19.2.2012 | 19:36
Skipum útlendinga yfir Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann!
Nú standa yfir deilur varðandi ákvörðun um brottvikningu Gunnars Þ. Andersen úr stöðu sem yfirmanns Fjármálaeftirlits Íslands. Þorvaldur Gylfason hefur tekið upp hanskann fyrir Gunnar, telur hann einn hæfasta embættismann Íslandssögunnar, er ekki að skafa af því.
- Þarna er að hefjast dæmigerð íslensk sýning, þ.s. menn skipa sér í fylkingar með eða móti tilteknum.
- En einmitt þetta er e-h sem við þurfum að losna við í þessu tiltekna samhengi, þ.e. að tilteknir mönnum sé lyft á stall af tilteknum hópum, meðan aðrir bölva þeim.
Eða þekktum andstæðingum?
Ég er þeirrar skoðunar að skýrsla um meint vanhæfi Gunnars Þ. hafi komið fram með málefnaleg rök fyrir hans vanhæfi - sbr.: Fortíðin Gunnari fjötur um fót. Trúverðugleiki FME sagður í húfi
En þ.e. vægast sagt óheppilegt, að yfirmaður Fjármálaeftirlitsins hafi sjálfur áður, tekið þátt í því að villa um fyrir þeirri sömu stofnun - sem starfsmaður eins þeirra banka sem hann á síðan að hafa eftirlit með, sem yfirmaður Fjármálaeftirlitsins.
Svo má velta fyrir sér öllum þeim sem hann þekkir innan hins litla fjármálaheims okkar, fyrrum vinum og samstarfsfélögum - getur hann verið fullkomlega hlutlaus dæmandi um þeirra sök?
Jafnvel þó svo við ásökum hann ekki beint um óheiðarleika!
Skipum útlendinga yfirmann Fjármáleftirlitsins og Seðlabanka!
Búinn að vera þeirrar skoðunar um nokkra hríð, að við eigum að leita út fyrir landsteinana, eftir yfirmönnum þessara lykilstofnana.
Ísland er lítið land, sem veldur því að mjög örðugt er að tryggja að viðkomandi standist ströngustu reglur um hæfi, þá meina ég að hann sé ekki að fjalla um fyrrum skólafélaga, fyrrum vini, eða einhverja sem eru skyldir honum aftur í 3-4 lið eða enn nær, o.s.frv.
- Framhjá þessu er unnt að komast með því einu, að ákveða að stjórnendur þessara tveggja stofnana, verði ekki Íslendingar.
- Heldur ráðnir erlendis frá.
- Íslendingar komi ekki einu sinni til álita.
Þetta snýst ekki um heiðarleika, heldur um að hámarka líkur á óhlutdrægni.
En erlendis er reglum hlutleysi er mjög strangt fram fylgt.
Þannig, að það eitt að það sannast að viðkomandi þekkir einhvern tiltekinn með hætti sem talið er geta hugsanlega skapað skort á hlutleysi viðkomandi, þó ekkert sé unnt að sanna um að viðkomandi hafi tekið hlutdræga ákvörðun; þá er vanalega dæmt svo að viðkomandi eftirlitsstofnun, þurfi að taka ákvörðun að nýju.
Fyrri ákvörðun ógild.
Það þarf sem sagt að sanna, að viðkomandi hafi verið óhlutdrægur í slíkum tilvikum - öfug sönnunarbyrði.
Það gilda viðmið um hve nákunnugur tilteknum viðkomandi má vera - punktur.
Í milljónaþjóðfélögum er yfirleitt unnt að tryggja að til staðar séu dæmendur í málum sem séu óvilhallir, eins og framast er unnt að tryggja slíkt.
Ekki hér í fámenninu - þess vegna er rökrétt að leita út fyrir landsteinana.
Við eigum ekkert að skammast okkar fyrir slíkt.
Í þessu felst engin yfirlísing þess efnis, að íslendingar sem slíkir séu með einhverjum hætti ómögulegir.
Niðurstaða
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.2.2012 kl. 11:54 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar.
Tek alveg undir þessi þín sjónarmið.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 20.2.2012 kl. 01:00
Más ekki líka skerpa regluverk og herða viðurlög, taka hér um orðaforða í lánamálum sem er auðskiljanlegur og rökréttur málmyndarlega. Hliðstætt skilgreidur og í Alþjóðasamfélaginu, til að fyrir byggja alla röklaus umræðu í framtíðinni hér á Íslandi.
Yyfirlit og staðfesting á ólögum hækkar vexti.
Júlíus Björnsson, 20.2.2012 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning