alfreð Jónsson, 30.4.2012 kl. 13:18

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Varðandi 80% gengisfallið, rétta talan er 77% skv. AGS, þá er mín skoðun að sú gengisstaða sem hæst fór hafi gersamlega verið óraunhæf. Gengið í dag er víst cirka 30% neðan við svokallað meðal jafnaðargengi áratugarins á undan, þ.e. áður en bólan fór af stað.

Höfum í huga, að tapaði hagvöxturinn er líklega nokkurn veginn jafnt og sá vöxtur sem bankarnir bjuggu til um hríð sem engin innistæða reyndist fyrir.

--------------------------

Gengið er þá í reynd kringum 30% lægra en það var, áður en við hófum þetta delluævintýri.

Sem er þá hið eiginlega tjón - gengislega séð.

Það útskýrist fullkomlega af mun verri skuldastöðu Íslands, og því þörf fyrir nægilega stórann tekjuafgang, sem kallar á lága gengisstöðu.

------------------------

Vandi við sjóðakerfið er að það er of stórt til að ávaxta allt hér heima - að auki er ávöxtunin of mikil, þ.e. 3% raunávöxtun gengur ekki.

Það þarf að lækka þá ávöxtun, svo hún sé a.m.k. ekki hærri en meðalhagvöxtur landsins, annars stækka sjóðirnir stöðugt og sliga hagkerfið fyrir rest.

Annars tel ég þá sem spá mikilli vaxtalækkun hérlendis vera full bjartsýna - þ.e. þeir séu ekki alveg að skoða allar staðreyndir málsins.

Ímyndaðu þér að þú værir bankastjóri - og það koma til þín t.d. eigendur lítilla verslana t.d. sem selja byggingavörur. Einn þeirra er á slíka starfandi í Þýskal. - annar á Spáni - sá þriðji á Íslandi.

Umreikningur á líklegum vöxtum veittum, sníst einfaldlega um reikning á áhættu þ.e. hættu á því að fá ekki lánið endurgreitt.

Eðlilega í þessu samhengi - þá ætti rökrétt lán til Þýskal. vera á lægstu vöxtunum - til spánar ívið hærra og til Íslands hæst.

Það segi ég burtséð frá því hvaða gjaldmiðill er notaður hér.

Ég er að tala um bankavexti ekki stýrivexti.

Ég er að meina, að Ísland er lítið óstöðugt hagkerfi, verður það áfram burtséð frá því hvaða gjaldmiðill er notaður.

-------------------------

Ég er nefnilega ekki sammála því að óstöðugleikinn sé "vegna" krónunnar.

Staðreynd - hver einasta hagsveifla hér hefur endað á viðskiptahalla, gersamlega án nokkurra undantekninga.

Gengið fellur alltaf og alltaf án undantekninga - þegar viðskiptahalli hefur staðið yfir um nokkra hríð.

Þetta er algerlega rökrétt - enda eykur viðskiptahalli skuldir hagkerfisins, og grefur undan lífskjörum til lengri tíma litið, og endanum getur það ekki gengið.

Gengið fellur því alltaf fyrir rest, og snír halla við og spírallinn stöðvast í hækkun skulda.

Ath. - fyrst kemur alltaf viðskiptahalli.

Þetta segir þér - að það sé viðskiptahallinn sem fellir krónuna.

Ég er að tala um hina dæmigerðu sveiflu á undan bankakreppunni - en þá var einnig viðskiptahalli, en bankarnir dældu hingað fé um hríð og leyfðu því dæmi að ganga fyrir sig lengur, en ella hefði átt sér stað.

Sko - - ef við tökum okkur ekki tak, ef almenningur áttar sig ekki á því, að ekki er unnt að borga hér hærri lífskjör en útflutningstekjur okkar + annað skaffa í gjaldeyri, þá er það 100% öruggt að Ísland yrði komið í skuldakreppu á einni hagsveiflu - - aftur.

Bendi þér á, að innan evrusvæðis eru nú öll löndin sem voru með viðskiptahalla 2007 og enn eru með hann, komin í vandræði. Öll löndin í vanda, voru með viðskiptahalla 2007 og eru enn með hann.

Ég er alveg öruggur á því - að Ísland verður aftur komið í skuldakreppu, ef við skiptum umg gjaldmiðil - því íslendingar skilja ekki enn, að ekki er unnt að hafa hærri lífskjör en landið getur í reynd greitt fyrir.

En ég er algerlega viss, að þróunin - launahækkanir minnkandi viðskiptaafgangur - síðan halli, muni endurtaka sig.

Nema, að eftir gjaldmiðilsskipti verði ekki gengisfelling til að stöðva upphleðslu frekari skulda, heldur verði það eins og á evrusvæði að hún stöðvist ekki fyrr en skuldakreppan er komin.

-------------------------------

Sannarlega getur það verið að peningalegar eignir verði mikið öruggari - en ef þú skoðar málið eingöngu út frá þörfum tiltekins hagkerfis, skoðum hvað gerðist þegar svokölluð evrukrýsa hófst, þá hefur verið mjög stríður og nær stöðugur flótti fjármagns frá löndum S-Evrópu þ.e. frá þeim öllum meiri frá þeim verr stöddum, og Írlandi - síðan vandamálin hófust.

Féð hefur leitað til hinna öruggari landa.

Þetta er algerlega rökrétt, þ.e. fólk sem á peninga eðlilega færir þá þangað sem þeir eru öruggari.

Þetta myndi einnig gerast hér, þegar "loss of confidence" verður - næst.

----------------------

Einn kostur við höfin er einmitt að það var unnt að stöðva fjármagnsflótta - ath. að kapítalismi þarf kapítal og stöðugur flótti fjármagns er samdráttaraukandi, þannig líklega verulegur hluti af því af hverju það hefur verið samdráttur í löndunum í S-Evrópu og á Írlandi.

"boom/bust" sveiflur þess verði enn íkjukennari en að jafnaði áður, fyrir utan sl. sveiflu.

----------------------------

Þetta er eiginlega ástæða þess, að ég vil ekki kasta krónunni.

Það er vegna þess, að við íslendingar erum ekki nægilega þroskuð, til að geta tileinkað okkur þann aga, sem þarf.

Þetta myndi allt enda með ósköpum aftur eftir eina hagsveiflu.

 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.5.2012 kl. 01:12

11 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Burtséð frá tölum þá skautar þú framhjá grundvallaratriðinu í mínum ummælum: Lífeyrissjóðirnir eiga gjaldeyri, hann eiga þeir að koma með heim til að hjálpa til við að losa þann vanda sem höftin skapa, m.a. þeim sjálfum. Í framhaldinu geta þeir svo skapað ný tækifæri, því þau er ekki til staðar í dag með höftunum.

Hvað vextina varðar getur alveg verið líklegt að þýski verslunareigandinn ætti að fá betri vexti en sá spænski eða sá íslenski, en þá vegna viðskiptasögu eða umfangi viðskipta við fjármálastofnun, en ekki af því hann er frá Þýskalandi.  Annað væri mismunun á grundvelli þjóðernis sem er bönnuð innan EES.

Það eru engir kostir fyrir almenning með höftunum frekar en með verðtryggingu.  Hvoru tveggja eru hækjur stjórnvalda sem ráða ekki við að stýra hagkerfinu, höftin vegna óviðráðanalegra ástæðna, en verðtryggingin vegna lélegrar og óábyrgrar hagstjórnar um árabil.  Kostnaðurinn alemnnings við krónuna er einfaldlega of mikill til að halda henni.  Við erum komin í sömu spor nú og 1980 þegar tvö núll voru skorin af krónunni, t.d. bensínlíterinn kostar það sama og þá.  Hvað hefur áunnist?  Ekkert!

Hávaxtastefna SÍ varð til vegna krónunnar - krónan skapaði vandannn.

Þetta á allt eftir að enda með ósköpum - aftur.

Erlingur Alfreð Jónsson, 1.5.2012 kl. 13:34

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Í framhaldinu geta þeir svo skapað ný tækifæri, því þau er ekki til staðar í dag með höftunum."

Þú virðist ekki telja það varasamt að hafa svo mikið fé bundið í ísl. hagkerfinu á 3% raunávöxtun?

Sem er hærri raunávöxtun er hagkerfið okkar hefur ávaxtast síðan 1990.

Svo há raunávöxtun krefst þess að hagkerfið vaxi a.m.k. 3% að meðaltali per áratug.

Eins og ég sagði, okkur hefur ekki tekist það undanfarin 20 ár.

Þannig að í tillögu þinni felst það veðmál, að það muni takast héðan í frá, að viðhalda hagvexti að lágmarki 3%.

Annars er það svo, að svo mikið fé á ávöxtun innan hagkerfisins, mun verða eins og blóðsuga á því, drepa í reynd niður alla hagvaxtargetu og endanum fer hagkerfið í þrot.

"Hvað vextina varðar getur alveg verið líklegt að þýski verslunareigandinn ætti að fá betri vexti en sá spænski eða sá íslenski, en þá vegna viðskiptasögu eða umfangi viðskipta við fjármálastofnun, en ekki af því hann er frá Þýskalandi.  Annað væri mismunun á grundvelli þjóðernis sem er bönnuð innan EES."

Það er ekki rétt hjá þér - því hagkrefið sem þú starfar innan hefur töluvert að segja með það, hver áhættan við að lána þér er, þ.e. þú vilt frekar lána til þess sem starfar í hagkerfi sem er í uppsveiflu en er í kreppu, það ætti að vera augljóst.

Að auki, þá skapar saga reglulegra hagsveifla einnig óvissu um framtíðartekjur viðkomandi verslunar sem starfar innan viðkomandi hagkerfis, enda eftir allt saman er verslunin háð tekjum kúnna sinna og þær tekjur eru háðar því hvernig hagkerfinu gengur þ.e. hvort þ.e. uppgangur og launahækkanir, eða niðursveifla og tekjur að dragast saman, neysla að skreppa saman.

Ah, mismunur á grundvelli þjóðernis. Nei, mismunur á grundvelli áhættuútreiknings.

Þ.e. ekki verið að mismuna vegna þess að einhver er grikki, heldur vegna þess að gríska hagkerfið er í tómu tjóni eða hefur sögu þess að lenda reglulega í slíku. 

Ég skal ekki deila um að það eru til staðar tilteknar hækjur, en miðað við okkar hagsögu, virðist mér ólíklegt að okkar hagstjórn hafi þroska til að starfa án þeirra, því það myndi krefjast getu sem er umfram það, sem okkar hagstjórnendur hafa hingað til virst vera færir um að auðsýna.

  • Ef viðskiptahalli er ekki lengur sjálfleiðréttur við og við með gengisfellingum, þarf hagstjórnin allt í einu að fara að sjá vandann fyrir, í stað þess að bregðast við honum eftir á.

Sumir vilja meina að hækjan þurfi að fara af - annars renni aldrei upp sá tími, að sá lærdómur skili sér, en eins og útkoma Grikkland og Argentínu sýnir, þá er endastöðin að ef slík eru stigin en sama lélega hagstjórnin er áfram - þjóðargjaldþrot.

Ég er einfaldlega mjög efins, að við myndum ekki endurtaka akkúrat vegferð Grikklands og Argentínu.

Þannig að þrátt fyrir allt, sé skárra að búa við óstöðugleika krónunnar.

--------------------------

Mitt plan er í reynd allt annað, þ.e. ég vil bæta stöðugleikann inni í krónu kerfi, miðað við þ.s. hingað til hefur verið.

Ég sætti mig við, að krónan verður alltaf samt minna stöðug en stóru gjaldmiðlarnir, vextir líklega hærri.

En tel unnt að minnka það bil.

Lausnin er í reynd sára einföld - þ.e. að safna í jafnvægissjóð!

Það er þá gert þannig, að allar gjaldeyristekjur eru skattlagðar sérstaklega, og það fé lagt inn í gjaldeyrisvarasjóð.

Þetta er svipað og því sem Kína hefur gert sl. 35 ár eða svo, og hefur smám saman safnað upp stærsta gjaldeyrisvarasjóð á heimskringlunni.

Þeirra tilgangur var að halda útflutningsverðum hagstæðari en ella, með því að halda genginu lægra en ella væri - það sannarlega hefur þau hliðaráhrif.

En þau sem ég stara á, er upphleðsla sí stækkandi eignasjóðs.

Því stærri, því meira traust hefur gjaldmiðilinn, og einnig - því stærri því minni sveiflur.

Það er vegna þess, - mundu að krónan fellur alltaf vegna viðskiptahalla, og það er vegna þess að hingað til höfum við alltaf haft lítinn gjaldeyrisvarasjóð, því ekki átt fyrir lanvarandi halla án skuldsetningar.

Ef aftur á móti við söfnum alltaf eignasjóð stöðugt, þá ættum við alltaf að eiga fyrir skammtíma viðskiptahalla, þá þarf ekki krónan lengur að falla þegar það verða stuttar kreppur.

  • Þegar við eigum fyrir 3 ára viðskiptahalla, þá mun krónan ekki lengur sveiflast vegna t.d. lækkunar á fiskverði sem stendur t.d. 2 ár, eða verulegrar lækkunar á verði áls sem stendur í 2 ár.
  • Þetta hefði sambærileg áhrif og norski olíusjóðurinn hefur á norsku krónuna, ath. sá er það stór að markaðurinn veit, að Noregur er ekki í vanda þó t.d. olíuverð lækku í 2-3 ár svo mikið, að þeirra olíulindir verði reknar með halla.
  • Sbr. Rússland þ.s. rúblan stöðugt virðist sveiflast í takt við sveiflur á verði á olíu á heimsmarkaði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.5.2012 kl. 19:52

13 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

- Þú virðist ekki telja það varasamt að hafa svo mikið fé bundið í ísl. hagkerfinu á 3% raunávöxtun? Sem er hærri raunávöxtun er hagkerfið okkar hefur ávaxtast síðan 1990. Svo há raunávöxtun krefst þess að hagkerfið vaxi a.m.k. 3% að meðaltali per áratug 

Fyrirgefðu, en eru þeir ekki fastir með sínar krónur við núverandi aðstæður og komast ekkert? Hver er munurinn? Ég minni á að ég sagði upphaflega að þeir gætu farið út aftur (reyndar eftir gjaldmiðilsskipti) ef þeim sýndist svo þegar höftunum væri aflétt. Enda mun auðveldara fyrir slíka útrás ef kominn væri annar gjaldmiðill. Fyrir utan að varðandi ávöxtunina þá er ekkert val.  Þetta er sú ávöxtun (3-4%) sem reiknað hefur verið að þeir þurfi til að standa undir skuldbindingum sínum lögum samkvæmt.  (Annars hef ég aldrei búist við að fá neitt út úr lífeyrissjóði þegar eftirlaunaaldri er náð. Kerfið verður hrunið áður, s.s. innan 30 ára.)

Mín skoðun er að þeir þurfi að koma heim með gjaldeyrinn sem þeir eiga til að geta byrjað aftur að fjárfesta erlendis, ná sinni raunávöxtun og losa um þessa kyrrstöðu sem hér ríkir. Peningar eru ætlaðir til að skipta um hendur. Þeir eru gjaldmiðill, og eiga að vinna sem slíkir, en eiga ekki að sitja aðgerðarlausir í hlutabréfum og verðbréfum um alla eilífð. Sérstaklega þegar tekið er mið af núverandi aðstæðum og hver er eigandi þessa gjaldeyris.

Erlingur Alfreð Jónsson, 1.5.2012 kl. 23:19

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ehem, þ.e. ekki alveg rétt að það sé ekki val.

Ástæða ávöxtunarþarfarinnar er að það var lofað of miklu, þ.e. of góðum kjörum.

Þ.s. þarf að gera er annaðhvort að hækka iðgjaldsgreiðslur frekar eða að lækka loforðið um þau endanlegu kjör sem hver og einn fær fyrir rest, eða hvort tveggja í bland.

Þetta er algerlega nauðsynlegt.

-------------------------

Þ.e. rétt að þeir komast nú ekki með fé úr landi - - en ath. að ef þeir fengu að senda það úr landi, myndi fjárútstreymi úr landi aukast.

Það myndi gera viðskiptajöfnuðinn minna hagstæðann.

Fræðilega væri unnt að fella gengið frekar til að jafna það út, en annars er ekki næg gjaldeyrisinnkoma fyrir öllum þeim sem skulda hér.

Að auki, myndi frá sjóðunum berast stór bylgja af slíku.

Ef þú telur þá eiga að fjáfesta, þá geta þeir þegar nýtt það fé sem héðan kemst ekki út.

Erlendu eignirnar verði áfram erlendis - og vextir á það fé í erlendum gjaldeyri, þá vega uppi á móti vaxtagreiðslum af skuldum í erlendu.

Ef þú vilt að þeir fjárfesti geta þeir það nú í dag, án þess að tekin sé sú áhætta að senda svo mikið viðbótar fé hingað inn í landið.

-----------------------------

Þ.e. alveg fær aðferð að losa höftin, að skapa flr. útflutningsstörf - auka samtímis gjaldeyrisinnkomu.

Þá smám saman minnkar bilið á verði milli núverandi skráðs gengis og aflandsgengis.

Eins og ég sagði, ef sjóðirnir eru færir fjárfestar eins og þú virðist telja, er þeim lófa lagið að nota það fé sem hleðst nú upp hér innanlands, einmitt til þess.

Það þarf ekki þetta viðbótar fé - þ.e. mun meira öruggt erlendis, að auki fáum við þá áfram af því tekjur inn í lífeyriskerfið, látum útlönd standa undir því að verulegum hluta. 

Svo við íþyngjum ekki okkar hagkerfi þar um frekar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.5.2012 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband