Nokkrir þingmenn vilja að embætti forseta sé settar siðareglur!

Eftirfarandi þingmenn ríkisstjórnarflokkanna; Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Atli Gíslason,
Valgerður Bjarnadóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Þráinn Bertelsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson - sem seint geta talist til vina eða aðdáanda núverandi forseta, hafa lagt fram þingsályktunartillögu þ.s. lagt er til þess að embætti Forsætisráðherra að það embætti beiti sér fyrir setningu siðaregla fyrir embætti Forseta, þó talað sé um það sé gert í samvinnu við embætti Forseta.

Sjá þingsályktunartillögu: 140. löggjafarþing 2011–2012. Þingskjal 1055  —  659. mál.

  1. Ég tel að embætti Forsætisráðherra sé ekki bært til þess, að hafa slik afskipti af embætti Forseta.
  2. En embættin tvö verða að teljast stjórnskipunarlega a.m.k. þannig, að embætti Forsætisráðherra sé ekki skör hærra. Ef e-h er, þá virðist af lestri Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands embætti Forseta í reynd vera, stjórnskipunarlega séð - skör hærra.
  3. En Alþingi sem slíkt - það geti haft slík afskipti.
  • En Alþingi hefur löggjafarvaldið og getur því sett í lög siðareglur fyrir embætti Forseta.
  • En þó aðeins þannig, að það séu siðareglur en ekki tilraun til að endurskrifa eða endurtúlka ákvæði Stjórnarskrár sem gefa Forseta tiltekið vald, eða túlka með takmarkandi hætti hvað þau ákvæði merkja eða þíða.
  • Slíkt getur einungis verið gert með breytingu á Stjórnarsrká Lýðveldisins.

Ef á að fara í slíka vinnu, væri best að það sé gert af samflokks nefnd, sem væri þannig þverpólitísk.

Það á ekki að gera slíka vinnu pólitíska.

Eðlilega gildir um slíka lagasetningu, að Forseti hefur sinn rétt til að vísa málinu til þjóðar.

Þjóðin sé sá aðili sem hafi hið endanlega vald yfir embætti Forseta og auðvitað Alþingi einnig.

 

Niðurstaða

Það má vel vera að ástæða sé til að setja siðareglur á embætti forseta, varðandi kostaðar ferðir - móttöku gjafa - samskipti við fyrirtæki, og þess háttar. En ef hvetja á til að farið sé í slíka vinnu, væri öldungis óeðlilegt að embætti Forseta eða Stjórnarráðið sem slíkt, myndi vinna þetta eins og hverja aðra lagasetningu á vegum Stjórnarráðsins. Enda embætti Forseta með engum hætti undir Stjórnarráðinu.

En Þetta væri vel mögulegt á vegum Alþingis sjálfs, þ.e. þingmannanefndar.

En þ.s. þetta er embætti Forseta, væri mjög óheppilegt að framkvæma slíkt með öðrum hætti, en þeim að málið væri unnið af samflokksnefnd þá í fullri samvinnu við embætti Forseta.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur
  • Dollar karfa verdfall

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 137
  • Sl. viku: 312
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 293
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband