12.3.2012 | 22:41
Hvað ætli að Grikkir geri í kosningunum, við mánaðamót apríl - maí?
Ég er með hlekk á nýlegar niðurstöður úr skoðanakönnun á Grikklandi, sjá hlekk:
Greece: Poll shows fragmented political landscape
Skv. niðurstöðunum er enginn einn flokkur með hreinan meirihluta, þó svo skv. grískum reglum fái stærsti flokkurinn alltaf sjálfkrafa 50 viðbótar þingsæti.
Líklegast virðist að megin hægri flokkur Grikklands, Nýtt Lýðræði - cirka á sama stað á hægri vs. vinstri ásnum og Sjálfstæðisflokkurinn íslenski, verði stærsti flokkurinn að afloknum kosningum.
En engin leið er enn sem komið er, að vita með vissu hvort að stuðningur með núverandi björgunarátætlun svokallaða, muni hafa meirihluta þingmanna eftir kosningar.
En skv. könnunum, þá er meirihluti þings klárt andvígur ef niðurstaða kosninga væri á þá leið, sem t.d. þessar tölur sýna.
Ég hef velt fyrir mér fræðilegu stjórnarmynstri, Nýtt Lýðræði + Lýðræðislegt Vinstri. En seinni fl. var stofnaður 2010, virðist einna helst fá atkvæði óánægðra fyrrum PASOK-a.
Varðandi hina vinstri flokkana Róttækt Vinstri og Kommúnista, má vart á milli sjá hvor flokkurinn er verri eða væri meir ragnarrök fyrir Grikkland, að ef næði völdum. En fyrri flokkurinn er harður anti-glóbalista flokkur, sem sagt - mætti kalla það, ný róttækni á vinstri væng. Meðan að grískir kommúnistar, eru enn þann dag í dag, eftir því sem best verður séð, alvöru kommúnistar.
Það virðist vera dreifing á fylginu, og að óvenju margir flokkar nái upp fyrir 3% múrinn.
Sjá niðurstöður könnunar!
Ríkisstjórnin:
- Nýtt Lýðræði - Nea Dimocratia: 28%.
- Sósíalistar/kratar - PASOK: 11%.
- Sjálfstæðir Grikkir - nýr fl. þjóðernissinna: 4%.
- Gullin dagrenning - nýnasistar: 3,5%.
- LAOS - þjóðernissinnar: 4%.
Vinstri til öfgavinstri:
- Lýðræðislegt vinstri - ekki öfgafl.: 16%.
- Róttækt vinstri - öfgavinstri: 12%.
- Kommúnistar - öfgavinstri: 11%.
- Flokkur græningja: 4%.
Aðrar niðurstöður:
- 52% á móti nýlega samþykktum niðurskurðaraðgerðum.
- Þeim sem óttast yfirvofandi greiðsluþrot fækkar í 46% úr 60% mánuðinn á undan.
- 67% telja ennþá, að grikkir hefðu það verr ef Grikkland færi út úr evrunni.
Flest virðist benda til þess að PASOK flokkur grískra krata, ætli sér að fá núverandi forsætisráðherra, Lucas Papademos, sem leiðtoga flokksins - þannig að hann fari fyrir flokknum í kosningabaráttunni, sem þá verður snörp og stutt.
Það er ekki unnt að útiloka að PASOK klóri e-h í bakkann fylgislega séð.
Áhugaverð en mjög óskynsöm útkoma!
Miðað við það að almenningur virðist andvígur núverandi björgunaráætlun, ekki vilja niðurskurðaraðgerðirnar - en á móti virðist vilja halda evrunni.
Þá er það þannig séð fræðilegur möguleiki, að gerð væri tilraun einmitt til að mæta þessum óskum!
Það væri algerlega það versta mögulega - því um leið og ljóst er að Grikkland er öruggt á siglingu í þrot, þá mun bresta á stjórnlaus fjármagnsflótti úr landinu.
Og mér er fyrirmunað að sjá, hvernig Grikkland ætti að geta einfaldlega fúnkerað í ástandi gjaldþrots og enn innan evru, því það væri engin leið til að stöðva flótta peninga jafn harðan úr landi.
Það gæti því þróast þvílíkur peningaskortur, að hagkerfið myndi detta niður á "vöruskipti" eða "barter."
Sjálft ríkið myndi ekki geta greitt laun með peningum, nema einhverjum vel völdum kjarna. Og alls ekki staðið undir félagslegu bóta- og eða velferðarkerfi.
Það einfaldlega ætti ekki næga peninga.
Alger skortur á trausti á hagkerfinu, myndi koma einmitt þannig fram, að fólk myndi koma peningum jafnharðan undan, út úr landinu.
Eina mögulega leiðin til að stöðva þetta, væri að taka upp drögmu - en þá þarf eiginlega að skipuleggja það þannig að drögmuvæðing eigi sér stað sömu helgina og ákveðið er að landið muni ekki standa við hið svokallaða björgunarprógramm.
Um leið og búið er að skipta innistæðum í drögmur, geta þær hvergi flúið.
Þó svo það sé slæmt fyrir þá sem eiga peninga, þá myndi það koma í veg fyrir að hagkerfið myndi hrynja niður á "vöruskipti" - sem hefði í för með sér mun dýpra hrunástand en fylgir ákvörðun um gjaldþrot í samhengi við drögmuvæðingu.
Klárt er ekki enn búið að koma þessu til skila til almennings.
Niðurstaða
Það verður spennandi að fylgjast með kosningabaráttunni á Grikklandi, en hún ætti að hefjast fyrir alvöru fljótlega. En PASOK er við það að velja sér nýjann formann, og fjölmargir segja það verði Lucas Papademos, núverandi forsætisráðherra - sá sem valinn var til þess af Brussel. Hann er í dag víst þrátt fyrir allt, sá stjórnmálamaður á Grikklandi sem nýtur mestrar virðingar þessa stundina. En það hefur sennilega meir að gera með það litla álit sem grikkir í dag hafa á sinni eigin pólit. stétt, svona sambærilegt ástand hvað það varðar og hér á klakanum.
Mér sýnist enn það geta farið á hvorn veginn sem er, þ.e. hvort það myndast meirihluti á nýkosnu grísku þingi sem áfram mun styðja núverandi svokallaða björgun, eða hvort sá meirihluti verður andvígur þeirri áætlun.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 857481
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning