24.4.2012 | 19:06
Árangur Marine Le Pen virðist neyða Sarkozy og Hollande, að tala sig sem þjóðernissinna!
Spurning hversu mikið mark eða nokkurt ber að taka á þessum áherslubreytingum forsetaefnanna, sem keppa um að vinna sigur þann 6. maí nk. En skv. erlendum fjölmiðlum er þó viss áherslumunur í því, með hvaða hætti Sarkozy annars vegar og hins vegar Hollande leitast við að vinna atkvæði frá þeim sem kusu Marine Le Pen.
Þegar tölurnar eru skoðaðar virðist þó ljóst að báðir eiga augljósann möguleika:
Fylgi vinstri er samanlagt: 44%.
Fylgi hægri er samanlagt: 47%.
Á hinn bóginn, bendir kosningastjóri Hollande á að, Marine Le Pen hafi fengið cirka 1/3 atkvæða fátækra verkamanna, sem áður hafi margir hverjir kosið vinstrisinnaða flokka.
Þeir væru ekki sérstaklega líklegir til að kjósa hægri frjálshyggjuna hans Sarkozy, auk þess að Marine Le Pen hefur margoft tjáð sig um það ógeð sem hún hafi á Sarkozy.
Hollande er því að leitast til að höfða til þeirra, með áherslu á eflingu hagvaxtar og fjölgun starfa.
"It is my responsibility to address immediately those voters who are not strongly wedded to the ideas of the National Frond - in particular the obsession with immigration - but who are expressing above all, social anger." - "preserving our way of life is central to his election." - "...those left-leaning voters who backed Ms Le Pen in the first round should find their way back to the side of progress, of equality, of change, of shared effort, of justice, because they are against privilege, against financial globalisation, against failing Europe." - "It is for me to convince them that it is the left that will defend them."
Þarna er hann að höfða til þeirra sem óttast aukningu atvinnuleysis - að réttindi ellilífeyrisþega verði skert - að þjónustukerfi við almenning verði skert o.s.frv.
Setur sig upp sem andstæðing þeirrar niðurskurðarstefnu sem hefur ríkt undanfarið, og lögð er svo mikil áhersla á, af Sakozy og Angelu Merkel.
Hann vill endursemja um svokallaðann "Stöðugleika Sáttmála" sem Sarkozy samdi með Angelu Merkel, sérstaklega með þeim hætti að ríkjum sé heimilað að hafa meiri halla.
Að auki, vill hann breyta sáttmálanum um Seðlabanka Evrópu - afnema regluna sem bannar honum að veita aðildarríkjum evru með algerlega þráðbeinum hætti, neyðarlán eins og hann má veita bönkum neyðarlán.
Vill sem sagt að Seðlabanki Evrópu fái mikið stærra hlutverk en áður.
- Ég er algerlega sammála þessari síðustu áherslu, en ECB er einfaldlega eini aðilinn sem hefur þann fjárhagslega styrk - til að styðja við ríki með lausafé eða neyðarlánum, þegar þau komast í vanda.
- Áherslur Hollande, eru megni til anathema í augum hægri stjórnar Angelu Merkel.
Sarkozy á meðan, er að toga á aðra strengi, og vill nú herða reglur um aðkomufólk:
Sarkozy hefur lofað að herða reglur um innflutning fólks, lofar því að standa fyrir "kaupa evrópskt" stefnu - að slík stefna verði tekin upp innan ESB, þetta hljómar með þeim hætti að hann sé að gefa verndarstefnu undir fótinn, og sannarlega undir andúð á innflytjendum.
Á sama tíma, setur hann sig upp sem vörslumann heilbrigðrar hagstjórnar - telur fráleitt að endurskoða "Stöðugleika Sáttmálann," ver nauðsyn á niðurskurði og sparnaði.
Spurning hvort stefna Hollande sé ekki kjósendavænni - að vilja draga úr niðurskurði og sparnaði, leggja áherslu á að skapa störf, segist vilja verja félagslega kerfið o.s.frv?
Frekar en stefna Sarkozy - sem gefur hægri öfgum undir fótinn!
Niðurstaða
Ég vonast eiginlega eftir sigri Hollande, því sá sigur myndi veikja til muna þá niðurskurðarstefnu sem Angela Merkel hefur gert sitt besta til að knýja fram, og er virðist vera magna upp þann efnahagssamdrátt sem nú rýkir í Evrópu - magna hættu á efnahagshruni.
En ég sé ekki að sú stefna sé í reynd fær - hafi raunhæfa möguleika á því að virka.
Mun betra sé að leggja áherslu á hagvöxt - en sem hraðastan niðurskurð.
Og það hafi verið hönnunargalli frá upphafi, að banna Seðlabanka Evrópu að veita aðildarríkjum evru neyðarlán með þráðbeinum hætti.
En ríki sem starfa innan evru er jafn hætt við skammtímafjárhagskröggum eins og einkabönkum sbr. takmarkað fjármagn, fullt frelsi í fjármagnshreyfingum - > að fjármagnsskortur getur átt sér stað með mjög snöggum hætti, ef órói kemst á það einn daginn; eins og rækilega kom í ljós.
Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að neyðarlán séu sem ódýrust, þegar lönd lenda í kröggum með allt sitt í gjaldmiðli sem ekki er unnt að gengisfella.
Enginn getur veitt ódýrari lán en Seðlabanki.
Að auki án takmarkana - þó slíkt sé almennt ekki heppilegt.
En engin ástæða er til þess að veita slík skilyrðalaust - - þ.e. ekkert að því að viðhafa svipaða aðferð og um AGS prógramm væri að ræða, með eftirfylgni en í stað þess að lán séu á 5% vöxtum eða þar yfir, væru þau á 1%.
Það myndi bæta mjög möguleika evrunnar til að lifa af - að létta undir ríkjum í vanda, ef fjármagnskostnaður þeirra væri þannig lækkaður, stórfellt.
Þá væri þeim tryggt nægilega mikið lánsfjármagn - ath. það þarf ekki að fara út í verðlag, því þetta væri bein skuld við ECB og síðan væri hún greidd til baka, og ECB myndi taka það fé til baka út úr hagkerfinu.
Þ.e. einfaldlega ákveðinn fanatík í hagfræði, sem leggur áherslu á að banna ECB að hafa þessa fúnksjón - en ég get ekki annað séð, en að hún sé gersamlega nauðsynleg.
Heilabilun af þjóðverjum að standa gegn slíkri breytingu.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.12.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 857473
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heldur þú að það sé til bóta fyrir franskt samfélag að fá yfir sig forseta sem boðar mikla aukningu opinberra útgjalda? Er það ekki rakin aðferð til að fella lánshæfismats landsins í ljósi ríkisfjármálanna? (Sveitarfélögin eru mörg mjög illa skuldsett líka, t.d. París, og héraðsstjórnirnar, ekki síst sú sem Hollande hefur stjórnað).
Í ljósi vandans held ég þörf sé frekar á niðurskurði hjá hinu opinbera heldur en útþenslu. Hér er flest í rúst þótt Sarkozy hafi reynt að bæta úr, óheppni hans var að fá kreppuna í fangið. Ekki er lífeyriskerfið betur á sig komið en ríkið þarf um hver mánaðarmót að slá stórlán fyrir útborgun lífeyris! Þannig mætti lengi áfram telja um vandamálin hér í landi.
Hvernig verður til dæmis útgjaldaaukningunni mætt öðru vísi en með auknum sköttum? Eykur það kaupmáttinn? Fyrirtæki eru hart keyrð vegna hárra launatengdra gjalda og hafa takmarkað ef eitthvað svigrúm til launahækkana, en Sarkozy hefur reynt að létta þessum álögum af fyrirtækjum að nokkru marki og lofað meiru - gegn harkalegum aðfinnslum vinstrimanna. Það er óánægja með kaupmáttinn og atvinnuleysið sem fyrst og fremst bitnar á fylgi Sarkozy.35% kjósenda Le Pen sögðust hafa kosið hana í mótmælaskyni við stjórn Sarkozy. Nú eru þeir búnir að fá útrás og kjósa hann líklega flestir í seinni umferðinni, að mati stjórnmálaskýrenda. Mælingar sýna, að um 60% kjósenda Le Pen muni styðja Sarkozy í seinni umferðinni, um 20% Hollande og aðrir skilja auðu eða ekki kjósa. Skerfur Sarkozy af kjósendum Bayrou verður ögn meiri, 34% gegn 31%.
Þú vonast eftir sigri Hollande til að ná þér niður á Merkel!!! Ef þú skoðar málin Frakka vegna yrði afstaða þín vonandi önnur? Ég hef sagt við franska eiginkonu mína, að taki sósíalistar völdin hér mun ég ekki deyja í Frakklandi, Frakkland yrði dautt áður en ég bæri beinin!
Ágúst Ásgeirsson, 25.4.2012 kl. 08:10
Sæll, ég skal svara þér á eftir þá ítarlega, en ég geri það með nýrri færslu, þegar ég er búinn í dag í vinnunni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.4.2012 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning