Spánn í sviðsljósinu!

Fjárlagaráðherra Spánar og embættismenn í Brussel, höfnuðu því í dag að nokkur ástæða væri að ætla, að Spánn myndi þurfa á "björgun" að halda - en útkoma dagsins var að vaxtkrafa fyrir 10 ára spönsk ríkisbréf fór í rúm 6% og hélst þar. Samtímis hækkaði einnig krafa fyrir 10 ára ítölsk bréf, en bilið víkkaði þó þarna á milli, þ.e. krafan fyrir spönsk bréf hækkaði meira.

Það verður áhugavert að sjá, hvort krafan helst yfir 6% út þessa viku, og einnig hvort hún heldur áfram að hækka.

Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman, er þó ekki í vafa, sjá: Europe’s Economic Suicide.

Hann er ekki að skafa utan af því "So it’s hard to avoid a sense of despair. Rather than admit that they’ve been wrong, European leaders seem determined to drive their economy — and their society — off a cliff. And the whole world will pay the price."

Síðan er það blogg Wolfgang Münchau: Spain has accepted mission impossible.

Eftirfarandi er haft eftir Luis de Guindos, efnahagsráðherra Spánar: "There are many doubts about the euro project, especially in the Anglo-Saxon world. They tell you: 'When it's not Greece it will be Portugal; when it's not Portugal it will be Ireland; when it is not Ireland it will be Spain; when it is not Spain, it will be Italy' [...] It is very difficult to avoid market attacks if questions continue over the euro and the European Union project." - "Spain is not going to ask for a rescue. No intervention will take place."

Vandinn er sá að þessar efasemdir eru ekki einskorðaðar við engilsaxa - hann ætti að ræða við t.d. efnahagsráðherra frá einhverju landa SA-Asíu. 

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar: "Austerity is the only way forward, according to Spanish PM Mariano Rajoy, who warned that the country will be unable to fund itself if it doesn't implement cuts quickly. " -"The reformist project of my government has deserved the support of European and international institutions, whose mission is to oversee policies that solve the crisis with realism and decisiveness: exactly what we are doing in Spain."

 

Hérna takast á 2-grunn hagfræðileg sjónarmið!

  1. Sjónarmið sem segir, að leið ríkjanna á evrusvæði út úr vanda, sé að skera niður þangað til, að nægur fjárlagaafgangur skapast, svo ríkisstjórnirnar geti staðið undir eigin skuldum.
  2. Sjónarmið sbr. Paul Krugman eða Nouriel Roubini o.flr. - sem segja, að ef ríkið sker niður af krafti samtímis, að atvinnulíf er einnig að skera niður - fækka störfum - minnka umsvif, og að auki á sama tíma og almenningur er einnig að minnka neyslu; þá geti heildaráhrifin ekki verið önnur en þau, að bæta mög duglega á þann samdrátt hagkerfisins á Spáni og Ítalíu, sem nú er til staðar.
  • Fyrra sjónarmiðið vill meina, að niðurskurður sé leiðin til þess að skapa á ný trúverðugleika, og túlkar ávallt tapaðann trúverðugleika með þeim hætti, að ekki sé nægilega mikið skorið niður.
  • Það sjónarmið telur einnig, að hagkerfið muni rétta við sér ef unnið er hratt að niðurskurðinum, því hraðar því betra. Svona eins og, að skera gröft úr sári svo það geti farið að læknast.
  • Meðan seinna sjónarmiðið bendir á, að þegar ríkið sker einnig niður samtímis því að aðrir innan hagkerfisins það gera að auki, þá muni aukning á hraða niðursveiflu hagkerfisins valda enn hraðari minnkun þjóðarkökunnar - - og því að skuldir ríkisins sem hlutfall af tekjur aukist enn hraðar, en nemur hraða aukningarinnar í dag með þann ríkishalla sem nú rýkir.
  • Ríkið geti ekki komið sér úr skuldavanda með þeirri aðferð - eða það sé ákaflega erfitt í framkvæmd innan lýðræðisríkja.
  • Fyrra sjónarmiðið vill meina að niðurskurðurinn flýti fyrir hagvexti.
  • Meðan seinna sjónarmiðið segir - skapa hagvöxt fyrst, huga að niðurskurði svo.

Stofnanir ESB fylgja mjög einarðlega fyrra sjónarmiðinu og ríkisstjórn Spánar virðist ætla að taka lyfin sín - eins og menn í Brussel svo gjarnan segja í dag.

Mjög áhugaverð félagsleg tilraun er í gangi.

Í dag er atvinnuleysi á Spáni 23,6% skv. OECD. 

Hvað gerist þegar það fer að nálgast 30%?

Ég sjálfur hallast að seinna sjónarmiðinu og skoðun Pauls Krugman, og Nouriel Roubini. Má einnig nefna, Stiglitz.

 

Niðurstaða

Vikan byrjar ekki vel fyrir Spán. Vaxtakrafa komin á fyrsta degi upp í rúmlega 6% fyrir 10 ára bréf. Það verður áhugavert að fylgjast áfram með málum.

En mér sýnist spennan aftur fara vaxandi eins og ástandið var sl. haust.

Aðgerð Seðlabanka Evrópu svokölluð "LTRO" virðist útrunninn - áhrif hennar kláruð.

Í augnablikinu virðist ekki stuðningur fyrir "LTRO 3."

Sennilega þarf aftur Evrópa að standa frammi fyrir hengifluginu eins og í desember, áður en Mario Draghi aftur fær vilyrði fyrir því að í annað sinn, forða evrunni frá hruni með prentun.

Ég sé enga aðra leið, en að Seðlabanki Evrópu prenti og prenti, því það virðist gersamlega ljóst að lítil líkindi eru til þess, að stjv. Spánar sannfæri markaðinn og heiminn um það, að þ.s. ekki virkaði í Grikklandi eða á Írlandi, komi sannarlega til að virka á Spáni.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband