Það voru mistök að taka AGS lánin!

Þvert ofan í það sem haldið hefur verið fram, þá virðist AGS pakkinn grafa undan krónunni, og að auki þvert ofan í fullyrðingar - magnar hættu á fjármagnsflótta frá landinu. Meðal annars vegna þessa, hafa höftin nýverið verið hert. En það veldur ímiss konar viðbótar vandamálum, sem auka þann vanda sem síðar verður við að glíma, ef og þegar ný ríkisstjórn tekur þá stefnu að afnema höftin.

 

Hvað áttum við að gera í staðinn?

Setja á viðskiptahöft í stað þess að fara í þessar lántökur. Ef það hefði verið gert í des. 2008, værum við í dag komin með mörg hundruð ma.kr. að andvirði eignarsjóð, sem við hefðum vaxtatekjur af, í stað vaxtagjalda.

Þá litu mál allt öðruvísi út, því þveröfugt við "sjóð í skuld" þá eykur eignarsjóður smám saman traust á landinu, því meir sem hann stækkar.

Því stærri - því minni hefði hættan á fjármagnsútstreymi við losun hafta orðið fyrir rest.

  • Það má hugsa sér það viðmið, að safna 200ma.kr. að andvirði í gjaldeyri í sjóð per ár.
  • Þá tekur það 5 ár að safna 1.000ma.kr. eignasjóði.

Sem alveg örugglega hefði verið nóg. Eða einu ári skemur, að safna 800ma.kr. sjóði.

 

Af hverju minnkar AGS skuldin traust?

Einfaldlega vegna þess, að hún dregur úr trúverðugleika þess í augum fjárfesta, að Ísland sé fært um að standa við erlendar gjaldeyrisskuldir - sem eru í dag verulegar fyrir utan AGS pakkann. Þó er sá stór þáttur í þeim heildarskuldum.

En því hærri sem erlendar gjaldeyrisskuldir, því harðar þurfum við íslendingar að beita okkur, til að greiða þær niður.

En gjaldeyrisskuldir valda beinni lífskjaralækkun, því ekki er unnt að greiða þær niður nema með því að krónan sé nægilega lág, svo að innflutningur sé nægilega lítill, til þess að nægielga stór viðskiptaafgangur myndist, til þess að unnt sé að standa við greiðslur. 

  • Því hærri sem þessar skuldir eru, því minna er traustið á krónunni.
  • Því minna er traustið á landinu okkar.

Með töku AGS lánapakkans, var það því tryggt að gengi krónunnar og þar með lífskjör landsmanna, væru lægri en ella og það allt það tímabil er það tekur að greiða þau niður.

Sjá yfirlit AGS um kostnað: IMF Staff Report Iceland Fourth Review

Real economy (Bls. 32-35)

Vera má að endurgreiðslur af AGS lánum hafi lækkað nokkuð vegna þess, að ríkisstjórnin nýverið skilaði til baka, hluta af því fé sem hafði verið tekið að láni.

  • Neðangreint, eru útreikningar AGS frá 4. Áfangaskýrslu AGS.

......................................2010.........2011........2012.........2013..........2014........2015 

Nominal GDP (bln ISK)........1551.4.....1628.2......1726.2......1820.2......1934.2.....2052.7 

Extraordinary financing........51.3.........11.5.........-3.1..........-3.9..........-3.0..........-3.2

Kostnaður við greiðslur af AGS láni.......................51,8.ma....71.ma........58,03.........65,7ma.kr

  • Í dag er talað um að þetta kosti milli 30-40ma.kr. árlega, sem getur verið rétt miðað við að hluta af fénu hafi verið skilað!

 

Nýleg herðing hafta býr til ný vandamál!

Lög um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum.

"2. gr.: Við 13. gr. j laganna bætist ný málsgrein sem verður 5. mgr. og orðast svo:
Þrátt fyrir 1. mgr. skulu afborganir og verðbætur af höfuðstól skuldabréfa ekki undanþegnar bannákvæði 2. og 3. mgr. 13. gr. c."

Yngvi Arnar Kristinsson útskýrir vandamálið: "Í kjölfar þessara breytinga mun núverandi forði aflandskróna stækka töluvert. Innlendar eignir þrotabúa eða kröfuhafa þeirra hækka skarpt á næstu misserum og gæti fjáhæð þessara "nýju" aflandskróna numið 500-700ma.kr."

"Að mati Yngva eru margar leiðir færar til þess að setja aflandskrónurnar í endurgreiðsluferli, til að mynda með því að gefa út skuldabréf eða halda uppboð á hverju ári. Með slíku ferli þyrfti afnám hafta ekki endilega að taka mjög langan tíma - jafnvel aðeins þrjá mánuði."

Þetta kemur fram í Morgunablaðinu föstudag 23/3 - sjá bls. 18.

Þetta er alveg rétt hjá honum - að með þessari breytingu verði aflétting hafta erfiðari!

  • En vegna þess að nú fá ekki erlendir aðilar sem innlendir aðilar skulda, sjálfkrafa það fé sem þeim er greitt sent út úr landinu - jafnharðan.
  • Þá safnast upp það fé sem þeir eiga inni, héðan í frá í hvert sinn þegar er gjalddagi á þeirri skuld sem þeir eiga.
  • Svo eins og hagfræðingurinn góði segir, stækkar þá stöðugt það magn af peningum sem vilja mun út úr landinu, ef og þegar höft eru losuð.
  • Sem í reynd, stækkar þá sveiflu jafmt og þétt sem mun verða á gengi krónunnar - ef og þegar höftin verða losuð.
  • Mér finnst það vert íhugunar hjá hagfræðingnum sú hugmynd hans, að skuldbreyta þessu - þ.e. búa til skuldabréf. Búa til nýja skuld úr þessu fé. Þannig að  það flæði þá ekki allt í einum hvelli út á sama tíma.
  • Það er auðvitað óindis úrræði - en getur verið skárra en að láta það allt flæða úr í einu.

Það er nánast eins og að ríkisstjórnin vilji gera það að sannleik, þau orð sem hún hefur ítrekað haft uppi, um það að höftin verði aldrei losuð af krónunni.

En þetta gagnast eingöngu í takmarkaðann tíma, því ríkisstjórnin er í reynd ekki að verja lífskjör hér innanlands með þessari aðgerð - nema í mjög skammtíma skilningi.

Því þetta fé þarf að greiða fyrir rest, svo þá er ríkisstjórnin í reynd einungis að létta á málum til skamms tíma, meðan hún býrt til sífellt erfiðari vanda fyrir næstu ríkisstjórn.

En það mun enginn annar taka að sér að greiða þessa peninga fyrir okkur - ekki Seðlabanki Evrópu. Það eru draumórar að ECB muni taka þann kaleik af okkur.

Ekki mun heldur Seðlabanki Kanada gera slíkt fyrir okkur, ef við íhugum upptöku Kanada dollars. En í öllum tilvikum, verður ætlast til þess að skiptigengi krónu verði á raunvirði - sem auðvitað lækkar stöðugt því hærri veggur sem er hlaðinn upp fyrir framan.

  • Ríkisstjórnin er stöðugt að búa til stærri vegg sem þiðir stærra tímabundið lífskjarahrun, þegar loks verður tekið á þessu.
  • Eins og ég sagði, burtséð frá því hvort stendur til að taka upp annan gjaldmiðil eða halda áfram með krónuna - þarf að taka þennan vegg niður.
  • Og enginn annar en við munum borga fyrir þá aðgerð!

 

Lækkun krónunnar á nýárinu er út af AGS lánapakkanum!

Eins og kemur fram að ofan í upplýsingum AGS, þá hefjast greiðslur í ár af AGS. Áhrifin af því eru það sterk, að þrátt fyrir góðann afla í ár þ.e. bestu loðnuveiði í mörg ár. Góðann afla almennt, sem eykur björg í bú. Þá er gengi krónu í lækkunarferli.

Í stað þess að sætta sig við það, að sú litla hækkun lífskjara er átti sér stað sl. ár, gangi þannig til baka.

Þá tekur ríkisstjórnin þá ákvörðun, að þess í stað búa til nýjan skafl - sjá lagabreytingu að ofan.

En þ.e. einungis skammtímaredding, eins og ég útskýrði að ofan, bjargar í reynd ekki þessum lífskjörum lengra fram litið.

Þessi aðgerð býr til ný vandamál fyrir næstu ríkisstjórn - sem fær þá þann kaleik að vinda ofan af þeirri vitleysu sem búið er að búa til. 

En sú afvinding verður því sársaukafyllri því hærri sem skaflinn sem vinda þarf ofan af, verður orðinn.

Og auðvitað munu núverandi stjórnarflokkar ásaka hina nýju ríkisstjórn, fyrir þá tímabundnu lífskjararýrnun sem mun eiga sér stað, þegar sá skafl er tekinn niður.

En með því að koma hlutum í sjálfbært ástand - þá batna langtímahorfur!

Á hinn bóginn, er sennilega ekki nóg að taka einfaldlega höftin niður, en því miður verður sumt ekki tekið svo auðveldlega til baka, úr þessu er sennilega ekki um annað að ræða en að nota AGS peningana.

Og þá þarf að leysa þann vanda, að sú skuldaaukning dregur úr trausti á Íslandi, með því að framkalla nýja innkomu þ.e. í formi gjaldeyristekna.

Það verður sennilega ekki gert nema með því að fá af stað nýjar stóryðjuframkvæmdir.

En þá aukast framtíðagjaldeyristekjur landsins, sem eykur traust á landinu - sem þá dregur úr hættu á fjármagnsflótta.

Úr því sem komið er - er sennilega ekki um annað að ræða, en að taka eitt stykki risaframkvæmd eða tvo stykki.

Hitt að safna fé, hefði verið valkostur ef gert strax des 2008, þá í verstu krýsunni hefðum við komist upp með að setja á innflutningshöft - en ekki úr þessu!

Með því að hafa klúðrað losun hafta, hefur ríkisstjórnin og þar með VG, í reynd gulltryggt sýnist mér, að losun hafta verði ekki framkvæmd, nema í því samhengi að risaálframkvæmdir verði settar í gang.

 

Niðurstaða

Því miður er það að koma í kollinn á okkur, að hafa tekið að láni allt þetta fé frá AGS. En þ.e. ekki vafi á því, að krónan er að lækka á nýárinu vegna þess, að grreiðslur hefjast af AGS á þessu ári. Þá þarf að tryggja nægann gjaldeyrisafgang, svo að gjaldeyrissjóður landsmanna rýrni ekki við þær greiðslur. Og eins og sést hefur, þrátt fyrir góð aflabrögð - bestu loðnuvertíð um nokkurt árabil, þarf samt krónan að lækka.

En gengið í dag sníst nánast ekki um annað, en það að stýra því að til staðar sé nægur afgangur.

Auðvitað tala menn um "lélega krónu" því gengið er að lækka - en þeir sem segja þetta, láta alveg vera að útskýra hvað hefði þá í staðinn þurft að gera. Launalækkanir!

En þörfin fyrir afgang af heildarviðskiptum við útlönd er ekkert minni, þó annar gjaldmiðill ríki hérlendis.

Það sem breytist, er fyrst og fremst það hvaða form það tekur - hvernig afgangurinn er tryggður.

Ef ekki væri unnt að lækka laun, yrði að setja innflutningshöft. En viðbótar skuldsetning til að greiða fyrir halla, miðað við núverandi skuldsetningu landsins myndi ekki koma til greina.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Takk fyrir þetta.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.3.2012 kl. 18:10

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Allt rétt, og auðskilið hverjum þeim sem vill skilja.

Sigurgeir Jónsson, 24.3.2012 kl. 09:18

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Selabankar evru og punds geta hæglega unnir vorgunarsjóði og vogunarríki á langtíma forsendum. Raunvirði  heildar þjóðarsölu [vsk] hefur minnkaði um 2,8% á ári síðustu 3 ár.  Veðja á ppp í framtíðnni á Íslandi næstu 30 ár er misráðið. AGS er millgöngu innheimtuaðili þegar ríki verða ósátt um raunvirði vöruskipta, og hefði er að ríkið sem ekki stendur í skilum [hefur fallsað raunvirðið] biður AGS um að stöð við að standa í skilum. Seka ríka ber náttúrulega kostaðinn. SDR er sérstöst yfirdráttar heimild, eða bakveð í raunþjóðartekjum allra ríkja Sameinuðþjóðinna, geti vanskila ríkið ekki uppfyllt sínar útfærslur á greiðslu plönum AGS [það er ríkjanna sem sem svindlað var á].   

Íslendinga síðust 30 ár skilja ekki hvað bakveð merkir.  Því þá færu er leifð hér veðsöfn sem fara úr veðböndum. Það er stækka í tíma. Veðsafn er: einingarveðskuld x fjöldi greiðenda x fjöldi ár  til þroska á safni. Þetta er Volume Rúmmál veðsafnsins. Um það gildir að í heildina litið eru allar veðskuldir [ekki bara útborganir]  að lægri upp en heildar alþjóðlegt fasteigna veðmat allra bakveðanna.

Eftir 2000 var ekkert ríki sem treysti fávitum íslends, Vogunasjóðir tók mikið í afföll til að tryggja sig. UK hefur unnið þorska stríðið og fær allan afla hér á hálfvirði miðað við þega UK veiddi hann sjálft. Ísland er komið með langvarandi lægri þjóðar tekjur ppp á íbúa en hinl Norðurlöndin. Útlendingat lána út áraunvirði þjóðartekna þeirra ríkja sem eru aflögu fær. Reynsla er ekki komin á hvort hægt er skerða eftirspurn innlands meira almennt séð.  

Skattar, vextir, tryggingar, skyldu upp-sparnaðarsöfnun og skyldu upp lífeyrissparnaðarsöfnun, skerða rauntekjur PPP á hverju ári. Hér hlutfallslega langmest í öllum heiminum. Heildar Fasteigna veðmati er heldur ekki í neinu samræmi við langtíma ráðstöfunar tekjur á eftirspurnar markaði á Íslandi.

Bókhalds lögleg uppsetning [system : getur þýtt kerfi] á fjármálum í grunni Meiri háttar ríkja er allstaðar eins síðustu 1000 ár. Hér er talað um hann en nýtt kerfið fyrir Ísland.
Koma veðsöfnu í bönd lá beinnt við og minnka fjámálgeirann ekki vsk, hraðar en raunþjóðartekjurnar.   Breyta 30 þúsund Íslendingum, með námslenginu og námlánum í tekju stofna til að taka erlend lán fyrir 30 þúsund nýja skuldþræla og leigendur sem vinna við vsk. eða í raun þjóðartekjugeirum stemmir við fyrstu sín í bókhaldi skammsýnna en gengur ekki upp lengur en 25 ára veðsöfn í grunn efnahags. Stofnhlutir [hrein reiðufé] alvöru grunnrekstrar fyrirtækja [vsk. max 1,99 %] fara í greið fyrir grunn fasteignir. 30 ára veðskuldir starfsmanna semn allar greiðast niður á móti viðhaldi [60% á 30 árum] mynd bak veð Prime AAA+++ langtíma varsjóða erlendis. IRR jafnstreymið fylkisins safnsins er með fast rúmmál: skila sama raunvirði á öllu tíma í sæmræmi við PPP tekjur þjóðar.

Júlíus Björnsson, 24.3.2012 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 857479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband