10.4.2012 | 13:40
Hin blá fátæka N-Kórea ætlar að skjóta á loft gervihnetti!
Þetta er magnað sjónarspil hafandi í huga hve bláfátækt þetta land er, en ekki er nema rúmlega áratugur síðan um milljón manns þar í landi er talin hafa soltið í hel.
Og þetta geimskot ógnar samkomulagi - sem felur í sér milljóna tonna af korni í matargjöfum.
Frétt: North Korea prepares for rocket launch
Sjá: North Korea rocket launch in pictures
Mynd af eldflauginni á skotpallinum!
Mynd tekin inni í stjórnstöð skotpalls að líkindum!
Eldflaugin virkar ekkert ógnarstór!
Þetta getur verið samt 3-þrepa flaug. Eins og sést er neðsti hlutinn áberandi feitastur. Það er líklega fyrsta þrepið. Svo mjókkar hún verulega, þar tekur líklega annað þrepið við.
Síðan má vera að efst tróni á toppnum lítið þriðja þrep sem hafi þann tilgang að koma hverju því sem efsti hlutinn inniheldur út fyrir gufuhvolfið.
Spurning hvort krafturinn er nægur fyrir raunverulegan sporbaug - eða hvort um er að ræða stuttan parabólískann baug sem hentar í reynd fyrir hugsanlega sprengju.
Spurningin er hvort þetta er tilraun með langdrægt flugskeiti eða ekki.
En munur á flugskeyti og eldflaug til geimskota er sára litill - megin spurningin um það hvort hún getur komið hlut sem er nægilega stór til að vera nothæfur sem gerfihnöttur á stöðugann sporbaug.
En flaugum sem ætlað er að varpa í reynd sprengjum, þurfa ekki að hafa alveg nægann kraft til að geta komið hlut á sporbraut sem er stöðugur - það nægir að brautin hafi næga orku til að endast t.d. hálfa leið umhverfis hnöttinn, þá telst dæmið vera "ICBM" eða "Inter Continental Ballistic Missile."
En einnig getur verið að orkan sé ekki alveg það mikil, og flaugin geti ekki skotið hlut lengra en t.d. kvart baug eða þaðan af minna. Þá væri þetta "IRBM" eða "Intermediate Range Ballistic Missile."
---------------------
Svo virðist sem að N-Kórea sé að undirbúa nýja kjarnorkutilraun þ.e. tilraunasprengingu.
Spurning í samhengi við eldflaugartilraunina hvort verið sé að prófa nýja hönnun af hugsanlegum kjarnaodd, þ.e. sprengja sem hefur verið hönnuð með það í huga að geta ferðast á toppi flaugar og inn í gufuhvolfið á ný, án þess að brenna upp.
Þá þarf hann að vera hannaður eins og lítið geimhylki, með hitahlífum.
Hvað N-Kóreumönnum gengur til, er ekki gott að segja. En nýlega var undirritað samkomulag við Bandaríkin, sem nú líklega fellur um sjálft sig, sem innibar m.a. milljónir tonna í formi gjafakorns til að draga úr vannæringu almennings.
Einn möguleikinn er að hinn nýji leiðtogi N-Kóreu, einfaldlega hafi ekki fulla stjórn á hernum, og hann fari sínu fram með þetta skot og kjarnorkutilraun.
Eitt er fullvíst að hagsmunir almennings eru mjög neðarlega á forgangslistanum.
Niðurstaða
En ef þetta er nýr kjarnaoddur sem stendur til að sprengja í tilraunasprengingunni sem einnig stendur til. Og ef flaugin er hönnuð til að bera hann. Og ef þriðja þrep flaugarinnar virkar sem skildi. En í síðustu tveim tilraunaskotum brást víst þriðja þrepið. Þá verður N-Kórea komin með raunverulega getu til að senda kjarnorkusprengur langar leiðir út fyrir landamærin.
Það getur verið hugsað sem fæling gagnvart hugsanlegum árásarríkjum.
En ef svo er, þá hefur það líklega einnig þau áhrif, að S-Kórea og Japan, munu auka við sínar varnir. Getur eflt það víbúnaðarkapphlaup sem komið er af stað í Asíu.
En á sl. ári kvá víst það hafa gerst, að þær upphæðir sem varið er til víbúnaðarmála í Asíu, fór fram úr sambærilegum kostnaði í Evrópu. Það hefur ekki gerst fyrr.
En sjálfsagt er það framtíðin að Asía verði fremri á því sviði.
---------------------------
Vandi Evrópu er sá að lífskjör þar eru á hærri staðli en í reynd Evrópa hefur efni á.
Þetta var kannski ekki alltaf þannig.
En skuldavanda tel ég vera vegna þess, að þegar Evrópa og Bandar. fóru að gefa eftir fyrir alvöru í samkeppni við Asíu á 10. áratugnum - þá var farin sú leið að falsa lífskjör með skuldasöfnun.
Grikkland og Ísland eru einungis meir áberandi dæmi, um sjúkdóm sem geisar víðsvegar um hinn vestræna heim.
Einn hagfræðingur hvetur til allsherjar skulda-afskrifta heiminn vítt. Falleg hugmynd.
En ég tel verðbólgu einu leiðina - að eyða umframfjármagninu með þeim hætti, að auki leiðrétta lifskjör niður í ástand sem er sjálfbært, miðað við þær núverandi bjargir sem vesturlönd ráða yfir.
Mig grunar að Evrusvæðis sé mjög sennilega á þeirri verðbólguleið.
Bandaríkin og Bretlandv neyðast sennilega til að fara hana einnig.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.4.2012 kl. 11:40 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning