Stríð spánarstjórnar við fjárlagahallann hafið - hefur stjórnin sigur?

Ríkisstjórn Mariano Rajoy kynnti í á föstudag 30/3 fjárlög fyrir Spán, sem kveður á um minnkun framlaga til einstakra ráðuneyta upp í minnkun um helming og í einhverjum öðrum tilvikum, um minnkun upp á þriðjung, meðalminnkun til ráðuneyta og stofnana ríkisins, virðist vera 16,9%. Þetta er því gríðarlegur niðurskurður. Og ef hann dugar ekki, er erfitt að sjá hve mikið meir Spánarstjórn getur gert.

En vandi Spánarstjórnar er ekki síst hve mikið er búið að færa til svæðisstjórna á Spáni, en Spánn er orðinn að sambandsríki á seinni árum, og þ.e. eiginlega svæðin sem verða að skera einnig niður, ef dæmið á mögulega geta virkað.

En vandi Spánarstjórnar er sá, að svæðisstjórnir eru orðnar ákaflega sjálfstæðar.

Og það eru ekki öll svæðin undir stjórn "Partito Popular" sem fer nú með stjórn mála, í sambandsstjórn Spánar.

Ekki síst er það spurning um áhrif niðurskurðarins sjálfs á kreppuna á Spáni, þ.e. samdráttarskeiðið sem þar er hafið, hvort að niðurskurðurinn leiði til enn frekari samdráttar, og þá að hvaða marki?

Hvort hagkerfið Spánar lendir í hjöðnunar ástandi eins og það gríska, þannig að útgjaldavandinn leysist ekki því hagkerfið skreppi svo hratt saman, að ríkinu takist ekki að skera nægilega hratt?

Eða hvort þeir hafa rétt fyrir sér sem segja, að Spánn sé ekki Grikkland, og þ.s. gerðist á Grikklandi muni ekki endurtaka sig í Spáni - þar muni niðurskurður leiða til þess, að tiltrú á hagkerfinu snúi til baka, vextir sem Spánn er krafinn um muni smám saman lækka, og síðan muni endurskipulagning skila hagvexti; vandinn verði leystur.

Þessi tilraun er hið minnsta hafin - og í ljós kemur hvort Grikkland var í reynd einstakt tilvik!

 

Sjá hvað ráðherra efnahagsmála á Spáni sagði í viðtali:

Spain's economy minister Luis De Guindos speaks to reporters at the start of the European Union Economic and Financial Affairs Council (ECOFIN) meeting in Copenhagen on Friday (Photo: AFP/Getty)

One thing evaluated positively both by the ECB and the Commission was that the macroeconomic scenario on which the budget forecasts for 2012 are based is very realistic and gives a lot of credibility to the budget. 

The Spanish government arrived to find a brutal shortfall in the budget last year -- instead of 6 pct the deficit was 8.5 percent last year - and a completely different growth scenario to what was expected. 

This is the most austere budget which Spain has passed in a long time. I think it is credible and has positive aspects: by cleaning up the public sector they will help to sanitise the private sector as well.

Hann segir sem sagt, að Framkvæmdastjórn ESB hafi gefið jákvætt mat á þessum fjárlögum.

Ég efast þó ekki um það, að þetta séu grimmustu fjárlög Spánar í mjög langann tíma.

En bendi þó á, að Framkvæmdastjórnin hefur stöðugt og endurtekið, vanmetið dýpt kreppunnar á Grikklandi, og því hve hallinn annars vegar og hins vegar dýpt niðursveiflunnar þarlendis, væri líkleg að verða. Sem hefur leitt til þess að áætlanir Framkvæmdastjórnarinnar hafa aldrei staðist.

Sem setur spurningamerki við hennar mat í dag hvað Spán varðar.

Prime Minister of Spain Mariano Rajoy
Prime Minister of Spain Mariano Rajoy
Image: Michael Sohn/AP/Press Association Images

Sjá Gagnrýni JP Morgan risabankans:

"JP Morgan's take on the Spanish budget: ...at first glance, the scale of the tightening measures announced does not look clearly enough to deliver on Spain’s deficit target for 2012.

  1. The Government has restated its objective of reducing the 8.5% of GDP deficit for 2011 to 5.3% of GDP in 2012.
  2. It is seeking to reduce the deficit by 3.2% of GDP this year in an environment when cyclical forces will be acting to push the deficit wider by around 1.5% of GDP.
  3. (We derive that 1.5% impact assuming an 0.4 elasticity of the fiscal position with respect to growth, that real growth of 2% is neutral for the budget, and that GDP will contract by 1.7% this year as forecast by the government).
  4. That suggests a total fiscal effort of near 4.7% (almost €50bn) of GDP is needed. 
  1. As best as we can tell, the Spanish government has announced new tightening measures of 2.1% of GDP this afternoon,
  2. in addition to the 1.5% of GDP announced back in December.
  3. The total 3.6% of GDP tightening falls around a percentage point of GDP (€10bn) short of what simple budgetary mechanics may suggest is needed, unless a significant part of the 2011 deficit is thought to have reflected “one off” events.

Eins og kemur fram í mati sérfræðinga Morgan-risabankans, þá mun kreppan á Spáni skv. eigin spá spánskra stjórnvalda um 1,7% niðursveiflu, hækka hallann á ríkisstjóði um 1,5%.

Því sé niðurskurðarþörf fyrir þetta ár, ef minnka á hallann um 3,2%; 4,7%.

Nema, að hluti hallans í ár, sé vegna atburða sem muni ekki endurtaka sig - sbr. "one off."

  1. Ég myndi bæta því við - að einnig þarf að taka tillit til þess viðbótar halla, sem niðurskurðurinn sjálfur framkallar, því hann fækkar störfum hjá því opinbera, þeir sem voru á launaskrá verða atvinnulausir, sem hækkar tekjur af atvinnuleysistryggingum annars vegar og hins vegar, minnkar enn frekar neyslu í hagkerfinu og því minnkar tekjur af t.d. virðisaukaskatti af sölu neysluvarnings.
  2. Svo má ekki gleyma því, að fj. þjónustufyrirtækja selja ríkinu þjónustu af ímsu tagi, slíkt er gjarnan skorið niður og þ.e. örugglega gert núna, þá fækkar störfum í þessum einkageira. Sem fjölgar enn atvinnulausum. Að auki, minnkar enn neyslu.

Mig grunar að þessi tveir þættir séu stór orsakaþáttur í því t.d. á Grikklandi, hve hallinn var alltaf stöðugt vanmetinn.

Og mig grunar að ríkisstjórn Rajoy líklega vanmeti þessa þætti einnig.

En þ.e. orðin hefð í Evrópu að kaupa mjög mikið af þjónustu af atvinnulífinu, og víða um Evrópur er mikill fj. starfa þannig orðinn óbeint "ríkisstörf" þó þau séu flokkuð þannig að þau tilheyri einkageiranum, t.d. margvísleg fyrirtæki sem bjóða upp á endurmenntunarprógrömm. Einnig er þarna fj. svokallaða ráðgjafar-fyrirtækja, sem selja ráðgjöf og sérfræði-mat af margvíslegu tagi.

Það virðist hafa verið herfilega vanmetið á Grikklandi, hve mikil fækkun starfa varð í einkageiranum, við það að opinberi geirinn fór í niðurskurðarferli - því einkageirinn sem var farinn að sérhæfa sig í þvi að þjónusta ríkið, var nánast allur klipptur af - - skilst mér.

Kannski er þetta nauðsynlegt ferli, að þessi "semi" einkageiri eða hálf-opinberi, minnki.

 

Önnur gagnrýni:

Spain unveils 'most austere' Budget in democratic history

"Christian Schulz, senior economist at Berenberg Bank, said: "If the UK has put up a sign saying 'open for business', then Spain has put up a sign saying 'siesta'." - "They’ve really tried to spare consumption, but since they’ve had to cut somewhere, they’re really hurting corporations." 

Þetta er áhugaverður punktur, en vikunni á undan kynnti breski fjármálaráðherrann sín fjárlög, og þar voru skattar til atvinnulífs lækkaðir, að sögn til að stuðla að hagvexti. Ath. - ekki mikil minnkun, 1,5% lækkun á sköttum fyrirtækja ef ég man rétt.

En nú hækkar spænska ríkið skatta til eigin fyrirtækja, fylgir ekki sögunni um hvaða prósentu tölu, en þ.e. áhugavert ef megin skattahækkunin er á atvinnulíf, því vandi Spánar er ekki síst gríðarlegt atvinnuleysi í kringum 23%, augljós þörf fyrir fjölgun starfa og sköpun hagvaxtar. 

Maður veltir því fyrir sér þessum fókus. Sérstaklega hjá hægri stjórn.

Hvort þetta sé rétta stefnan, þegar það er svo mikil þörf á Spáni til að fá atvinnulífið til að búa til ný störf, koma hagvexti af stað á ný?

 

Spain unveils toughest budget since 70s

"Luis Garicano, professor of economics and strategy at the London School of Economics, said some of Mr. Montoro's 2012 deficit cutting measures were one-offs - for example 2,5bn.€ to be raised through 10% tax on "black money" repatriated from overseas under a new tax evasion amnesty." - "They are doing larger deficit reduction, larger than I expected - they do seem to be willing to bite the bullet" ... "But it remains to be seen what the regions can do. And there's lot of things that are hard to repeat in this budget."

Þetta eru meir ábendingar en bein gagnrýni, að tilteknar aðgerðir séu bara framkvæmanlegar í eitt skipti, að ríkisstjórn Rajoy geti lent í vandræðum með svæðisstjórnirnar. Það eigi eftir að koma í ljós, hve viljugar þær reynast til að spila með aðgerðum ríkisstjórnarinnar, en það geti reynst vera lykilatriði vegna þess, hve mikið hefur unandarin ár verið fært til þeirra af opinberum útgjöldum.

Útgjaldavandi verði ekki leystur ef þær taka ekki þátt, eða ekki að nægilegu marki.

 

Niðurstaða

Er útgjaldavandi Spánar leysanlegur með niðurskurðar aðferðinni, eða mun niðurskurður svo hastarlegur, valda sama vanda og á Grikklandi, að hagkerfið lætur bara enn hraðar undan síga, og ríkið nær aldrei í skottið á sjálfu sér?

Hvað mun verða kemur í ljós. 

Eitt er ljóst að ríkisstjórn Mariano Rajoy ætlar sér að gera sitt ítrasta til að ná valdi á útgjaldavandanum, með þeirri aðferð.

Hvort það tekst - eða hvort Spánn endurtekur ferli Grikklands.

Það kemur í ljós á næstu misserum.

Sumir eru farnir að spá því að Spánn verði komið í björgunarprógramm fyrir árslok.

Ég ætla ekki að vera það djarfur að spá slíkri útkomu - - en óska ríkisstjórn Spánar velgengni.

Viðurkenni að ég er ekki bjartsýnn um það, að aðferðin komi til að skila væntri niðurstöðu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 857479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband