3.3.2012 | 18:48
Tökum upp jafnvægissjóðskerfi til að tempra þær hagsveiflur sem stöðugt eru til vandræða á Íslandi!
Þetta er mitt innlegg í umræðuna um gjaldmiðilsmál, ég var annars staddur í dag á ráðstefnu Framsóknarflokksins um gjaldmiðilinn þ.s. einna helst var rætt um möguleikann á upptöku Kanadadollars. Málið er að jafnvægissjóðskerfi virkar í báðum tilvikum, þ.e. ef við tökum upp annnan gjaldmiðil einhliða eða ef við höldum krónunni.
En þannig sjóðskerfi er hugsað til að hjálpa okkur að glíma við þær sveiflur sem verða hér innan hagkerfisins, og alveg sama hve vel við stýrum - þá hverfa þær ekki.
Ég er með í fórum mínum mjög áhugaverða grein, þ.s. hópur hagfræðinga framkvæmir samanburðarrannsókn á auðlindahagkerfum, en tilgangur þeirra er að mæla sveiflur í gjaldmiðli viðkomandi þjóðar, og finna út að hvaða marki auðlindi sjálf skýrir sveifluna.
Commodity currencies and the real exchange rate, Paul Cashin, Luis F. Céspedes, and Ratna Sahay
- Skv. niðurstöðu þeirra, er R í öðru veldi 0,409 sjá Table 2, þ.e. verðsveiflur á fiski yfir viðmiðunartímabilið 9. og 10. áratugurinn, skýra 40,9% af gengissveiflu krónunnar.
Mér finnst þetta mjög mikilvægar upplýsingar, að hafa þetta frá óháðum aðilum sem ekki tengjast Íslandi með nokkrum hætti, svo ég viti til.
Þá ættu þær upplýsingar að vera hafnar yfir allan vafa.
Þetta er undirliggjandi sveifla sem alltaf er til staðar - sama hve vel við stýrum!
Mér fannst nefnilega hagfræðingarnir Orri Hauksson - framkvæmdastjóri SA, Ólafur Ísleifsson lektor, Ársæll Valfells lektor; ekki fyllilega sanngjarnir er þeir kenna sveiflur krónunnar fyrst og fremst við mistök mistækra pólitíkusa. Að vísu var Orri sanngjarnari en hinir.
Ég veit ekki af hverju hagfræðingarnir vilja ekki kannast við það, að vegna þess að Ísland er auðlindahagkerfi þá býr það við reglubundnar stórar tekjusveiflur af völdum sveifla í afurðaverði sjávarútvegarins annars vegar og hins vegar frá afurðaverði álverksmiðjanna; sem sannarlega hafa umtalsvert hátt skýringarhlutfall í sameiningu þegar kemur að því að skýra þann gengisóstöðugleika sem er við að glíma.
Kannski er það vegna þess, að þeir eru skotnir í þeirri hugmynd að taka upp annan gjaldmiðil, og þá er ákveðinn freisting að trúa því að sú hugmynd sem viðkomandi er skotinn í leysi sem flest vandamál.
Ég ætla ekki að draga úr því að Íslandi hafi verið ansi mistækt stjórnað í gegnum árin, en sú mistæka skýring er sennilega ekki nema í besta falli hálf skýring gengisóstöðugleikans á móti sveiflum í afurðaverði frá okkar auðlindum.
- En af Ólafi Ísleifs mátti ráða að ekkert hefði verið að hagstjórn sl. áratugar annað en það, að krónan hefði brugðist. Seðlabankinn hefði tekið rangar vaxtaákvarðanir.
- Krónan væri skaðræðistæki sem þyrfti að losna við sem allra fyrst, sl. áratugur væri full sönnun þess.
En var ekki einmitt fullt að stjórnun sl. áratugar?
- Hvað með að heimila bönkunum að búa til krónur algerlega ótakmarkað? En banki býr til peninga þegar viðkomandi banki lánar.
- Núverandi vandi var að stórum hluta búinn til af þessari stöðugu framleiðslu bankanna á nýju lánsfé, og þannig bjuggu þeir til m.a. þann aflandskrónuvanda sem nú er við að glíma.
- Eða, var ekki stjórnun ríkisstjórnar Framsóknarfl. og Sjálfstæðisfl. sérstaklega 3. kjörtímabilið að fremja mistök, þegar hagstjórnin hélt áfram að leggja áherslu á hagvöxt löngu eftir að sterkar vísbendingar voru komnar fram þess efnis, að eftirspurnarbóla var kominn í gang?
- Bankarnir voru stöðugt að auka framboð á krónum með meiri og meiri lánveitingum, sem stöðugt var að hlaða meiri og meiri eftirspurn inn í kerfið, sem var farið að búa til eftirspurn sem enginn hagkerfisgrundvöllur var í reynd fyrir.
Ólafur Ísleifsson segir að krónan hafi gert okkur skandalinn, þegar hún hækkaði og féll síðan.
Það segir einnig Þorvaldur Gylfason, og Hallur Magnússon fyrrverandi framsóknarmaður.
Ég segi, það var ríkisstjórnin sem bjó til skandalinn:
- Ef ríkisstjórnin hefði bremsað af hagkerfið, alls ekki seinna en 2005, eiginlega helst átti að gera það þegar 2004?
- Það hefði verið sett stopp á þá útlánabólu sem var kominn í gang. Vel hægt en passaði ekki við ríkjandi hagfræðihugmyndir þá.
- Ef ríkið hefði að auki tímabundið hækkað skatta t.d. tekjuskatta til að draga úr neyslu.
- Ef ríkið hefði skorið niður framkvæmdir og minnkað umsvif.
Allt saman samtímis - þá hefði verið unnt að bremsa þá þróun af áður en hún var lengra komin.
- Menn benda á mistök Seðlabanka sem gerði ekkert annað en að hækka vexti, sem síðan laðaði að kvikt fjármagn til að hagnýta vaxtamunasviðskipti.
- En ef útlánabólan hefði verið stöðvuð - ef slegið hefði verið á eftirspurn - ef ríkið hefði aukið sparnað, allt saman í einu; þá hefði dregið úr þeirri verðbólgu sem eftirspurnarbólan var að framkalla.
- Þá hefði Seðló ekki haldið áfram að hækka vexti aðgerð sem var stöðugt að laða meira af hinu kvika fé inn í hagkerfið, hækka verðið á krónunni - magna enn frekar neyslu, stækka bóluna enn frekar.
- Þetta nefna ýmsir og segja að Seðlabankinn hafi verið sökudólgurinn, en það var ríkisstjórnin sem bar ábyrgð á hagstjórn. Það var hún sem átti að taka af skarið. Það var hún sem átti að sjá, að það var ekki innistæða fyrir þeirri bólu sem var af stað kominn, en enn unnt að slá af án þess að af yrði mikið bomsaraboms, þ.e., 2004-2005.
Það er nefnilega svar mitt til Ólafs Ísleifssonar - að sl. áratugur er ekki sönnun þess að ekki sé unnt að búa við krónu, heldur sönnun þess að stórfelld hagstjórnarmistök leiða til vandræða.
En Hallur Magnússon, Ólafur Ísleifsson, Þorvaldur Gylfason segja, að þ.s. Seðlabankinn var að gera hefði virkað ef það hefði verið alvöru gjaldmiðill!
Einfalt svar við því fæst með því að skoða hvað kom fyrir Spán og Írland, en þar var rekin nærri því nákvæmlega sama hagstjórnarstefna og á Íslandi var rekin af DO og HÁ.
Og útkoman þar, varð einnig stórfelld útlánabóla, sem framkallaði stóra hagkerfisbólu - síðan hrun.
Þannig, að ástæða vandræða okkar í dag - er röð hagstjórnarmistaka sem framkv. voru í tíð sérstaklega 3. ríkisstjórnar DO og HÁ.
Þegar ríkisstjórn Geira og Sollu tók við, var sannarlega bætt í og bólan stækkuð og stækkuð enn frekar, en þá var bólan orðin þegar það stór, að óvíst er að unnt hefði þá verið að stöðva hana án mikils tjóns. En sannarlega ef sú ríkisstj. hefði beitt sér af hörku strax, tjónið orðið minna.
En rétti tíminn, var samt enn fyrr - þ.e. í tíð 3. ríkisstjórnar DO og HÁ. Ef þá hefði verið bremsað ákveðið, hefði engin bóla orðið. Engin ofurkróna - ekkert risabombs.
Hvað þurfum við að gera?
Stóra bombsið varð og því fáum við ekki breytt. Röð hagstjórnarmistaka hjá ríkisstjórn DO og HÁ, ásamt því að Seðló notaði bara eina aðferð, þ.e. að hækka vexti. Bjó til þá bólu sem síðan ríkisstjórn Geira og Sollu, sofandi horfði svo á magnast upp í enn hærri hæðir og svo springa.
Tel hér upp atriði sem við þurfum að taka á hvort sem er, þ.e. hvort sem við tökum upp annan gjaldmiðil eða höldum núverandi!
Við verðum að takmarka útlánamagn banka! Hafa stjórn á því.
- Við þurfum klárt að takmarka útlána-magn banka. En það voru bankarnir eftir allt saman sem bjuggu til það umframpeningamagn að megni til, sem síðan sprakk yfir okkur, og það gerðu þeir með því að veita lán, auka útlán svo mikið að til varð útlánabóla. En með veitingu lána búa bankar í reynd til nýja peninga. Síðan hækkaði Seðló vexti, sem hækkaði gengið. Þannig víxlverkaði útlánabóla og hækkandi gengi, í því að magna upp eftirspurnarbólu, sem falsaði um hríð lífskjör - sem svo sprakk.
- En þ.e. rangt sem sumir halda eða virðast halda fram, að þetta hefði verið í lagi innan annars gjaldmiðils. Að heimila bönkunum hömlulaust með öllu að veita lán. Þetta sést á vandræðum Íra og Spánv.
- En þó svo að rétt sé, að útlánaaukning banka hér vigti lítið innan gjaldmiðilsins í heild, ef við erum hluti af stærra gjaldmiðli, hækki hann ekki - þá yrðu áhrif hömlulausra útlána eigi að síður mjög mikil innan hagkerfisins hér.
- Við sem lifum og störfum hér á landi, erum háð því hvernig Ísland gengur upp eftir allt saman, ekki hvernig meðaltalshagkerfi þess gjaldmiðils virkar sem við tilheyrum, ef við tökum upp annan.
Við þurfum að taka upp jafnvægissjóðskerfi: Vladimir Popov hefur stungið upp á líku - Accumulation of Foreign Exchange Reserves and Long Term Growth.
En þetta gengur út á að gera gjaldeyrisvarasjóð, að jafnvægissjóði til að sveiflujafna.
- Hún er í stuttu máli, að skattleggja allar gjaldeyrisskapandi greinar.
- Það fé er lagt beint inn í gjaldeyrisvarasjóð. Ef við tökum upp annan gjaldmiðil, myndi sjóðurinn heita e-h annað, en samt vera varðveittur af Seðlabanka. Og samt vera eins byggður upp.
- Sjóðurinn stækkar ár frá ári meðan góðæri ríkir.
- Seinna meir, þegar hallæri kemur vegna tímabundins tekjuhruns hjá gjaldeyrisskapandi greinum, þá er borð fyrir báru í sjóðnum til að standa undir tímabundnum viðskiptahalla, þannig að þá gengur á hann smám saman. Þetta virkar með sama hætti ef slík sjóðasöfnun er nýtt innan annars gjaldmiðils.
- Þetta gæti brúað stutta sveiflu upp í miðlungs kreppu, eftir því hve stór sjóðurinn er orðinn.
- Ég reikna með að stórar sveiflur muni áfram þíða gengisfall. Ef við höfum tekið upp annan gjaldmiðil og stór sveifla verður sem jafnvægissjóður getur ekki höndlað - - tja, þá erum við í vandræðum.
Það sem þetta getur gert er að fækka gengissveiflum, sem ætti að minnka meðalverðbólgu í hagkerfinu, sem ætti að lækka vaxtastig.
Ef sjóðasöfnun af slíku tagi er beitt innan annars gjaldmiðils, þá er þetta þáttur í þeirri hagstjórn sem þarf að beita, ef það á að vera unnt að búa við annan gjaldmiðil.
Ef beitt innan krónuumhverfis, þá myndi sjóðasöfnun smám saman styrkja trúverðugleika - því bakland krónunnar myndi verða styrkara - öruggara.
Með þessu er reiknað með því, að aðlögun fari fram með lækkun launa í þessum smærri sveiflum.
Það vandast auðvitað málið ef stærri sveifla en unnt er að taka út með sjóðasöfnun verður innan annars gjaldmiðils, þá erum við komin í vandræði - lík því sem löndin í vandræðum innan evru eru að glíma við, þ.e. langvarandi kreppuástand.
Hið minnsta erum við sennilega aldrei í gjaldmiðilskreppu - en við getum orðið gjaldþrota eins og Portúgal, ef aðlögun mistekst eða stjórnun bregst herfilega.
Það er sannarlega matsatriði hvort er alvarlegra, að taka þá áhættu að verða hugsanlega fyrir þjóðargjaldþroti í mögulegu versta falli eða að taka þá áhættu, að þegar aðlögunarsjóðurinn ræður ekki við dæmið, þá getur einhverntíma í framtíðinni eina ferðina enn orðið stór gengisfelling - ný verðbólgusprenging og eina ferðina enn verði eigendur króna fyrir tjóni með því að virði gjaldmiðilsins rýrni.
Hver og einn svari því fyrir sig, hvort hættan er hættulegri.
Niðurstaða
Kanadískur dollar hefur einn kost, að Kanada er líkara hagkerfi okkar en meðalevrópuhagkerfið, því líklegra til að Kanadadollar hreyfist minna ólíkt þeim hreyfingum sem isl. hagkerfið tekur. Það þíðir að minna erfitt getur verið, að stýra ísl. hagkerfinu innan Kanadadollars.
Ath. þó, að þó að svo geti verið, er Ísland áfram með mikla sveiflutíðni vegna sveifla frá sveiflum í afurðaverði okkar helstu útfl. atvinnuvega, sem koma til vegna sveifla sem eiga sér stað í alþjóðlegu markaðsverði afurða okkar auðlinda.
Þessum sveiflum þarf að vera unnt að mæta að fullu og öllu leiti, með öðrum hætti - ef krónan á ekki að taka sveifluna.
Ég bendi tvennt:
- Það má ekki aftur heimila bönkunum, að auka magn útlána algerlega hömlulaust. Því það verði til vandræða, hvort sem við ákveðum að halda krónuni eða ákveðum að taka upp annan gjalmdiðil. Við þurfum að veita bönkum aðhald, með magn útlána - í báðum tilvikum.
- Að auki, væri gagnlegt að taka upp jafnvægissjóðafyrirkomulag. Það myndi vera liður í því að draga úr þeim sveiflum, sem auðlindahagkerfið okkar sem er megingrundvöllur lífskjara hér er reglulega að skapa. Temprun þeirra sveifla myndi auka stöðugleika í báðum tilvikum, þ.e. ef við höldum áfram með krónu eða ef við tökum upp annan gjaldmiðil.
- Innan krónukerfis, þá minnkar slíkt sjóðakerfi tíðni sveifla á krónunni, og minnkar því meðalverðbólgu.
- Innan annars gjaldmiðils, þá með því að tempra af þau högg á hagkerfið sem fylgja reglubundum sveiflum frá atvinnuvegunum, þá auðveldar slíkt sjóðafyrirkomulag hagstjórn innan annars gjaldmiðils.
Ef við berum saman það versta sem getur gerst, þá er það versta innan krónukerfis að krónan taki eina ferðina enn stóra gengissveiflu - það verði verðbólguholskefla um tíma. Þetta þekkjum við.
En það versta sem getur gerst í hinu tilvikinu ef aðlögun mistekst, það sjáum við á ríkjum innan evrusvæðis í vandræðum, einnig á því hvað kom fyrir Argentínu árið 2000.
Það má deila um það hvora áhættuna er verra að búa við, þ.e. nýtt verðbólguskot - sem alltaf verður möguleiki, því jafnvægissjóðir hafa takmörk, ef sveifla er stærri en slíkur ræður við, myndi verða stórt gengisfall, og á hinn bóginn væri þjóðargjaldþrot raunhæf endastöð í allra versta.
Við verðum að skoða valkosti yfirvegað og af heiðarleika.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.3.2012 kl. 02:02 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 857482
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar.
Komst nú ekki á ráðstefnuna í dag, en mér líst vel á þessar hugmyndir þínar sem þú nefnir hér um jafnvægissjóð.
Ég hefi oft rætt um Auðlindasjóð þar sem ákveðið gjald renni til hins opinbera af öllum auðlindum og kanski væri það eðlilegt að slíkur sjóður væri jafnvægissjóður.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 4.3.2012 kl. 00:20
Ég er viss að slík notkun á auðlindasjóði væri til muna gagnlegri. Gróði almennings er þá í staðinn aukinn stöðugleiki.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.3.2012 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning