Óttinn um grískt gjaldþrot aftur upp á yfirborðið!

Það er drama í gangi í kringum samninga grískra stjv. og einka-aðila. Ríkisstjórn Grikklands hefur gefið lokafrest fram á fimmtudag. Þá er hótað að beita svokölluðum "collective action clause" þ.e. að gera samkomulagið bindandi á restina af kröfuhöfum - ef ekki tekst að fá alla til að jánka.

  • En vandinn er, að það væri "credit event" þ.e. í reynd greiðsluþrot.
  • En "credit event" þýðir að svokallaðar skuldatryggingar eru þá greiddar út.

Yfirlísing grískra stjv. um lokafrest "ultimatum" skapaði mikinn óróleika á fjármálamörkuðum á þriðjudag, og varð mesta verðfall sem sést hefur síðan í desember.

En markaðir hafa verið að hækka frekar en hitt nær samfellt síðan um miðjan janúar.

Spurning hvort bjartsýnistímabilið frá miðjum janúar, sé við það að taka endi?

"Greek Finance Minister Evangelos Venizelos has warned the bond exchange was the best deal holders of Greek debt would get and that he would not hesitate to activate laws forcing losses on bond holders who did not willingly sign up.

"Bond holders have until 2000 GMT on Thursday to accept the offer of new bonds, which have a longer maturity and pay a lower rate of interest, for their existing ones."

Evrópskir markaðir:

  1. The FTSE 100 has closed down 1.86pc at 5,765.80,
  2. while the CAC 40 in Paris has closed down 3.6pc at 3,362.56 and
  3. Frankfurt's DAX 30 has finished down 3.4pc.  

Bandarískir markaðir:

  1. The Dow Jones industrial average closed down 1.57pc at 12,759.15,
  2. while the broader S&P 500 slipped 1.54pc, to close at 1,343.36.  

Það voru ímsar pælingar um hugsanlegann kostnað við gjaldþrot!

Ekki síst eftir að þessi "Press release" barst út: 

"The Republic’s representative noted that Greece’s economic programme does not contemplate the availability of funds to make payments to private sector creditors that decline to participate in PSI."

Mjög áhugaverð setning, hljómar sem bein hótun um að neita að borga þeim nokkuð, sem neita að taka þátt í afskriftinni.

Sjá einnig frétt: Athens issues threat to bond holdouts

En af slíkri hótun væri framfylgt, væri það beint greiðsluþrot!

Aðilar á lánamörkuðum myndu líta þannig á málið. 

Einnig matsfyrirtæki, og mjög lílklega apparatið "International Swaps and Derivatives Association" sem ákveður hvort svokallaður "credit event" hefur átt sér stað, þannig að rétt sé að greiða út skuldatryggingar.

Reikna má með því að markaðir verðir á tánni fram á fimmtudag a.m.k.

Sjá einnig frétt Reuters: Athens, creditor group turn up heat on Greek bondholders

Skv. frétt Reuters hafa blaðamenn þar undir höndum skýrslu frá "nstitute of International Finance" þ.s. áætlað tjón af gjaldþroti Grikklands, sé metið a.m.k. 1.000ma.€.

Nú er kominn mars, og stóri gjalddagurinn hjá Grikklandi er sá hinn 20.

 

Niðurstaða

Spenna er allt í einu að magnast á ný í tengslum við Grikkland, en það mun koma í ljós á fimmtudag nk. hve margir einka-aðilar skiluðu sér inn, í skuldaskiptasamninginn sem grísk stjv. hafa verið að bjóða upp á. En stefnt er að því að 100ma.€ verði afskrifaðar af einka-aðilum. En ef það skila sér ekki allir inn, mun vanta fé upp á að þeir 100ma.€ náist. 

Ef það verður ljóst, að t.d. vantar 10 eða 20ma.€ upp á, þá fer að vandast málið. Þá þarf líklega enn einn neyðarfundinn, og aðildarríkin þurfa þá væntanlega að ákveða sig hvort þau veita þá viðbótar fjármögnun.

En ef Grikkland lætur verða af hótun sinni um annaðhvort beita "collective action clause" eða að hreinlega að neita að greiða þeim sem ekki taka þátt, nokkurt - sem sagt greiðsluþrot gagnvart þeim tilteknu aðilum, þá má reikna með því að "International Swaps and Derivatives Association" muni tilkynna um "credit event" þanni, að þá verði loks greiddar út skuldatryggingar.

Þetta getur þá orðið áhugavert - en þetta verður þá fyrsta ríkisþrot í þróuðu landi í a.m.k. 60 ár. Enginn veit hvað síðan gerist - Grikkland mun teljast greiðsluþrota þó svo að greitt verði af skuldabréfinu fræga þann 20 mars.

Kannski gerist ekkert mikið - kannski gerist e-h heilmikið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ein spurnig Einar! Er mögluleiki að stöðutökur hafi áhrif á samnigsvilja einhverra einka aðilanna sem Grikkir þurfa að semja við og hagsmunir einhverra þeirra sé að Grikkland falli?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 07:48

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er orðrómur uppi um að aðilar hafi keypt skuldabréf á lágu verði, og vonist eftir að fá greitt út úr tryggingum - þegar Grikkland verði gjaldþrota.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.3.2012 kl. 10:37

3 identicon

Sæll Einar Björn

Ekki veit ég hvað land hrynur næst á eftir Grikklandi, en hefur þú nokkuð séð eða heyrt um þessar umbreytinar sem eiga sér núna stað í ESB (sjá á youtube:  THE SHOCKING TRUTH OF THE PENDING EU COLLAPSE!). 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 00:20

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Var ekki búinn að lesa þennann sáttmála, þ.e. um ESM. Hlekkurinn er á opinbera gagnið. 

Eftir lestur, virðist þetta mjög voldug stofnun sannarlega, en upphafleg fjármögnun verður 500ma.€, en eins og fram kemur á fjármögnun að vera 700ma.€. En aðildarríkin virðast ekki enn veða orðin sammála um það, hvenær það akkúrat verður.

Þetta sýnist mér vera stofnun stýrt á "intergovernmental level" þ.e. "board of governors" er valið af aðildarríkjum, og þar eiga þau atkvæðarétt í hlutfall við framlag sbr. hvernig AGS virkar. 

Refsing ef meirihluti "Board of governors" ákveður í "quailified majority voting" að stækka sjóðinn, og aðildarríki evru reiðir ekki fram það aukna fé, virðist vera að það tiltekna ríki missir þá atkvæðisrétt sinn innan stjórnar ESM þangað til að það hefur reitt fram féð.

Hvort féð er aukið, fé þá eftir ákvörðunum "Board of governors" sem eru fulltrúar ríkisstjórnanna, þ.e. ríkisstjórna aðildarríkja evru - hverju sinni.

Með því að fyrirkomulagið er vegið atkvæðavægi "qualified majority voting" þá munu stóru ríkin þ.e. Þýskaland + Frakkland + Ítalía + Spánn ráða lang mestu. Á hinn bóginn svo lengi sem Ítalía og Spánn eru háð aðstoð Þjóðverja, þá hafa þeir þeirra atkvæði sennilega í vasanum. Og ef þau lenda í vanda, þá er Frakkland einnig í vanda. Þannig að í reynd ræður Þýskaland nokkurn veginn alveg, svo lengi sem Ítalía + Spánn eru enn í vandræðum og upp á Þýskaland komin. Nema auðvitað að Spánn + Ítalía + Frakkland hisja upp um sig buxurnar og hafa samráð sín á milli - en það gerist sennilega vart fyrr en það kemur fram nýr forseti í Frakklandi, en frambjóðandi sósíalista Hollande hefur íjað að því, að hann muni ekki fylgja línunni hennar Angelu Merkel.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.3.2012 kl. 12:04

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Áhugaverðar nýjar upplýsingar um Grikkland:

10.10 BREAKING

The unemployment rate in Greece hit a record high of 21pc in December, according to figures just released.

This compares with a rate of 14.8pc in December 2010, and 20.9pc in November, the Hellenic Statistical Authority reported.

Youth unemployment now stands at a staggering 51.1pc.

 Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.3.2012 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 857482

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband