Mario Draghi, seðlabankastjóri evrusvæðis, vill sáttmála um hagvöxt!

Sífellt fleiri þekktir einstaklingar í Evrópu hvetja til þess, að gert sé meira til að skapa hagvöxt - pólitíkusar eru farnir að veifa orðinu "growth compact" eða hagvaxtar-sáttmála. En vaxandi atvinnuleysi og versnandi kreppuástand virðist loks vera farið að hreifa við pólitíkinni á evrusvæði fyrir alvöru.

Mario Monti sagði t.d. eftirfarandi í dag - "I believe that (growth) is the factor which is in shortest supply at the moment in spite of so many good individual and collective efforts [...] If there is no demand, growth will not materialise. All the reforms we are putting in place now are deflationary.

Tek undir þetta - það skortir hagvaxtarhvetjandi aðgerðir, og þær aðgerðir sem stöðugt er verið að íta fram, eru allar bælandi!

Hluti af þessum þrýstingi er auðvitað vegna kosningaskjálfta - þ.e. þingkosningar í Grikklandi í mái, forsetakosningar í Frakklandi eftir rúma viku, þjóðaratkvæðagreiðsla í máí á Írlandi um svokallaðann "Stöðugleika Sáttmála" en skv. nýjustu fréttum hefur verkalýðshreyfingin sett sig formlega upp á móti honum, svo eru það þingkosningar í Hollandi eftir fall hollensku ríkisstjórnarinnar sem skulu fara fram í september.

 

Danske bank birti áhugavert graf í dag - sem sýnir samanburð á húsnæðisbólum, niðurstaða Danske Bank að í Frakklandi sé klárt húsnæðisbóla sem enn eigi eftir að springa!

Þeir telja sig sjá vísbendingar þess efnis, að sú stund geti verið að nálgast - en eftirspurn eftir nýju húsnæði hafi verið í minnkun síðan sl. vetur, og hennar gæti enn meir nú á nýárinu. Fyrir rest, hljóti húsnæðisverð byrja að gefa eftir - þetta sé þó ekki unnt að tímasetja með nokkurri nákvæmni!

Þetta eru auðvitað mjög slæmar fréttir fyrir forsetaframbjóðendurna Sarkozy og Hollande, en Hollande er einn af þeim, sem tala mikið um nauðsyn fyrir sáttmála um hagvöxt, segist vilja endursemja um Stöðugleika Sáttmála Angelu Merkelar, því inn í hann vanti forsendur fyrir hagvexti - nær algerlega!

Hvað sagði Mario Draghi? - Draghi calls for Europe "growth compact" - ECB chief Mario Draghi calls for euro 'growth compact'

"What is most present in my mind is to have a 'growth compact'," - "The bloc was probably in the most difficult phases of a process in which fiscal austerity was starting to reverberate its contradictionary effects" - "Mr Draghi told the European Parliament. Austerity has taken a larger than expected toll and demand is tumbling for loans to business and consumers - despite ECB action to help the region's banks." - "...the ECB president said he saw any such plans as focused on growth-enhancing structural reforms and boosting competitiveness." - "Mr Draghi's comments show how the ECB has been taken aback by signs of recent economic weakness..."

Þarna tónar Seðlabankastjóri Evrusvæðis mjög svo niður þá hóflegu bjartsýni sem hann hefur áður auðsýnt, en síðast sagðist hann reikna með hóflegum hagvexti síðari hluta þessa árs, en nú nefnir hann ekki orðið hagvöxt nokkurs staðar í sínu erindi, en talar þess í stað um nauðsyn þess að þjóðir evrusvæðis grípi til aðgerða til að stuðla að hagvexti.

Angela Merkel tók undir orð hans - "Europe needs growth “in the way that Mario Draghi, the president of the European Central Bank, said it today, that is in the form of structural reforms."

Eins og fram kemur hjá Mario Draghi, og Merkel - vilja þau bæði að hagvaxtarhvetjandi aðgerðir snúist fyrst og fremst, um endurskipulagningu vinnumarkaðar, um aukningu á skilvirkni, bætingu lagaumhverfis o.s.frv. - sem sagt, tæknilegar breytingar af ímsu tagi.

Galli við slíka nálgun, er ekki að þær aðgerðir skili ekki sínu - heldur að þær gera það yfir tíma, ekki snögglega.

Þannig, að slík nálgun mun lítil til engin áhrif hafa á þróun mála á þessu ári, og vart munu fyrstu áhrifa fara að gæta, fyrr en a.m.k. ár er liðið - og svo ef til vill smám saman aukast næstu ár.

Slíkar aðferðir þó, eru alls ekki nægar ef þ.e. einhvers konar bráðavandi, þ.e. hagkerfið er í niðurspíral sem liggur á að stöðva áður en sá færir sig upp á skaftið - þá þarf öflugari hvatningu, með einhvers konar fjármuna-innspýtingu, sem þarf ekki að vera af hendi stjórnvalda, getur einnig verið af hendi Seðlabanka.

En eins og kemur fram, setur Merkel sig algerlega upp á móti slíku.

Þessar deilur reikna ég fastlega með að eigi eftir að magnast í Evrópu eftir sem lýður á árið - og kreppan heldur áfram að dýpka, og ekkert bólar á viðsnúningi í átt til hagvaxtar.

 

Samstarfsmaður Mario Draghi innan bankans, kom einnig fyrir Evrópuþingið og sagði að ef með þyrfti, myndi Seðlabanki Evrópu beita þeim meðölum sem þörf væri fyrir - sterk vísbending þess, að ECB sé til í að prenta meira af evrum, ef hrikta fer í hlutum á ný.

"Appearing before the same European parliament committee a few minutes later, Vitor Constâncio, vice-president of the ECB, said that if risks to the eurozone ecoomy materialised the rest assured, we will adapt our policy."

  • Ég veit ekki um ykkur, en mér sýnist þetta sýna að yfirmenn ECB séu farnir að sjá, að væntingar þeirra um stutta eða jafnvel milda kreppu, virðast ekki vera að standast!

 

Síðan kemur fram áhugaverð skýrsla frá ECB í dag, þ.e. yfirlit yfir ný útlán könnun unnin í kringum mánaðamót mars og apríl, og þar kemur í ljós að eftirspurn eftir nýjum lánum frá atvinnulífinu hefur minnkað og það verulega síðan sambærileg könnun var unnin síðast í janúar sl.

Þetta er skýrt samdráttareinkenni, sýnir að fyrirtæki eru að halda að sér höndum með fjárfestingar, halda í fé - væntanlega vegna þess að þau óttast hugsanleg töp eða samdrátt í veltu.

Þetta er enn ein vísbendingin þess efnis, að hagkerfi evrusvæðis sé í stöðugum niðurspíral!

"The ECB's latest quarterly bank lending survey...a sharper-than-expected decline in demand for loans, which highlighted the eurozone's underlying economic weakness. The balance of banks reporting an increase in corporate demand over those reporting a decline, fell to minus 30%, compared with minus 5% in January. The mains explanation was a drop in corporate investment, the ECB reported." - "The survey was conducted between March 23 - April 5..."

 

Síðan rakst ég á áhugaverða frétt hjá Der Spiegel International - Euro Group Considers Direct Aid for Banks

Þar kemur fram að háttsettir starfsmenn stofnana ESB, séu að undirbúa tillögur um það, að breyta reglum um svokallaðann "European Stability Mechanism" eða ESM, sem er framtíðarbjörgunarsjóður evrusvæðis - á þann hátt að bankar geti óskað eftir og fengið lán frá honum.

Ef eitthvað er hæft í þessu, þá er þetta sprengiefni - en skv. fréttinni snýst þetta um hræðsluna vegna stöðu spænska bankakerfisins.

En talið er að spænska ríkið myndi líklega lenda í vandræðum, ef það þyrfti að endurfjármagna innlenda banka - svo hugmyndin virðist vera sú að heimila þá bönkum að óska eftir lánum frá ESM milliliðalaust.

Þetta væri auðvitað alger grundvallarbreyting á yfirlístu hlutverki ESM, sem er það að aðstoða ríki í vanda, en þau geta óskað eftir lánum m.a. til þess, að fjármagna endurfjármögnun banka - en þá þarf viðkomandi ríkissjóður að taka þá skuld.

Ef fréttin er rétt, þá er víðtækur ótti innan ECB og svokallaðs "evruhóps" um það, að spænska ríkið sé ófært um að tryggja stöðugleika spænsks fjármálakerfis. 

Slík tillaga er þó líkleg að mæta mikilli andstöðu frá aðildarríkjum evrusvæðis - mér sýnist m.a. fremur líklegt, að ríkisstj. Þýskalands myndi ekki fallast á slíka breytingu.

 

Niðurstaða

Pólitískur órói vegna dýpkandi kreppu, og vaxandi atvinnuleysis er farið að gæta fyrir alvöru. Líkur virðast á því, að sókt verði að "Stöðugleika Sáttmála" Angelu Merkelar, sem eins og Mario Monti bendir á, inniheldur bara samdráttaráherslur.

  • Sem þíðir að sjálfsögðu akkúrat - að hann mun auka á samdrátt.

Það kemur fram í máli Mario Draghi -"The bloc was probably in the most difficult phases of a process in which fiscal austerity was starting to reverberate its contradictionary effects"- þ.e. nefnilega málið, að þær nýju samdráttaraðgerðir sem ríkisstjórnir evrusvæði samþykktu í kjölfar undirritunar svokallaðs "Stöðugleika Sáttmála" snemma á nýárinu, eru nú fyrst farnar að bíta fyrir alvöru.

Og þ.s. meira er, áhrif þeirra munu vaxa eftir sem á árið lýður.

Og ég er virkilega - virkilega ekki hissa, að rökrétt útkoma sé einmitt þ.s. virðist vera, þ.e. kreppan dýpki.

Þetta var gersamlega fyrirsjáanleg útkoma - útkoma sem ég hef margoft bent á, sem lánglíklegustu afleiðinguna.

Ef þetta brjálæði heldur áfram, mun "Stöðugleika Sáttmálinn" skapa samræmda niðursveiflu á evrusvæði, þannig séð - samræmd hagsveifla :(

Þ.e. einmitt þess vegna, að þetta er farið að vera sýnilegt hver áhrifin eru, að reikna má með að sókt verði hart að "Stöðugleika Sáttmálanum" á næstunni - hver veit, kannski fella Írar hann.

Annars í dag, sagði Sarkozy að hann myndi efna til þjóðaratkvæðagreiðslu í Frakklandi um hann, ef hann myndi ná kosningu. Greinilegt, að þarna er hann að verja sig gegn gagnrýni á sáttmála, sem hann var einna helsti hvatamaður fyrir, með því að bjóða upp á slíka lýðræðislega lausn.

Það fylgdi ekki fréttinni hvaða dagsetningu hann var að tala um!

Það er gersamlega nauðsynlegt - að annaðhvort drepa "Stöðugleika Sáttmálann" eða útþynna hann svo rækilega, að skaðsemi hans minnki verulega, áherslum hans verði breytt.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband