2.4.2012 | 23:59
Vísbendingar um dýpkandi kreppu í Evrópu!
Þetta á reyndar - nánar tiltekið - einkum við Evrusvæði. En á mánudag gaf fyrirtækið MARKIT út nýjar tölur, en það fyrirtæki sérhæfir sig í því að gefa út margvíslega tölfræði sem mjög víða er fylgst með.
- Það sem ég fylgist nú reglulega með, er svokallaður PMI stuðull þ.e. "Purchasing Managers Index."
- En MARKIT reglulega gerir kannanir meðal pöntunarstjórar helstu fyrirtækja í einstökum Evrópuríkjum, og mælir "PMI" stuðullinn aukningu eða minnkun pantana.
- Og aukning eða minnkun gefur sterka vísbendingu um þóun efnahagslífs næstu vikurnar á eftir.
Tölur yfir 50 er aukning - undir 50 er minnkun - en jafnt og 50 er stöðnun.
Countries ranked by Manufacturing PMI® (Mar.) - Markit Eurozone Manufacturing PMI
- Austria 51.5 3-month low
- Ireland 51.5 10-month high - NCB Republic of Ireland Manufacturing PMI
- Netherlands 49.6 2-month low - NEVI Netherlands Manufacturing PMI
- Germany 48.4 3-month low - Markit/BME Germany Manufacturing PMI® final data
- Italy 47.9 6-month high - Markit/ADACI Italy Manufacturing PMI
- France 46.7 33-month low - Markit France Manufacturing PMI® final data
- Spain 44.5 3-month low - Markit Spain Manufacturing PMI
- Greece 41.3 3-month high - Markit Greece Manufacturing PMI
Takið eftir, að pantanir á Grikklandi minnka um 8,7% miðað við mánuðinn á undan, en þetta kemur á hælana á mesta samdrætti í PMI fyrir fyrirtæki á Grikklandi sem MARKIT hefur mælt mánuðina 2 á undan.
- Skýrslan um Grikkland er mjög "depressing" aflestrar - sjá hlekk að ofan.
- Ég öfunda virkilega ekki þann sem er að leitast við að halda lífi í rekstri á Grikklandi.
Það er þó enn áhugaverðara, að pantanir á Spáni minnka um 5,5% milli mánaða, og skv. MARKIT hafa nú pantanir minnkað samfellt í 11 mánuði á Spáni, en aldrei hafi minnkunin verið hraðari en síðustu 3 mánuði þ.e. upphaf þessa árs, og mars hafi verið sá versti af þeim þrem.
- Spænka hagkerfið greinilega á niðurleið.
- Og ríkisstjórn Spánar var í sl. viku að kynna mjög harðann niðurskurðarpakka.
Það vekur þó sérstaka athygli, tölur yfir pantanir í Frakklandi og Þýskalandi, en pantanir fyrirtækja minnka í báðum löndum í mars, í fyrsta sinn síðan í desember. Og minnkunin í Frakklandi er hreint ekki "óveruleg." Þ.e. meiri en þann mánuð á Ítalíu.
- Spurning hvort kreppan í S-Evrópu sé farin nú loks að toga Þýskaland og Frakkland niður.
- Munum að pantanir segja til um samdrátt næstu vikna.
- Með öðrum orðum - hvernig ástand verður í apríl.
Ítalía virðist sýna samdrátt í mars í pöntunum, fyrst og fremst vegna minnkunar í neyslu, meðan að í fyrsta sinn í nokkurn tíma, aukast pantanir erlendis frá. Sem eru góðar fréttir fyrir Mario Monti.
- Á Ítalíu hefur þó PMI verið í minnkun nú samfellt síðan í október 2011.
Til að kóróna allt saman hefur atvinnuleysi á evrusvæði aukist!
Euro area unemployment rate at 10.8%
Það er búin að vera stöðug aukning á atvinnuleysi á evrusvæði sl. 12 mánuði, skv. því sem fram kemur í tilkynnningu EUROSTAT.
Það stefnir hraðbyri í 11% og síðan þar yfir.
Niðurstaða
Því miður sé ég ekki annað framundan á evrusvæði en dýpkandi kreppu. En nær öll aðildarríki evrusvæðis hafa kynnt að til standi að grípa til útgjaldaniðurskurðar. Misjafnt eftir ríkjum hve harður sá er, en meira að segja Holland og Þýskaland, eru að herða að sér með útgjöld.
Þannig að ljóst er að Þýskaland hundsar gersamlega tilmæli frá AGS og OECD um að, gefa lausari taum til að draga úr heildarsamdrætti í eftirspurn á evrusvæði.
En öfugt við þýskmenntaða hagfræðinga, er ég ekki á því að aukinn hraði á útgjaldaniðurskurði sé rétta leiðin, til að skapa forsendur fyrir endurkomu hagvaxtar á næstu misserum.
Þvert á móti tel ég fullvíst, að þegar "samdráttaraðgerðir" ríkisstjórna aðildarrríkjanna fara að bíta enn frekar á næstu vikum og mánuðum, þá aukist efnaahagssamdrátturinn á evrusvæði enn frekar.
Að seinni hluti ársins verði verri en sá fyrri alveg eins og í fyrra, nema að nú er árið að byrja í kreppu.
Engin endurkoma hagvaxtar fyrir lok árs, eða snemma á því næsta.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þjóðverjar hafa fækkað sínum þegnum um 1,0% á ári síðust 5 ár 5,0%. Allir vita að samdráttur á Vesturlöndum átti að byrja um 2000. 1970 til 2000 var undirbúningstími m.a. til að byggja upp og tryggja sér bestu langtíma [30 ára til 50 ára] veðinn í grunni. Allir nema þeir sem eru skammsýnir og byggja á í mesta lagi á 5 ára grunni. Er enn að stofna ríki sín og móta langtíma stöðuleika stefnu.
Júlíus Björnsson, 4.4.2012 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning