Ísland gegn Golíat Framkvæmdastjórnar ESB

Ákvörðun Framkvæmdastjórnarinnar sýnist mér vera enn eitt áfallið fyrir umsóknarferli Íslands, sem aðildarsinnar hafa verið svo áhugasamir um.

Þetta setur einnig aðildarsinna í áhugaverða stöðu - - því nú verða þeir að berjast um hæl og hnakka í dómsmálinu.

Þannig, að allt í einu má segja, að það megi treysta þeim. 

Þ.e. vegna þess að mér sýnist að eina von þeirra, sé að vinna málið ef einhver von á að vera um að, íslendingar samþykki aðild.

En framsetningin "Davíð gegn Golíat" blasir mjög við - þegar sjálf Framkvæmdastjórn ESB er orðin beinn mótaðili þannig andstæðingur Ísands í málinu fyrir EFTA Dómstólnum.

Mjög mörgum íslendingnum mun svella móður - vera áhorfandi að því að meginstofnun ESB, sé þannig með beinum hætti orðinn andstæðingur okkar.

Og ég tel það fullvíst að ef aðildarsinnar sem svo lengi hafa álasað andstæðingum Icesave samkomulagsins sáluga, talið það fullvíst að Ísland tapi dómsmáli - verða að vona heitt og innilega að þeir hafi haft rangt fyrir sér.

Mig grunar, að héðan í frá, verði hljótt um það tal - að Ísland eigi ekki möguleika eða litla, þegar kemur að því að hugsanlega vinna það dómsmál.

Sem getur haft þá áhugaverða afleiðingu að landsmenn verði nú á næstunni einhuga í þeirri baráttu!

 

Sjálfstæðissinnar eiga ekkert vera stressaðir!

Einn áhugaverður vinkill er hugsanlega sá, að verið geti að Framkvæmdastjórnin meti það svo, að líkur á íslenskri aðild séu sára litlar - úr því sem komið er.

Það sé ef til vill skýring ákvörðunar Framkvæmdastjórnarinnar, en meira að segja starfsmönnum hennar hlýtur að vera ljóst, að þátttaka hennar eykur andstöðu við aðild meðal íslensku þjóðarinnar.

  • Formlega séð, hefur Framkvæmdastjórnin sannarlega fullan rétt til að fara þessa á leit.
  • Ákvörðun Framkvæmdastjórnarinnar sýnir sennilega fram á að starfsmenn hennar meta niðurstöðu dómsmálsins gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum, mikilvægt fyrir aðildarríki ESB.
  • Það eiginlega segir okkur, að andstæðingar Icesave samnings hafi haft rétt fyrir sér, þegar því hefur verið haldið fram, að þetta mál hafi hugsanlega áhrif á trúverðugleika innistæðutryggingakerfis ESB.

Það gæti verið skýring þess a.m.k. einhverju verulegu leiti, hvers vegna Framkvæmdastjórnin tók á sínum tíma, rétt í kjölfar falls bankanna svo eindregna afstöðu í málinu, við vorum beitt þrýstingi til að semja án tafar við Breta og Hollendinga.

Og að auki, Norðurlöndin lögðust á sömu sveifina - má velta fyrir sér hvort háttsettir einstaklingar innan Framkvæmdastjórnar höfðu rætt rétt á undan við stjórnvöld á Norðurlöndum.

 

Er það slæmt fyrir okkur að Framkvæmdastjórnin hefur beina þátttöku að málinu?

Það má alveg sjá jákvæðar hliðar á því - sjá:  Formlegt svar Utanríkisráðuneytis

Megin ástæða þess að samþykkja aðkomu Framkvæmdastjórnarinnar - virðist vera liðir 32. og 33.

Það felist í því ákveðið tækifæri vilja þeir meina, að Framkvæmdastjórnin verði beinn þátttakandi í réttarhöldunum, því þá geti fulltrúar Íslands svarað túlkunum starfsmanna Framkvæmdastjórnarinnar, fyrir réttinum sjálfum.

En annars geti Framkvæmdastjórnin samt eftir sem áður, komið fram með sitt álit en þá eins og rétturinn túlkar eigin reglur, geti okkar fulltrúar ekki svarað þeim athugasemdum fyrir réttinum.

Fyrir utan þetta, þá getur verið að þátttaka Framkvæmdastjórnarinnar auki þá fjölmiðlaathygli sem þetta dómsmál mun fá erlendis - sem er ekki endilega slæmur hlutur fyrir okkur.

En mjög auðvelt er að mála þetta þeim litum - að þarna standi litla Ísland frammi fyrir "Golíat."

Þó það vinni ekki beint málið fyrir rétti - er hugsanlegt að sú aukna athygli auðveldi Íslandi að koma eigin sjónarmiðum á framfæri.

Stjórnvöld greinilega hafa ákveðið að mótmæla ekki þátttökur Framkvæmdastjórnarinnar:

Ísland mótmælir ekki meðalgöng...

Steingrímur J. er ekki sáttur sbr.: Bætir ekki andrúmsloftið í við...


Er það hrikalegt áfall fyrir Ísland að tapa málinu?

Það hafa hinir og þessir haldið því fram, að Ólafur Ragnar hafi með "Nei"-um sínum, varpað þjóðinni á vonarvöl.

En ímsir málsmetandi kratar ekki síst svokallaðir fræðimenn meðal þeirra - - ekki síst hefur Guðmundur Ólafsson hagfræðingut við Bifröst og HÍ, oft tekið afskaplega stórt upp í sig að auki sýnir hann oft mjög harkalega framkomu á netinu gagnvart þeim sem voga sér að hafa ekki nákvæmlega sömu skoðun og hann, nefnilega að málið sé fyrirfram tapað og þjóðin verði í miklu mun verri málum í kjölfarið, jafnvel gjaldþrota.

Ég hef svarað því þannig, að ef þeir hafa rétt fyrir sér og Ísland á litla sem enga möguleika í málinu, og að auki ef þeir hafa rétt fyrir sér með þeim hætti að líkur á stórfelldum fjárhagslegum skaða séu miklar.

  • Þá séu þeir á sama tíma að segja - að EES samningurinn sé brátt á enda!
  • En Ísland er ekki þjóðréttarlega skuldbundið - eins og ef það væri meðlimur að ESB.
  • Þess vegna þurfti ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um EES.
  • Meðan það þarf um ESB aðild.

Einungs samningurinn meðan hann er hluti af lögum landsins, ákvæði hans hluti af lögum landsins og við meðlimir að honum; er Ísland skuldbundið til að hlíta dómum EFTA dómstóls.

Þegar ég bendi á þetta, er nánast eins og menn fái taugaáfall, að ég skuli voga að halda því fram, að þjóðin muni ekki skuldbinda sig á bólakaf og gott betur, leggja komandi kynslóðir í skuldaþrældóm.

Tek fram að ég er ekki sammála Guðmundi og hans skoðanabræðrum, að staða okkar í málinu sé þetta vonlítil - né því að hún sé vonlítil yfirleitt.

Að auki, er ég miklu mun bjartsýnni en þeir um niðurstöðu málsins, ef það myndi falla okkur í óhag.

Ég er einfaldlega að benda Guðmundi og hans skoðanabræðrum á, að ef þeir hafa aftur á móti rétt fyrir sér - - þá að sjálfsögðu borgar þjóðin ekki þ.s. hún getur ekki borgað.

Sem þíðir þá, að ef niðurstaðan væri að Ísland myndi standa frammi fyrir kröfum um greiðslur sem engin leið væri að standa undir - þá væri það bæ, bæ EES.

Þjóðin borgar ekki þ.s. hún ekki getur borgað - meira að segja menntaðir hagfræðingar ættu að sjá svo einfaldan hlut.

Þá auðvitað væri úti um ESB aðild líklega um mjög langa framtíð.

Ég hef bara fengið formælingar á móti frá honum Guðmundi - sjaldan rekist á eins dónalegann einstakling sem er háskólamenntaður.

 

Niðurstaða

Aðild Framkvæmdastjórnar ESB að dómsmáli gegn okkur, mjög sennilega minnkar líkur á því að íslenska þjóðin samþykki aðild. Þetta setur einnig aðildarsinna í áhugaverða stöðu. En ef nokkur von á að vera að aðild verði samþykkt - þarf að vinna þetta mál eða a.m.k. verða afleiðingar þess að tapa málinu, að vera litlar eins og ég hef reyndar lengst af talið þær líklega vera.

Svo þá verður ekki lengur hampað þeirri afstöðu að niðurstaða þjóðarinnar hafi verið slæm, er hún sagði "Nei".

Nú verður talað um samstöðu og þörfina á henni. 

Þeir sem hafa verið talsmenn þeirrar afstöðu að Ísland eigi nánast enga möguleika í málinu, allt í einu grunar mig hafa ekki lengur eins greiðann aðgang að fjölmiðlum.

Nú verður þvert á móti, hampað þeim sem hafa allan tímann sagt að rök Íslands í málinu séu góð.

Að möguleikar okkar séu til staðar.

Svo er það að krossa fingur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Bjarnason

Umræðan hér á landi um aðkomu framkvæmdastjórnar ESB að dómsmáli gegn Íslandi, er hreint út sagt furðuleg.
ESB er að sjálfsögðu hagsmunasamtök og tekur afstöðu með sínum aðildarríkjum.
Ef við íslendingar værum innanborðs í ESB og ættum í málafelum gegn aðilum utan ESB, mundum við að sjálfsögðu fá stuðning frá bandalaginu. Og við mundum telja það sjálfsagt.
Með því að hafna ICESAVE smningnum, tókum við að sjálfsögðu mikla áhættu.
En við skulum vona að úrslitin verði okkur hagstæð og eignir bankans dugi til að greiða kröfuna.
En NEI sinnar eru strax byrjaðir að setja saman áróður til að vera tilbúnir slæmum úrslitum dómsins.
Þá munu þeir segja að ríkisstjórnin hafi staðið sig illa í málsvörninni og jafnvel pantað niðurstöðu.
En ábyrgð NEI sinna getur orðið mikil ef illa fer.

Svavar Bjarnason, 15.4.2012 kl. 14:32

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Svavar - stóri vandi okkar er sá, að núverandi skuldir eru það alvarlegar að óvíst er að við getum komist hjá gjaldþroti.

Að vísu hefur sú hætta fjarað að einhverju leiti. En hún hangir sem ekki íkja fjarri.

Að mínu viti er það viss lágmörkun áhættu, að láta það koma í ljós hvað raunverulega fæst úr þrotabúunum, þannig að það liggi fyrir þá ekki sem áætlun heldur sem útkoma, hvað fékkst.

Þá vitum við hvort við ráðum við dæmið eða ekki.

Líklegasta niðurstaðan hefur mér alltaf virst vera, að ef dómur fellur með þeim hætti að ríkið eigi að ábyrgjast TIF, þá sé þetta viðráðanlegt líklega ef kemur í ljós að þrotabúið raunverulega inniheldur nægilegt fjármagn.

Ef aftur á móti, að annað kemur í ljós - þá áttum við hvort sem er aldrei möguleika að standa við Icesave samkomulagið.

Nei - var hin áhættuminni leið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.4.2012 kl. 15:00

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er þetta Icesave mál að vefja uppá sig?

Nú er þrotabú Landsbankans að greiða út Icesave innstæður til einstaklinga og félaga erlendis og allt útlit fyrir að bæði innlán og heildsölulán verði greidd að fullu.

EF dómur ESA/EFTA fellur þannig að íslenska ríkið verði gert ábyrgt fyrir innstæðunum, mun þá íslenska ríkið jafnframt þurfa að greiða sóknaraðila; þ.e. breskum og hollenskum yfirvöldum?

Kolbrún Hilmars, 15.4.2012 kl. 19:11

4 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Gildran hefur enn ekki smellulokað á Ísland!

Þjóðhollir Íslendingar, ef þeir fá einhverju ráðið  hafa enn möguleika að sleppa úr klóm ESB Kattarins, kannske rispaðir, en "Uppréttir" þegar þessum hildarleik lýkur. Spurning er um óþjóðholla samningamenn og þá sem hafa vísvitað skaðað þjóðina! Tilgangurinn (ESB) helgar vafalaust meðalið.

Hvað mun sköðuð þjóð gera við slíka menn?

Kolbeinn Pálsson, 15.4.2012 kl. 21:12

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbrún - vanalega ákveða dómarar slíkt. Hið minnsta í almennum sakamálum. Ekki hreinlega viss hvort slíkt gildi einnig við þennan dómstól.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.4.2012 kl. 21:51

6 Smámynd: Elle_

Engin ríkisábyrgð var á ICESAVE. EFTA dómstóllinn hefur enga lögsögu í málinu.

Svavar segir: - - - En ábyrgð NEI sinna getur orðið mikil ef illa fer. - - -
NEI-SINNAR HVAÐ?  VIÐ ERUM EKKI ÁBYRG FYRIR ICESAVE ÞÓ VIÐ SÆTTUMST EKKI Á KÚGUN.  Þú ert enn samur við þig eftir L-A-N-G-A-R umræður sem þú aldrei vildir skilja.  Þú mættir fara að fara að lesa um löglegar hliðar málsins en ekki horfa endalaust frá bæjardyrum yfirtökusinna. 

Elle_, 16.4.2012 kl. 00:30

7 identicon

Heill og sæll Einar Björn; líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Svavar Bjarnason !

Upp úr hvaða Eyðimerkur sandholu, kemur þú ?

Eða; ertu algjört fífl - eða, læst vera það ?

Eiga þjóðríki bara ekki; að ÁBYRGJAST ÖLL einka æfintýri, borgara sinna, Svavar minn ?

ESB skrifræðis Nazista hyskið; hefir öngva lögsögu, yfir Norður- Ameríku ríkinu Íslandi, dreng tetur.

Bandaríkin; myndu ALDREI ábyrgjast spila skuldir Las Vegas fíklanna - fremur en Frakkland; bjálfanna, suður í Monte Carló, til dæmis.

Sé þér í mun; að vernda hagsmuni Evrópskra nýlendu ribbalda, eins og Breta og Hollendinga, í þessu tilviki - SKALTU BARA GREIÐA ÞEIM SJÁLFUR, úr eigin vösum, Svavar minn.

Vonandi; liði þér skár, á eftir, þrælslynti drengur.

Liggur við; að maður fái klígju af, að vera talinn Íslendingur, með svona mannskap innanborðs, en þakka sem fyrr, fyrir Mongólskan uppruna minn, í framættum. Bætir upp meinsemd þá; sem felst í, að vera Hvítur, að öðru leyti, gott fólk.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, öngvu, að síður /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 02:10

8 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Ef Ísland sem ríki ber ábyrgð á einkafyrirtækjarekstri eins og æseifdæminu í útlöndum, hver var þá ábyrgð Geirs Haarde þegar þeesi óskp dundu yfir? Og hann var víst ekki einn við stjórn?

Kjartan Eggertsson, 16.4.2012 kl. 07:36

9 Smámynd: Svavar Bjarnason

Það er alkunna, að þegar menn treysta sér ekki í hófsamar rökræður, grípa þeir gjarna til fúkyrða og pesónulegs skítkasts.

Auðvitað ættu menn að leiða slíkt hjá sér, því þar blotta mykjudreyfararnir bara sitt eigið innræti og siðferði og ata sjálfa sig þeim skít sem ætlaður var öðrum.

Bloggsíðuhaldari hérna er ávallt kurteis og málefnalegur, þó ég sé oftast ósammála honum.

 Fróðlegt væri þó að heyra álit hans á kommentum eins og ég var að lýsa.

Svavar Bjarnason, 16.4.2012 kl. 19:46

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svavar, þú ættir ef til vill að skoða í eigin barm. Þú kemur með fullyrðingar sem enginn getur sagt til um hvort myndu standast; þegar og ef.

Hófsamar rökræður eiga ekki að hefjast á því að stilla upp skotskífum.

Kolbrún Hilmars, 16.4.2012 kl. 19:51

11 Smámynd: Svavar Bjarnason

Svo vil ég bæta því við að við ættum að bíða leiksloka í Icesave málinu og sleppa öllum stóryrðum.

Þá loks er hægt að kryfja þessi mál til mergjar í rólegheitum og án upphrópana.

Svavar Bjarnason, 16.4.2012 kl. 19:53

12 identicon

Komið þið sæl; sem æfinlegast !

Svavar minn Bjarnason !

Vertu bara maður til; að viðurkenna meðfætt / og eða, áunnið Þrælseðli þitt, sé mið tekið af ótrúlegri hagsmunagæzlu þinni, fyrir hönd Evrópskra nýlendu velda.

Líkast til; eru Bretar og Hollendingar uppurnir, með þann ránsfeng, sem þeir höfðu á brott með sér, frá sínum gömlu nýlendum - og því; ákjósanlegt að Djöflazt í smáþjóð norður í Atlantshafi, sem öngvum vörnum getur við komið, nema með því að leita til vinaþjóða;; annarrs staðar í Ameríku - eða þá, í Asíu og Afríku, hvað Herstyrk snertir, ef á lægi, mögulega.

Þér er lítil sæmdin; af þinni málafylgju allri, Svavar minn !

Með; ekkert lakari kveðjum - en hinum fyrri /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 20:35

13 Smámynd: Elle_

Hann er búinn að vera að verja þessa kúgun í óratíma.  Hann var nú líka ansi hæðinn og niðurlægjandi oft sjálfur, eins og ýmsir ICESAVE-SINNAR voru, gegn þeim sem vildu ekki sætta sig við lögleysuna.

Elle_, 17.4.2012 kl. 00:10

14 Smámynd: Svavar Bjarnason

Hver er þessi sem kallar sig Elle_E?

Er hann(hún?) of huglaus til að koma fram undir fullu nafni?

Svavar Bjarnason, 17.4.2012 kl. 11:49

15 Smámynd: Elle_

Kemur nú þessi leiðindaárátta um fullt nafn.  Var ég að brjóta lög hér eða fremja föðurlandssvik?  Var það leitt í lög að maður yrði að skrifa í bloggsíður undir fullu nafni?  Það er mitt mál, ekki þitt.  Viltu ekki prófa að skýra hvers vegna þú vildir ENDILEGA að þjóðin yrði kúguð með ICESAVE?  Var það af því bara?  Var það af því þú ert Brusselsinni og vildir þóknast yfirgangi þeirra í einu og öllu eins og Jóhanna og Össur?  Var það af því þú ert ´huglaus´??

Elle_, 18.4.2012 kl. 09:02

16 Smámynd: Svavar Bjarnason

Það er í raun ekkert athugavert viða að koma fram undir nafnleysi í rökræðum á netinu um málefni sem eru efst á baugi.

En þegar menn koma með persónulegar árásir, undir nafnleysi, á aðra sem koma fram undir fullu nafni, er komið út í siðleysi.

Slíkt fólk kalla ég hælbíta sem vega úr launsátri.

Svo er það líka siðleysi að gera mönnum upp skoðanir og ráðast síðan á þá vegna þeirra.

Svavar Bjarnason, 18.4.2012 kl. 15:54

17 Smámynd: Elle_

Já, sammála um ´persónulegar árásir, undir nafnleysi´.  En hvaða ´persónulegu árás´ meinarðu?  Lýstu hinni meintu ´persónulegu árás´.  Sagði ég ekki nákvæmlega hvað þú gerðir?: Þú barðist opinberlega fyrir ICESAVE og það er ekki mín skoðun.  Það er staðreynd.

Elle_, 18.4.2012 kl. 17:27

18 Smámynd: Elle_

OG ÞAR FYRIR UTAN ER ÉG EKKI NAFNLAUS ÞÓ ÉG SKRIFI EKKI UNDIR FULLU NAFNI EINS OG ÞÚ VILT.

Elle_, 18.4.2012 kl. 17:28

19 Smámynd: Svavar Bjarnason

Svavar Bjarnason, 18.4.2012 kl. 17:46

20 Smámynd: Elle_

Nú komu rökin hans í ljós.  Hann hefur engin.  Ekki EITT ORÐ.  Hann svarar ekki í hverju hin meinta persónuárás liggur.  Maður sem heimtaði kúgun yfir þjóðina hefur enda ekki efni á að saka neinn um siðleysi.  Vitum við annars nokkuð hvað hinn svokallaði Svavar heitir?

Elle_, 18.4.2012 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband