13.4.2012 | 17:53
Vikan endar í Evrópu með verulegu verðfalli á Spáni!
Það er ljóst að fókus evrukrýsunnar er Spánn, land sem þarf um 300ma. markaðsfjármögnun næstu 3 árin, þannig fræðilega getur ESM eða framtiðarbjörgunarsjóður evrusvæðis bjargað Spáni - ef aðildarríki evrusvæðis, standa við að tryggja ESM 500ma. fjármögnun þegar frá fyrsta starfsdegi frá miðju þessu ári.
Um það sníst eiginlega spennan - hvenær neyðist Spánn til að óska eftir neyðarláni, vart spurning lengur um hvort?
Sjá: Spanish Stocks Plunge Again
Markaðir hafa dálítið jójóað í þessari viku, fyrst fremur stórt verðfall sl. þriðjudag - svo smávegis hækkun til baka á miðvikudag - svo aftur smá hækkun sl. fimmtudag, síðan aftur töluvert fall í dag.
Það fall virðist nokkurn veginn færa hlutina aftur til baka cirka á stöðu þriðjudagsins.
Bæði lántökukostnaður Spánar og Ítalíu hækkar, en Spánar töluvert meir og á hápunktinum fór vaxtakrafa fyrir 10. ára bréf í 6% en lækkaði svo:
"After hitting highs of 6pc today, Spanish 10-year borrowing costs have eased (slightly) to 5.942pc at the close."
Áhugavert er að spænska markaðsvísitalan er nú á lægsta punkti, síðan Lehmans bankakrýsan var í gangi.
"Spanish stocks plunged to a three-year low on Friday"..."Spain's benchmark the IBEX 35, tumbled 3.6% to 7250.60, a level not seen since March 2009, after data on ECB borrowings underscored the sector's dependence on central-bank liquidity. The losses brought the week's slide to 5.4%, part of a 15% skid so far this year. Banking shares dropped and bond yields jumped."
Það vekur ugg, að spænskir bankar séu að sækja sér 2-fald meiri neyðarfjármögnun frá Seðlabanka Evrópu í mars, en mánuðinn á undan.
Þetta er hluti af samheningu - versnandi kreppa.
Mynnir auk þess á ástandið á Írlandi - áður en írska stjv. varð að taka bankana yfir.
"The Bank of Spain said the country's banks nearly doubled their borrowing in March from the European Central Bank to 316.3 billion ($416.7 billion) against February, reawakening worries about their difficulties in borrowing through the wholesale market."
""The fear is that Spanish banks are on the verge of insolvency because of their exposure to the domestic real-estate market. If the real-estate market drops another 15%, all Spanish banks except [Banco] Santander will basically be wiped out. So the ECB will have to help these banks recapitalize," said Christian Tegllund Blaabjerg, chief economist at FIH Erhvervsbank."
Stóri óttinn er samanburður milli Spánar og Írlands, sem húsnæðisbólan á Spáni var síst mynni, margir óttast að útkoman verði sama á Spáni, að bankastofnanir reynist holar að innan, og standi frammi fyrir hruni.
Þess vegna óttast menn stöðu spænska ríkisins, þó svo skuldir þess akkúrat í dag per þjóðarframleiðslu séu í reynd minni en franska og þýska ríkisins.
Auk þess bætist við, hve slæmt ástand spænska hagkerfisins er, þegar með 23,6% atvinnuleysi skv. tölum OECD - og statt í vaxandi efnahagssamdrætti.
Ég held að það sé augljóst að óttinn tengdur Spáni muni halda áfram að magnast - - nema auðvitað að Seðlbanki Evrópu fái að halda áfram að prenta evrur, dæla þeim inn í evrópska banka svo þeir geti haldið áfram, að kaupa skuldabréf evrópsku ríkjanna í það óendanlega ef með þarf.
Þannig, er þá í reynd hallinn settur út í verðlag innan evrusvæðis.
Valkosturinn virðist vera verðbólga eða hrun.
Það er vegna þess, að þó svo að fræðilega sé unnt að bjarga Spáni með ESM, þá hangir að því er virðist Ítalía skammt undan, og hún er of stór - klárlega.
Niðurstaða
Ég sé enga leið aðra en að Mario Draghi haldi áfram að prenta evrur, dæla þeim inn í bankana, svo bankarnir geti haldið áfram að falsa virði ríkisbréfa evrópsku ríkjanna, þannig tryggt þeim aðgang að lánsfé á kjörum sem þau ráða við.
Það auðvitað mun smám saman setja kostnaðinn af fjármögnun landanna út í verðlagið - en hinn valkosturinn hrun er ekkert augljóslega betri.
En hruni var forðað nær pottþétt í janúar, með prentunaraðgerð Mario Draghi þ.e. LTRO 1 í desember og LTRO 2 í febrúar, sem tók svo við en nú virðast áhrif þeirrar seinni prentunaraðgerða vera að fjara út.
Það verður þá að framkvæma LTRO 3, 4, 5 o.s.frv. - eins lengi og þarf.
Ef ekki - - ef frekari prentun er hindruð, þá hleðst spennan áfram upp, og aftur stendur evrusvæði frammi fyrir spurningunni, mun allt hrynja á næstu dögum eða á að prenta?
Í desember, blikkaði Seðlabanki Evrópu og prentaði - en sú prentun leysti í reynd engan vanda, og sá vandi sem Evrópa stóð frammi fyrir í desember er sá hinn sami enn, enn jafn óleystur.
Þannig séð er það rétt að prentun er ekki lausn - frekar, gálgafrestur.
En gálgafrestur getur verið betri - ef valkosturinn er sá skortur á getu til ákvarðana, sem Evrópa hefur annars staðið frammi fyrir. En lömun leiðir þá til versnandi ástands, og svo kemur hrunið.
Þá er skárra að prenta.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:29 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 522
- Frá upphafi: 860917
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 469
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á Europaportalen er grein, sem Margereta Strandman Dahlberg skrifaði. Þar segir hún:
De långtidsarbetslösa blir stadigt fler, de tar vilka jobb som helst, till vilken pris som helst...
Nú verður fólk að horfast í augu við staðreyndir EES-ESB-þrælaveldisins.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.4.2012 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning