10.2.2012 | 15:18
Er verið að íta Grikklandi í gjaldþrot?
Þessi spurning kemur upp í hugann vegna viðbragða aðildarríkja evrusvæðis, sem lágu fyrir í morgun. En þar var í reynd því hafnað, að nóg væri að gert af hálfu Grikklands, með því samkomulagi sem grískir stjórnmálaforingar undirrituðu eftir hádegi í gær, á grunni krafna svokallaðrar "þrenningar" þ.e. AGS, Seðlab. Evr. og ESFS (Neyðarlánasjóður evrusvæðis) sem rekinn er af aðildarríkjunum.
Sjá frétt Financial Times: Eurozone dismisses Greek budget deal
Kemur einnig fram í frétt RÚV: Þrýsta enn frekar á Grikki
- "Í fyrsta lagi verði gríska þingið að staðfesta samkomulagið, næst þegar þingið kemur saman, á sunnudag.
- Þá verði að finna leiðir til að spara frekari 325 milljónir evra á árinu, eigi síðar en á miðvikudag.
- Í þriðja lagi vilji ráðherrarnir fá fullvissu um að þessum aðgerðaráætlunum verði fylgt eftir þrátt fyrir stjórnarbreytingar sem kunni að verða við þingkosningarnar í landinu í apríl"
Ég einfaldlega sé ekki hvernig þetta er einfaldlega möguleg!
- En ég held að ekki sé nokkurn séns, að stjórnarandstöðuflokkar í Grikklandi samþykki að veita einhverja slíka tryggingu, og miðað við stöðu mála fylgislega skv. skoðanakönnunum, virðast umtalsverðar líkur á því að meirihluti myndist á gríska þinginu, sem væri andstæður núverandi aðgerðaáætlun um niðurskurð, sparnað og endurgreiðslur skulda. Sjá umfjöllun mína um grísk stjórnmál frá því í gær: Verður öfga-vinstrisinnuð stjórn á Grikklandi eftir kosningar?
- Ef flokkarnir sem styðja ríkisstjórnina undirrita slíkt, þ.e. eingöngu þeir, hefði það mjög takmarkað gildi.
- Svo þarf örugglega nánast kraftaverk, ef gríska þingið á að afgreiða málið þegar á sunnudag, en þó fræðilega sé örugglega unnt að samþykkja undantekningu um þetta mál, um flýtiafgreiðslu, þá er á þingum slíkt yfirleitt ekki mögulegt nema traustur meirihluti sé um afgreiðslu máls. Og þá er auðvitað möguleiki á skipulögðu málþófi.
- Krafan um 325milljónir. viðbótar sparnað, getur verið möguleg.
Hvað með gjaldþrot?
Skoðum aðeins þ.s. virðist vera töluverður stuðningur fyrir meðal evrusinna elítunnar í Evrópu, þ.e. gjaldþrot Grikklands innan evru - þ.e. Grikkland fari ekki úr henni, en fái skuldir landsins afskrifaðar að miklu eða mestu leiti.
Þá erum við að tala um viðtækari skulda-afskrift en nú stendur til, væntanlega - þ.e. ekki bara einkaaðilar, heldur einnig skuldir Grikklands í eigu aðila eins og Seðlab. Evr., ríkisstjórna í gegnum það að eiga ESFS og hugsanlega einnig AGS. Þó AGS hafi þá reglu að afskrifa aldrei nokkurt.
- Galli er að Grikkland er þá enn með 10% viðskiptahalla, þarf því enn að framkvæma innri aðlögun með mjög umtalsverðum lækkunum launa.
- Það a.m.k. mun taka tíma, segjum 2 ár að ná því fram, eða 3. Þá myndast aftur skuldir. Þ.e. á kannski.
- En ekki íkja miklar, en fer þó eftir því hve mikið er afskrifað.
En þetta getur verið fræðilega mögulegt a.m.k.
Stóri vandinn er Portúgal og hugsanl. önnur ríki!
Ef Portúgalir sjá að grikkir hafa fengið stórar afskriftir - og það er að auðvelda þeim mjög að ná sér aftur á strik, mun skapast gríðarlegur þrýstingur innan þeirra landa frá almenningi, að fá svipaða afgreiðslu.
Kannski, ræðst við að afskrifa skuldir Portúgals einnig, án þess að setja kjarnaríki evrunnar á hausinn, en hvað með ef slík krafa verður síðan hávær á Spáni og jafnvel Ítalíu?
Niðurstaða
Vandi Grikklands virðist ekki leystur. Spurning hvort að aðildarríki evrusvæðis ákváðu í gærkveldi, að gríska planið muni ekki ganga upp, því þeir viti að grískur almenningur er við það að framkvæma uppreisn gegn því í þingkosningum nk. apríl.
Aðildarlöndin treysti sér þó ekki til að viðurkenna slíkt formlega með opinberum hætti, svo þess í stað setja þau fram nýjar kröfur sem þau vita að eru óframkvæmanlegar, svo þau geti út á við þvegið hendur sínar af því stóra gjaldþroti Grikklands sem stefnir í.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stór hluti af tekjum gríska ríkissins fer í það að greiða vexti af lánum. Ef þeir verða neiddir til þess að taka upp gamla gjaldmiðilinn og fá mikið af skuldum afskrifaðar, þá snar lækkar vaxtakostnaðurinn og viðskiptajöfnuðurinn batnar.
Þórhallur Kristjánsson, 10.2.2012 kl. 15:36
Er ekki málið að það er allt að sjóða upp úr þarna, það er reynt að þvinga Grikki en þeir láta það ekki yfir sig ganga og vandamálið fyrir ESB að missi þeir tökin á þessu þá breiðist vandamálið út um alla Rómönsku Evrópu.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 15:57
Svo er það spurningin Einar ef Grikkland verður látið gossa þá er það komið á byrjunarreit og getur í raun farið að byggja sig upp nánast strax og þeir hafa gefið út nýjan gjaldmiðil eins og þú hefur áður bloggað um, en ef þeir hanga áfram í ESB þá er leiðin bara niður hjá þeim þeir hafa engin tæki til að koma sér upp úr feninu niðurskurður veldur bara auknum samdrætti, myndu td Ítalía staldra lengi við í ESB þegar þeir sæu að Grikkir væru að byrja að rétta ögn úr kútnum eftir gjalþrot og komir með eigin gjaldmiðil til að stýra sínum peningamálum?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 16:06
http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1222383/
Í augum Þjóðverja og Frakka og UK er eigiðfé Grikklands í rekstralegu og greiðslulegu tilliti of hátt. Það er nánast það sama og gjaldþrot. Hér hinsvegar snúa Íslendingar hinsvegar hefðbundið málum við og er skilningur í samræmi. Grikkland sem greiðir mest með rúgmjöli og sígarrettum, vegur ekki þungt í Alþjóðsamfélaginu, og er ekki eins og EU sé missa lim útbyrðis þótt Grikkland verði vísað úr EU, og taki upp svipað stöðu og Ísland og Noregur. Þá er hægt að beyta EU Seðlabanka kerfinu utanríkisþjónustinni [IMF t.d.] af fullum þunga. Þetta eru spurningar um "ef" heldur "annaðhvort eða".
Júlíus Björnsson, 10.2.2012 kl. 17:50
Í ljósi bókhalds reglna í EU má grein hluti [ekki bara kyngreingu] heldur líka bókhaldslega. Í aðatrium er vöruviðskiptir í grunn CRED=DEB. En í heildina litið eigiðfé + CRED= DEB + reiðfé til greiðslu gjldögum. Hvar er þá eigiðfé Grikklands, vafalaust skuldir við Brusell í aðalatriðum + alþjóða samstarf. Ríki í EU mega eininungis lán hvort öðru eftir 1994 í gengum einkabanka með milli göngu kauphalla og Seðlabanka , þetta átti að skapa full af spennandi störfum. Þjóðverjar veðjuð á hollust sinna Banka yrði hlutfallslega mest og þótt frelsi um áhættu yrði aukið þá myndu rökheilarnir þeirra ekki apa neina vitleysu. Mér sýnist dæmið vera gagn upp. Griklana er rauntekjur Vsk, til að borga yfirbygginu Grikklands og skuldbindingar hennar við aðra yfirbyggingar. Ég skil rök sannarlega. Þess vegna vegna þessa mælda hæfileika raunvísindalega skil ég rökleysu og leysi úr henni. Íslendingar hafa nóg með sín vandamál. Hér er líka yfirbyggingar vandamál í EU samanburði.
Júlíus Björnsson, 11.2.2012 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning