11.3.2012 | 01:28
Of seint eftir 2005 að bjarga stórfelldur hruni á Íslandi!
En þegar síðla árs 2005 virðast evrópskir bankar hafa verið orðnir tregir til að lána íslensku bönkunum, og þegar hin svokallaða litla krýsa varð 2006 þá skv. orðum Davíðs Oddsonar, rúlluðu bankarnir næstum því allir í einu.
Það sem ég er að segja, er að 3. ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokkk, undir stjórn þeirra félaga Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrínssonar, sem síðan tók við stól forsætisráðherra á árinu 2005 er Davíð fór í Seðlabankann, átti að bregðast við af hörku.
- Þá þegar var hagkerfisbólan komin á flug, þ.e. vaxandi þensla sem kynti undir verðbólgu - því eftirspurn óx hraðar en hagkerfið gat útvegað nýjar bjargir, þannig að verð hækkuðu.
- Í gang var komin víxlverkan milli aukningar útlána, en með því í reynd voru bankarnir stöðugt að búa til meira magn af krónum, í reynd alltof mikið af þeim - og hækkunar vaxta hjá Seðlabanka - sem virtist einungis kunna það eina ráð.
- Vextirnir löðuðu að hvikult fé, sem streymdi inn í hagkerfið, keyrði upp eftirspurn eftir krónum - sem hafði að auki þau hliðaráhrif að auka kaupmátt, sem stuðlaði að enn frekari aukningu neyslu.
- Á sama tíma, falbuðu bankarnir lán á fullu, og eftirspurn eftir lánum til fjármögnunar á neyslu, óx sem aldrei fyrr - en þ.s. kaupmáttur óx á móti, virðist fólk ekki hafa uggað að sér.
- Við ættum flest að muna eftir þessu, en aukin eftirspurn eftir útlánum fór ekki bara í neyslu, heldur varð sprenging í húsnæðislánum, aukinn kaupmáttur leiddi til þess að fj. fólks taldi sig hafa efni á stærra húsnæði, stærri lánum - eftirspurnarbóla varð til á húsnæðismarkaði.
Hver átti að bregðast við?
Ég hef heyrt ímsar afsakanir - t.d. ímissa framóknarmanna sem áður voru í völd í Framsóknarflokknum, og kenna krónunni um ófarirnar.
- Þessu hefur t.d. hann Hallur Magnússon haldið fram, að þ.s. Seðlabankinn var að reyna hefði virkað í hvaða öðrum gjaldmiðli sem er.
Þetta er hlægileg mótbára - en það þarf ekki annað en að skoða hvað gerðist á Írlandi og Spáni, þ.s. svipaðir stjórnarhættir rýktu - þ.e.:
- Að því er virðist algert eftirlitsleysi með útlánum banka.
- Alger skortur á áhyggjum yfir þeim möguleika, að gríðarlegur ofvöxtur í hluta einkahagkerfisins, gæti valdið hagkerfinu og síðan ríkinu búsifjum.
- Stefna stjv. í öllum 3 ríkjum var að keyra á sem mestan hagvöxt.
- Alger blinda fyrir því, að vaxandi viðskiptahalli væri hugsanlega hættuleg þróun.
- Að auki, alger blinda fyrir því að því er virðist, að mjög hröð og jafnharðan stórfelld upphleðsla skulda innan einkahagkerfisins, gæti hugsanlega verið varasöm.
- Málið var, að í öllum 3 löndum var keyrt á mjög svipaðri hagfræði - og í öllum 3 löndum var afleiðingin svipuð, þ.e. gríðarleg tímabundin útþensla á hagkerfinu, sem keyrð var af neyslubólu, mjög hraðri skuldsetningu almennings og atvinnulífs, í öllum 3 löndum urðu mjög stórar húsnæðisbólur; og að lokum var í öllum 3 löndum hrun.
Ég bendi einnig á, en talað hefur verið að sumum með þeim hætti, að hröð hækkun krónunnar þegar Seðlabankinn hækkaði vexti, sanni hve hún er léleg:
- En allir gjaldmiðlar hækka einmitt, þegar seðlabankar taka upp vaxtahækkunarferli.
- Þetta gerði t.d. dollarinn seint á 10. áratugnum, sem var orsök frægra vandræða Argentínu, en þá var Argentína tengd við dollar, og mjög umtalsverð hækkun einmitt dollars gerði útflutningsvörur Argentínu ósamkeppnisfærar, leiddi síðan til gjaldþrots Argentínu árið 2000.
- Varðandi það, að hækkun vaxta leiði til aðkomu hvikuls fjár, sem sanni að krónan enn einu sinni gangi ekki, þá bendi ég aftur á hækkun dollarsins á seinni hl. 10. áratugarins; en hann að sjálfsögðu hækkaði vegna þess að vaxtahækkun skapaði aukna eftirspurn eftir dollar í alþjóðahagkerfinu.
- Eftirspurn sem þannig er búin til er í eðli sínu hvikul.
-------------------------------------------
En svarið við spurningunni að ofan er það, að ríkið - því bar að bregðast við.
- Það var ríkisvaldið sem átti að sjá, að sú stefna að halda áfram að hvetja til hagvaxtar í ástandi, sem þegar einkenndist af augljósri þenslu - var slæm hugmynd.
- Það var ríkisvaldið sem átti að sjá, að vaxandi viðskiptahalli gat ekki gengið til lengdar, hlaut að enda ílla.
- Það var ríkisvaldið sem átti að sjá, að stöðug útlánaþensla bankanna - var ekki að skapa raunverulegan hagvöxt, þó sú útþensla væri að skapa vaxandi mældann hagvöxt.
- Það var ríkið sem átti að sjá, að stöðug aukning skuldsetningar hagkerfisins, gat ekki endað vel.
En ríkjandi hugmyndafræði blindaði, eins og var einnig reyndin á Írlandi og á Spáni:
- Vaxandi hagvöxtur, var litinn velþóknunar-augum - þó svo að atvinnuleysi væri orðið hverfandi, og það þyrfti að flytja inn fullt af fólki til að mæta þeirri umframeftirspurn.
- Það var sagt, að viðskiptahallinn bæri vitni um að íslendingar væru að fjárfesta, og að auknar eignir erlendis, meir en bættu upp þá hröðu skulda-aukningu sem var í gangi.
- Menn þess í stað sannfærðu sjálfa sig um það, að áætlunin um að gera Ísland að ríku bankalandi, væri að heppnast.
Ég ætla ekki að ætla stjórnvöldum að hafa vísvitandi ætlað að gera þjóðinni óleik:
- Þeir sem stjórnuðu, töldu sig vera að sigla þjóðinni inn í nútímann, þ.e. Íslandi frá því að vera hráefna- og matvælaútflytjandi fyrst og fremst, yfir í að vera 21. aldar þjónustuhagkerfi.
- Og ég skil það mæta vel, að sennilega eru vonbrigði þeirra sem leiddu þjóðina inn á þessa braut, mjög sár.
- Í þeim sárindum, leita þeir sér að blóraböggli.
- Nokkrir þeirra telja sig vita hver sá er - þ.e. gjaldmiðillinn.
- Tek fram, að grunnhugmyndin - Ísland bankaland, var ekki endilega brjáluð.
- En framkvæmdin var það!
2005 átti að bregðast hart við:
- Þá var enn unnt að slá á útlánabóluna án þess að risastórt högg myndi af hljótast.
- Það átti sem sagt, að slá á eftirspurn innan hagkerfisins, t.d. með tímabundinni hækkun tekjuskatta. Minnka þannig eftirspurn, með því að minnka þ.s. eftir er af launum þegar skattar hafa verið greiddir. Það hefði þurft að vera veruleg hækkun.
- Ríkið átti auðvitað að framkvæma efnahagsaðgerðir í samráði við Seðlabanka, en samtímis hefði þurft að auka kröfu um lausafjárbindingu og eiginfjárhlutfall - til að neyða bankana til að draga saman seglin hvað útlán varðar.
- Að auki, hefði þurft að knýja bankana til að selja eignir erlendis, en þá var ekki enn skollin á heimskreppa og unnt hefði verið að selja þær á góðu verði.
- Eðlilega hefði hvikult fé leitað úr landi aftur við þessar aðgerðir, og krónan fallið nokkuð við það þ.e. hækkun hennar skilað sér til baka og sennilega e-h rúmlega það.
- Það hefði valdið enn frekari samdrætti neyslu - og þ.s. það var umframeftirspurnin sem var megindrifkraftur verðbólgu á landinu, þó svo að Seðlabankinn hefði ekki lækkað vexti strax endilega í kjölfarið því gengisfallið hefði valdið einhverri tímabundinni verðbólguaukningu, þá hefði verðbólga svo þaðan í frá farið hratt lækkandi og vextir þá farið niður.
En stóra málið er, að þróunin yfir í svokallaða ofurkrónu hefði stöðvast.
Og gengisfallið hefði ekki verið neitt í líkingu við það sem síðar varð, né skerðing lífskjara, og sennilega engin aukning skulda ríkisins.
En ofurkrónan varð til vegna þess, að ríkið kynti undir hagkerfinu - það gerðu bankarnir líka, og samtímis beitti Seðlabankinn bara einu úrræði, þ.e. að hækka vexti.
Sem í samhengi þess að ríkið var að kynda undir og bankarnir samtímis, í reynd virkaði sem þriðja kyndingin.
Sá sem bar ábyrgð á heildarástandinu var ríkisstjórnin - ekki Seðlabankinn.
Það var hún sem bar að taka af skarið!
Eftir að árið 2005 var liðið - var líklega of seint að bjarga stórfelldu hruni!
Niðurstaða
Ástæða hrunsins er að mínu mati stórfelld mistök sem framkvæmd voru af ríkisstjórn Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar. En raunverulegur bakgrunnur mistaka þeirra, virðist vera sú hugmyndafræði sem þeir aðhylltust, þ.e. afskiptaleysi. Ríkið átti að halda sér til hliðar - og gefa einkahagkerfinu frýtt spil, til að gera sitt. Meginatriðið hjá ríkinu væri að passa upp á sig. Sannarlega á pappírnum leit stjórnunin mjög vel út, þ.e. lækkandi skuldir og afgangur af ríkinu hvert ár. En, að baki þeim tölum stendur sú staðreynd, að þvert á móti blés ríkið út á þeim árum. Stórfelld aukning var á ríkisútgjöldum. Vegna þess að bólan magnaði einnig upp veltutekjur ríkissjóðs, birtist landsmönnum blekkingin um aðhaldsama stjórnun.
Í reynd lék allt á reiðanum!
Það má vera að þessir snillingar hafi sært krónuna slíku holundarsári, að hún fái ekki aftur upp risið.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:45 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 857481
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki má vanmeta það að Íslensku bankarnir voru á sjálfstýringu frá Brussel í gegnum EES samninginn, það var raunar hæpið að Íslensk stjórnvöld hafi getað gert nokkuð eftir að krónan var sett á flot 2001, að kröfu ESB, með 2,5% verðbólgumarkmið sem peningamálastefnu og stýrivexti sem stjórntæki. Kannski var þetta bara dauðagripið sem gat bara endað með hruni, spurningin var bara hvað stóru.
Líklega hefur bankahrunið afmáð allan ávining af EES síðan 1993, spurning um að það verði gerð alvöru úttekt á þessum samningi. Kannski væri okkur betur borgið með tvíhliðasamning og bókun 6.
Eggert Sigurbergsson, 11.3.2012 kl. 10:29
"Ofur"góður í dag Einar.
Takk fyrir að halda úti vitrænni umfjöllun um efnhagsmál, á þeim grunni þarf fólkið sem vill endurreisa landið, byggja.
Hinir halda sig bara við sömu hugmyndafræðina og uppskera því sama.
Ef þú sáir tóbaki þá uppskerð þú ekki kartöflur.
Þeir sem skilja ekki af hverju Ísland hrundi, þeir munu heldur ekki skilja næsta Hrun.
Stjónrmál dagsins í dag snýst því um að koma þessu fólki frá, sama í hvaða flokki það er.
Á einhverjum tímapunkti mun svona greining fá mikið vægi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.3.2012 kl. 11:07
Ómar - eins og ég skil hlutina, þá er gríarðlega mikilvægt á Íslandi að stunda algerlega klassíska jafnvægisstjórnun. Við getum þó útfært hana miðað við okkar aðstæður.
T.d. finnst mér koma til greina að við komum okkur upp jafnvægissjóði, þannig að allar gjaldeyrisskapandi greinar væru skattlagðar um tiltekið fjármagn, og fjármagnið lagt inn í gjaldeyrisvarasjóð.
Fræðilega a.m.k. getur slík sjóðasöfnun verið mjög gagnleg til að jafna sveiflur, annars vegar er ekki öllum hagnaðinum af gjaldeyrisskapandi greinum hleypt jafnskjótt inn í neyslu í hagkerfinu, svo henni er haldið niðri og þannig viðskiptajöfnuðinum jákvæðari en ella.
En klassísk ástæða gengisfalls hér, er einmitt ef jöfnuðurinn er að sigla í neikvætt far, það virðumst við ekki halda út nema í skamman tíma - ég sé þetta sem hugsanlega leið því til að fækka gengisfellingum, þannig lækka meðalverðbólgu hjá okkur og því vexti í okkar fjármálaumhverfi.
Síðan skil ég ekki þessa gríðarlegu andstöðu sumra við afskipti af neyslu, þ.e. að stýra henni með óbeinum aðgerðum eins og t.d. tekjusköttum, sem væri aðgerð sem hefði þann tilgang að stuðla gegn þróun í átt til neikvæðs viðskiptajöfnuðar - og því ætluð að byrgja brunninn áður en gengisfall verður, en aftur við virðumst ekki halda út lengi í senn með neikvæðann viðskiptajöfnuð.
Það var eins og ríkisstjórn DO og HÁ léti jafnvægisstjórnun lönd og leið, eins og þeir aðhylltust þá hugmynd, að slík stýring væri óeðlileg afskipti eða jafnvel "úrelt."
En þetta var sem sagt, hugmyndafræði - röng hugmyndafræði.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.3.2012 kl. 12:53
Eggert - þetta er ekki rétt hjá þér. Það er nefnilega ekki rétt að stýrivextirnir séu eina stjórntækið.
Ef svo væri raunverulega, væri ekki núverandi stjv. mögulegt sem þau hafa gert, að gera kröfu um 17% í stað 5% eiginfjárhlutfall banka.
Að auki er hægt að gera bönkum það að auka lausafjárbindingu.
Að auki, hefur FME ath. þá skildu ekki bara heimild, að taka banka yfir ef þeir telja eiginfjármagnsstöðu ekki standast skilyrði, en þeir geta þó veitt bönkum frest til að koma hlutum í lag.
Skv. sömu reglum, beitti fjármálaeftirlitið í Bretlandi Northern Rock og Royal Banks of Scotland hörðu, þ.e. settu skilyrði um aukningu eiginfjár - og það með tilteknum hætti, þ.e. varð að vera sala eigna og eða nýtt hlutafé, þegar frestur rann út greip breska fjármálaeftirlitið inn og tók þá báða yfir, og breska ríkið lagði þeim til nýtt eiginfé og fyrri eigendur voru þurrkaðir út.
Ég veit ekki betur, en að allar þessar sömu valdheimildir séu hérlendis til staðar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.3.2012 kl. 12:58
Það skiptir ekki máli hvort ekki var hægt að bjarga bönkunum eftir 2005 meðan menn notuðu það ekki sem afsökun fyrir að reyna það ekki. Ef menn hefðu byrjað árið 2006 að búa til björgunaráætlun og farið að vinna eftir henni strax, þá hefði fallið ekki orði eins hátt og afleiðingarnar eins svakalegar.
Marinó G. Njálsson, 11.3.2012 kl. 13:50
Auðvitað var unnt að lágmarka tjónið á hverju ári eftir 2005 miðað við það tjón sem varð. Meira að segja fyrri hluta 2008 var enn unnt að draga úr því tjóni sem svokallaðir aflandsreikningar bankanna leiddu til þ.e. Icesave í Bretlandi og Hollandi. En sjálfsagt er rétt sú mótbára, að það ár hafi staðan verið svo viðkvæm að allar slíkar aðgerðir hefðu leitt til hruns án tafar. Spurning á hvaða tímapunkti aðgerðaáætlun sem var uppkastið að Neyðarlögunum var í reynd tilbúin. En um leið og sú áætlun var í reynd komin fram, og orðin því framkvæmanleg, var engin rökrétt ástæða lengur til þess að heimila bönkunum að starfa áfram. Hver einasti dagur þaðan í frá, var bara tjón.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.3.2012 kl. 14:04
Fín samantekt hjá þér.
Ég hef samt velt því fyrir mér hvort þennslan hefði orðið svona mikil ef húsnæðislán hefðu ekki verið verðtryggð.
Fólk taldi sig vera að taka 4-5% vöxtum þegar þeir voru raunverulega 8-9%.
Bankarnir voru að vísu farnir að bjóða gengistryggðu lánin sem áttu að bera lægri vexti. Síðar kom í ljós að þau voru ólögleg, en þau voru engu að síður hvetjandi til aukinnar neyslu.
Björn Bjarnason, 11.3.2012 kl. 16:17
Einar, í reynd virkaði bindiskyldan ekki á stóru bankana sem tóku heilu fjöllin að láni erlendis undir EES fjórfrelsinu, bindiskyldan virkaði í reynd bara á fáeina sparisjóðum út á landi og var því í reynd aldrei notuð og ekki tiltæk sem stjórnæki. Bindiskylda virkar í dag enda er frjálsa flæði fjármagns heft.
Eggert Sigurbergsson, 11.3.2012 kl. 16:34
Hér jókst raunkaupmáttur ekki almennt, raunverðmæti neyslu eininga lækkuð samhliða minnkandi endingar og innhaldskröfum. Hér var sett ávöxtunarkrafa á lont planning húnæðiskuldir , erlendis er festa lámrkas fatir grunnvextir 1,99% max og hundrað prósent veðfylki er með 0 % prósent raunvexti. AGS bendir á 2005 að bankarnir verði að koma sér upp slíku varsjóðum. Hlutdeild 80% stjórnsýlu Íbúðalánsjóður , lífeyrissjóðir, Kauphöll, í longplanning veðskuldum ráð því að frá 2000 séu grunnvextir : lámarks vextir á Íslenskum heima markaði en 3,5%. Þess vegna hafi Íslensku bankarnir ekki síðan 2000 haft aðgang að erlendu long time fjármagni, og hafi því sótt um að stofna útibú í Ríkjum hvers bankar mátti ekki fjámagna áhættu þeirra Íslensku í samræmi við eigin reglustýringu. Veðskuldarkerfinu hér átti að breyta að mati AGS 2005 í síðast lagi. Hinsvegar var það haft að engu og útibú stofnuð. Eigið-fé er skuldir í reiðfé framtíðar og líka höfðustóll hagnaðar fjármálastofnanna. Því hærri skuldir því meiri áhætta um hagnað. Sumir sjá greinilega ekki áhættuna fyrir hagnaðarvoninni. Bindiskylda 3,0% er það reiðufé sem þar til að viðhalda öryggi 30 ára veðfylkja í USA 1920: Eigiðfé þroskuð 30 ára fylkissafna í lok hvers árs sem fer í útborganir. 80% heimilaskulda eru longplanning. Þola ekki ávöxtunarkröfu. Framtíðar skuldir umfram skuldir´á uppgjörstímahildi til útborganna.
Júlíus Björnsson, 11.3.2012 kl. 16:53
"koma til greina að við komum okkur upp jafnvægissjóði, þannig að allar gjaldeyrisskapandi greinar væru skattlagðar um tiltekið fjármagn, og fjármagnið lagt inn í
gjaldeyrisvarasjóð "
Þetta er reynt og prófað.
http://sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3677
Karl Frank Sigurðsson, 11.3.2012 kl. 21:40
Karl - ég er að tala um allar gjaldeyrisskapandi greinar, ekki sjávarútveginn eingöngu, og hún sníst ekki um að jafna tekjusveiflur greinarnna sem slíkra - þ.e. þær fá ekki peningana til baka, heldur um jöfnun tekjusvifla hagkerfisins - borga í reynd fyrir tímabundinn viðskiptahalla meðan aðlögun fer fram með öðrum hætti en gengisfellingu, þ.e. launalækkunum.
Þannig þetta er töluvert önnur hugmynd en Jöfnunarsjóður Sjávarútvegsins sálugi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.3.2012 kl. 01:30
Eggert - En krafa um hærra eigið fé hefði þá haft áhrif í staðinn, en ég var að tala um hvort tveggja þ.e. krefjast aukins eigin fjár og samtímis aukinnar bindisskyldu.
Gefa bönkunum frest þ.s. þeim væri í ajálfsvald sett að framkvæma þetta í bland með eiginfjáraukningu, sölu eigna og samdrætti útlána.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.3.2012 kl. 01:33
Einar, vandmálið hefur verið hjá öllum ríkisstjórnum á Íslandi að ef það finnst aur
sem hægt er að ráðstafa í eitthvað þó það sé annað en til stóð, og skiptir engu þó að það sé lögvarið og eyrnamerkt í tiltekin verkiefni, þá var það gert og verður gert.
Það er ekkert sem breytist í þeim efnum. Annað er óskhyggja.
Karl Frank Sigurðsson, 12.3.2012 kl. 13:24
Ég miða við það að sjóðurinn sé varðveittur af Seðlabanka - ef þess þarf, má festa fyrirkomulagið í stjórnarskrá.
Þ.e. orðið dálítið vinsælt í dag í Evrópu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.3.2012 kl. 15:01
CRED Eígiðfé: er framtíðar skuldir í reiðufé bókuðu á ráðgerðu hámarksraunverði framtíðar. Jafnvirðið DEB er reiðfjár innheimta bókuð á lámarks raunvirði framtíðar.
Hreinar fjármálastofnanir : stýra útláns og innláns sjóðum þanning að framtíðar skuldir og eiginr í reiðufé séu 0 á hverju ári framtíðar.
DEB :Heildar bókaðar reiðufjáreignir í lok árs eru jafnvirði CRED heildar skulda í reiðufé sama árs + CRED heildarreiðfjáskuldir framtíðar:eigið-fé.
Eigiðfé er útborgunar skylda: því minna því öryggari er stofnunin. Nauðsynleg útborgunar skylda 30 ára veðskulda-fylkja[matrix veðsöfn] í USA 1920 þegar minnst 80% af lámum milli stéttar voru stóru heimilslánin var um 3,0%.
Varsjóðir eru jafnstreymis fylki sem skila sömu upphæð í reiðfé á hverju ári. SDR Varsjóðir AGS eru yfirdráttar heimildar til ríkja sem geta ekki staðið í skiljum. AGS hefur bent á frumstæðar [un orthodox] kenningar fjármálum hér. Hér vanti matrix-varsjóði. Fasteignir er ekki varsjóðir í eðllegri bankastarfsemi.
Júlíus Björnsson, 13.3.2012 kl. 04:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning