Einn maður í krossferð við það að fjölga mannkyni

Sá þessa litlu frétt á Pressunni, og ákvað að Googgla hana, og viti menn á netinu er fjöldi frétta um málið, sjá frétt Pressunnar:

Feðraði líklega um 600 börn á starfsævi sinni - Málið komst upp fyrir tilviljun

Sjá: British scientist 'fathered 600 children' by donating sperm at his own fertility clinic 

 
 
 
Eins og sjá má, eru mennirnir 3 sem fóru að rannsaka málið, og komust að því að Bertold Wiesner væri líffræðilegur faðir þeirra - töluvert líkir honum!

Family ties: Barry Stevens with a photograph of his father Bertold Wiesner

Spurning hvernig Wiesner og konan hans leiddust út í þessa vitleysu - einn möguleiki að þeim hafi gengið ílla, að útvega sér sæðisgjafa sem uppfylltu þau skilyrði sem þau settu upp.

Hinn möguleikinn að karlinn hafi einfaldlega ákveðið að tryggja útbreiðslu gena sinna!

Wiesner's son David Gollancz

Mér finnst þetta hreint magnað mál ef lausleg áætlun kumpánanna um hugsanlegan fjölda barna líffræðilegs föðurs þeirra er einhvers staðar nærri lagi.

Þá er þetta víst heimsmet - í fjölda feðraðra barna eftir sama föður.

En þetta er í reynd sama tækni og notuð er við sæðingar nautgripa - ekkert tæknilega útilokað við það að sami einstaklingurinn geti verið líffræðilegur faðir þúsunda.

Setur þó spurningamerki við slíkar einkastofnanir sem ástunda sæðingar - þ.s. nöfn sæðisgjafa eru ekki gefin upp, og ekki er almennt séð unnt að komast að því nema í gegnum einhverja einskæra heppni, hver líffræðilegur faðir er.

En það fylgir málinu að ef gögnum er haldið leyndum, þá er engin leið að vita hvort að auglýsingar um svokallaða gæðastandarda sem eiga að vera viðhafðir - eru í raun og veru nærri sannleikanum.

 

Niðurstaða

Það má vera að Bertold Wiesner eigi heimsmetið í fjölda feðraðra barna, eftir sjálfann sig. Má velta því fyrir sér hvort þau tvö hafi vísvitandi verið að dreifa genum karlsins um víðann völl.

En sannarlega má það segja að hann hafi tryggt dreifingu þeirra. Þannig sigrað í baráttu náttúrunnar um hámörkun dreifingar eigin gena.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sæll, frændi. Áttu möguleika á að hafa samband við mig vegna verks, sem ég er að vinna og er mjög á áhugasviði þínu varðandi heimsstyrjöldina síðari? Vildi gjarnan senda þér eitt eintak af því.

Ómar Ragnarsson, 9.4.2012 kl. 22:04

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það væri frábært, ákvað að nota nokkra sumrafrýdaga sem ég á eftir áður en næsta tímabil hefst, svo þetta er róleg vika.

Er einarbb@gmail.com

Ef þú ert enn með sama gemsanúmerið, þá get ég slegið á þráðinn - annars sendur mér mail.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.4.2012 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband