Er Holland á leið í vandræði?

Þetta er áhugaverð spurning, en ég var að komast að því að húsnæðisskuldir eru enn alvarlegra vandamál í Hollandi en á Íslandi. Jú í alvöru. Takið eftir þessum hlekk: Dealing with Household Debt. Þetta er skjal á vef Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins, þ.e. 3. kafli í þeirra nýja World Economic Outlook!. En seinni hlekkurinn er á skjalið í heild, en sá fyrri á kafla 3.

Sá kafli inniheldur mjög áhugaverða umræðu starfsmanna AGS um húsnæðiskreppur bæði sögulega og í samhengi núverandi efnahagsvandræða í Evrópu og í Bandaríkjunum, sem og Bretland. Ísland kemur einnig þar við sögu sem "extreme" tilfelli - en einnig sem dæmi sem má draga lærdóm af.

En AGS kemst að þeirri niðurstöðu - að rétt sé að aðstoða húsnæðiseigendur m.a. með aðgerðum til að stuðla að afskriftum skulda!

  • Hvað Ísland varðar - skv. AGS fóru húsnæðisskuldir á Íslandi hæst upp í 220% af tekjum!
  • Hver er staðan í Hollandi - - sjá myndina að neðan skv. tölum frá Eurostat?
Sjá: EuroStat - Gross debt-to-income ratio of households

Já einmitt - ótrúlegt 249,5% skv. tölum Eurostat frá 2010.

Þrátt fyrir þetta eru vanskil ekki há í Hollandi a.m.k. enn sem komið er!

Það er vegna þess, að hagkerfið hefur verið að standa sig fram að þessu bærilega vel - atvinnuástand með því besta í Evrópu, þ.e. ekki nema kringum 5% atvinnuleysi sem er langt neðan við meðaltal evrusvæðis.

En dökk ský eru á himnum - skv. AGS verður 0,5% samdráttur í hollenska hagkerfinu í ár.

Samdráttur mældist í Hollandi á 4. ársfjórðungi 2011 og því miður á 1. fjórðungi 2012 skv. bráðabyrgðatölum.

Augljós samdráttar er að auki farið að gæta í neyslu - en sennilega eru neytendur að byrja að finna fyrir minnkandi tekjum.

Að auki hafa orðið smávægilegar lækkanir á húsnæðisverði í seinni tíð - sem einnig getur verið að valda ugg hjá neitendum.

Hættan er sem sagt á því - að Holland lendi í neikvæðri víxlverkan milli lækkandi húsnæðisverðs og minnkandi neyslu.

Að auki stendur Holland nú frammi fyrir þeirri óþægilegu staðreynd, að halli á hollenska ríkinu mældist hærri en áður var gert ráð fyrir að hann yrði skv. lokauppgjöri sl. árs þ.e. 4,6%.

Sem telst ekki mikill halli í reynd miðað við ímiss önnur aðildarríki evrusvæði - en stefnan var að halli 2012 yrði ekki meiri en 3%.

Ríkisstjórn Holland stendur því frammi fyrir kröfu um viðbótarniðurskurð ef standa á við hið fyrra takmark - - þess vegna hefur Fitch Rating gefið hollenskum stjórnvöldum aðvörun þess efnis, að þau þurfi að stíga varlega til jarðar í slíkum viðbótar niðurskurði.

Svo þau íti ekki undir samdráttartilhneygingar, með of skörpum niðurskurði - einmitt þegar hagkerfið virðst statt á viðkvæmri brún sem reynst getur verið bjargbrún.

Þetta er ekki síst áhugavert - því fyrir utan stjórnvöld Þýskalands, hafa engin stjórnvöld verið eins harðorð gagnvart S-Evrópuríkjum í vanda eins og hollensk stjórnvöld, hollenskir ráðherrar oft tekið mjög stórt upp í sig svo frægt er.

Það gæti því gætt fyrirbærisins "Schadefraude" í S-Evrópu ef útlitið í Hollandi fer versnandi.

Sjá umfjöllun:

Dutch Household Debt Woes

Mortgage Burden Looms Over Dutch

Fitch doubts Dutch AAA as property slump reaches 'coma'

 

Niðurstaða

Mér sýnist Holland standa frammi fyrir hættu á alvarlegri húsnæðiskreppu, en eins og fram kemur í umfjöllun er þegar vaxandi fj. húsnæðiseigenda í neikvæðri eiginfjárstöðu. Ef Holland fer yfir í dýpra kreppuástand, getur fjölgun íbúðahúsnæðiseigenda í vanda orðið mikil og einnig hröð.

Samtímis myndi dreifast út lömun í neyslu - sem myndi valda skarpri hagkerfishnignun.

Hollensk stjórnvöld þurfa virkilega að gæta sín í því hvernig þau taka á þeim vanda, og auk þessa á eigin útgjaldavanda, ekki síst skuldastöðu ríkisins milli 70-80% sem telst of mikið skv. reglum ESB. En sá skuldavandi þrengir aðstöðu hollenskra stjv. ef þau eiga að mæta kröfum frá Framkvæmdastjórninni, um það að nálgast 60% mörkin á ný.

Hollensk stjv. verða einfaldlega að gleyma öllu því sem þau sögðu um óábyrga hagstórn í S-Evrópu, þegar trekk í trekk S-evr. stjv. hafa yfirskotið í halla.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Housing-related debt (mortgages) comprises about 70 percent

of gross household debt in advanced economies. The remainder

consists mainly of credit card debt and auto loans.

1974 lærði ég að í USA  var hlutfallið um 80% og nánast engin neyslu lán í Evrópu. 1994 breytti miklu í EU. Ísland kynnstist frjálræði í lánamálum vegna tengsla við  ríkasta ríkið USA langt á undan almenningi í EU.   

Júlíus Björnsson, 19.4.2012 kl. 02:26

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Halli af ríkisjóði  sem greiddur er af afskrifuðum [Credit lausum] varsjóðum í reiðfé er skárri enn haldi sem  er greiddur með varsjóðum teknum að láni miðað við gengi sem var í gildi áður en samdráttur byrðjað í samaburði við meðal rauntekjur heimsins.

Hér er ekki tekið tiltil þess að Íslenkar veðskuldur eru allar með minnst 4,5% byrjunar raunvaxtakröfu en 1,99% raunvaxta krafa er  max á fyrstu útgáfu matrix veðsafna með þroskaaldur 30 ár og föstu bakveðsrúmmáli.  En næsta kynslóða sömu bakveða borgar mest 0,25% raunvexti af sama bakveðsrúmmáli.

1,99% prósent af fyrstu útgáfu greiða til baka um 97% af stofnreiðufé þannig að eftir  30 ár eru eru 97% af framtíðar skuldum einungis verðbætur til viðhalda úrborgunum það viðhalda bakveðveðsrúmmáli framtíðar.     

Setjum upp að banki lofi 4,5% raunvöxtum á 10.000.000 sem hann fær lánað og borgar eftir 30 ár, þá borgar hann að raunvirði eftir 30 ár 37,8 milljónir til baka. Þetta getur hann aldrei í framkvæmd almennt gagnvart öllum innlánurum.

Lofi hann 0,25% raunvöxtum þarf hann að borga um 10,8 milljónir að raunvirði sem er mikið nær raunveruleikanum almennt og í samræmi við hefðir um hámarks langtíma innlánsvexti það er til 30 ára.    Stór hluti Íslendinga borgar ekki upp húnæðilánin sín fyrir stafslok vegna þessrar almennu gífurlegu raunvaxtakröfu sem er hvergi almenn í nokkru ríki að mínu mati. Í Lissabonn fylgisskjölunum staðfestir EU langtíma hægfara tilfærslu til 3 heimsins á neysluraunvirði heimskökunnar. Þjóðverjar hafa skorið niður íbúatölu sína um 5,0% síðustu 5 ár og verða 30 % færri um 2040 í samræmi við yfirlýsingar þeirra um ráðgerðan fjölda íbúa.    Brátt mun þeirra nágranar átta sig á því að það skiptir máli að þegar árs kakan minnkar að rúmmáli á hverju ári þá borga sig fækka við borðið. Viðhalda neyslu á þegn.

Það er ekki brandari að Sameinuðu þjóðirnar eru byrjaðar kenna íbúum Afríku að éta pöddur að hætti Asíu búa. AGS er gera sitt best í að dreifa athyglinni og steypa ekki öllum í þunglyndi.

Skömmu eftir 2007 var Credid yfirdráttur lækkuður all mikið niður hér og það lækkar Housholdsdebt mánaðarins, og líka halli á ríksjóði til að auka vaxtabætur svo fjármálgeirinn [kröfu-uppsöfunarlífeyris líka] geti sýnt að hann hafi skilað tekjum umfram meðtalið og als ekki í samræmi við lækkandi þjóðartekjur PPP á Íslandi.   Það er miklir hagsmunir að gengið hér verði mjög lágt 5 árum áður en Ísland verður formlegur aðili að EU, og búið sé semja við einkaframtakið hér um langtíma viðskiptasamninga við stórborgir EU um sölu á hráefni og orku. Hollenskir ferðmenna kom hér í meiri mæli á hverjum mánuði sem bendir til þess að Hollendingar eigi eitthvað af hreinum skuldlausum og skulbindinga lausum eignum í heildina. Eignir sem færast á markaðverði 0 í efnahaga báðum megin,  en  haldið er um í portifolío eignarsafnsmöppu. AGS hefur ekki upplýsingar um hreina varasjóði ríkja heims [þetta kallast ríkis hernaðarleyndarmál]. Það eru til löglegar skattageymslur í mörgum ríkjum heims. Fjárfestinga banki EU [í ríkjum utan EU] á eignir sem ekki eru gefnar upp. t.d. á CIA factbook. Markmið er borga aldrei úr honum arð, sem merkir að þetta er þrautavarsjóður. 

Júlíus Björnsson, 19.4.2012 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband