Hrun ríkisstjórnar Hollands, líklegt tap Sarkozy fyrir Hollande, slæmar hagtölur - valda verðfalli á mörkuðum

Verulegt verðfall varð á mörkuðum í Evrópu í dag, ein af meginástæðum þess er líklega hrun ríkisstjórnar Hollands, en Mark Rutte forsætisráðherra Hollands sagðir af sér í dag.

Það var í kjölfar þess að viðræður við Geert Wilders, formann svokallaðs Frelsis Flokks, runnu út um þúfur - "Geert Wilders...said he could not support the €16bn (£13bn) of cuts needed to meet the 3pc target. He wouldn’t allow Dutch citizens to “pay out of their pockets for the senseless demands of Brussels” he said." - Með öðrum orðum, eins og fram kemur í blaðaviðtölum, hafnaði Wilders að styðja niðurskurðartillögur Rutte. Hafnaði því með öllu.

Dutch anti-immigration politician Geert Wilders pulled out of budget talks with the government on Saturday and called for elections to be held 'as soon as possible'.

En ríkisstjórn Rutte var minnihlutastjórn, sem naut stuðnings Frelsis Flokksins. Ástæða niðurskurðarins kemur fram í nýjum tölum Euro Stat - Euro area and EU27 government deficit at 4.1% and 4.5% of GDP respectively

Röð aðildarríkja ESB í halla á ríkissjóðum skv. lokaniðurstöðu fyrir árið 2011:

Set röðina öfuga, þ.e. löndin með mesta hallann efst, lönd með mesta afgang neðst.

  1. Írland.......... - 13,1%
  2. Grikkland....... - 9,1%
  3. Spánn........... - 8,5%
  4. Bretland........ - 8,3%
  5. Slóvenía........ - 6,4%
  6. Kýpur............ - 6,3%
  7. Litháen.......... - 5,5%
  8. Frakkland...... - 5,2%
  9. Rúmeía......... - 5,2%
  10. Pólland.......... - 5,1%
  11. Slóvakí...........- 4,8%
  12. Holland...........- 4,7%
  13. Portúgal......... - 4,2%
  14. Ítalía............. - 3,9%
  15. Belgía............ - 3,7%
  16. Lettland......... - 3,5%
  17. Tékkland........ - 3,1%
  18. Malta..............- 2,7%
  19. Austurríki........- 2,6%
  20. Búlgaría......... - 2,1%
  21. Danmörk........ - 1,8%
  22. Þýskaland....... - 1,0%
  23. Lúxembúrg...... -0,6%
  24. Finnland......... - 0,5%
  25. Svíþjóð............. 0,3%
  26. Eystland............1,0%
  27. Úngverjaland.... 4,3%

Þið sjáið þarna vandamálið, að hallinn á ríkissjóði Hollands kom út vel yfir 3%, sem er hið löglega hámark. Og þ.s. Rutte er harðlínumaður í fjármálum, og að auki hefur ítrekað skammað lönd S-Evrópu fyrir að vera ekki nægilega viljug í niðurskurði, þá gat hann ekki annað en lagt til niðurskurð á fjárlögum Hollands, til að ná halla niður á lögmætt hámark ekki síðar en lok 2013.

  • Sjálfsagt tók einhver eftir því að hallinn á ríkissjóð Ítalíu er ekki mikill - en það þíðir ekki að Ítalía sé nærri því að vera sjálfbær, en eiginlega verður Ítalía að þurrka út hallann ef skuldir eiga að fara að minnka.
  • Svo vekur staða Írlands eftirtekt þrátt fyrir gríðarlega harðar niðurskurðaraðgerðir þarlendra stjórnvalda.

Vandi Hollands er einnig eftirtektarverður vegna þess, að fram að þessu hefur Holland verið eitt af gullnu löndum Evrusvæðis - en áhugavert er að skv. hagspám er Holland í efnahagssamdrætti þetta ár, og síðan eru húsnæðisskuldir almennings þær hæstu á gervöllu evrusvæði, eða 249,5% sem er hærra en þær fóru hæst meira að segja á Íslandi sem hlutfall í tekjum í hruninu hér.

Það setur stöðuna í Hollandi í áhugaverða mynd, því svo óskaplegar húsnæðisskuldir þíðir að, hollenska hagkerfið er líklega mjög viðkvæmt fyrir nokkrum hinum minnsta samdrætti í tekjum hjá almenningi - sérstaklega ef sá tekjusamdráttur fer saman við lækkun húsnæðisverðs.

Þá getur Holland staðið mjög hratt frammi fyrir mjög erfiðri skuldastöðu meðal almennings, eins og við hér á landi höfum verið að ganga í gegnum, og Írar sannarlega hafa verið.

  • Þannig að ég skil alveg afstöðu Geert Wilders - hollenska hagkerfið gæti sokkið eins og steinn!

 

Verðfall á mörkuðum

  • The FTSE 100 lost 1.9pc to 5,665.57 points,
  • while the CAC slid 2.9pc in Paris and
  • the German DAX fell 3.4pc.
  • The IBEX lost 2.8pc in Spain and
  • the FTSE MIB fell 3.8pc in Italy.

------------------------------

Það er einnig talið að kosningarnar í Frakklandi á sunnudag, geti hafa spilað rullu - - en þar staðfestist forskot Hollande á Sarkozy, og virðist Hollande standa frammi fyrir betri sigurlíkum.

Ótti markaða er þá við það, að Hollande sé líklegur til að slaka á klónni í Frakklandi hvað varðar aðhald, en eins og sést að ofan er hallinn á franska ríkinu töluverður, þar af meiri en á Ítalíu. Skuldastaða alls ekki óveruleg eða milli 70-80% af þjóðarframleiðslu fer sennilega nærri 80% við nk. áramót.

------------------------------

En annað getur einnig hafa skipt máli, það eru nýjar hagtölur sem fram komu og virðast staðfesta að Evrusvæði sé í efnahagssamdrætti: Markit Flash Eurozone PMI.

  • Þetta er svokölluð "Pöntunarstjóra Vísitala" eða "Purchasing Managers Index."
  • Tölur yfir 50 eru aukning en undir 50 eru samdráttur. 
  1. Eurozone PMI Composite Output Index(1) at 47.4 (49.1 in March). 5-month low.
  2. Eurozone Services PMI Activity Index(2) at 47.9 (49.2 in March). 5-month low.
  3. Eurozone Manufacturing PMI (3) at 46.0 (47.7 in March). 34-month low.
  4. Eurozone Manufacturing PMI Output Index(4) at 46..4 (48.7 in March). 5-month low

Ath. pantanir gefa vísbendingu um framtíðina - um veltu nk. vikna þ.e. maí.

Skv. tölunum virðast tölurnar gefa vísbendingu um aukinn samdrátt í maí nk.

Það slær á væntingar um það, að kreppan í Evrópu muni dala eftir því sem líður á árið, þ.e. að hún sé skammtíma fyrirbæri.

Þvert á móti, virðast tölurnar sýna að þó hún sé mild í augnablikinu sbr. tölur frá mars sem gefa vísbendingu um mildann samdrátt í apríl, þá sé samdrátturinn þvert á móti að aukast.

Þetta getur því hafa slegið á væntingar markaða um framtíðina, svo að markaðir hafi metið væntingar niður - - sem sagt a.m.k. hluti ástæðu fyrir lækkun markaða í dag.

 

Niðurstaða

Enn ein ríkisstjórnin er fallin í Evrópu af völdum kreppunnar, þ.e. nú ríkisstjórn Hollands. En áður voru ríkisstjórnir Írlands, Spánar, Portúgals, Ítalíu og Grikklands sem áður rýktu fallnar. Allt bendir til kosninga í Hollandi. Ljóst er að ekki verður gripið til niðurskurðaraðgerða þar í bráð. Einnig ljóst, að ekki verður brugðist við þeim kreppuvanda sem þar er að koma í ljós þ.e. samdrætti og vaxandi vanda húsnæðiseigenda.

Spurning hvort Holland sé jafnvel næsta land í vanda - jafnvel. 

En með falli ríkisstjórnar Gert Rutte missir Angela Merkel mikilvægann bandamann, innan Evrópusambandsins sem hefur staðið dyggilega með henni og hennar stefnu. 

Spurning hverskonar ríkisstjórn tekur þá við í Hollandi eftir kosningar?

En mér skilst að húsnæðiseigendum í neikvæðri eiginfjárstöðu fari hratt fjölgandi. En í Hollandi mátti skuldsetja húsnæði allt að 116% sbr. að mest fór heimil skuldsetning í 100% á Íslandi. Miðað við enn hærri skuldsetningu íbúðahúsnæðiseigenda en hér á Íslandi sem hlutfall af tekjum, grunar mig að helsta kosningamálið í ár í Hollandi sé líklega þegar komið fram.

  • Að krafa um aðstoð við skuldsettan almenning, muni líklega koma fram að krafti eins og hún kom fram hér á landi, við síðustu Alþingiskosningar.
  • Ef það reynist svo vera, gæti komið upp gersamlega ný staða í Hollandi.

En aðstoð við íbúðahúsnæðiseigendur, gengur algerlega þvert á það markmið að minnka skuldir ríkisins og draga úr hallarekstri þess.

En hollenska ríkið getur borið nokkru meiri skuldir án þess að setja Holland algerlega á hliðina. En á sama tíma, er sú skuldastaða umfram löglegt hámark þ.e. 60%. 

Spurning hvort þarna verður einhvers konar uppreisn gegn kröfunni, um harðari niðurskurð sem mun dýpka kreppuna, fjölga þeim í hópi almennings sem glíma við neikvæða eiginfjárstöðu.

-------------------------

Ef það gerist svo samtímis því að Hollande vinnur sigur í Frakklandi, getur gersamlega fjarað undan stefnu Angelu Merkel og því harða niðurskurðarferli sem hún hefur verið að leitast við, að binda inn í lög aðildarríkja evrusvæðis sbr. "Stöðugleika Sáttmálann." 

En Hollande hefur einmitt talað um þörf á því, að endurskrifa þann sáttmála.

Að draga úr niðurskurði - o.s.frv.

Ef svo verður að stefna Merkelar verður undir, þá er ein niðurstaða ljós að það stefnir þá í umtalsverða verðbólgu á evrusvæði.

Því þá verður stefnan "prenta - prenta - prenta" klárlega ofan á.

Við tekur þá ástand sem kallast "stagflation" þ.e. verðbólga í samdrætti.

En ég tel að það ástand muni í reynd milda samráttinn, þ.e. þá raunverðfellur evran miðað við aðra gjaldmiðla og þar með laun á evrusvæði, sem gerir evrusvæði smám saman samkeppnisfærara við lönd með aðra gjaldmiðla.

Ég er ekkert endilega að tala um massíva verðbólgu segjum 5-10%. Ekkert endilega meira. En í nokkur ár, þá getur slík bólga dugað til að lönd eins og Frakkland, Ítalía, Spánn o.flr. geti smám saman umsnúið samkeppnishæfni sinni.

Meira að segja Frakkland hefur tapað samkeppnishæfni miðað við Þýskaland: "Since the euro was formed in 1999, whereas Germany’s unit labour costs have risen by about 5pc, France’s figure is about 27pc, compared to 30 to 40pc for the vulnerable peripheral countries. This lack of price competitiveness has already resulted in a French trade deficit now running at about 2pc of GDP, contrasted with Germany’s 4pc surplus."

Það er últraaðhaldið í Þýskalandi, sem hefur verið að keppa við Kína og SA-Asíu, og haldið launahækkunum á sl. áratug í nær algeru frosti - - sem hefur reynst svo erfitt að keppa við innan sama gjaldmiðils.

Þetta þíðir auðvitað einnig, að Frakkland er mun minna samkeppnisfært launalega en Þýskaland, í samkeppni við lönd utan evrusvæðis. Þannig, að Frakkland er í reynd eins og Ítalía að því leiti, að Frakkland þarf í reynd að lækka laun og þ.e. sögulega séð mun auðveldara í framkv. með þeim hætti, að verðbólga raunlækki þau.

Það þíðir auðvitað að það værið verið að íta Þýskalandi inn í ástand, að hafa hærri verðbólgu en þjóðverjum líkar að búa við. Sem setur þá spurningu - hvað þjóðverjar gera þá?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hvað með háværa kröfu launafólks Þýskalands um launahækku.

Lokun landamæra Frakklands.

Brotthvarf Grikklands úr ESB.

Evruflótta úr bankakerfi ESB.

Eggert Guðmundsson, 23.4.2012 kl. 18:05

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef það verða launahækkanir nú í Þýskalandi meðan laun lækka eða standa í stað í hinum löndunum, þá auðvitað getur það flýtt fyrir því að samkeppnistaða landanna við Þýskaland innan evrusvæðis lagist.

Ekki er mögulegt að reka land úr ESB, en land getur sjálft ákveðið að hætta.

Þ.e. unnt að refsa aðildarlöndum fyrir brot á reglum með sektum og ef það dugar ekki, með því að svipta þau rétti til að greiða atkvæði í Ráðherraráði og Leiðtogaráði, sem og þingmenn rétti til að greiða atkvæði - þó ekki málfrelsi.

Þetta er þó tímabundin refsing, ath - öll aðildarríkin fyrir utan það aðildarríki sem værið verið að beita sviptingu á atkvæðarétti, þyrftu að samþykkja að refsa með þeim hætti.

Þess vegna er mjög ólíklegt að þeirri refsingu verði nokkru sinni beitt - en Framkvæmdastjórnin getur lagt á sektir, en hefur engin úrræði frekar í fræðilegu dæmi að sekt væri ekki greidd.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.4.2012 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband