Aflandskrónur 60% af þjóðarframleiðslu - segir Árni Páll!

Það er mikið áfall ef þ.e. rétt að aflandskrónur séu þetta hátt hlutfall. En þetta er einmitt þ.s. ég óttaðist að myndi gerast, þegar ríkisstjórnin ákvað að herða höftin fyrir mánuði. En það var ljóst að sú leið myndi hækka skaflinn fyrir framan okkur íslendinga. Að auki, var einnig ljóst að sú aðgerð bjargar ekki lífskjörum okkar nema séð í skammtímaskilngi.

--------------------------------------------------

Þetta sagði ég í apríl: Nýleg herðing hafta býr til ný vandamál!

Lög um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum.

"2. gr.: Við 13. gr. j laganna bætist ný málsgrein sem verður 5. mgr. og orðast svo:
Þrátt fyrir 1. mgr. skulu afborganir og verðbætur af höfuðstól skuldabréfa ekki undanþegnar bannákvæði 2. og 3. mgr. 13. gr. c."

Yngvi Arnar Kristinsson útskýrir vandamálið: "Í kjölfar þessara breytinga mun núverandi forði aflandskróna stækka töluvert. Innlendar eignir þrotabúa eða kröfuhafa þeirra hækka skarpt á næstu misserum og gæti fjáhæð þessara "nýju" aflandskróna numið 500-700ma.kr."

"Að mati Yngva eru margar leiðir færar til þess að setja aflandskrónurnar í endurgreiðsluferli, til að mynda með því að gefa út skuldabréf eða halda uppboð á hverju ári. Með slíku ferli þyrfti afnám hafta ekki endilega að taka mjög langan tíma - jafnvel aðeins þrjá mánuði."

Þetta kemur fram í Morgunablaðinu föstudag 23/3 - sjá bls. 18.

Þetta er alveg rétt hjá honum - að með þessari breytingu verði aflétting hafta erfiðari!

  • En vegna þess að nú fá ekki erlendir aðilar sem innlendir aðilar skulda, sjálfkrafa það fé sem þeim er greitt sent út úr landinu - jafnharðan.
  • Þá safnast upp það fé sem þeir eiga inni, héðan í frá í hvert sinn þegar er gjalddagi á þeirri skuld sem þeir eiga.
  • Svo eins og hagfræðingurinn góði segir, stækkar þá stöðugt það magn af peningum sem vilja mun út úr landinu, ef og þegar höft eru losuð.
  • Sem í reynd, stækkar þá sveiflu jafnt og þétt sem mun verða á gengi krónunnar - ef og þegar höftin verða losuð.
  • Mér finnst það vert íhugunar hjá hagfræðingnum sú hugmynd hans, að skuldbreyta þessu - þ.e. búa til skuldabréf. Búa til nýja skuld úr þessu fé. Þannig að  það flæði þá ekki allt í einum hvelli út á sama tíma.
  • Það er auðvitað óindis úrræði - en getur verið skárra en að láta það allt flæða úr í einu.

Það er nánast eins og að ríkisstjórnin vilji gera það að sannleik, þau orð sem hún hefur ítrekað haft uppi, um það að höftin verði aldrei losuð af krónunni.

En þetta gagnast eingöngu í takmarkaðann tíma, því ríkisstjórnin er í reynd ekki að verja lífskjör hér innanlands með þessari aðgerð - nema í mjög skammtíma skilningi.

Því þetta fé þarf að greiða fyrir rest, svo þá er ríkisstjórnin í reynd einungis að létta á málum til skamms tíma, meðan hún býrt til sífellt erfiðari vanda fyrir næstu ríkisstjórn.

En það mun enginn annar taka að sér að greiða þessa peninga fyrir okkur - ekki Seðlabanki Evrópu. Það eru draumórar að ECB muni taka þann kaleik af okkur.

Ekki mun heldur Seðlabanki Kanada gera slíkt fyrir okkur, ef við íhugum upptöku Kanada dollars. En í öllum tilvikum, verður ætlast til þess að skiptigengi krónu verði á raunvirði - sem auðvitað lækkar stöðugt því hærri veggur sem er hlaðinn upp fyrir framan.

  • Ríkisstjórnin er stöðugt að búa til stærri vegg sem þiðir stærra tímabundið lífskjarahrun, þegar loks verður tekið á þessu.
  • Eins og ég sagði, burtséð frá því hvort stendur til að taka upp annan gjaldmiðil eða halda áfram með krónuna - þarf að taka þennan vegg niður.
  • Og enginn annar en við munum borga fyrir þá aðgerð!

--------------------------------------------------

Hvernig getum við losað okkur?

Vitna í Árna Pál, sjá grein: Að brjótast út – afnám gjaldeyrishafta.

"Í haust leið lagði sérfræðingahópur á vegum Viðskiptaráðs fram ýmsa valkosti um afnám hafta. Þar var sett fram sú hugmynd að erlendum eigendum krónueigna yrði boðið að losna út, annaðhvort með því að lána ríkinu fyrir því til 30 ára eða með því að sæta því að einungis væri hægt að leysa fjárhæðir út í smáum skömmtum á löngu tímabili, svo sem 20 árum." - "Grikkir hafa nýlokið samningaviðræðum af áþekkum toga við skuldabréfaeigendur um afslátt á grískum ríkisskuldum, með ágætum árangri. Þótt þar hafi vissulega verið um ríkisskuldir að ræða, en hér sé um fjármögnunarvanda að ræða, er grundvallarviðfangsefnið ekki ósvipað. Hvaða umgjörð væri hægt að skapa í slíkum samningum um greiðslufresti og afslætti, fyrir ólíka hópa aflandskrónueigenda?"

Ég held að samlíkingin við vanda Grikklands sé alveg réttmæt!

  • Þetta sé í reynd fé sem við skuldum eigendum aflandskróna!
  • Því alveg réttmætt að skoða þetta sem skuldavanda.
  • Eins og Arnar Kristinsson hagfræðingur bendir einnig á, þá er ein af hinum mögulegu leiðum, að bjóða aflandskrónu-eigendum langtímaskuldabréf á ríkið.
  • Ríkið á móti skattleggur þjóðina fyrir þeim kostnaði - en sá kostnaður dreifist á langan tíma.
  • Með slíkum samningum að umbreyta þessu fé að verulegu leiti í langtímalán, má vera - ath. ekki unnt að segja það sterkar, má vera - að unnt sé að minnka þá niðursveiflu lífskjara sem annars myndi verða.

Það er ekki víst að ein leið dugi fyrir allar aflandskrónur - en mikilvægt væri að ná inn sem flestum í slíkt samkomulag.

Þeir eigendur sem ekki næst samkomulag við - þeir myndu þá taka þá áhættu sem því fylgir hvað þeir í reynd fá, þegar höftin eru síðan losuð.

En mér sýnist að 60% hlutfall aflandskróna sé of mikið - þannig að það þurfi að búa til einhvers konar skuldasamkomulag, til að lækka hlutfallið.

En þ.s. stendur af, ef tekst að fækka aflandskrónum sem vilja skipta yfir í gjaldeyri þegar í stað með slíkum aðgerðum að verulegu leiti, getur orðið viðráðanleg sveifla þannig að þá sé einfaldlega unnt að sleppa höftunum.

 

Til að bæta trúverðugleika þarf að koma af stað fjárfestingum

Ríkisstjórnin hefur dýpkað vandann verulega í stað þess að grynnka hann.

Og eitt er ljóst, að trúverðugleiki endurgreiðslugetu okkar er stórt atriði í svona samningum.

Og því miður eru ekki margar leiðir færar til að efla þann trúverðugleika.

Megin leiðin hlýtur að vera - að auka okkar framtíðar gjaldeyristekjur.

Því miður er ástandið orðið það svart - að óábyrgt er að fyrirfram hafna álvera uppbyggingu.

Ég veit að náttúrutjón er umtalsvert - alveg sama hvaða virkjunarkosti við veljum.

En, ef risaverkefni kemst af stað - þá risavirkjanir + risaálver.

Þær framkvæmdir eru undirritaðar með skuldbindandi hætti.

Þá um leið batnar okkar samningsaðstaða.

Þetta er því miður orðið enn mikilvægara atriði en áður.

Þ.e. vegna þess einmitt hve alvarlegt ástandið er orðið - að við verðum sennilega að sætta okkur við nokkra fórn á náttúrugæðum landsins, hinn valkosturinn er ástand sem getur reynst vera langvarandi kreppuástand á Íslandi, með áframhaldandi brottflutningi og skertum lífskjörum, sem og skertum framtíðartækifærum næstu kynslóðar íslendinga.

Þetta er einmitt mál sem sníst um framtíðina!

 

Niðurstaða

Það er að koma enn betur á daginn, hversu herfilega slæm ákvörðun það var af hendi ríkisstjórnarinnar, að herða höftin í sl. mánuði. Það blasti við að þetta myndi hækka aflandskrónu vandann verulega. Árni Páll segir þetta færa aflandskrónur úr 30% af þjóðarframleiðslu í 60%. Með öðrum orðum, vandinn 2-faldast. Sem þíðir einnig, að sú gengissveifla sem yrði ef höftin væru losuð hefur verið stækkuð all hressilega.

Þetta er alveg eins og ég sagði fyrir mánuði, einungis redding í miklum skammtímaskilningi.

En fórnarkostnaðurinn liggur í því að gera vandann framundan okkur, sífellt stærri og erfiðari.

Því lífskjarafórnina þegar loks verður tekið á þessu dæmi - sífellt stærri.

Að sjálfsögðu - ef þetta býður fram yfir nk. kosningar, munu núverandi stjórnarfl. fórna höndum og ásaka næstu stj. fl. fyrir þá lífskjara skerðingu sem mun orsakast a.m.k. til skamms tíma, meðan verið er að vinda ofan af þessari sí stækkandi vitleysu.

Ríkisstjórnin er búin að bregðast gersamlega í því að losa um höftin.

Þvert á móti, hækkar hún sífellt girðinguna og stækkar vandann.

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Fróðlegt væri að vita hvar í bókhaldi Seðlabankans þessara aflands-króna er getið. Um síðustu áramót voru seðlar og mynt í umferð um 40 milljarðar króna, samkvæmt Seðlabankanum. Ég held því fram að aflands-krónurnar séu lygaþvæla, því að 40 milljarðarnir eru hæfilegt magn til nota innanlands.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 12.4.2012 kl. 16:00

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Aflandskrónur líklega teljast ekki vera í umferð, þ.s. þær væntanlega eru hangandi inni á reikningum, safna þar vöxtum en þeir vextir hanga einnig væntanlega inni á sömu reikningum, þ.e. það fé fari ekki heldur í umferð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.4.2012 kl. 16:14

3 Smámynd: Samstaða þjóðar

Með öðrum orðum Einar, þá eru þetta líklega kröfur á erlenda banka sem tilgreindar eru í krónum. Þessar kröfur koma þá almenningi á Íslandi ekkert við og ekki einu sinni Seðlabankanum. Leiðin til að losna algerlega við þessar kröfur, þótt þær komi okkur ekkert við, er að taka upp Kanadadal. Útlendingar sem eiga kröfur á aðra útlendinga, geta þá okkar vegna leikið sér með þessa gerfi-krónur.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 12.4.2012 kl. 17:14

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei, þarna er einnig um skuldir innlendra aðila við erlenda, þ.e. einstaklinga sem og fyrirtæki, sem hafa tekjur í krónum og verða fá gjaldeyri í staðinn, en fá slíkann ekki lengur með sjálfvirkum hætti. Þá er það fé í staðinn lagt inn á krónureikninga, og safnar vöxtum.

Síðan er um að ræða, krónur skv. AGS 30% af þjóðarframleiðslu, sem erlendir aðilar áttu á reikningum erlendis. Þær eru eðlilege ekki í umferð hérlendis. En munu koma inn, og þarf að gera ráð fyrir.

Þú kemst ekki hjá því að skifta öllum krónum, þ.e. þessum 30% af þjóðarframleiðslu sem eru fastar erlendis, og þeim sem eru að safnast upp á reikningum hér vegna þess, að aðilar fá ekki gjaldeyri til að standa undir greiðslum af skuldum við erlenda aðila.

Þ.e. þ.s. ég á við, að þetta sé skafl sem íti niður skiftaverði króna - burtséð hvort við miðum við framtíðargengi hennar eða skiptaverð í aðra gjaldmiðla ef við miðum við upptöku annars.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.4.2012 kl. 17:42

5 Smámynd: Samstaða þjóðar

Einar, innlendar kröfur er annar handleggur en kallar samt ekki á að Seðlabankinn sé skyldugur að leysa þær út með gjaldeyri. Ef Seðlabankinn ætlar samt að skipta Krónum í gjaldeyri, þá ákveður hann hvernig það er gert, stærð og tíðni skammta.

 

Ef við tökum upp Kanadadal eða myntráð, hverfur þessi gjaldeyrisþörf ekki. Hins vegar koma slík skipti myntráðinu ekkert við, heldur verða hugsanlega áfram höfuðverkur Seðlabankans. Það gjaldmiðilssvæði sem mynráðið skapar er laust við hugsanlegan vanda Seðlabankans. Þetta er einnig augljóst ef Kanadadalurinn hefur verið tekinn í fóstur. Fyrirkomulag myntráðs losar hagkerfi Íslands við gjaldeyrishöftin.

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 12.4.2012 kl. 18:25

6 Smámynd: Samstaða þjóðar

Það getur verið að einhver telji að Seðlabanknn hafi skyldur við innlenda aðila sem eiga Krónur og eigi að útvega þeim gjaldeyri, en þessir aðilir verða fyrst að sanna að þeir eigi þessar Krónur og ekki óinnleyst skuldabréf. Ekkert er auðveldara en að skiptast á skuldabréfum.

 

Ekkert bendir til annars en útistandandi Krónur Seðlabankans séu 40 milljarðar og að þær séu allar innanlands. Seðlabankinn þarf örugglega ekki að standa skil á meiri gjaldeyri en sem því nemur.

 

Eignir einhverra aðila í erlendum bönkum eru ekki hluti af Íslendsku hagkerfi, þótt bókaðar séu í Krónum. Ef erlendur banki skuldar viðskiptavini milljón í krónum og ætlar að greiða út í krónum, verður hann að kaupa þá fjármuni. Viðskiptavinurinn fær þá milljón krónur í hendurnar og getur lent í vanda við að selja þær. Því er miklu líklegra að bankinn greiði skuldina í erlendum gjaldeyri og láti viðskipavininn um að kaupa krónur ef hann vill. Þessi viðskipti skapa engin vandamál fyrir Seðlabankann.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 12.4.2012 kl. 19:22

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég stórlega efa að við getum með þeim hætti látið aðila sem eiga krónur - eiga sig, eins og þú telur mögulegt.

En þeir hljóta að eiga lögmæta kröfu á að þeirra krónum sé skipt - þ.s. krónurnar eru eftir allt saman gefnar út af Seðlabankanum, bankar starfandi hér hafa einnig rétt til að veita krónu lán, í reynd búa til nýjar krónur.

Þetta séu lögvarðar kröfur, nema að um falsaða peninga sé að ræða eða peninga sem með einhverjum hætti, aðili hefur komist yfir með ólögmætum hætti.

Þannig að við verðum að gera ráð fyrir öllum skaflinum, þ.e. 30% af þjóðarframleiðslu erlendum aflandskrónum + því öðru sem ríkisstjórnin í hreinni heimsku, er nú við að bæta.

Enginn erlendur Seðlabanki muni samþykkja annað, en að fullu sé gerð grein fyrir öllum krónum sem með lögmætum hætti voru út gefnar.

Þannig, að virði króna sé því lægra - hvort sem litið sé til virðis þeirra ef höft eru afnumin innan krónukerfis, eða litið til skipavirðis krónu ef krónu væri hent á öskuhauga.

Að taka upp myntráð, myndi krefjast þess að við tækjum í skuld allar lögmætt útgefnar krónur, áður en við myndum geta farið í það að auki að skuldsetja okkur til að kaupa gjaldmiðil í ofanálag til að skipta út krónum í umferð.

Það gæti endað í erfiðri skuldastöðu.

Þ.s. ég legg til er að skaflinn sé unninn niður fyrst - hluti má gera að skuld, og síðan má sleppa höftum. Kostur við að gera það með krónuna enn uppi, er gjaldeyrissparnaður sem af hlíst, að þegar aðilar vilja allir í einu skipta því sem eftir er, þá lækkar hún hratt og það sparar gjaldeyri.

Það þarf þá að frysta lánskjaravísitöluna á meðan - sem lækkar eðlilega í virði allar peningalegar eignir hérlendis. En þær eru sennilega of miklar að umfangi hvort sem er, og betra að létta á hagkerfinu með því að minnka nokkuð umfang þeirra að raunvirði.

Þegar þessu er lokið, má framkvæma gjaldmiðilsskipti - ef þ.e. ákveðið að fara þá leið. Best að gera það er krónan er komin á rétt markaðsvirði. Enda myndi enginn hvort sem er, selja okkur gjaldeyri nema gegn réttu virði.

Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.4.2012 kl. 23:43

8 Smámynd: Samstaða þjóðar

Hvað varðar peningaútgáfu, er munur á myntráði og seðalbanka sá að myntráðið á alltaf 100% varasjóð í stoðmynt til að leysa út sinn gjaldmiðil, en ekkert er gefið upp varðandi seðlabanka. Þetta kemur vel fram í því að seðlabankinn hefur torgreint vald, sem merkir að hann hefur ekki aðrar skyldur en honum hentar.

 

Seðlabankinn hefur því vald til að láta krónueigendur eiga sig, ef á þarf að halda, bæði varandi innlausnir krónueigna og það skiptigengi sem boðið er uppá. Núverandi ástand er gott dæmi um þetta, gjaldeyrishöft og fallandi gengi.

 

Hins vegar hefur Myntráð ekki svona heimild, enda peningastefna þess nefnd reglu-bundin peningastefna. Þess vegna nýtur myntráð ótakmarkaðs trausts en engin treystir seðlabönkum.

 

Sú hugmynd er því röng, að einhverjir eigi lögmætar kröfur á að krónueign þeirra verði skipt. Það er einnig rangt að bankar geti búið til peninga, með útlánum. Útlán banka eru takmörkuð við eignir þeirra og innlán. Krafan um lágmarks eiginfjárhlutfall sér til þess. Handhafar gjaldmiðils útgefnum af seðlabanka eiga engar lögvarðar kröfur á hendur útgefandanum.

 

Ef menn halda fram að einhverjar krónu-hengjur séu yfirvofandi, verða þeir að útskýra hvar þær eru og hvers eðlis. Hugmyndin um aflandskrónur er greinilega röng, hins vegar eru til staðar krónueigendur innan hagkerfisins sem vilja gjarnan gjaldeyri. Seðlabankinn verður að hafa vit á að taka ekki við ástarbréfum sem eru verðlausir pappírar. Það eina sem Seðlabankinn á að taka við sem greiðslu fyrir gjaldeyri eru þær krónur sem hann gaf sjálfur út. Þessi upphæð er 40 milljónir króna.

 

Við upptöku Ríkisdals undir stjórn myntráðs er gengið sett nokkru lægra en eðlilegt jafnvægisgengi, miðað við jafnvægi í viðskiptum landsins við útlönd. Haft er borð fyrir báru, en ef gengið er sett of lágt leiðir það til tímabundinnar verðbólgu. Besti tíminn til að taka upp Kanadadal er núna strax. Myntráðið fylgir síðan í kjölfarið á einu ári.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 13.4.2012 kl. 12:09

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

En Seðlabankinn getur sannarlega hundsað aflandskrónur eins og ástandið er, sem neyðaraðgerð þá hugsuð sem tímabundin neyðaraðgerð, sem til stendur að vinda ofan af. Þær krónur verði ekki hundaðar fyrir rest.

Ég sé ekki að mögulegt sé að skipta ekki aflandskrónum, ef gjaldmiðillinn er afnuminn. Þá þarftu að skipta öllum krónum í heimshagkerfinu, hvar sem þær er að finna innan þess.

Varðandi myntráð, þá er þetta vandamál hvernig er unnt að komast frá A til B, en þ.e. ekki unnt að afnema höftin nema að taka tillit til aflandskróna, og svo upptaka myntráðs er töluvert kostnaðarsöm aðgerð þ.s. þú þarft auk þessa að kaupa nægann gjaldeyri svo það kerfi virki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.4.2012 kl. 14:51

10 Smámynd: Samstaða þjóðar

Einar, ég hef mínar tölur frá Seðlabankanum og hann segir að 40 milljarðar sé útistandandi af Krónum. Þetta er hámark þess sem þarf að skipta, hvort sem Krónurnar eru innanlands eða utan.

 

Eins og ég hef útskýrt þá liggur ekki fyrir að svonefndar aflands-krónur séu raunverulegir peningar. Þetta virðast vera skuldabréf sem viðskiptavinir banka eiga og útgefendur eru erlendir bankar. Ef bankarnir vilja greiða í Íslendskum Krónum og viðskiptavinirnir taka við þeim, þá er Seðlabankinn líklega tilbúinn að selja Krónur.

 

Ef einhverjir liggja erlendis með Krónur, sem útgefnar eru af Seðlabankanum, þá eru þær hluti af 40 milljörðunum. Ef þetta eru skuldir Íslendskra fyrirtækja, verða þau að leysa sinn skuldavanda og greiða í umsömdum gjaldmiðli. Ef Seðlabankinn hefur ekki gjaldeyri eða vill ekki láta fyrirtækin hafa hann, þá verður að leysa málið öðru vísi. Ekkert hefur þetta samt með upptöku Kanadadals eða stofnun myntráðs að gera.

 

Það er rétt að myntráð þarf að hafa stoðmynt í varasjóði, sem nemur 110% af útgefnum gjaldmiðli. Þessi sjóður verður til við að Seðlabankinn eða aðrir kaupa Ríkisdali af myntráðinu, sem nemur 100% af sjóðnum. Ríkissjóður leggur fram 10%, þannig að 110% náist. Ríkissjóður fær síðan rekstrarhagnað myntráðsins, sem umfram er 110%. Þetta er einfalt, fljótlegt og ekki mjög kostnaðarsamt. Stærsti hluti varasjóðsins er settur í vinnu með kaupum á Kanadískum ríkisskuldabréfum.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 13.4.2012 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband