Kína herðir tökin á lögfræðingum!

Það virðist í gangi umtalsverð spenna undir kyrru og rólegu yfirborðinu í Kína. En í síðustu viku varð einn af helstu vonarstjörnum kommúnista flokksins í Kína undir í valdabaráttunni. Það er Bo Xilai, en tilkynnt var um að hann hefði látið af störfum sem yfirmaður flokksins í Chongqing héraði í sl. viku. En fram að þeim degi, var hann talinn einn af líklegri framtíðar valdamönnum innan Kína.

Þetta er víst fyrsta sinn síðan 1989 í tenglum við Tianamen torg drápin, að svo háttsettum einstakling er ítt til hliðar með svo áberandi hætti - en talið er að líklega sé hann í stofufangelsi, jafnvel ættingjar einnig.

Það er sem sagt bitist um völd, en það verða á næstunni kynslóðaskipti í æðsta ráði Kína þ.e. í haust á þessu ári, og má fastlega reikna með því að innanflokks átökin snúist um það, hverjir akkúrat munu skipa sætin í æðsta ráðinu næstu árin. Eða þangað til þeir munu einnig láta af völdum.

En það virðist í dag ríkja skipulag þ.s. æðstu menn ríkja í tiltekinn takmarkaðann tíma. 

Fylkingar fá sína menn inn, en það geti verið breytileg hvaða fylking hefur hvaða embætti, og því hve mikil völd.

Þannig séð framför frá því, að það ríkti einn maður með alla þræði í sinni hendi. 

Sumir telja að Bo Xilai hafi verið orðinn of vinsæll - talinn ógna jafnvæginu milli fylkinga, en hann lét á sér bera, kom reglulega fram í fjölmiðlum, gerði sér far um að verða þekktur meðal almennings.

Fylkingar hafi óttast að hann yrði of sjálfstæður - og liti ekki stjórn.

Ótinn um nýjann ofurforingja hafi skotið rótum.

Þetta veit maður náttúrulega ekki - en að fylgjast með Kína, valdabaráttu þar virðist líkjast svokallaðri "Kremlinologi" þ.s. leitast var að gíska á hvað væri raunverulega í gangi, út frá mjög lítilfjörlegum oft á tíðum vísbendingum.

 

Eitt sem getur verið vísbending um aukna spennu er áhugaverð breyting sem hefur verið framkvæmd:

China tightens grip on lawyers: "We promise to faithfully carry out the sacred mission of legal work under socialism with Chinese characteristics, to be loyal to the motherland, to be loyal to the people, to support the leadership of the Chinese Communist party."

Þetta er nýr eiðsstafur sem þeir sem vilja verða lögfræðingar í Kína, eða vilja endurnýja réttindi sín sem lögfræðingar; verða að sverja.

Það áhugaverða er, að áður var ekki krafist slíks eiðs um hollustu við flokkinn.

Þó það hafi í reynd verið þannig, að ólíklegt væri að nokkur fengi réttindi, sem ekki væri flokksbundinn.

Þrír möguleikar virðist mér til staðar, að í dag sé unnt að verða lögfræðingur í Kína án þess að vera meðlimur í flokknum.

Þannig að flokkurinn ætli sér að herða tökin á stéttinni.

Eða að til standi hjá flokknum að slaka á því að lögfræðingar séu félagar í flokknum, en þá á móti sé ákveðið að þörf sé á slíkum eiðsstaf.

Þriðji möguleikinn er auðvitað að það sé verið að herða tökin vegna þess, að það standa yfir leiðtogaskipti.

Pu Zhiqiang þekktur mannréttinda-lögfræðingur, telur þetta geta valdið lögfræðingum vanda, því þeir sem brjóta lög í Kína, séu ekki síst oft sjálfir á vegum flokksins - en spilling sé mjög útbreidd.

Spilltir yfirmenn, muni geta beitt þessu fyrir sig, til að koma í veg fyrir að lögfræðingar geti beitt sér til að aðstoða fólk, sem er að berjast fyrir því að leiðrétta misrétti sem það hefur verið beitt, af spilltum embættismönnum.

Pu Zhiqiang bendi einnig á, að eftirlit með smáskilaboða netsvæðum hafi verið hert. 

Að auknu fé hafi verið varið á þessu ári til löggæslu og öryggisgæslu.

Skv. fjárlögum sé meira fé varið í lögregluna og innri öryggisgæslu, en til hersins.

Auðvitað getur þetta alltaf verið tímabundið ástand - vegna leiðtoga skiptanna framundan.

 

Niðurstaða

Fall Bo Xilai er víst mesta fall einstaklings innan raða kínv. kommúnistaflokksins síðan 1989. Þetta getur bent til þess, að spennan við leiðtogaskipti sem nú eru framundan í Kína, sé óvenju mikil. Hið minnsta mun meiri en hefur verið um nokkurt skeið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 857479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband