20.3.2012 | 23:43
Er Portúgal næsta Grikkland?
Það hefur farið um netheima sem eldur í sinu, viðtal við Mohamed El-Erian forstjóra PIMCO, sem er eitt af stærstu fjármálafyrirtækjum heims og það stærsta í heiminum í reynd í því að ávaxta peninga annarra. En PIMCO er í reynd ávöxtunarsjóður, með veltu upp á þúsundir milljarða bandarískra dollara.
- Það er bissness PIMCO að vita betur en aðrir, hvar skal ávaxta peninga.
- Og á sama tíma, hvar ekki.
- Þess vegna, er hlustað á það þegar Mohamed El-Erian opnar munninn.
Reuters: PIMCO chief El-Erian says Portugal to be the next Greece
Telegraph: Pimco chief Mohamed El-Erian expects 'second Greece in Portugal
Það sem fjölmiðlar eru að birta eru glefsur úr viðtali við herra El-Erian í Der Spiegel.
"Asked whether he expected Portugal to have become the next Greece by the end of this year, Mohamed El-Erian told the magazine: "Yes, unfortunately that will be the case"."
"Portugal's economy is forecast to contract 3.3 percent this year - its deepest slump since the 1970s - as the government implements austerity measures under a 78 billion euro (65 billion pound) bailout from the European Union and International Monetary Fund."
"El-Erian, also co-chief investment officer of PIMCO, said he expected Portugal's first bail-out package will be insufficient, prompting it to ask the EU and IMF for more money."
""Then there will be a big debate about how to split the burden between the EU, creditors, the IMF and the European Central Bank. And then financial markets will become nervous because they are worried about private sector participation," he told the magazine in an interview published on Sunday."
"El-Erian said this year would show whether the euro zone will fall apart or become a smaller but stronger entity, with the first option being "less likely but definitely not to be ruled out"."
"He expected the euro zone could emerge from its crisis very quickly if its members "finally took the initiative"."
""There is a lot of money waiting on the sidelines to see what happens. A lot of money," he said, adding executives would start investing again as soon as there was clarity on how the situation in the euro zone will develop."
Það sem El-Erian bendir okkur á, er að mjög nýlega hafa einka-aðilar verið neyddir til að taka 70% afskriftir á skuldum gríska ríkisins í þeirra eigu.
Traust sé í dag orðið mjög brotakennt milli fjárfesta og evr. pólitíkusa og aðila á vegum stofnana ESB.
En fjárfestar urðu vitni að því, að Seðlabanki Evrópu setti sjálfann sig á sama stall og AGS, og neyðarlánasjóð evrusvæðis.
Þ.e. að þeirra kröfur hefðu forgang - útkoman var að einkaaðilar tóku allan skellinn meðan opinberir aðilar, a.m.k. enn sem komið er, hafa ekki afskrifað neitt.
Skiljanlega munu einkafjárfestar óttast svipaða útreið vegna Portúgals - en skuldir Portúgals eru í reynd umtalsvert meiri en skuldir Grikklands, ef skoðað út frá heildarskuldum hagkerfis.
Þó svo að skuldir portúgalska ríkisins séu minni en skuldir gríska ríkisins.
En málið er, að gríðarleg skuldabyrði almennings og fyrirtækja, dregur mjög úr mögulegum hagvexti - þannig að þær skuldir hafa áhrif á getu portúgalskra stjv. til að greiða af eigin skuldum, þó þau áhrif séu óbein.
Frekari samdráttur hagkerfisins gerir auðvitað íllt verra, því þá minnka tekjur ekki einungis ríkisins heldur þeirra sem eru þáttakendur í hagkerfinu, en bera megnið af skuldum hagkerfisins.
Það þíðir að almenningur og fyrirtæki, þurfa þá enn meir að minnka við sig svo unnt sé að standa við greiðslur - og það dregur enn meir úr neyslu og fjárfestingum.
Hætta á víxlverkan virðist augljós þ.e. að ef ríkið sker niður sem minnkar umsvif þess innan hagkerfisins, þá neyðist fyrirtæki og almenningur til þess að gera slíkt hið sama.
Þá minnki tekjur ríkisins aftur, og hallinn reynist meiri en reiknað var með - svo aftur sé gripið til niðurskurðar - - > Sagan endurtaki sig, svo koll af kolli.
Þó að niðurspírallinn sé ef til vill ekki eins hraður og í Grikklandi, þá sé hann þó klárt fyrir hendi.
- Það virðist gersamlega augljóst að Portúgal þarf nýjan björgunarpakka fyrir lok þessa árs!
- En fulljóst virðist að það er ekki nokkur minnsti möguleiki á því, að Portúgal komist út á skuldabréfa markaði á nk. ári, eins og nú er miðað við.
- Líkur eru reyndar á því að sama gildi um Írland, sem einnig skv. núgildandi áætlun á að fjármagna sig sjálft á skuldabréfamörkuðum frá og með miðju nk. ári.
- Írland lýtur reyndar mun skár út - en þó er talið af mörgum ólíklegt að það geti fjármagnað sig á viðunandi kjörum svo snemma sem á nk. ári. Svo annar björgunarpakki sé líklega einnig nauðsynlegur fyrir Írland.
Punkturinn er - - að ef Evrópa leysir mál Portúgals með sambærilegum hætti og mál Grikklands, þ.e. með því að láta einkafjárfesta blæða, meðan opinberir aðilar taka engan hluta skellsins á sig.
Þá muni það hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir markað fyrir ríkisbréf S-Evrópu sem heild.
Niðurstaða
Mjög áhugavert að sjá aðila eins og Muhamed El-Erian taka svo afráttarlaust af um það, að Portúgal sé á leið í "Björgun 2." En herra El-Erian er ekki að segja neitt annað en þ.s. er augljóst.
En það hentar stjv. í Evrópu og stofnunum ESB, að láta svo að Portúgal muni geta látið dæmið ganga upp.
Sennilega a.m.k. framyfir forseta-kosningar í Frakklandi.
A.m.k. þangað til verður þess gætt, að engar neikvæðar fréttir komi frá stofnunum ESB.
Samantekin ráð stv. Frakklands og Þýskalands.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.3.2012 kl. 12:36 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 857481
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hárrétt, Mohamed El-Erian ofl. hafa gefið þetta í skyn lengi og nú fullyrt að Portúgal fari þessa leið. Raunar forðast hann og aðrir stórir flest Evrópsk ríkisskuldabréf vegna smithættunnar. En nú er svo komið að markaðirnir fengu nóg af umfjöllun um Grikkland og skuldavanda Evrópu, þannig að t.d. á Bloomberg er nær einungis rætt um fyrirtæki. Eftir að Evrópska pólítíkin tók við skuldabréfamarkaðinum, þá er ekki hægt að stunda þau viðskipti, því að enginn veit hvað hvert ríki og Evrópski Seðlabankinn með AGS og ESB tekur upp á næsta dag.
Ameríkanar snúa sér núna að Ameríkumarkaði. Evrulöndin eru í slíku feni að þau verða að bjarga sér sjálf, sem þau eru vanfær um.
Ívar Pálsson, 21.3.2012 kl. 09:53
Portugal, Spánn, Ítalía, A-EU stjórnsýslurnar er búið að temja síðustu 100 ár.
Norður Ameríka byrjaði að byggja upp neytenda markaði í ríkjum utan EU 1971 og fyrir 2000 voru USA fjáfestar farnir að fara frá EU, og um 2005 voru þeir sem ekki voru farnir að kaupsér tryggingar fyrir næsta aldar ebhagssamdrætti í EU. Efnislegt raunvirði er takmarkað. EU 8,0% heimsins er ekki sjálfbær um alla málma, og þjóðverjar síðust 5 ára hafa skorðið niður Íbúfjöldan hjá sér um 1,0% á ári sem sannar að þeir ætla að tryggja sömu eftirspurn á íbúa á þessari öld.
Júlíus Björnsson, 21.3.2012 kl. 10:48
Annað vandamál varðandi Portúgal er að 25% af öllum eigum fyrirtæki í landinu eru í eigu Spænskra fyrirtækja. Þannig er hægt að segja að Portúgal er einn af myllusteinum um háls Spánar
Ómar Gíslason, 21.3.2012 kl. 11:58
Já, þ.e. víst rétt hjá þér Ómar Skapti.
Já Ívar - Evrópa virðist standa frammi fyrir í besta falli langvarandi stöðnun, en sennilegar grunar mig, "stagflation."
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.3.2012 kl. 12:12
EU [þýskland] í byrjun 20. aldar sá fram að námur myndu ekki endast í 100 ár. 1971 hófst 30 ára undibúningur til að jafna efnilega neyslu vaxandi millstéttar um jörðin alla. Í viðauka við Lissabon er þett virðurkennt réttlætismál en EU vill meina að þurfa að gerast mjög hægt. Hér áður fyrir 1970 vöru uppboð matvæla markaðir í öllum borgum heims utan Íslands, þar voru seldir margir gæðaflokkar af sömu matvælum, keppst var um að selja raunvirðsauka það er gæða vörumerki í fjölda smásölu verslana í öllum borgum. Matvælakostnaður CPI neytenda hefur lækkað mikið síðust 40 ár. Það veit engin um raunvirði matvæla í núverandi framsetningu. Þatta er kallað hagræðing í stórborgum. Á móti minnkandi framboði af efnislegu raunvirði á vesturlöndum hefur vægi huglægs raunvirðis vaxið mismunandi mikið og með mismundandi vinsælum áherslum. Svo sem sala á peningum úr ríkisjóði fyrir peninga til almennings. Einnig [á Vesturlöndum]var slakað á mennta kröfum almennings námtími lengdur til að minnka starsvæfi og skapa fleiri störf. 5 vinna oft það sem einn vann áður í andlega geiranum. Þeir sem fylgjast ekki með stóru heimsmálunum og þekkja ekki sögu eða landfræði skilja greinilega hlutina eins og blindar borgarmýs. Toppur tekur fullt mark á formsatriðum.
Júlíus Björnsson, 21.3.2012 kl. 12:33
Fjárlagarammi [þingið samþykkir] EU Miðstýringar er í and meirháttar EU Ríkja. Fyrst er staðfestur sá fjölæri í grunninum það er skuldbingar sem varða m.a. annars hlutfallslegu grunnskiptinguna og eru þá lengri en 61 mánuður. Síðar er staðfestur sá til 5 ára. Afgangur er svo það sem er til ráðstöfunar til umræðu það árið: verkefni neðri deildar.
Júlíus Björnsson, 21.3.2012 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning