Standard&Poors lækka lánshæfismat á Spáni í BBB+ lækkun um 2 flokka!

Þetta var kynnt seint í gærkveldi, eftir lokun markaða. Áhrifin á markaði í dag voru óveruleg, sem bendir til þess að markaðir hafi verið búnir að prísa inn stöðu Spánar, á undan S&P.

Áður en ég fer í umfjöllun S&P, nefni ég aðra frétt, en atvinnuleysi á Spáni mælist nú: 24,4%.

Þetta koma fram í dag, og skv. því eru 5,6 milljón spánverja án vinnu.

Aukning á atvinnuleysi þ.s. af er árinu kvá vera um 367.000.

Viðbrögð utanríkisráðherra Spánar - José Manuel García-Margallo - voru áhugaverð, en í útvarpsviðtail sagði hann eftirfarandi: "The figures are terrible for everyone and terrible for the goverment ... Spain is in a crisis of enormous proportions."

Heiðarleg viðbrögð!

 

Sjá hérna áhugaverðar tölur frá MARKIT.COM sem sýna samdrátt í verslun á evrusvæði:

Sjáið hve minnkun eftirspurnar er hröð á þessu ári, eins og að eftirspurn sé í frjálsu falli hreinlega.

Markit's eurozone Retail PMI plunged to 41.3 in April, from 49.1 in March. This is well below the 50 level that divides growth from contraction.

 

Sjá Fullan texta ásamt útskýringum:

Sjá af hverju S&P lækkar lánshæfi Spánar skv. sínu mati!

"The downgrade reflects our view of mounting risks to Spain's net general government debt as a share of GDP in light of the contracting economy, in particular due to:

The deterioration in the budget deficit trajectory for 2011-2015, in contrast with our previous projections, and

The increasing likelihood that the government will need to provide further fiscal support to the banking sector."

Consequently, we think risks are rising to fiscal performance and flexibility, and to the sovereign debt burden, particularly in light of the increased contingent liabilities that could materialize on the government's balance sheet."

Þetta snýst um kreppuna - en þ.e. samdrátturinn sem er að auka á hallann á ríkissjóði Spánar, og það veldur aukningu á hraða uppsöfnun skulda.

Á hinn bóginn, eykur kreppan einnig áhættuna í tengslum við bankakerfið, því húsnæðisverð fer fallandi sem skaðar veðhæfi, samtímis fjölgar lánþegum í vanda eftir því sem atvinnuleysi eykst og laun lækka eða fólk missir yfirvinnu, eða fer í hlutastarf í stað fulls.

Menn óttast líkindi þess að Spánarstj. þurfi að koma bönkunum til aðstoðar - sem myndi geta aukið skuldir stjv. hressilega.

Ekki má gleyma að á Spáni sprakk mjög stór húsnæðisbóla eins og á Írlandi.

Mikið af slæmum skuldum taldar enn vera til staðar í fjármálkerfinu.

 

"...we have lowered our forecast for GDP to contract in real terms by 1.5pc in 2012 and 0.5pc for 2013...We had previously forecast real GDP growth of 0.3pc in 2012 and 1pc in 2013."

Þeir eru hættir að spá endurkomu hagvaxtar 2013.

 

"Spain's current account deficit (CAD) is on a narrowing trajectory, significantly supported by the Spanish economy's strong export performance, especially since 2009. The CAD was 3.5pc of GDP at year-end 2011, compared with 10pc in 2007." - "We expect the current account to broadly balance in 2013-2014, before posting a higher surplus thereafter."

Þarna er sólargeisli í svartnættinu, að viðskiptahallinn hafi skroppið verulega saman síðan 2007.

En þetta þarf að verða að a.m.k. einhverjum afgangi, ef Spánn á að geta minnkað skuldir.

Vonandi rætist það, að jöfnuðurinn nái jafnvægi eins og S&P telur.

 

"In contrast to 2008-2010, the Bank of Spain - through Target2 overdrafts with the ECB (exceeding €250bn in March 2012, from around €150bn at the end of 2011) - has now become the major source of financing Spain's CAD. In our opinion, this reflects the extent to which Spain's commercial banking system has sharply increased its dependency on official funding sources to a considerably higher level than we anticipated in January, when we last revised our rating on Spain."

Þetta er mjög áhugavert, að Spánn skuldi nú 250ma.€ í gegnum svokallað "Target 2" kerfi Seðlabanka Evrópu - einkum til að endurlána spönskum bönkum í vanda sem segir að vandræði spánskra banka séu hratt vaxandi, en í gegnum "Target 2" eru ríki að slá lán frá Seðlabanka Evrópu í gegnum eigið útibú Seðlabankans heima fyrir, og þá þarf það útibú að eiga skipti á einhvers konar eign við eitthvert af öðrum útibúum Seðlabanka Evrópu, þ.s. nægt lausafé er að finna.

Það hefur einkum verið hlutverk "Bundesbank" eða útibús Seðlabanka Evrópu í Þýskalandi, að lána fé til útibúa Seðlabanka Evrópu í þeim ríkjum sem eru í vandræðum, þá fær "Bundesbank" ríkisskuldabréf þeirra ríkja í skiptum fyrir féð.

Sumir þýskir hagfræðingar, telja þetta vera ógnvænlega þróun - en heildar eign Bundesbank í formi skuldabréfa af slíku tagi sem geta haft óvisst virði, er víst komið upp í rúml. 600ma.€.

Ef það er lagt saman við skuldbindingar Þýskalands í gegnum björgunarsjóðakerfi evrusvæðis, kvá þær nálgast 1.000ma.€.

Þ.e. þó umdeilt atriði hvort þjóðverjar eigi að hafa áhyggjur af þessu, hagfræðingurinn Hans Verner Sinn hefur verið einna fremstur í flokki, að vara við því sem hann telur vera hættuna af þessu.

Hans Verner Sinn: THE EUROPEAN BALANCE OF PAYMENTS CRISIS.

Önnur góð grein: Sudden stops in the euro area.

Þetta eru hagfræðingar sem hafa áhyggjur af "Target 2" kerfinu, þeirri uppöfnun skuldbindinga sem þar á sér stað.

 

"Despite the unfavorable economic conditions, we believe that the new government has been front-loading and implementing a comprehensive set of structural reforms, which should support economic growth over the longer term." - "In particular, authorities have implemented a comprehensive reform of the Spanish labor market, which we believe could significantly reduce many of the existing structural rigidities and improve the flexibility in wage setting." - "At the same time, we do not believe the labor reform measures will create net employment in the near term."

Takið eftir síðustu setningunni, að til skamms tíma fjölgi hagræðingar-aðgerðirnar ekki störfum.

Þ.e. akkúrat vandinn - sennileg skila þær sér yfir tíma.

En til skamms tíma hjálpa þær ekki hagkerfinu - - einmitt þess vegna er svo galið nema skuldavandinn sé mjög "acute" að taka "frontloaded" útgjaldaniðurskurð.

Þ.e. hranna miklum niðurskurði inn á svona viðkvæmu augnabliki í hagsveiflunni, þegar niðursveiflan er í aukningu nú þegar, atvinnuleysi einnig í aukningu samtímis.

Því niðurskurðurinn getur ekki annað en aukið á niðursveifluna.

-----------------------

Mun betra væri að bíða nokkuð með svo harðar aðgerðir, alls - alls ekki slaka á í hagræðingu.

En ekki hefja svo harðan niðurskurð strax - segjum, bíða með hann a.m.k. í heilt ár. 

Kannski 2 ár.

Svo hefja það ferli - en þá ættu jákvæð áhrif af vera farin að skila sér.

Sem þá ætti að slá á samdráttaráhrif niðurskurðarins.

-------------------------

Ég er að meina að það skili betri útkomu sennilega heilt yfir - en það þarf að muna að hraðari niðursveifla mun hækka hlutfall skulda skv. landsframleiðslu.

Það er alls óvíst að útkoman fyrir rest, myndi verða að það hlutfall myndi enda hærra, ef þessi leið B væri farin.

Í staðinn, dempar á meðan hallinn á ríkinu niðursveifluna, svo hún verður minni - hagkerfið minnkar minna, og svo hefst þá uppsveiflan á ívið hærra punkti. Skuldir kannski hærri í evrum talið, en þá dreifast þær á stærri þjóðarframleiðslu, þannig að hlutfallið væri ekki endilega hærra.

Lífskjaratap gæti orðið minna o.s.frv.

Hætta á vandræðum í bankakerfinu minni.

 

  • Balancing...commitment to stabilizing public finances with policymakers' clear interest in preventing an acceleration of the economic downturn will be challenging in the absence of fiscal transfers from abroad, or private-sector credit creation at home.
  • At the same time, we believe front-loaded fiscal austerity in Spain will likely exacerbate the numerous risks to growth over the medium term, highlighting the importance of offsetting stimulus through labor market and structural reforms.

Starfsmenn S&P árétta í reynd þ.s. ég segi, í ofangreindum punktum.


Following budgetary slippage of 2.5pc of GDP in 2011 beyond the 6pc target, the government has committed to a target of 5.3pc of GDP in 2012 and 3pc in 2013. In our opinion, these targets are currently unlikely to be met given the economic and financial environment. We forecast a budget deficit of 6.2pc of GDP in 2012 and 4.8pc in 2013 (our previous forecasts were 5.1pc and 4.4pc). We also believe the delay to adopting the 2012 budget could reduce the government's capacity to prevent deviations from its budget plans.

Ég held að þeir séu alls ekki of svartsýnir, en munum að hallinn á sl. ári reyndist vera 8,5%. Ef við tökum mið af samdrætti þessa árs þá eykst hallinn náttúrulega frekar.

Svo það virkar ekki þannig, að ríkisstjórninni dugi að spara 3%, heldur þarf sennilega að spara nær 5% til að ná einhver staðar nærri tölunni 5,3%.

Ath. það voru bara 9 mánuðir eftir af fjárlagaárinu þegar fjárlögin voru kynnt.

Svo ég er sammála því að afskaplega ólíklegt sé að niðurskurðurinn skili því takmarki sem stefnt er að, hallinn gæti reynst jafnvel 7% v. árslok þ.e. bara minnkun í halla um 1,5% þrátt fyrir mikinn niðurskurð.

Svona var þetta á Grikklandi, að hallinn varð alltaf meiri - því áhrif niðurskurðarins ofan í kreppu, er að auka á niðursveifluna, skapa því frekara tekjufall ríkisins því aukningu í halla.

 

"We could lower the ratings if we were to see a rise in net general government debt to above 80% of GDP during 2012-2014, reflecting fiscal deviations, weakening growth, or the crystallization of contingent liabilities on the government's balance sheet beyond our current projections. We could also consider a downgrade if political support for the current reform agenda were to wane."

"Moreover, we could lower the ratings if we see that Spain's external position worsens or its competitiveness does not continue to approach that of its trading partners, a key factor for Spain to return to sustainable economic and employment growth."

"We could revise the outlook to stable if we see that risks to external financing conditions subside and Spain's economic growth prospects improve, enabling the net government debt ratio to stabilize below 80pc of GDP."

Lykiltala í þeirra augum er greinilega skuldahlutfall kringum 80%.

Ef Spánarstj. tekst að halda fast í aðgerðir til endurskipulagningar atvinnulífs og aukningar skilvirkni, ef stuðningur við þær aðgerðir bilar ekki.

Ef bankakerfið lafir svo ríkið þarf ekki að koma því til aðstoðar.

Ef það verður ekki neikvæð þróun í útflutningi.

Þá muni einkunn Spánar haldast óbreytt!

Svo getum við hvert okkar fyrir sig metið líkur - en munum að ástand Spánar er ekki bara háð því hvað gerist á Spáni, heldur einnig því sem gerist í löndunum í kring.

Skv. "Jafnvægissáttmála" Angelu Merkelar, eru nær öll aðildarríki evrusvæðis komin í stíft niðurskurðarferli - og um þau ferli mun gilda það sama og það Spanska, að það mun auka á þeirra niðursveiflu.

Veruleg hætta er því á því, að útfl. Spánar til hinna landanna muni dragast saman, þegar samdráttaraðgerðirnar fara enn frekar eftir sem líður á árið að bíta.

Ákveðin samræmd kreppa virðist í uppsiglingu!

 

Niðurstaða

Það er ekki lengra síðan í febrúar að atvinnuleysi skv. OECD mælist 23,6%. Í apríl er það komið í 24,4%. Skv. því er skammt þess að bíða að það nái 25% eða 1 af hverjum 4 vinnandi.

Þá getur það auðveldlega náð 27-28% í ár, stefnt síðan í 30% um mitt nk. ár.

Þetta er ekkert annað en skelfileg þróun. Minnumst ekki á tölur yfir atvinnuleysi ungmenna um og yfir 50%.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband