19.4.2012 | 18:54
Hve mikla skuldsetningu þola lönd?
Þetta er áhugaverð spurning, sem Moody's hefur hefur lagt atlögu að því að svara, en skv. fréttum erlendra fjölmiðla eru niðurstöður sérfræðinga þeirra áhugaverðar, sjá mynd!
Ég reikna með því að mikilvægar breytur séu: skuldsetning sem fyrir er, skuldsetning aðila starfandi innan hagkerfisins almennings sem og fyrirtækja, þær bjargir sem viðkomandi hagkerfi ræður yfir hvort sem á við auðlindir eða þekking eða framleiðsla, atvinnuástand, hagvaxtargeta, styrkur viðkomandi hagkerfis almennt.
- Fyrri súlan sýnir hve mörgum prósentum af landsframleiðslu þeir telja viðkomandi land geta bætt á sig, áður en skuldastaða verður óviðráðanleg.
- Seinni súlan segir, hve háa vaxtakröfu á ný ríkislán stendur viðkomandi hagkerfi undir, áður en skuldastaða örugglega leita í ósjálfbærann farveg.
- Takið eftir að lönd með eigin gjaldmiðla sem eru annaðhvort fljótandi eða ekki fasttengdir við aðra, eru talin þola vexti umfram 10%, og að auki mikla viðbótarskuldsetningu.
- Á sama tíma, eru öll aðildarlönd evru talin þola mun lægri viðbótarskuldsetningu að meðaltali auk þess minna þol gagnvart vaxtakostnaði.
Þ.e. rökrétt, því að skulda í evrum er líkt því að skulda í erlendum gjaldmiðli, lykilatriðið er að ráða ekki yfir eigin seðlabanka með fullu prentunarvaldi, geta ekki stýrt vöxtum né gengi. Þessir þættir minnka getu til viðbótarskuldsetningar auk þess að minnka þanþol gagnvart vaxtakostnaði.
Sjálfsagt sýnist sumum þetta vera góð atriði - en þau þíða að land lendir í skuldakreppu í lægri skuldastöðu, sem þíðir einnig að þróun yfir í vandræði er hraðari ef stjv. missa stjórn á hlutum.
Sem þíðir þá að lönd starfandi innan sameiginlegs gjaldmiðils verða að vera mjög passasöm upp á upphleðslu skulda - - spurning þó hvort það sé aftur snúið þegar barnið er þegar dottið í brunninn.
Ísland - þolir sem sagt viðbótarskuldsetningu ríkisins upp á 120% af þjóðarframleiðslu, sem er lágt miðað við önnur lönd starfandi undir eigin gjaldmiðli en sjálfsagt eðlilegt miðað við það ástand sem nú rýkir - það í reynd kemur mér dálítið á óvart að ef ríkið þolir þetta mikið af viðbótarskuldum. Þó er það væntanlega gert ráð fyrir að það séu skuldir í krónum - og síðan telja þeir íslenska ríkið geta þolað vexti umfram 10%. Aftur sjálfsagt gert ráð fyrir krónum.
Þýskaland - mjög áhugavert að þeir meta að Þýskaland þoli einungis vexti að hámarki 5,6%. En þeir meta að þýska ríkið geti aukið skuldir um 146% þá er væntanlega miðað við núverandi vaxtakostnað.
Frakkland - þolir 120% viðbótarskuldsetningu ríkissjóðs, og 5,3% í vexti að hámarki.
Finnland - þolir töluvert meiri viðbótarskuldsetningu en Þýskaland í prósentum talið sem er áhugavert, en skuldir finnska ríkisins eru lágar eitt af fáum löndum á evrusvæði sem er í skuldastöðu sem telst hóflegt. Vegna lítilla skulda þolir Finnland hærri vexti en Þýskaland eða 6,3%.
Spánn - spánska ríkið þolir 97% viðbótarskuldsetningu skv. Moody's en ekki meir en 5,7% vexti. Sem er áhugavert, en ekki kemur fram í fréttum við hvaða vaxtagjöld sérfræðingar Moody's miða við þegar þeir áætla viðbótar skuldsetningar þol spánska ríkisins - örugglega vel innan við 5,7%.
Ítalía - skv. sérfræðingum Moody's skuldar Ítalska ríkið það mikið að það hefur ekkert viðbótarþanþol, og auk þess meta þeir hámarks vaxtagjöld sem ítalska ríkið þolir einungis 4,2%.
Hvað þíðir þetta?
- Ítalía er ósjálfbær klárt skv. þessu mati, því vaxtakrafan á Ítalíu er nú milli 5,5 og 5,4% miðað við 10 ára bréf.
- Spánn er á blábrúninni - en áhugavert er að geta þess, að Spánn seldi skuldabréf í morgun sjá:
"09.45 Results from the Spanish bond auction are coming in: they reached their sales targets, but the average yield on ten-year debt was 5.743pc. At the last similar auction it was 5.403pc. For the two-year debt the average yield was 3.463pc, against 3.495pc at the last auction. So the cost of borrowing has risen for Spain but, crucially, they are below 6pc."
Miðað við niðurstöðu Moody's er Spánn akkúrat þarna að selja skuldabréf gegn þeirri hámarks vaxtakröfu sem spánska ríkið þolir.
Spánn sé því þegar við ystu mörk sjálfbærni miðað við þá vaxtakröfu sem spánska ríkinu stendur til boða.
Viðbrögð evrópskra markaða við þessari sölu voru - fall!
- The FTSE 100 fared the best and was practically flat, closing down a tiny 0.01pc lower at 5,744.55 points,
- while the CAC lost 2.1pc in Paris and the German DAX slid 0.9pc.
- Spain's IBEX was off 2.4pc
- and the FTSE MIB fell 2pc in Italy.
Þetta kemur ofan á fall í gær og fall sl. viku!
Niðurstaða
Niðurstaða starfsmanna Moody's sýnist mér þýða fyrir Spán, að forsenda þess að spánska ríkið geti haldið áfram að slá lán sé sú að þau lán séu gagnvart hóflegum kjörum.
Ekki eru líkur til þess að slík lán sé að fá á markaði - svo þá er ekkert eftir annað en að fá þau lán frá opinberum aðilum.
Ítalía stendur frammi fyrir sama ástandi - nema að skv. þessu mati Moody's þarf að niðurgreiða lánfé til Ítalíu enn meir. Aftur sýnist mér eingöngu opinberir aðilar koma til greina.
Hverjir skildu þeir aðilar geta verið? Kostnaður við það að halda Spáni uppi um 3. ára skeið skilst mér að sé litlir 300ma.. Á sama tíma kostar uppihald Ítalíu 300ma. bara á þessu ári.
Miðað við þá staðreynd að ESM þ.e. framtíðarbjörgunarsjóður evrusvæðis mun skv. núverandi gildum loforðum einungis ráða yfir 500ma., virðist það ljóst að sá kemur ekki til greina.
Þá er næst spurning um AGS - en hingað til hafa ríki heims ekki samþykkt að gera AGS að björgunarkerfi fyrir Evrópu eina sér eða til þess að borga fyrir endurfjármögnun skulda Evrópuríkja í vandræðum.
Svo að eini aðilinn sem mér sýnist í reynd hafa raunhæfa möguleika til þess að tryggja Spáni og Ítalíu nægilega ódýr lán svo þau tvö lönd geti haldið sér á floti innan evrunnar - - > sé þá Seðlabanki Evrópu.
Þá auðvitað með þeim hætti að ECB fái fullar ótakmarkaðar prentunarheimildir. Það sé í reynd eina leiðin.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.12.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 857470
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aðalatriði er spyrja hverjar vilja lána , miðað við greiðsluveð í raunvirði myntar og seljanleg bakveð, ef það er enginn þá er svarið komið , skuldnautar verða lifa á því sem þeir hafa undir höndum. Það er verið að skera niður heimskar uppsafnaðar stjórnsýsluskuldsetningar beinar og óbeinar í mörgum ríkjum , það þýðir að lándrottnar er að minnka hjá sér áhættu á næstu 30 til 100 árum. Ríki skulda og sum ríki eiga skuldir á móti. Það er ekki nóg að horfa hlutfall raunvirðisölutekna vsk. og heildaskulda til framlenging og niðurgreiðslu eingöngu til bera saman sjálfræði ríkja. Sum ríki er hægt að rukka inn til dæmis eða beit efnahagsþvingunum.
Júlíus Björnsson, 19.4.2012 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning