Evrópa þarf að nýta vel það hlé á grikklandskrýsunni sem Evrópa kaupir með "Björgun 2."

Það er alveg klárt að grikklandskrýsan verður einungis í pásu um stund, þ.e. "Björgun 2" sé ekki nema skammtímalausn. Þó svo að einkaaðilar séu að afskrifa 100ma.€.

Þ.s. verra er, að "Björgun 3" verður miklu mun erfiðari, því nú er einkaaðilar hafa afskrifað svo mikið samtímis því sem aðildarríki evru hafa veitt Grikklandi enn frekari lán; þá er það nú svo að meira en helmingur skulda Grikkland eru nú í eigu opinberra aðila.

  • Þ.e. björgunarsjóðs evrusvæðis sem aðildarríkin eiga, því eiga þau í reynd þær skuldir.
  • Seðlabanka Evrópu, en hann hefur veitt mikið fé til stuðning grískum bönkum, tekið á móti verulegu magni grískra ríkisbréfa sem veð á móti veittum neyðarlánum. 

En þetta þíðir, að í tengslum við "Björgun 3" verður engin undankoma frá því, að opinberir aðilar afskrifi - - og það verður pólitískt sprengiefni.

Því þá þurfa leiðtogar og ráðherrar, að segja þjóð sinni að þeir hafi tapað skattfé hennar - sem augljóslega verður ekki vinsælt. Það má því reikna fastlega með því, að hlaupið verði eins og köttur í kringum heitann graut, og það marga hringi, áður en slík afskrift verður samþykkt.

Óvíst er þó hvenær þetta gerist, en það má telja öruggt að samdráttur í Grikklandi verður enn meiri í ár en sl. ár, er hann varð 6,6% - - þ.e. mun hærri en spá stofnana ESB um cirka 4,5% samdrátt.

En þær hörðu viðbótar sparnaðaraðgerðir sem grísk stjv. hafa verið neydd til að undirgangast, munu magna samdráttinn enn frekar - - ekki má heldur gleyma verulegum samdráttaraukandi áhrifum launalækkana sem þeir skulu framkv. þ.e. 22%. 

Svo fastlega má reikna með kringum 7-8% samdrætti í ár.

Ef það er niðurstaðan, fer þegar á næstu mánuðum að myndast hola í "Björgun 2" -  þ.e. ljóst verður að tekjuhalli Grikklands verði meiri en áætlað var, og því dugi féð ekki eins lengi og til stóð.

Að auki, er nær útilokað að Grikkland fari aftur út á skuldabréfamarkaði 2015, eins og nú stendur til.

Ég held þó að björgun 3 muni eiga sér stað vel fyrir 2015, jafnvel þegar á næsta ári.

Að auki, muni þá ESB standa frammi fyrir "Björgun 2" fyrir Írland og "Björgun 2" fyrir Portúgal.

En það má þó vera, að samningaviðræður um þær aðgerðir hefjst þegar í haust.

 

Evrópa þarf að nýta þann stutta millibilstíma sem nú stendur yfir!

Despite Progress, Euro Crisis Is Far From Over

Evrópa hefur keypt sér smá frið - ekki lengi. En hugsanlega allt að því hálft til heilt ár.

Þetta er sá tími sem Evrópa hefur, til að styrkja stöðu sína, svo þegar vandræðin snúa til baka þá verði þau ekki til þess, að skapa á ný tilvistarkreppu fyrir evruna.

En ef þetta á að takast, þarf að láta hendur standa fram úr ermum, og grípa til öflugra aðgerða til að styrkja við möguleika til hagvaxtar.

Þ.e. það mikilvægast sem þarf að framkvæma á næstu mánuðum og vikum, svo tiltrú á hagkerfum Evrópu vaxi; svo þegar vandræðin snúa aftur til baka verði auðveldar að ráða fram úr þeim.

Ef menn á hinn bóginn, slaka á klónni - halda að vandinn sé farinn, ekki þurfi að grípa til óvinsælla aðgerða; þá geti Evrópa og evrusvæðið, aftur á ný lent í sömu tilvistarkreppunni sem var svo skæð fyrri hluta vetrar.

Ég bendi á mjög áhugaverða grein fyrrum Bankaráðs mansn, innan Seðlabanka Evrópu:

Lorenzo Bini Smaghi - Has Europe learnt from the mistakes made in Greek debt crisis?

 " [The current strategy] means helplessly observing the widening of credit default swap spreads on sovereign bonds until it becomes obvious that the country in question will not be able to refinance itself in the markets; then publicly denying that restructuring is even an option, but privately considering involving private creditors and even discussing the details with some market participants; finally, hastily putting in place an additional package and asking the various countries’ parliaments for approval, which they might be willing to consider… but only in exchange for debt restructuring.

Unless this approach is quickly abandoned, Greece will turn out not to be an exception after all. Markets would turn to the next prey, like in Agatha Christie’s Ten Little Indians. Who will be next? Ireland? Spain? Italy? Where would the process stop?"

"The alternative strategy is to immediately build a firewall that would ensure Greece is an exception."

  1. First, it should be recognized right away that Portugal may not be able to return to markets next year and needs an additional bailout package.  If it is unable to finance itself until 2016, it will need approximately 100bm.€. The European Financial Stability Facility has sufficient capability to provide these funds."
  2. "Second, the same could be done for Ireland, which requires an additional 80bn.€. The procedure to allocate funds should be started right away by the national and European authorities."
  3. "Third, the size of the ESFS and European Stability Mechanism should be further increased to allow them to provide additional funds to other countries."
  4. "Fourth, the International Monetary Fund's European shareholders should arrive at its spring meetings with sufficient support from other advanced economies, incluting the US, and from emerging market to obtain an increase in the funds available to the IMF."

"...Only by acting forcefully, in anticipation of what markets will focus on next rather than under their pressure, can European authorities convince us that Greece was an exception and prove their commitment to d all that is needed to preserve the currency."

Áhugavert er, þegar skoðað er hvað er á aðgerðalista Bini Smaghi, að hann er nánast sá hinn sami og fyrri hluta árs í fyrra!

En allt sl. ár var rifist um hugsanlega stækkun björgunarsjóðs evrusvæðis, og við endann á árinu var ljóst að allar þær tilraunir höfðu mistekist.

Sú umræða er aftur komin af stað, og enn sytur hún pikkföst í akkúrat sama farinu, og hún sat pikkföst allt sl. ár.

Ekki góðs viti.

 

Ég tek annars undir margt af því sem Bini Smaghi skrifar - sérstaklega það að nauðsynlegt sé að stjórnendur evrusvæðis, hisji upp um sig buxurnar og hætti að vera með viðbrögð við krýsum, þess í stað fari að byrgja brunna - þ.e. "proactive."

  • En augljóst er að Portúgal og Írland munu þurfa aðra björgun bæði löndin!
  • Í dag hamast aðilar hverjir um þverann, um það að afneita þessu.
  • Þó er vaxtakrafa á Portúgal hratt vaxandi - markaðurinn klárt að spá landinu greiðsluþroti, augljóst að ekki er möguleiki á því að Portúgal fari inn á lánamarkaði á nk. ári.

Hið augljósa skynsama, væri að viðurkenna þ.s. við blasir, og fara að undirbúa framhalds björgun beggja landa, þó svo það sé í andstöðu við innanlandspólitík í báðum löndum.

 

Einmitt með því að byrgja brunna - þá myndi evrusvæði skapa aukana tiltrú.

Enn er þó ekkert sem bendir til annars en að sama stefna ætli að ríkja áfram, þ.e. afneita vandanum fram á síðustu stundu.

Sem einmitt skapar hættu á því, að tilvistarkreppa evrunnar snúi aftur til baka af krafti!

 

Niðurstaða

Evran er langt í frá úr hættu. Sannarlega hafa aðgerðir Seðlabanka Evrópu stórfellt dregið úr bráðahættunni, þ.e. 3 ára neyðarlánin frægu til evr. bankastofnana. En þeir hafa nú fengið rúmlega 1.000ma.€ í slík neyðarlán.

Að auki, virðist sem að aðgerðir til björgunar Grikklandi þ.e. þær nýjustu, að líkindum muni kaupa nokkurn tíma. Sé því nýtanlegur biðleikur.

En þá þarf að vera skilningur á því, að enn sé brýn þörf fyrir erfiðar ákvarðanir. 

En því miður virðist áframhaldandi sofandaháttur enn ríkja, þ.e. að afneita vandanum fram á síðustu stundu.

Þannig að líkur virðast litlar á því að Evrusvæði kúpli frá því að bregðast við krýsum á lokafresti yfir í að byrgja brunna áður en krýsan er kominn, virðist ólíklegt miðað við þær yfirlísingar t.d. að vandi Grikkja sé úr sögunni, engin hætta sé á því að Portúgal og Írland þurfi frekari björgun, og enn stendur í sama stappinu með björgunarsjóð evrusvæðis og á sl. ári.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 857481

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband