25.3.2012 | 14:31
Ríkisstjórn Spánar settur stóllinn fyrir dyrnar af Framkvæmdastjórn ESB!
Ollie Rehn Framkvæmdastjóri efnahagsmála innan Framkvæmdastjórnar ESB, hefur nú gefið ríkisstjórn Spánar skipun, um að standa við upphaflegt viðmið um halla á ríkissjóði Spánar þetta úr, það markmið sem gefið var út á sl. ári af þáverandi ríkisstjórn Spánar.
En síðan það viðmið var gefið út - hafa áætlanir um efnahagslega framvindu Spánar, hætt að miða við hagvöxt og í dag er Spánn í kreppu - mjög klárt, og þar af kreppu sem fer versnandi.
Að auki, hefur hallinn á ríkissjóði reynst til muna meiri en áður var áætlað af fyrri ríkisstjón - atriði sem kemur manni kunnuglega fyrir sjónir, en þetta ítrekað hefur gerst hjá grikkjum.
Þannig, að sá niðurskurður sem ríkisstjórn Spánar þarf þá að framkvæma á þessu ári, er þá algerlega á "drakonískum" skala! Það í ástandi kreppu.
Rehn tells Spain: Stick to deficit targets
"The European Union's top economic official said the recent sharp rise in Spanish borrowing costs was the result of perceptions Madrid was seeking to wiggle out of tough deficit-shrinking targets and called for the Spanish government to push through more austerity measures." - "Ollie Rehn, the EU commissioner for economic and monetary affairs...said Madrid would only regain market confidence by sticking to EU-mandated deficit targets, which require the Spanish to cute it's deficit to 3% of economic output by next year." - "Last year's deficit was 8,5%, meaning Madrid must make some of the deepest cuts of nay eurozone country outside Greece." - "Jitters over the Spanish economy sent borrowin rates on benchmark 10 year bond above 5,5% last week for the first time in more than two months, and they have been trading above Italian rates for the first time since last summer. On Friday, Spanish bonds rallied slightly, ending the week at just 5,4%.
Fyrri ríkisstjórn Spánar hafði samþykkt að viðmið um halla yrði 4,4% fyrir þetta ár. Framkæmdastjórn ESB hafði samþykkt það viðmið, og það fyrirheit að hallinn v. árslok 2013 yrði 3%.
Nýlega lýsti Rajoy forsætisráðherra því yfir, að hann ætlaði að stefna að 5,8% halla þetta ár.
Síðan á fundi fjármálaráðherra evrusvæðisríkja, var ríkisstjórn hans beðin af fjármálaráðherrunum, að miða við 5,3%.
En orð Ollie Rehn, verða vart skilinn með öðrum hætti en þeim, að það sé afstaða Framkvæmdastjórnarinnar, að Spánn eigi að halda sig við hið fyrra samþykkta viðmið 4,4%.
Vandinn er að til þess að ná því, þarf að flestum líkindum að skera niður töluvert meira en 4,1% því halli þessa árs stefnir í rúm 10% vegna einmitt þess að tekjur spánska ríkisins eru í hnignun vegna efnahagssamdráttarins á Spáni.
Að auki þarf að sjá fyrir samdráttaráhrif sjálfs niðurskurðarins, þannig að við erum að tala um niðurskurð ath. á einungis 8-9 mánuðum sem nálgast kannski 7-8% af þjóðarframleiðslu.
Það er í reynd þá, að Spánn afreiði á vel innan við ári, sambærilegann niðurskurð og Grikkland hefur gert á 3 árum. Þetta er ekkert minna en bilun.
Fyrir þá sem halda að Grikkir hafi verið slugsar í niðurskurði - þá hefur niðurskurður gríska ríkisins verið 8% af þjóðarframleiðlu, tímabilið fram að áramótum sl.
Það sem em er áhugavert, er að þrátt fyrir svo mikinn niðurskurð, hélt halli gríska ríkisins alltaf áfram að vera á bilinu 8-10%, því hagkerfinu og þannig tekjum gríska ríkisins hnignaði svo hratt, að gríska ríkið gat ekki náð í skottið á sjálfu sér.
Slíkur últragrimmur niðurskurður á svo stuttum tíma á Spáni, verður ekki gerður nema með afskaplega grimmum aðgerðum - þ.s. heilu stofnanirnar eru niðurlagðar tafarlaust.
Örugglega þarf að skera verulega niður eftirlaunagreiðslur til fyrrum ríkisstarfsmanna.
En að auki verður að muna, að spænska ríkið er búið að afsala sér svo miklu yfir til svæðisstjórna, þ.e. spænska ríkið er ekki lengur með skólamál, né heilbrigðismál, og svæðisstjórnir borga atvinnuleysisbætur og bætur til þeirra sem minna mega sín.
En ríkið hefur þá fyrst og fremst launakostnað ráðuneyta og stofnana - og kostnað af eftirlaunum ríkisstarfsmanna liður sem þá væntanlega þarf einnig að skera niður, og þ.s. spænska ríkið í reynd er orðið mun minna sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, er um að ræða þar með gríðarlega hátt hlutfall sem ríkið myndi þurfa að skera niður, af sínum útgjöldum.
Eiginlega svo að ríkið yrði vart svipur hjá sjón á eftir.
Annað áhugavert er hvernig Rajoy nálgaðist það er hann tilkynnti, að hann ætlaði að skera minna niður í ár - en hann kallaði það "sjálfstæðis ákvörðun" eða "sovereign decision" eins og stóð í FT.
Og, hann tilkynnti þetta sama dag, og hann undirritaði "Sáttmálann um Jafnvægi" sem Angela Merkel og Nicolas Sarkozy hafa verið að halda á lofti. Þ.e. fyrst skrifaði hann undir, svo hélt hann blaðamannafund seinna sama dag, þ.s. hann tilkynnti þessa sjálstæðu ákvörðun sína.
Dálítið stuðandi reyndar - hlýtur af hafa lyft brúnum í París og Berlín.
Enn liggja ekki fyrir nein viðbrögð Rajoy við ummælum Ollie Rehn.
En lagaformlega ber ríkisstjórnum evrusvæðis að hlíða slíkum tilmælum - þó aðeins ef þau eru sett fram með formlegum hætti. En um það eru tilteknar reglur.
Þá fær ríkisstjórn andmælarétt og að auki eru frestir bæði til andmæla og til að bregðast við, ef Framkvæmdastjórnin heimtar sitt.
Þetta ferli getur tekið nokkurn tíma.
En Framkvæmdastjórnin getur síðan beitt sektum, um daginn var hún að tilkynna um sektir til ríkisstjórnar ungverjalands.
Síðan ef sektir væru ekki greiddar, en Framkvæmdastjórnin hefur engan her, þ.e. ekki heldur hægt eins og er mögulegt innan EES, að afnema tímabundið hluta af innri markaðinum gagnvart Spáni, né er unnt að reka Spán úr ESB eða evrunni, en í fræðilega versta tiltelli er ítrasta úrræði að svipta aðildarríki atkvæðisrétti sínum tímabundið innan stofnana ESB.
Enn er þó ekki ljóst hvort Ollie Rehn ætlar að gefa formlega skipun til Spánar - en vart myndi hann segja þetta, ef hann ætlar ekki að senda út slíka skipun.
Og síðan, verður það áhugavert að sjá, hvernig Mariano Rajoy bregst við - en hann orðaði þetta svo sterkt, þ.e. sjálfstæð ákvörðun og að auki, hélt því fram að í ljóso versnandi efnahagsaðstæðna í landinu, væri fyrra markmiðið um 4,4% halla óframkvæmanlegt.
En eitt hefur Ollie Rehn klárt rangt fyrir sér, þegar markaðsverð á spænskum ríkisbréfum lækkaði í sl. viku, þá var það vegna frétta sem benda til þess sterklega, að evrusvæði sem heild sé sannarlega í kreppu fyrstu 3 mánuði ársins.
Að skera svo útltra hratt, myndi ekki auka traust á Spáni, þvert á móti að með því að leiða spænska hagkerfið fram af hengifluginu, myndu fjárfestar flýgja Spán unnvörpum eins og Grikkland hefur verið yfirgefið.
Niðurstaða
Ollie Rehn segir við Mariano Rajoy að standa við 4,4% viðmiðið, þó svo að hallinn á spænska ríkinu hafi reynst vera mun hærri eða 8,5% v. sl. áramót en áður var talið, og að auki hann stefni hraðbyri vel yfir 10% ef ekki verður neitt gert.
Þannig að Rajoy í reynd lofaði mjög hörðum niðurskurðar aðgerðum, þegar hann tilkynnti um 5,8% markmið - að auki lofaði að standa við það að ná 3% undir lok næsta árs.
Reyndar eru þær það harkalegar, að þær munu auka verulega við kreppuna á Spáni.
Það er vart hægt að saka Rajoy um að vera að slaka á klónni - - einungis í fílabeinsturninum í Brussel, getur það virst vera svo.
Einhvern veginn, virðist það lærdómur kommisaranna í Brussel alltaf vera sá, að ef dæmið virkaði ekki - þá þurfi að gera meira af því sama, þá virki það örugglega.
En eins og oft er í dag haft eftir Einstein - þá er það tegund af geðbilun að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur, og vænta annarrar niðurstöðu.
-------------------------
En vandinn er sá, að einmitt efnahagssamdrátturinn gerir þetta svo erfitt fyrir spænsk stjv. - raunhæfara væri að Spánn einbeitti sér að aðgerðum til að stuðla að hagvexti, þá að þeim hluta aðgerða sem stuðla að aukinni skilvirkni í efnahagslífiinu á Spáni.
En að hallinn væri tekinn af á lengri tíma - þ.e. minna skorið jafnvel en Rajoy leggur til á þessu ári.
En málið er að um leið og hagvöxtur snír til baka, þá fara tekjur spænska ríkisins aftur að aukast, og þá er svo mikið auðveldara að skera af þ.s. upp á vantar.
En menn ganga fyrir þeirri kenningu að því er virðist í Brussel, að ekki sé unnt að treysta pólitíkusum - þeir verði að hafa bjargbrúnina við hliðina á sér, annars geri þeir ekki neitt.
Það sé því um að gera, einmitt er Spánn er á brún hengiflugsins, að þvinga Rajoy til að gera sem mest. Alveg eins og Grikkland hefur verið þvingað.
En Spánn er ekki Grikkland, það má alveg treysta Spáni til að fylgja markmiðum sem eru ekki svo svakaleg, að hagkerfið hlýtir í ferlinu að sigla beint inn í "depression."
En ég sé ekki að ef Spánn verður þvingaður, til að skera svo hratt niður, annað en að þá muni Spánn endurtaka nokkurn veginn grísku veikina - þ.e. efnahagslega bráðnun.
Þá vegna þess hve hratt degst saman í hagkerfinu, þá minnkar ekki hallinn á ríkinu eða minnkar mun minna en reiknað var með, og þ.s. verra er skuldir ríkisins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu hækka stöðugt.
En eftir allt saman lækka þær ekki á móti þegar landsframleiðslan dregst saman, svo þá í reynd hækka þær stöðugt sem hlutfall af henni.
Með þessari aðferð er vel unnt að sigla Spáni í gjaldþrot.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning