23.2.2012 | 23:49
Hagvöxtur í heiminum hvergi lélegri en í Evrópu
Evrópusambandið gaf í dag út nýja hagspá, sjá: EUs revised economic forecasts. Það er áhugavert að stilla hagspá ESB saman með tveim öðrum, þ.e. spá Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins og Heimsbankans.
Þegar hagspár ESB eru bornar saman við hagspár AGS og Heimsbankans, kemur í ljós að Evrópa er dragbíturinn á hagvöxt í heiminum.
En hvergi eru horfur um vöxt lélegri en í Evrópu, og þ.s. áhugavert er að meðaltal evrusvæðis er klárt lægra en meðaltal ESB í heild.
Þetta sést enn betur þegar einstök lönd eru skoðuð innan Evrópu, að ljóst er að hinn eiginlegi dragbítur er evrusvæðið.
Könnun ESB í Heild:
Belgía.................................. -0,1%
Þýskaland.............................. 0,6%
Eystland.................................1,2%
Írland....................................0,5%
Grikkland..............................-4,4%(-6,8 2011)
Spánn...................................-1,0%
Frakkland...............................0,4%
Ítalía....................................-1,3%
Kýpur...................................-0,5%
Lúxembúrg.............................0,7%
Malta.....................................1,0%
Holland.................................-0,9%
Austurríki...............................0,7%
Portúgal................................-3,3%
Slóvenía................................-0,1%
Slóvakía.................................1,2%
Finnland.................................0,8%
---------------------------
Evrusvæði.............................-0,3%
----------------------------
Búlgaría.................................1,4%
Tékkland................................0,0%
Danmörk................................1,1%
Lettland.................................2,1%
Litháen..................................2,3%
Úngverjaland........................-0,1%
Pólland..................................2,5%
Rúmenía................................1,6%
Svíþjóð..................................0,7%
Bretland................................0,6%
-------------------------------------
ESB......................................0,0%
Ég hef miklar efasemdir um það að tölur um samdrátt í Grikklandi séu raunhæfar, en á sl. ári reyndist samdráttur nær 2-faldur miðað við þ.s. ESB sjálft spáði, og sem dæmi þá spáir Alþýðusamband Grikklands 6% samdrætti. Sem hljómar sennilegar.
Þetta sést einnig af frétt Financial Times, um ástand fyrirtækja í Grikklandi, en athygli vekur að meiri en helmingur smærri fyrirtækja telur sig verða gjaldþrota á árinu:
Recession expands for Greek small businesses
"...according to a survey published on Thursday...some 55% of small entpreneurs now think they will be unable to avoid bankruptcy..." - "After a stable first half of 2011, operating conditions detoriated sharply in the third and fourth quarters...more than 70% of owners used private savings to finance their businesses as bank credit dried up, while over 30% are behind with payments to suppliers, utilities and social security funds." - "Even fast-foods outlets...have begun to suffer..."It's likely that 45% of new businesses in this sector will close this year following a hike in value added tax of 10% las September...given the crisis conditions, the increase couldn't be passed to customers." - "Small businesses reported a 33% average decline in turnover last year compared with 31% for 2010. More than 40 of businesses made losses last year, according to the survey." - "This year will be critical for us...we've seen the decline in turnover accelerate by several points in the first six weeks," Mr. Assimacopoulos said."
Þetta er virkilega hrikaleg lýsing - ath., smáfyrirtæki skaffa flestum Grikkjum vinnu.
Það sem verra er - er að sennilega verður samdráttur þessa árs í 7 prósent skalanum, en þ.e. einmitt vegna aðgerða sem verið er að neyða grisku ríkisstjórnina til að framkvæma sbr. 22% lækkun lágmarkslauna, að fækka um 15.000 störf hjá ríkinu á þessu ári, ásamt frekari skattahækkunum; sem munu augljóslega auka enn frekar á hraðann í niðursveiflunni.
En sem dæmi, þá mun launalækkunin skila samdrætti í eftirspurn, sem smáfyrirtækin munu finna fyrir alveg um leið.
Önnur áhugaverð frétt Financial Times: Madrid presses EU to ease deficit targets.
Ríkisstjórn spánar er löggst á hnén fyrir Framkvæmdastjórninni, um að fá að slaka á klónni hvað planlagðan niðurskurð útgjalda varðar, í ljósi þess að Framkvæmdastjórnin hefur nú lækkað hagspá sína um Spán úr 0,7% vexti í 1% samdrátt.
Og sú spá er bara 3-mánaða gömul, ath :)
Rajoy: "This year will be a hard year for Spain and we must all be aware of this, " - "Serious governments cannot think about the short term, but about the medium- and long-term to create employment."
Þetta er alveg í lit við afstöðu AGS, sem hefur varað ríki Evrópu við því að keyra of hart fram í niðurskurði útgjalda, meðan hagkerfisstaðan væri svo viðkvæm. Hugsa hann frekar í lengra samhengi.
En á sama tíma, hefur afstaða Framkvæmdastjórnarinnar verið harðlínu niðurskurðar-stefna. Viljað sem mestann niðurskurð sem fyrst, skv. þeirri trú að niðurskurður skapi skilyrði fyrir hagvöxt, sem er kenning sem ættuð er frá þýsku hagfræðiskólunum. Einkennileg kenning, sem hvergi nýtur virðingar utan Evrópu.
Áhugaverð að gera samanburð á könnunum ESB við kannanir Heimsbankans og AGS!
Hagspá AGS: World Economic Outlook.
Hagspá Heimsbankans: COMPLETE REPORT.
AGS.................................2012........Heimsb.2012..........ESB.
World Output......................3.3...................2,5%
Advanced Economies............1.2...................1,4%
United States......................1.8...................2,2%
Euro Area..........................0.5..................-0,35.............. -0,3%
Germany.............................0.3..........................................0,6%
France................................0.2...........................................0,4
Italy.................................2.2.........................................-1,3
Spain................................1.7.........................................-1,0
United Kingdom...................0.6..........................................0,6
Central and Eastern Europe...1.1
Russia.................................3.3...................3,5%
Canada...............................1.7
Japan.................................1.7...................1,9%
China.................................8.2...................8,4%
India.................................7.0....................6,5%
ASEAN-5............................5.2
Brazil.................................3.0...................3,4%
Mexico...............................3.5...................3,2%
Middle East and North Africa.3.2..................2,3%
Sub-Saharan Africa..............5.5...................5,3%
Það sem vekur auðvitað athygli í samanburðinum er - hve áberandi langlélegastur hagvöxtur er í Evrópu, og þá sérstaklega á evrusvæði.
Könnun AGS er klárt ívið svartsýnni - en það finnst mér gefa henni aukinn trúverðuleika.
En Framkvæmdastjórnin er nú búin nánast af fullkomnu öryggi, að vanmeta afleiðingar niðurskurðarstefnu sinnar.
Mig grunar sterklega að svo sé enn, ef e-h er, sé einnig útgáfa AGS ívið í bjartsýnni kanntinum.
Mario Draghi mun þurfa að prenta hressilega evrur í ár - grunar mig.
Niðurstaða
Afleiðingar niðurskurðarstefnu Framkvæmdastjórnar ESB, eru stöðug að verða ljósari. En ekki þó að því er virðist í augum skriffinna Framkvæmdastjórnarinnar.
Hvað ætli að komi til? Einn möguleikinn er ef til vill sú evr. hefð, að ráða menntaða starfsmenn beint út úr háskólanámi, láta þá síðan alast upp innan stofnananna.
Sjálfsagt verða þeir þá vel skólaðir í venjum og hefðum þeirra stofnana.
En á móti, vantar þá líklega praktíska reynslu - þá meina ég, þá reynslu sem segir þeim hvenær kenningar sem þeir lærðu í skóla, raunverulega hafa praktíska tengingu við raunheiminn og hvenær ekki.
Það gæti skýrt það, hve "consistent" stofnanir ESB hafa verið í kreppunni, í mistökum sínum og að auki vanmati á afleiðingum þeirrar stefnu, sem þær vilja að aðildarríkin fylgi.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.2.2012 kl. 03:18 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í dag eftir 1970 er vegið meðtal af allri notað til samburðar. Þá ættu raunviriðeftirspunartekjur á Vestulöndum eftir 2000 að dragast saman og vax annrastaðar. EU mun hafa tryggt 1,0% árs samdrátt til að byrja með. Þegar allhækkar í öllum heiminum á hverju ári þá þarf að leiðrétta hagvöxtinu og þá er miðað við vegið meðaltal. Sjá CIA fact book og þá kemur þetta fram að öll Vesturlönd eru með neikvæðan raunvöxt á hverjum 5 árum eftir 200. Sér lagi hvað varðar eftirspurn efnislegar raunvirðisþátta.
Það er búið að tala um jöfnum lífskjara almennings yfir alla jörðina af öllum Marktækum frá 1970, og ég hef alltaf tekið mark á því. Þótt sumir telji allt snobbn sem valdamestu menn heims lofa á hverjum tíma.
EU er keppni Meðlima ríkja um að auka þjóðartekjur eða viðhalda á eigin heimamörkuðum, með kótvaskiptan sameiginlegan ódýran fákeppni grunn. Þannig að ef öll standa sig hækka heildar rauntekjur EU.
Innan þessare staðreynda ramma verður umræða rökrétt, að Frakkar og Þjóðverjar munu tapa minnstu næstu 30 ár. En stofnuð þeir þetta tryggingar samband á langtíma forsendum. 2 flokks fjármálamarkaðir eru smáatriði í augum útlendinga. Meirháttar ríkja þar sem 80% minnst allt er long planning sjálfbært og stöndugt.
EU er vel stjórnað í þágu hæfs meirhluta. Halda öðru fram er heimska. Kínverjar lofa Þýkaland: peningstjórnum þar.
Júlíus Björnsson, 24.2.2012 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning