9.3.2012 | 23:39
Skuldatryggingar verða greiddar út vegna Grikklands!
ISDA (International Swaps and Derviative Association) hefur ákveðið að notkun grískra stjórnvalda á CAC (Collective Action Clause) sé svokallaður "Credit Event," þannig að svokallaðar skuldatryggingar eða CDA (Credit Default Swaps) verða greiddar út, sjá yfirlýsingu ISDA:
EMEA DC StatementMarch 9, 2012
In light of todays EMEA Determinations Committee ( the EMEA DC ) unanimous decision in respect of the potential Credit Event question relating to The Hellenic Republic (DC Issue 2012030901), the EMEA DC has agreed to publish the following statement:
The EMEA DC resolved that a Restructuring Credit Event has occurred under Section 4.7 of the ISDA2003 Credit Derivatives Definitions (as amended by the July 2009 Supplement) (the 2003 Definitions )following the exercise by The Hellenic Republic of collective action clauses to amend the terms of Greek law governed bonds issued by The Hellenic Republic (the Affected Bonds ) such that the right of all holders of the Affected Bonds to receive payments has been reduced.The EMEA DC has resolved to hold an auction with respect to the settlement of standard credit default swaps for which The Hellenic Republic is the reference entity. To maximise the range of obligations that market participants may deliver in settlement of any such credit default swaps, the EMEA DC has agreed to run an expedited auction process such that the auction itself will take place on March 19, 2012. In light of this expedited auction process, market participants should submit any obligations that they would like to include on the list of deliverable obligations to ISDA as soon as possible.
Sjá einnig fréttir:
Bloomberg - Greece Deal Triggers $3B in Default Swaps: ISDA
Telegraph - Greece succeeds in bond deal but not in solving debts
Financial Times - Greek debt swap triggers massive payouts
Wall Street Journal - ISDA: Greek Debt Restructuring Triggers CDS Payouts
Skv. ofangreindum fréttum er upphæðin í húfi ekki nema 3ma.$. Það finnst mér lítið. Á hinn bóginn grunar mig að einungis þeir sem ekki gengust inn á tilboð grískra stjv. komi til greina.
En skv. fréttum af því hve hátt hlutfall einka-aðila samþykkti tilboð grískra stjv., þá voru það 85,8% aðila sem það gerðu. Þeirra yfirlísing liggur fyrir. Sem þíðir þá væntanlega, að einungis restin þ.e. 14,2% hafi rétt á því að fá greitt - auðvitað svo fremi sem þeir keyptu sér tryggingu.
En það má vera að ekki allir þeirra aðila hafi það gert.
Eins og fram kemur að ofan, þá er ástæða þess að það skapast "Credit Event" ákvörðun grískra stjv. að beita CAC. En lög voru fyrir skömmu síðan samþykkt á gríska þinginu, sem heimilar grískum stjv. að einhliða eftir-á breyta skilmálum skuldabréfa sem grísk stjv. hafa áður gefið út, þannig að aðilar séu bundnir af ákvörðun meirihluta kröfuhafa sem ekki samþykktu þátttöku sjálfviljugir.
Beiting CAC á sjálfsagt eftir að hafa einhver frekari eftirköst innan Grikklands, en þannig eftir á gerningar eru í besta falli mjög vafasamir, og mig grunar að líkur séu á því að einhverjir muni láta reyna á rétt sinn fyrir grískum dómstólum.
En að auki, þá þykir mér líklegt, að þetta vekji ugg meðal einka-aðila sem eiga t.d. skuldir Portúgals, en í dag er það almenn skoðun markaða, að Portúgal sé einnig gjaldþrota.
Þeir geta hugsað sér til hreyfings í framhaldinu, að losa sig við þau skuldabréf.
Það gæti leitt til frekari hækkana vaxtakröfu á Portúgal.
Að auki, má reikna með auknu vantrausti einkaaðila sem hafa í fórum sínum bréf Ítalíu og Spánar, en þó sjálfsagt munu aðilar ekki fara í eitthvert allsherjar sölukast strax.
Frekar, að þetta auki líkur á því, að þeir bregðist harkalega við því, þegar neikvæðar fréttir koma frá þeim löndum, af þeirra efnahagsframvindu - en sú er ekki beysin, allar tölur fram að þessu benda til dýpkandi kreppuástands á Ítalíu og Spáni.
Ef sem sagt, ástandið heldur áfram að versna, þá getur meðferðin á kröfuhöfum Grikklands, gert viðbrögð aðila sem sagt, íktari þegar slæmu fréttirnar fara að berast inn í framhaldinu.
Niðurstaða
Þá er það frágengið formlega, Grikkland gat ekki greitt sínar skuldir að fullu. Þetta telst vera gjaldþrot, þó það sé stýrt og valkennt sbr. "selective" og að auki takmarkað. Fyrsta greiðsluþrot þróaðs hagkerfis í 60 ár eða hér um bil.
Það er nefnilega svo, að einkenni evrunnar er skapar greiðsluþrots hættu. En þ.e. einmitt vegna þess: A)Löndin hafa ekki lengur prentunarvald. B)Þannig að þau hafa takmarkað fjármagn til umráða. C)Ekki má gleyma að þ.e. fullt frelsi um flutninga á fjármagni milli aðildarríkja. D)Þannig að lagt saman, þíðir þetta að aðildarríki í reynd geta orðið fyrir snöggum lausafjárskorti, ef einhverra hluta vegna, fjármagnið verður hvekkt þannig að það streymir hratt út eða þá stöðugt út yfir tímabil.
Sumir segja að við verðum að taka upp evru til að koma í veg fyrir fjármagnsflótta - en því er eiginlega öfugt farið, að innan evru hefði allt fjármagn verið lifandi löngu lekið úr landi.
Svo kaldhæðið sem það er, þá er það einmitt vegna þess að enginn í dag vill krónur í augnablikinu, sem heldur fjármagni sem hér verður til, inni í landinu. Þannig að það lekur ekki jafnharðan út, eins og ástandið er sem grikkir þurfa að glíma við.
En fjármagnsþurrð er mjög slæm þ.s. eftir allt saman þarf kapítalismi fjármagn til að virka.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 857481
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrsta greiðsluþrot þróaðs hagkerfis í 60 ár eða hér um bil.
Frakkaland og UK, Þýskaland er án efa "developped economically" S-EU er án efa quasi develloped síðustu 60 ár og EU samstýring hefur ekki gert Grikkland og önnur fátækt ríki í EU efnahagslega stöndug ennþá.
Júlíus Björnsson, 10.3.2012 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning