8.4.2012 | 14:35
Gallar við íbúalýðræði - hvernig má vinna á þeim?
Ég tek eftir því að á Eyjunni er reglulega flaggað dæmum frá Bandaríkjunum til að sanna galla íbúalýðræðis, sjá: Los Angeles stefnir í gjaldþrot ef íbúar samþykkja ekki skattahækkanir.
Nokkrum sinnum hefur einnig verið komið með dæmi frá Kaliforníu.
Deilan snýst um það hvort réttmætt sé að heimila íbúum að hafna skattheimtu.
Talið líklegt af ímsum að íbúar taki óskynsama ákvörðun - að hafna skatti án þess að gera ráð fyrir þeim tekjum sem þarf til að reka þau þjónustusvið við íbúa sem íbúar gjarnan krefjast einnig að séu rekin 100%.
Spurning hvernig má ef til vill komast framhjá þessum vanda!
Veita fullnægjandi upplýsingar!
Ef við gerum ekki ráð fyrir því að "fólk sé fífl" - heldur því að óskynsöm ákvröðun sé frekar vegna rangrar framsetningar eða rangrar upplýsingagjafar.
Þá verður þetta frekar spurning um að setja málið fram með "réttum" hætti.
Að veita fullnægjandi upplýsingar.
Ég miða þá við þá kenningu að fólk sé almennt séð skynsamt, en að það þurfi að fá allar upplýsingar sem máli skipta, svo það sé fært um að taka skynsama ákvörðun.
Það má hugsa sér að sett sé upp óháð stofnun til að meta hugmyndir sem fram koma!
- Þegar tillögur koma fram þ.s. lagt er til að íbúar samþykki að gjöld, útsvar eða skattar verði lækkaðir; þá þurfi þeir sem leggi fram slíkar tillögur, að koma fram með mótaðar tillögur um það - hvar skal skorið niður, um hvaða upphæðir og hvernig, hvaða þjónustu á að leggja niður, o.s.frv. Með öðrum orðum, sýna fram á hvernig skal skorið niður til að mæta tekjulækkun.
- Þegar tillögur koma fram þ.s. lagt er til að íbúar samþykki að útgjöld séu aukin til einhvers tiltekins málaflokks, eða að hafnar séu kostnaðarsamar framkvæmdir af einhverju tagi. Þá þurfi þeir sem leggja fram slíkar tillögur, einnig að koma fram með tillögur sem hluti af útgjaldaukningar tillögunni, um það hvernig hin auknu útgjöld skulu fjármögnuð, þ.e. hvaða gjöld skal hækka, eða útsvar eða skatta - eða hvað annað skal skera niður á móti.
- Kenningin er sem sagt sú - að íbúar séu líklegri að taka skynsama ákvörðun þegar allar upplýsingar liggja fyrir, svo þeir geti fellt mat á heildaráhrif þeirra tillaga sem þeir standa frammi fyrir.
Þetta er örlítið flóknara þegar til staðar er fjárlagavandi og valkostir eru allir slæmir, þá má vera að það þurfi að hugsa þetta - öðruvísi:
- Einn möguleiki er að íbúar fái valkosti - þ.e. niðurskurð vs. hækkun útgjalda, hækkun útsvars eða hækkun skatta.
- Það verði búið að áætla og fara yfir þær áætlanir af óháðri stofnun, hve mikið þarf að skera niður - ef vandann skal leysa með niðurskurði eingöngu.
- Að sama skapi, verði búið að áætla hve miklar hækkanir gjalda, útsvars eða skatta, þurfi til - ef vandann á að leysa með þeim hætti eingöngu.
- Það mætti hugsa sér að einnig væri boðið upp á þriðja valkostinn - blandaða leið.
- Til þess að þetta gangi upp sem skildi - þarf trúverðugan matsaðila - spurning hvort Ríkisendurskoðun getur haft það hlutverk.
Niðurstaða
Sumir hafa tilhneigingu til að vera dómharðir gagnvart hugmyndum um íbúalýðræði. Kastað er upp dæmum frá Bandar. þ.s. íbúalýðræði er víða hvar ástundað í miklu mun meira mæli en hér á landi.
Ég held að rétt sé að læra af Bandaríkjunum í þessu tilliti, þá á ég við með þeim hætti, að dreginn sé lærdómur um það - hvernig gallar slíks fyrirkomulags verði lágmarkaðir.
Ég held það sé vel mögulegt að lágmarka þá galla - að hámarka líkur á því að íbúar taki skynsamar ákvarðanir.
En ég er ekki þeirrar skoðunar að "meðalmaðurinn sé fífl."
Því miður virðist það svo að nokkur hópur sé einmitt á þeirri skoðun.
Vandinn snúist um rétta framsetningu og veitingu fullnægjandi upplýsinga.
Aukið íbúalýðræði hvort sem er í borgum og bægjum, eða Íslandi sem heild.
Sé mjög íhugunarverður valkostur.
En þá sé rétt að taka mið af reynslu t.d. Bandaríkjanna, sem hafa ástundað íbúalýðræði í yfir 100 ár. En þar má sjá mjög mörg dæmi um bæði kosti og ókosti þess. Þessa reynslu þarf að meta og draga lærdóm af, svo ókostirnir verði lágmarkaðir en kostirnir að sama skapi hámarkaðir.
Ég segi - vel skoðunar vert!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Margir hafa séð Sviss í rósrauðum ljóma í þessu efni. Þá hafa menn ekki áttað sig á því að þar í landi eru þjóðaratkvæðagreiðslum settar svo nákvæmar og strangar skorður, að að meðaltali líða 2-4 ár frá því að hugmyndin um kosninguna er sett fram og þangað til hún verður að veruleika.
Ómar Ragnarsson, 8.4.2012 kl. 20:03
Ég held að hluti af því séu áhrif á stjórnmál sem fylgja tilvist slíks fyrirkomulags, þ.e. menn leitist við að ná víðtækri sátt um mál - sem þá minnkar líkur á því að óánægja brjótist fram með slíkum hætti.
Að auki skilst mér að það sé til staðar miðlunarregla, þ.e. að aðilar fái tiltekinn tíma til að funda sín á milli, til að sætta sjónarmið.
Slíkt væri íhugunarvert hér - t.d. að embætti forsta myndi taka að sér slíkt miðlunarhlutverk.
Þá væri hugsanlegt að forseti beitti 25. gr. stjórnarskrár, til að flytja slíka miðlun sem þingmál.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.4.2012 kl. 21:33
Núverandi fyrirkomulag að stjórnmálamenn geti endalaust sent skattgreiðendum reikninginn fyrir stjórnlausri útþennslu ríkis og sveitarfélaga ætti að vera löngu liðinn. Reynsla af beinu íbúalýðræði sínir að fólk verður meðvitaðra um að peningar ríkis og sveitarfélaga kemur úr þeirra vasa en ekki einhverjum hulduvösum. Stjórnmálamenn eru á eyðslufylleríi, eins og sást t.d í OR, vitandi það að reikningurinn verður sendur sjálfkrafa til skattgreiðenda.
Ef skattgreiðendur neita að auka skatta þá verður bara einfaldlega að draga saman í rekstri, öðruvísi verður ekki komið á aðhaldi.
Eggert Sigurbergsson, 9.4.2012 kl. 05:27
Það þarf ekki dæmi frá Ameríku til að benda á hve vafasamt er að fara með flólin mál í íbúakosningu. Kosningin um deiliskipulag Hafnarfjarðar 2007 þar sem kosið var um stækkun álversins í Straumsvík er gott dæmi.
Þeir sem höfðu mestu fordómana gagnvart stækkuninni tókst vel upp við að snúa útúr og koma í veg fyrir að upplýsingar og staðreyndir málsins kæmust óbrenglaðar til kjósenda.
Og höfðu sigur.
Tryggvi L. Skjaldarson, 9.4.2012 kl. 08:41
Tryggvi - Slík kosning getur auðvitað litast af því, ef viðkomandi málefni er umdeilt innan alls þjóðfélagsins, eins og álver hafa verið síðan Reyðarál var reyst. Þá fara hópar utan þess samfélags að skipta sér af málinu, eins og sennilega átti sér stað í þessu tilviki.
Að þetta mál varð að bitbeini milli andstæðinga stóryðju sem vilja hana ekki á nokkru formi á Íslandi, og áhugamanna á Íslandi um stóryðju.
Spurning þó í þessu tilviki hvort þeir sem stóðu fyrir kosningunni, voru andvaralausir fyrir því hve víðtæka skýrskotun málið hafði, og voru því ekki nægilega viðbúnir þeirri hörðu baráttu um málið sem átti sér stað.
Stundum þarf að berjast fyrir sjónarmiðum af hörku, vera viðbúnir að mætast stál í stál.
Þarf að gjalda varhug við því að taka þá afstöðu að kjósendur séu of vitlausir - þetta er nefnilega gamalt sjónarmið, var notað á 19. öld t.d. til að réttlæta að á þeirri tíð, var kosningaréttur takmarkaður við þá sem áttu eignir sem sagt elítuna.
Menn þurfa einfaldlega að mæta í kosninguna, að fullu tilbúnir undir slaginn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.4.2012 kl. 12:42
Sæll Einar Björn.
Ég er alls ekki að halda því fram að kjósendur séu vitlausir . Fólk er bara ekki að setja sig inn í hvert mál sem kemur uppá.
70 prósent Hafnfirðinga vildu á sínum tíma fá meiri upplýsingar um stækkunarverkefnið eins og það átti að vera.
Ég starfa í Straumsvík og var einn af þeim sem beittu sér við að koma upplýsingum um starfsemina til almennings í Hafnarfirði.
Andstæðingar stækkunar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til snúa útúr einföldum staðreyndum og tókst að rugla fólk í ríminu.
Minn lærdómur af þessari reynslu er að við eigum að fara sparlega með íbúakosningar um einstaka mál,til að losna við svona vitleysu eins og átti sér stað í Hafnarfirði.
Kveðja Tryggvi
Tryggvi L. Skjaldarson, 9.4.2012 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning