Af hverju eiga Frakkar að velja Hollande frekar en Sarkozy?

Fyrir mér snýst þetta að stærstum hluta um andstöðu Hollande við stefnu Angelu Merkel. Ég bendi á nokkur orð sem höfð eru eftir Michel Sapin, kosningastjóra Hollande: "Mr Hollande has said if he becomes president, France will not ratify the Stability Treaty without changes. Congrete moves to regenerate growth are essential" - "if not, it creates a vicious circle - which the markets also fear - in which austerity creates recession, which creates deficits, which creates austerity. We must not fall into this trap." Málið er að þetta er algerlega hárrétt!

En þetta snýst ekki bara um stundarpólitík, heldur framtíð Evrópu, og Frakklands einnig þ.e. hverskonar framtíð.

Hér er því um miklu stærri ákvörðun en vanalega, þegar kjósendur velja - því vanalega skiptir valið ekki mjög miklu máli, en í þetta sinn gerir það, einmitt það.

 

Sjá nokkra þekkta hagfræðinga:

Eisengreen - The ECB’s Lethal Inhibition

Stiglitz - The Year of Rational Pessimism

Roubini - Europe’s Short Vacation

Rogoff - A Centerless Euro Cannot Hold

Krugman - Europe’s Economic Suicide

 

Fjöldi hagfræðinga vara við þessari stefnu!

Þetta er vanalega rökstutt gagnvart almenningi eitthvað á þá leið, að Evrópuríki skuldi of mikið. Eins og í tilviki hinnar hagsýnu húsmóður, sé rétta leiðin að draga úr eyðslu - borga niður skuldir.

Í augum margra virðist þetta sjálfsagt vera skynsemin sjálf - en vandinn við þetta, er að málið er töluvert flóknara þegar við erum að tala um heilu hagkerfin, og sérstaklega um hóp hagkerfa.

  1. Fyrsta atriðið sem þarf að skilja er að hagvöxtur er einfaldlega mæling á veltu þ.e. umfangi hagkerfis hverju sinni. Það má mæla með mismunandi hætti.
  2. Hitt er, að stór hluti tekna ríkisvalds hverju sinni, er háð þessari veltu.
  3. Það þriðja sem þarf að skilja, er að í dag eru ríkissjóðir landanna ekki einungis skuldugir, heldur eru skuldir útbreiddar innan hagkerfanna sjálfra, meðal almennings og fyrirtækja.
  4. Það fjórða sem þarf að muna, er að þegar velta minnkar sbr. efnahagssamdráttur, og eftirspurn minnkar - hefur það gjarnan áhrif á verð, t.d. á húsnæði, sem fer þá gjarnan að lækka. Og það, hefur slæmt áhrif á þá sem eiga þá eign, hvort sem þar eru einstaklingar eða fyrirtæki, eða hvort sú eign er veð fyrir bankaláni.
  5. Að auki, veldur samdráttur gjarnan fækkun starfa, því fólk kaupir minna svo störfum við verslun og framleiðslu fækkar.

Allar þessar breytur víxverka sbr. fækkun starfa þíðir aukinn kostnað ríkisins af atvinnuleysisbótum, samtímis sem að dregur úr neyslu því bætur eru lægri en laun, viðkomandi getur lent í vandræðum með lán, misst húsnæði sitt o.s.frv.

Ef þ.e. mikið atvinnuleysi eða hröð fjölgun þess, þá getur skapast töluverður fj. tapaðra lána hjá bönkum, kostnaður ríkisins v. bóta eykst meðan tekjur þess vegna skatta af launum dragast saman, samtímis sem tekjur þess minnka einnig vegna samdráttar í neyslu, síðan að útlánatöp banka geta neytt ríkið til að koma þeim til aðstoðar.

Ekki síst, að tekjuminnkunin ásamt kostnaðaraukningu veldur vaxandi hallarekstri hjá ríkinu.

 

Skoðum aðeins ástandið eins og það er á evrusvæði!

Áðan nefndi ég kreppu innan eins ríkis, en ímyndum okkur kreppu samtímis í mörgum ríkjum, sem öll hafa mjög náin samskipti, kaupa og selja hvert af öðru þ.e. Evrópu.

Spá AGS fyrir evrusvæði árið 2012: bls. 53. - World Economic Outlook!

  • Evrusvæði......- 0,3%
  1. Þýskaland........0,6%
  2. Frakkland........0,5%
  3. Ítalía.............- 1,9%
  4. Spánn...........- 1,8%
  5. Holland..........- 0,5%
  6. Belgía..............0,0%
  7. Austurríki.........0,9%
  8. Grikkland.......- 4,7%
  9. Portúgal.........- 3,3%
  10. Finnland...........0,6%
  11. Írland...............0,5%
  12. Slóvakía...........2,4%
  13. Slóvenía.........- 1,0%
  14. Lúxembúrg.....- 0,2%
  15. Eystland............2,0%
  16. Kýpur.............- 1,2%
  17. Malta.................1,2%

Sjá einnig AGS - Global Financial Stability Report.

Þar segir að bankakerfi Evrópu muni selja eignir fyrir 2.600 ma.€ þ.e. jákvæða spáin, í þeirri neikvæðu verður salan upp á 3.800ma.€.

Sjá einnig frá Euro Stat - Euro area and EU27 government deficit at 4.1% and 4.5% of GDP respectively

Hallarekstur ríkissjóða aðildarríkja Evru 2011:

  1. Írland.......... - 13,1%
  2. Grikkland....... - 9,1%
  3. Spánn........... - 8,5%
  4. Slóvenía........ - 6,4%
  5. Kýpur............ - 6,3%
  6. Frakkland...... - 5,2%
  7. Slóvakía...........- 4,8%
  8. Holland...........- 4,7%
  9. Portúgal......... - 4,2%
  10. Ítalía............. - 3,9%
  11. Belgía............ - 3,7%
  12. Malta..............- 2,7%
  13. Austurríki........- 2,6%
  14. Þýskaland....... - 1,0%
  15. Lúxembúrg...... -0,6%
  16. Finnland......... - 0,5%
  17. Eystland............1,0%

 

Eins og sést af tölunum eru afskaplega mörg aðildarríki evru með hallarekstur umfram 3%.

Mjög mörg eru einnig með skuldir umfram 60%!

Samtímis eins og sést að ofan, er staða aðildarríkja evru mjög slök - hagvaxtarlega.

Nokkur fjöldi ríkja er allt í senn með halla umfram 3%, skuldastöðu sem þegar er erfið, ásamt því að auki að vera stödd í efnahagssamdrætti.

  • Muna - að aukinn efnahagssamdráttur þíðir meira atvinnuleysi, meiri ríkishalla, hraðari skuldasöfnun ríkisvalds + að minnkun hagkerfisins sjálf, stækkar skuldir í hlutfalli við tekjur!
  • Síðustu áhrifin eru ekki síst mikilvæg, og Nouriel Roubini hefur einmitt bent á að útgjaldaniðurskurður í samhengi efnahagssamdráttar, geti verið þ.s. hann  kallar "debt negative."

Nefnum dæmi, Frakkland skuldar ekki fjarri 75% af þjóðarframleiðslu.

Ef sú minnkar um 10% á 3 árum, þá verður 20% aukning í skuldunum, þ.e. upp í 90%, við minnkun hagkerfisins eina sér.

Ef aftur á móti, franska ríkið hefur sama halla og sl. ár í 3 ár þá er niðurstaðan nærri sú hin sama, ef það þíðir að franska hagkerfinu tekst að forðast efnahagssamdrátt, þ.e. miðum við hvorki samdrátt né hagvöxt yfir sama tímabil.

Aftur á móti með því að skera ekki niður þau 3 ár, þá hafa fleiri haldið vinnunni sinni - þjónustukerfi við almenning er óskert.

Betri útkoma fyrir almenning - með öðrum orðum.

En skuldar Frakkland þá ekki meira? Sannarlega ef við teljum það í evrum, en þ.s. skiptir meira máli er hlutfall skuldanna miðað við tekjur ríkisins en ekki sjálf upphæðin.

Meðan skuldahlutfallið er nokkurn veginn sama, þá kemur seinni leiðin í reynd betur út.

 

Hvað gerist ef nær öll aðildarríki Evru fara í niðurskurðarferli samtímis - eins og þeim að bera skv. Stöðuleikasáttmálanum?

Munum að hagkerfi evrusvæðis eiga í mjög nánum samskiptum, ekki bara að fólk ferðist og hringi hvert í annað, eða eigi önnur samskipti - heldur kaupa löndin mjög mikið af hverju öðru, eða selja til hvers annars.

Það þíðir, að samdráttur samtímis í mörgum landanna, hefur víxlverkandi áhrif á önnur lönd innan svæðisins, samtímis að þeirra samdráttur víxverkar til baka.

Þ.s. þá gerist er að, þá snýst hagræðið af hinum nánu samskiptum við, og þess í stað að það hefur verið af þeim gróði - - fer það yfir í tap.

Þ.s. samdráttur í eftirspurn í einu landi, minnkar eftirspurn ekki bara eftir eigin framleiðslu heima fyrir, heldur einnig eftir aðkeyptri framleiðslu hinna landanna.

Þannig, að þá dregur úr viðskiptum og verslun, sú víxlverkan magnar upp heildarsamdráttinn svæðisvítt.

Með nær öll löndin skuldsett - með atinnulíf í þeim flestum skuldsett - og að auki almenning í þeim flestum einnig skuldsettan.

Þá er það nánast eingöngu hallarekstur ríkissjóðs þessa stundina - sem víða hvar er að viðhalda hagkerfinu.

Ef ríkið einnig fer að spara, ef ríkissjóðir nærri allra landanna einnig fara að spara, ofan í allan þann annan aukna sparnað sem á sér stað hjá almenningi - fyrirtækjum.

Þá mun það magna samdrátt svæðisvítt og innan einstakra landa - umtalsvert.

Munum að þegar hagkerfin dragast saman - þá hækkar hlutfall skulda ríkisins af þjóðarframleiðslu.

Eins og Nouriel Roubini bendir á, getur það farið svo að niðurskurðurinn bæti ekki stöðu ríkissjóðs þegar hann er framkvæmdur við þannig aðstæður, og í reynd getur útkoman verið verri fyrir ríkissjóð ef við niðurskurð ríkisins, fer af stað frekari sparnaður almennings og fyrirtækja ofan í sparnað ríkisins.

  • Þá getur skapast slæm hringrás, þ.s. ríki og aðrir aðilar - auka sparnað á misvíxl.

Hagkerfin geta spíralað niður og það lengi, atvinnuleysi getur 2-faldast eða jafnvel enn meir en það, og ríkið endað á því að skera ekki bara töluvert niður, heldur stórfellt þannig að þjónustukerfi láti hreint mikið á sjá.

 

Hættan sem ég sé?

Það skapist djúp kreppa í Evrópu, sem valdi mikilli útbreiðslu skuldavandræða bæði ríkissjóða og almennings. Lífskjör verði fyrir miklu tjóni. Atvinnuleysi verði mjög mikið jafnvel meðaltali 20%. Fari í rúml. 30% í verstu löndunum. 

Eins og í kreppunni á 4. áratugnum, verði ástandið vatn á myllu þjóðernisöfga og vinstriöfga. 

Að í kosningunum á eftir þessum, þ.e. þegar næsta kjötímabili lýkur. 

Muni Marine Le Pen verða forseti Frakklands.

Þetta muni gerast í mörgum ríkjum Evrópu, að öfgaflokkar muni fá mikið fylgi og komast til valda.

Úti verði um þau rólhegheit í samskiptum Evrópuríkja sem rýkt hafa sl. 40-50 ár eða svo. Ef maður lýtur framhjá Austantjaldinu. 

Með öðrum orðum - - sé þetta stefna sem geti riðið þeirri framtíð Evrópu sem verið hefur í sköpun alla tíð síðan svokallað Evrópubandalag var stofnað, á undan Kola og Stál Samband Evrópu, síðar Evrópusambandið; jafnvel að fullu.

Það sé svo mikilvægt að stoppa stefnuna hennar Angelu Merkel, að það sé smávægileg áhætta í samanburði, að Hollande geti reynst vinstrisinnaðri en ég held hann sé.

En mig grunar að í reynd, sé hann meir að tala til vinstri til að ná fylgi vinstrisinna, en að hann í reynd sé hófsamur vinstrimaður.

Á sama tíma, sé Sarkozy að gera of lítið úr þeim niðurskurði sem í reynd þarf að framkvæma á félagslega kerfinu í Frakklandi, ef á að standa við "Stöðugleika Sáttmála" Angelu Merkelar.

Sá niðurskurður sé mun meiri en Sarkozy hefur látið uppi.


Niðurstaða

Ég er ekki á móti Angelu Merkel persónulega, en tel hana hafa í grundvallaratriðum rangt fyrir sér, hvað varðar þá stefnu sem rétt sé að taka í skuldamálum Evrópuríkja. 

Hvað á þá að gera í staðinn? 

Lykilatriðið er - rétt röð í tíma!

Með öðrum orðum, þú þarft að gera hlutina í réttri röð.

  1. Fyrst þarf að skapa aðstæður fyrir hagvöxt, áður en hafinn er einhver umtalsverður niðurskurður, því hallinn á ríkinu minnkar niðursveifluna sem annars verður.
  2. Meðan ótímabær niðurskurður mun dýpka kreppuna öllum til tjóns.
  3. Það þíðir, að réttu aðgerðirnar núna, er að skapa forsendur hagvaxtar með aðgerðum til að auka skilvirkni, sbr. einfalda reglur - lækka kostnað fyrirtækja - auka sveigjanleika á vinnumarkaði.
  4. Ekki fyrr en þær aðgerðir eru farnar að skila sér í auknum hagvexti, laun eru farin að hækka svo neysla almennings sé farin að aukas; er rétt að grípa til aðgerða til að laga stöðu ríkisins.
  5. Þegar hagvöxtur er kominn og orðinn nægilega stöndugur, þá mun það ekki valda neinum umtalsverðum hagkerfisskaða þó ríkið dragi sig til baka, því þó fækki um störf hjá ríkinu þá getur atvinnulífið tekið við því fólki, og eða aukin neysla almennings kemur á móti minnkaðri eyðslu ríkisins.
  • Hagræða fyrst!
  • Skapa hagvöxt.
  • Ekki laga stöðu ríkisins fyrr en hagvöxtur er kominn af stað, orðinn stöndugur.

Ég nefndi 3 ár, en ég tel það vera þann tíma sem eðlilegt er að gefa slíkum aðgerðum - að endurskipuleggja atvinnulifið, bæta skilvirkni vinnumarkaðar o.s.frv.

Á 3 árum ættu þær aðgerðir vera farna að skila nægilegri aukningu hagvaxtar, til þess að ríkinu ætti að vera óhætt að draga sig til baka, fara að laga eigin stöðu - borga niður skuldir.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.12.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 857474

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband