Aðildarsinnaðir flokkar hrynja í fylgi!

Þetta virðist mér skýna í gegn í könnun Gallup sem kynnt var í fréttum á þriðjudag, en skv. frétt RÚV og skv. frétt MBL, þá er niðurstaðan eftirfarandi:

  1. Sjálfstæðisflokkur.....38%......28 þingmenn, bætir v. sig 12 þingmönnum.
  2. Framsóknarflokkur....13%.......9 þingmenn.
  3. Samfylking...............17%.....12 þingmenn, tapar 8 þingmönnum.
  4. Vinstri Græn.............11%......8 þingmenn,
  5. Samstaða...................9%......5 þingmenn.
  6. Björt Framtíð............<5%......kemst ekki á þing, fylgi rétt tæp 5%.
  7. Dögun......................<5%......kemst ekki á þing, fylgi rétt tæp 5%.

"Rétt er að nefna að skipting þingmanna samkvæmt þessum útreikningum tekur aðeins til kjördæmakjörinna manna þar sem tölurnar voru ekki nógu nákvæmar til að reikna hvernig jöfnunarmönnum hefði verið úthlutað."

Þetta er ábending frá Gallup, að uppbótarþingsæti vanti.

  1. Aðildarsinnaðir flokkar: 27% (ef Dögun telst aðildarsinnuð)
  2. Sjálfstæðissinnaðir flokkar:  73%.
  • Athygli vekur að Samfylking fékk 29,8% atkvæða í kosningunum vorið 2009.
  1. Aðildarsinnar hafa því ekki bætt við sig fylgi - með því að fjölga aðildarsinnuðum flokkum.
  2. Að auki, njóta ríkisstjórnarflokkarnir samanlagt einungis 28% fylgi.
  • Sjálfstæðisflokkur virðist með pálmann í höndunum, getur myndað 4 mismunandi meirihluta.
  • Framsóknarflokkurinn heldur sínu nokkurn veginn, fékk 14,8% í kosningunum 2009, má reikna með því að mismuninum verði náð og sennilega betur, í kosningabaráttu.

Virðist ljóst að hinir nýju flokkar eru ekki að taka fylgi frá Sjálfstæðisflokki né Framsóknarflokki.

Þetta er alveg í samræmi við þ.s. ég hef lengi talið fullvíst!

Hinn nýji flokkur Lilju, Samstaða er klárt með öruggt þingfylgi, og er líklega að taka það megni til af Vinstri Grænum. En fylgi VG minnkar miðað við kosningafylgi um 10,7%.

Samfylking tapar 12,8% ef þetta væru kosninganiðurstöður, en lagt saman nálgast fylgi Bjartrar Framtíðar og Dögunar 10% þ.e. sennilega um 9% ef báðir mælast rétt innan við 5%. Þetta getur verið sterk vísbending um fylgissveiflu frá Samfylkingu yfir til þessara tilteknu flokka.

Samfylking hlýtur að fara að bregðast við þessari nýju ógn frá þessum tveim nýstofnuðu flokkum, þ.e. að í stað þess að aðildarsinnar séu að stækka fylgisgrunn við aðild - eins og hugmyndin var að yrði raunin - virðast þeir þvert á móti míga í skóinn hjá hverjum öðrum.

Ég reikna með því, að Samfylking hljóti með tíð og tíma, að setja áróðursmaskínu sína í gang, til að verjast þessari ásókn í hennar fylgi.

Fari að hvetja aðildarsinna til að kjósa Samfylkingu, þannig að samkeppni aðildarsinna um hið augljósa takmarkaða fylgi við aðild, verði enn hlægilega skýrari :)

 

Niðurstaða

Þetta er allt að ganga eftir eins og ég spáði, þ.e. að þess í stað að fjölgun aðildarsinnaðra flokka, myndi kalla fram fjölda aðildarsinnaðra atkvæða sem væri til staðar í öðrum flokkum, þá séu aðildarsinnar einfaldlega að togast á um sömu atkvæðin. Svo að fjölgun aðildarsinnaðra flokka, þíði ekkert annað en það að búa til kraðak smárra aðildarsinnaðra flokka sem níða skóinn hver af öðrum. Klofning aðildarsinna þannig eins og var áður um klofning vinstrimanna, veiki aðildarsinna í reynd því atkvæðin nýtist síður.

Sérstaklega verður það gaman, að ef flokkur Guðmundar Steingrímss. myndi ekki ná 5% markinu, væri rétt undir. Þá falla þau atkvæði dauð. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar, er það ekki nokkuð ljóst að átakalínurnar verða um ESB í næstu kosningum, það eru 2 flokkar sem eru á móti aðlild Framsókn og Sjálfstæðisflokkur þeir þurfa að skerpa á þessu og gera sig trúverðuga þá mala þeir næstu kosningar, VG verður að finna sér aðra söluvöru en ESB anstöðuna því svikin vara verður ekki seld oftar en einu sinni sama aðlila. restin hefur engan trúverðugleika til eins eða neins Gumsið er bara til að skapa Guðmundi Steingrímssyni vinnu, Hreyfingin er búin að drulla upp á bak við að halda lífinu í þessari óvinsælustu ríkisstjórn allra tíma.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 07:35

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vek athygli á því að Dögun er nýlega komin fram og hefur ekki kynnt áherslur sínar.  Sá flokkur er ólíkur Samfylkingunni að því leyti að þó inni sé haldið opnu viðræðum við ESB, þá eru þarna margir sem eru harðir andstæðingar ESB, bendi til dæmis á Gumund Ásgeirsson og allur Frjálslyndi flokkurinn er á móti ESB.

En ég hugsa að þegar málefnin koma fram muni fylgið aukast.  Einnig tel ég bestu lausnina að Samstaða og Dögun bjóði sig fram í kosningabandalagi.  Þá ættu þessi nýju framboð að verða trúverðugur kostur fyrir fólk sem vill breytingar og fjórflokkinn burt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2012 kl. 12:07

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Er búið að taka frá eitt sæti? Fyrir hvern, Jóhönnu?

Ef þetta er skiptingin og flokkar sem ná mönnum inn fái 28, 9, 12, 8 og 5 menn kjörna gerir það 62 þingsæti.

Miðað við að 88% atkvæða nýtist til þingsæta (þar sem tvö framboð ná ekki manni) ætti Samstaða að ná inn sjötta manninum, sem þá fyllir töluna.

Annars jákvætt að fylgið fjari undan esb-framboðunum.

Haraldur Hansson, 4.4.2012 kl. 12:25

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það getur reynst þrautin þyngri að samræma sjónarmið milli Hreyfingarinnar - sem mér sýnist sé töluvert nær sjónarmiðum Samfylkingar, og harðra sjálfstæðissinna í Frjálslynda flokknum.

Ef það verður löng töf eftir því að stefnan komi fram, þá fer fylgið vart í aukningu.

En þá fer fólk að gruna ósamkomulag. En ekki má gleyma því hvað kom fyrir Borgarahreyfinguna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.4.2012 kl. 12:27

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Haraldur - mér skilst það sé jöfnunarsæti sem þeir treystu sér ekki að áætla hvar myndi koma niður.

Það má vera að Samstaða taki það sæti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.4.2012 kl. 12:31

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér með það Einar, það þarf að fara að kynna stefnumálin hjá Dögun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2012 kl. 12:46

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

"DÖGUN" er kannski alveg að daga uppi !

:ví miður ESB smjaðrið kom uppi um þá !

Þvoi þeir ekki þann forna fjandans aumingjaskap af sér er úti um þetta framboð.

Samt annars margs ágætlega meinandi fólks, sérstaklega úr hinum gamla og góða Frjálslynda flokki, sem hingað til hafa verið harðir gegn ESB helsinu !

Gunnlaugur I., 4.4.2012 kl. 17:10

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

og eru ennþá get ég sagt þér.  Þetta framboð mun ekki stefna að ESB aðild, því það er minnihluti fyrir slíku.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2012 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 859315

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband