Sterkar vísbendingar um efnahagssamdrátt á evrusvæði fyrstu 3 mánuði ársins!

Það er bráðabirgða niðurstaða MARKIT.COM sem birtir reglulega margvíslegar vísitölur og tölulegar kannanir, sem mikið er fylgst með. Í þetta sinn eru það bráðabyrgðatölur sem gefa vísbendingu um efnahagsframvindu á evrusvæði sl. 3 mánuði.

PMI eða "pöntunarstjóra vísitala" byggist á spurningum sem MARKIT sendir til pöntunarstjóra helstu fyrirtækja á evrusvæði, og bráðabyrgðaniðurstöður eru á grundvelli 85% svara, að sögn MARKIT.

Tölur yfir 50 þíða vöxt, tölur undir 50 þíða samdrátt, og 50 er kyrrstaða.

Ef PMI er undir 50 þá er samdráttur í pöntunum, sem er vísbending um samdrátt í starfsemi fyrirtækjanna á næstu vikum.

Eurozone slides back into recession as output falls at stronger rate in March

  • Eurozone PMI Composite Output Index(1) at 48.7 (49.3 in February). 3-month low.
  • Eurozone Services PMI Activity Index(2) at 48.7 (48.8 in February). 4-month low.
  • Eurozone Manufacturing PMI (3) at 47.7 (49.0 in February). 3-month low.
  • Eurozone Manufacturing PMI Output Index(4) at 48.8 (50.3 in February). 3-month low

Fyrsta vísitalan er samsett úr PMI fyrir iðnframleiðslu og þjónustu, sem sagt meðaltal þeirra.

Skv. MARKIT samsvara tölur þeirra yfir tímabilið frá áramótum, milli 0,1-0,2% efnahagssamdrætti á evrusvæði sem heild.

Þannig, að ef evrusvæði er tekið sem heild, þá sé það komið í milda kreppu.

Auðvitað er þetta dálítið villandi, því enn er það svo, að sum löndin eru enn með hagvöxt á sama tíma og nokkur önnur eru í kreppu.

En þ.s. vekur ekki síst athygli, er að það virðist hægja á Þýskalandi í mars!

Slowest private sector expansion so far in 2012

  • Germany Composite Output Index(1) at 51.4 (53.2 in February), 3-month low.
  • Germany Services Activity Index(2) at 51.8 (52.8 in February), 4-month low.
  • Germany Manufacturing PMI(3) at 48.1 (50.2 in February), 4-month low.
  • Germany Manufacturing Output Index(4) at 50.5 (53.9 in February), 3-month low. 

Nýjustu tölur sýna að pantanir hjá þýskum fyrirtækjum eru þær lélegustu síðan í desember.

Spurning hvort að kreppan á Spáni og á Ítalíu sé farin að skila sér til Þýskalands?

Skv. MARKIT eru tölur þeirra fyrir Þýskaland frá áramótum, í samræmi við mildan hagvöxt upp á 0,2%.

Svo hægir einnig á í Frakklandi!

French private sector output slides back into contraction in March

  • France Composite Output Index(1) falls to 49.0 (50.2 in February), 4-month low
  • France Services Activity Index(2) remains unchanged at 50.0
  • France Manufacturing PMI(3) drops to 47.6 (50.0 in February), 4-month low
  • France Manufacturing Output Index(4) declines to 47.0 (50.8 in February), 7-month low

Spurning hvort að Frakkland lendi aftur í því eins og á 3 fjórðungi sl. árs, að vera akkúrat í kyrrstöðu þ.e. hvorki samdráttur né beint mældur hagvöxtur. En minnkun nú kemur á móti mildri aukningu á undan.

MARKIT er ekki með nýjar tölur enn fyrir Spán og Ítalíu, en það verður áhugavert að sjá slíkar tölur, sem væntanlega koma út á næstu dögum.

  • En tölurnar virðast staðfesta það að Þýskaland rétt svo sleppi við samdrátt.
  • En Frakkland virðist rétt svo hanga á blábrúninni.

Spurning hvað gerist síðar á árinu, þegar reyna fer meir á samdráttaraðgerðir evr. stjórnvalda - m.a. viðbótar niðurskurð sem á að framkvæma í Þýskalandi, miklar viðbótar niðurskurðar aðgerðir á Spáni sem ekki eru enn komnar til framkvæmda. Ekki má gleyma Mario Monti sem er með harkalegan niðurskurð í gangi á Ítalíu, aðgerðir sem eru ekki enn farnar að bíta að ráði.

En ef ég ætti að þora að spá um það - þá ætti þetta rökrétt að þíða það að þetta ár verði nokkurn veginn endurtekning á sl. ári, þ.e. tiltölulega betri fyrri helmingur síðan mun slakari seinni helmingur.

Í fyrra var þó uppgangur í hagvexti á seinni helmingi - þannig að miðað við það, þ.s. núr er mild kreppa heilt yfir litið, þá myndi verri seinni helmingur þýða dýpkandi kreppu.

 

Niðurstaða

Kreppan á evrusvæði er rétt farin að hita upp. Ekki farin af stað fyrir alvöru. En Mario Monti ætlar að skera niður á Ítalíu ríkisútgjöld um rúmlega 3% af þjóðarframleiðslu beint ofan í efnahagssamdrátt. En þ.e. kettlingur við það sem Rajoy forsætisráðherra Spánar ætlar að gera, þ.e. rúml. 5% af þjóðarframleiðslu. 

Ég óska sérstaklega Rajoy góðs gengis, en svo djúpur niðurskurður virðist á ystur mörkum þess framkvæmanlega, í hagkerfi sem þegar er með kringum 50% atvinnuleysi ungmenna, og nærri 23% almennt atvinnuleysi. Á erfitt með að sjá hvernig Spánn á að sleppa við gríska hagkerfishjöðnun - ef þessu verður hrint í framkvæmd, en fátt bendir til nokkurs annars.

Economic gloom puts dark cloud over Iberia

Svo má ekki gleyma því, að Holland er einnig í samdrætti, sem kemur sjálfagt einhverjum á óvart, og þar kom óvænt í ljós í þessum mánuði, að samdrátturinn hafði framkallað yfirskot í ríkishalla - svo allt í einu þarf hollenska ríkisstjórnin sem mikið hefur látið um skussana í S-Evrópu, að fara sjálf í það verk að skera meir niður.

Höldum áfram að fylgjast með vanda evrusvæðis í fréttum!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 857479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband