29.3.2012 | 00:08
Betra fyrir Framsóknarflokkinn, að umbera það að ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að stjórnarskrá fari fram!
Ég tek fram, að eftir að hafa skoðað nokkrar umsagnir um drögin að Stjórnarskrá, virðist ljóst að það kemur alls ekki til greina að þau drög verði samþykkt sem ný Stjórnarskrá, án verulegra breytinga.
Sjá lista yfir umsagnir og athugasemdir: Öll erindi
Bendi sérstaklega á:
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands
- Ég held samt, að rétt sé að vilji ríkisstjórnarinnar um það að halda ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um þau drög, þ.s. almenningur verður einnig spurður um nokkur einstök atriði, fari fram.
- En líklega þarf að vinna þær spurningar betur, því líklega ekki tími til að halda þá atkvæðagreiðslu fyrr en nk. haust.
Núverandi hugmyndir að spurningum má sjá: Þingskjal 1019 636. mál..
Ég skora á fólk að lesa umsagnir - sérstaklega umsögn Mannréttindaskrifstofu - þó umkvartanir hennar séu fyrst og fremst lagatæknilegs eðlis, þá snúast þær samt um nægilega mikilvæg atriði að mínum dómi, að umkvartanir Mannréttindaskrifstofu séu einar sér næg ástæða til þess að óhugsandi sé að láta tillögu Sjórnlagaráðs ná fram að ganga, án umtalsverðra breytinga.
Ég hvet einnig fólk til að lesa umsögn Dr. Hauks Arnþórssonar, en hann kemur fram með marga mjög íhugunarverða punkta - og í reynd bendir hans umsögn til þess, að það þurfi í reynd að endursemja að verulegu leiti, það skjal sem fyrir liggur sem tillaga.
Hugsanlegar lausnir!
- Ég tel að við eigum að íhuga, að skipta Alþingi upp í tvær deildir á ný - með þeim hætti tel ég vera unnt að mæta þeirri kröfu að auka vægi höfuðborgarsvæðisins annars vegar, og hins vegar á sama tíma taka á þeim vanda að auki sem Dr. Haukur bendir á um stöðu landsbyggðarinnar sem þurfi sérstaka vernd.
- En einfaldast væri að hafa þetta svo, að "Efri deild væri landskjörin" en "Neðri deild væri kjördæmakjörin" og þá að sama regla gildi og á Bandaríkjaþingi, að samþykki beggja deilda þurfi til að frumvarp að lögum, geti orðið að lögum.
- Þetta getur verið lausn á hinum óljósu ákvæðum í tillögu Stjórnlagaráðs, þ.s. virðist ætlast til að samtímis sé til staðar kjördæmaskipan og landskjör.
- Svo sé of lágur þröskuldur um þann rétt kjósenda, að krefjast þess að mál fari í þjóðaratkvæði. En alltof lágt sé að hann sé einungis 10%. Þá er það alveg rétt hjá Dr. Hauki, að netverjar myndu hrúga inn kröfum um þjóðaratkvæðagreiðslur - - og það væri augljós ógn við þingræðisfyrirkomulagið.
- Ef við miðum við fj. kjósenda á Íslandi, nærri 228.000. Þá væri 10% um 23 þúsund, 15% um 34 þúsund, og 20% um 45 þúsund. Ef við skoðum "Nei" atkvæðagreiðslur Ólafs Ragnars Grímssonar, þá virðist 15% langt í frá of hátt hlutfall. En 20% næst í einu tilviki.
- Þröskuldurinn ræðst af því, hve mikil undantekning við viljum að slíkar þjóðaratkvæðagreiðslur séu, sem sagt - hversu mikil inngrip í þingræðið við viljum bjóða upp á með þeim hætti.
- Að mínum dómi væri 20% í hærri kantinum, en 15% nægilega hátt hlutfall til þess, að töluvert víðtæka óánægju kjósenda þurfi til og því umtalsvert víðtæka skýrskotun máls meðal kjósenda. Dægurþras mál nái síður fram, eða málefni tiltölulega fámenns þrýstihóps t.d.
- 20% væri samt ekki út úr kú, þ.e. eftir allt saman tókst í eitt skipti að ná svo mörgum eða fleirum. Það er þegar Svavars samningurinn var felldur. Að auki má rifja upp að gömul söfnun svokölluð "Varið Land" söfnun á 8. áratugnum, náði einnig upp fyrir þann múr. Svo ef út í þ.e. farið, dugar 20% sem öryggisventill. Á sama tíma, væru atkvæðagreiðslur sjaldgæfur atburður, því mikið þarf til að fá svo marga kjósendur til að skrifa undir lista.
- það væri samt mögulegt að ef mjög erfitt átakamál skekur samfélagið, að ná fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá er ef til vill þörfin fyrir "öryggisventil" uppfyllt nægilega.
- Ég tel að ákvæðið sem heimilar kjósendum að velja einstaklinga þvert á flokkslista, eigi að hverfa út.
- En það grefur undan stjórnmálaflokkum - sem reyndar virðist tilgangur þess, beinlínis. En ég samþykki athugasemd Dr. Hauks að veiking stjórnmálaflokka grafi undan þingræðinu. Það þarfnist sterkra stjórnmálaflokka.
- Að ef menn vilja ekki sterka stjórnmálaflokka þurfi annað grunnfyrirkomulag en þingræði - Dr. Haukur nefnir ekki hvað það ætti að vera, en þ.e. í reynd augljóst - Forsetaræði.
- Ef við viljum halda í þingræði, er óheppilegt að kjósendur geti valið einstaklinga þvert á flokkslista.
- Ef við tökum upp forsetaræði í staðinn, væri það í lagi jafnvel meira en í lagi.
Þetta voru bara nokkur atriði - en gallinn við drögin er ekki síst hve knappur tími var til að semja þau annars vegar og hins vegar að hópurinn sem samdi þau skildi ekki hafa innihaldið sérfræðinga um stjórnlög - en það hefði verið í lagi að hafa leikmenn með, en sérfræðingar eru nauðsynlegir til þess að lagatæknileg atriði séu í lagi.
En það eru þau því miður ekki! Nefnd eru nokkur dæmi um það í umsögn Mannréttindaskrifstofu, en flr. dæmi má finna í þeim hlutum sem lúta ekki beint að mannréttindaákvæðum.
Það er ekki um annað að ræða, en að standa stíft gegn kröfum þess efnis, að drögin fari í gegn óbreytt - eins og fj. fólks er líklegur til að leggja fram kröfu um.
Niðurstaða
Framsóknarflokkurinn þarf að gæta þess að hann hafi sérstöðu, ímynd sem sé hans eigin. Nægilega fjarlægð frá öðrum flokkum, til að vera skýr valkostur. Ímynd sem sé nægilega markviss og skýr.
Hluti af því að vera miðjuflokkur, er að taka tillit til sjónarmiða bæði vinstra megin við miðju sem og hægra megin.
En þ.e. nauðsynlegt að gæta nokkurn veginn jafnræðis þarna á milli, ef á að vera trúverðugleiki að baki þeirri ímynd, að Framsóknarflokkurinn sé fyrir miðju ísl. stjórnmála.
Framsóknarmenn eiga að vera stoltir af þeirri gömlu ímynd að enginn viti hvar hann hefur flokkinn, hann horfi jafnt til hægri sem vinstri - þ.e. ekki síst sem þáttur í því að viðhalda slíkri ímynd.
Sem ég legg til að Framsóknarflokkurinn umberi það, að tillaga ríkisstjórnarflokkana um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu nái fram að ganga.
Þannig sker hann sig með skýrum hætti frá stefnu Sjálfstæðisflokksins svo dæmi sé nefnt, en með því að krefjast þess að verulegar breytingar eigi sér síðan stað á drögunum, þá einnig viðhaldi hann fjarlægð frá afstöðu ríkisstjórnarflokkanna.
Að sjálfsögðu eigi flokkurinn þá að vinna vel ígrundaðar tillögur um þær breytingar.
Þessi stefna geti stutt við ímynd af því tagi að flokkurinn sé málefnalegur hófsamur flokkur. Ímynd sem rýmar við þá klassísku ímynd sem flokkurinn hafði a.m.k. í tíð Steingríms Hermannssonar, en mörgum finnst hafa dalað í tíð Hallldórs Ásgrímssonar.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 857479
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er "ráðgefandi" þjóðaratkvæðagreiðsla?
Kjartan Sigurgeirsson, 29.3.2012 kl. 10:00
Nota það yfir þær sem ekki eru lagalega skuldbindandi.
Skv. núverandi stjórnarskrá er eingöngu sú þjóðaratkvæðagreiðsla sem fer fram í kjölfar notkunar Forseta Íslands á því neitunarvaldi sem Stjórnarskráin veitir honum "lagalega bindandi" því ekki ráðgefandi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.3.2012 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning