Skipum útlendinga yfir Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann!

Nú standa yfir deilur varðandi ákvörðun um brottvikningu Gunnars Þ. Andersen úr stöðu sem yfirmanns Fjármálaeftirlits Íslands. Þorvaldur Gylfason hefur tekið upp hanskann fyrir Gunnar, telur hann einn hæfasta embættismann Íslandssögunnar, er ekki að skafa af því. 

  • Þarna er að hefjast dæmigerð íslensk sýning, þ.s. menn skipa sér í fylkingar með eða móti tilteknum.
  • En einmitt þetta er e-h sem við þurfum að losna við í þessu tiltekna samhengi, þ.e. að tilteknir mönnum sé lyft á stall af tilteknum hópum, meðan aðrir bölva þeim.
Væri slíkur einstaklingur hlutlaus gagnvart þekktum stuðningsmönnum?

Eða þekktum andstæðingum?

Ég er þeirrar skoðunar að skýrsla um meint vanhæfi Gunnars Þ. hafi komið fram með málefnaleg rök fyrir hans vanhæfi - sbr.: Fortíðin Gunnari fjötur um fót. Trúverðugleiki FME sagður í húfi

En þ.e. vægast sagt óheppilegt, að yfirmaður Fjármálaeftirlitsins hafi sjálfur áður, tekið þátt í því að villa um fyrir þeirri sömu stofnun - sem starfsmaður eins þeirra banka sem hann á síðan að hafa eftirlit með, sem yfirmaður Fjármálaeftirlitsins.

Svo má velta fyrir sér öllum þeim sem hann þekkir innan hins litla fjármálaheims okkar, fyrrum vinum og samstarfsfélögum - getur hann verið fullkomlega hlutlaus dæmandi um þeirra sök?

Jafnvel þó svo við ásökum hann ekki beint um óheiðarleika!

 

Skipum útlendinga yfirmann Fjármáleftirlitsins og Seðlabanka!

Búinn að vera þeirrar skoðunar um nokkra hríð, að við eigum að leita út fyrir landsteinana, eftir yfirmönnum þessara lykilstofnana.

Ísland er lítið land, sem veldur því að mjög örðugt er að tryggja að viðkomandi standist ströngustu reglur um hæfi, þá meina ég að hann sé ekki að fjalla um fyrrum skólafélaga, fyrrum vini, eða einhverja sem eru skyldir honum aftur í 3-4 lið eða enn nær, o.s.frv.

  • Framhjá þessu er unnt að komast með því einu, að ákveða að stjórnendur þessara tveggja stofnana, verði ekki Íslendingar.
  • Heldur ráðnir erlendis frá.
  • Íslendingar komi ekki einu sinni til álita.

Þetta snýst ekki um heiðarleika, heldur um að hámarka líkur á óhlutdrægni.

En erlendis er reglum hlutleysi er mjög strangt fram fylgt.

Þannig, að það eitt að það sannast að viðkomandi þekkir einhvern tiltekinn með hætti sem talið er geta hugsanlega skapað skort á hlutleysi viðkomandi, þó ekkert sé unnt að sanna um að viðkomandi hafi tekið hlutdræga ákvörðun; þá er vanalega dæmt svo að viðkomandi eftirlitsstofnun, þurfi að taka ákvörðun að nýju. 

Fyrri ákvörðun ógild.

Það þarf sem sagt að sanna, að viðkomandi hafi verið óhlutdrægur í slíkum tilvikum - öfug sönnunarbyrði.

Það gilda viðmið um hve nákunnugur tilteknum viðkomandi má vera - punktur.

Í milljónaþjóðfélögum er yfirleitt unnt að tryggja að til staðar séu dæmendur í málum sem séu óvilhallir, eins og framast er unnt að tryggja slíkt.

Ekki hér í fámenninu - þess vegna er rökrétt að leita út fyrir landsteinana.

Við eigum ekkert að skammast okkar fyrir slíkt.

Í þessu felst engin yfirlísing þess efnis, að íslendingar sem slíkir séu með einhverjum hætti ómögulegir.

 

Niðurstaða
Einungis með því að skipa útlendinga í stöður yfirmanna yfir krítískt mikilvægum eftirlitsstofnunum með fjármálageiranum hér, verður unnt að fylgja þeim ströngu reglum um hæfi sem þykja sjálfsagðar erlendis.
 
Í reynd er ekki mögulegt, að fylgja þeim ströngu viðmiðunum, ef Íslendingar eru ráðnir til verka.
 
Við erum einfaldlega of fá! 
 
Sníst ekki um að Íslendingar séu óheiðarlegri eða verra fólk.
-------------------------
 
Þeir sem valdir yrðu, fái ekki að starfa lengur en 4 ár í senn. Hámark 8 ára ráðning. Þ.e. endurnýjun í eitt skipti. Svo verði að leita eftir alveg nýjum.
 
Þannig ætti að vera tryggt, að þeir verðir alltaf fyrir utan þá kjarna eða kreðsa, sem menn virðast alltaf verða innviklaðir í.
 
 
Kv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Einar.

Tek alveg undir þessi þín sjónarmið.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.2.2012 kl. 01:00

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Más ekki líka skerpa regluverk og herða viðurlög, taka hér um orðaforða í lánamálum sem er auðskiljanlegur og rökréttur málmyndarlega. Hliðstætt skilgreidur og í Alþjóðasamfélaginu, til að fyrir byggja alla röklaus umræðu í framtíðinni hér á Íslandi.

Yyfirlit og staðfesting á ólögum hækkar vexti.

Júlíus Björnsson, 20.2.2012 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband