Kína að vega að drottnunarstöðu Bandaríkjadollars?

Ég rakst á áhugaverðar fréttir á vef Financial Times um nýjann ógnarstórann gjaldeyrisskiptasamning sem skv. heimildum FT er í burðarliðum milli eftirfarandi ríkja:

  1. Kína,
  2. Indland,
  3. Brasilía,
  4. S-Afríka, og
  5. Rússland.

Svokölluð BRIC lönd!

Sjá fréttir: China offers other Brics renminbi loans - -  China: RMB credits for the Brics

  • Bendi á að þetta vegur ekki síður að stöðu evrunnar - en dollarsins
  • Þeirri von sumra að evran taki við af dollarnum, sem megin gjaldmiðill heimsins.

Það sem virðist í býgerð, er að seðlabankar ofangreindra landa, lána hverjum öðrum fé í þeim gjaldmiðli sem hver seðlabanki um sig ræður yfir - skipti á gjaldeyri.

  1. Hugmyndin virðist vera að efla viðskipti milli þessara tilteknu landa!
  2. Þau viðskipti fari fram í þeirra eigin gjaldmiðlum.

Í reynd vegur þetta að stöðu allra vestrænna gjaldmiðla!

En öll eru þessi lönd, fyrir utan ef til vill Rússland, mjög vaxandi hagkerfi!

Reyndar er hagvöxtur S-Afríku ekki ógnar hraður heldur, en þ.e. land með mikla möguleika!

Sjá t.d.: Brazil becomes sixth biggest economy

  • Skv. því er Brasilía nú á þessu ári orðin 6. stærsta hagkerfi heims, komin fram úr Bretlandi!

Málið er, að þessi viðskipti sem verða lokuð inni í þeirra eigin gjaldmiðlum, geta orðið gríðarlega umfangsmikil! Eftir allt saman eru þetta tvær fjölmennustu þjóðir heims, og megin hagkerfi S-Ameríku annars vegar og hins vegar megin hagkerfi Afríku, síðan Rússland er ræður enn yfir miklum olíu og gaslindum.

Þessi samsetning er örugglega alls engin tilviljun, en Brasilía í dag er land hratt vaxandi að ríkidæmis, og að auki auðlindaríkt.

S-Afríka er land sem mjög miklu máli skiptir á meginlandi Afríku, þ.s. það hefur mjög víðtæk áhrif langt út fyrir eigin landamæri innan Afríku sunnarverðrar. S-Afríka þegar áhrif landsins eru tekin með í reikninginn, einnig ræður yfir miklum auðlindum - þó ekki olíu eða gasi, en margvíslegum öðrum hráefnum.

  • Allt eru þetta lönd, sem hafa áhuga á að draga úr veldi Evrópu og Bandaríkjanna.

Mér sýnist þetta vera mjög stórt "challenge" því þau geta reynd í sameiningu nánast skapað hliðstætt / "parallel" hagkerfi við hliðina á því heimshagkerfi sem Bandaríkin hafa ofið með dollarnum sínum.

  • Þetta gæti reynst vera frétt ársins - nema auðvitað Ísrael heimskist til að ráðast á Íran.

En ég sé það alveg sem hugsanlegt, að þetta hliðstæða hagkerfi vaxi og vaxi, og eiginlega smám saman sópi því hinu til hliðar.

Hvort það myndi halda sig við þær stofnanir sem Bandaríkin hafa byggt upp þ.e. Heims Viðskiptastofnunina, AGS o.flr. Veit ég ekki. 

Möguleiki væri að þau stofnuðu hliðstæðar stofnanir - ef Evrópa og Bandaríkin verða treg til að gefa nægilega eftir völd sín innan þeirra stofnana.

En núna er þetta að hefjast fyrir alvöru, hnignun hinna vestrænnu hagkerfa, þau hin austrænu taki smám saman yfir, og verði drottnandi ekki seinna en frá miðbiki þessarar aldar - sennilega fyrr!

 

Niðurstaða

Drög að samkomulagi verður undirritað í Nýju Dehli þann 29/3 nk. Þetta getur orðið upphaf að virkilega stóru. Ég held að það sé ekki ofmælt sú lýsing sem ég gef að ofan, að BRIC löndin séu að hóta því að skapa hliðstætt hagkerfi við það vestræna, við hagkerfið þ.s. dollarinn drottnar og Evrópa var að vona að evran myndi geta tekið hugsanlega yfir að einhverju leiti. 

Í reynd sópar þetta ekki bara hugsanlega dollarnum til hliðar, heldur evrunni einnig - og öðrum vestrænum gjaldmiðlum.

Ekki endilega þannig að þeir hætti að skipta máli, en staða þeirra þá hnignar í takt við hnignun stöðu vesturlanda. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Merkileg frétt og góðar skýringar.

Takk fyrir.

Árni Gunnarsson, 8.3.2012 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 857482

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband