10.2.2012 | 01:08
Verður öfga-vinstrisinnuð stjórn á Grikklandi eftir kosningar?
Þetta er áhugaverð spurning. Ef við rifjum upp söguna, þá lenti Þýskaland í óðaverðbólgu á 3. áratugnum, þangað til að kröfuhafar Þýskalands gerðu sér ljóst að ekki gekk að blóðmjólka landið, og þeir fengu greiðslubyrði lækkaða. Þá komu 2-3 góð ár tiltölulega fram að heimskreppunni. En þekkt er að nasistar fengu 1926 rúml. 20% atkvæða, en einungis 3% 1928, en svo 30% rúm 1932, og 1933 voru þeir komnir til valda.
Síðla árs 1929 varð hrunið á Wallsstreet. Í kjölfarið fylgdi ríkisstjórn Þýskalands þáverandi mjög stýfri aðhaldsstefnu, þ.s. útgjöld voru skorin niður af grimmd. Það stóð í 2 ár, þangað til að sú ríkisstj. hrundi, og aftur var boðað til kosninga.
Spurning hvaða þátt sú stífa aðhaldsstefna átti í því, að efnahagur Þýskalands hrundi mjög mikið saman á tímabilinu frá síðustu mánuðum 1929 fram á 1932, er þingkosningar áttu sér stað?
Eitt er víst að fylgi nasista fór eftir ástandinu, þ.e. 1926 mitt i óðaverðbólgunni gekk þeim vel, svo hrundi fylgið er ástandið batnaði, og þeir fengu sára lítið 1928, svo 1932 er ástandið var ef til vill enn verra, fengu þeir 10 falt meira fylgi en 1928.
Það sem ég er að velta fyrir mér, er hvort svipað blasir við Grikklandi?
"Socialists See Popularity Collapse in Poll"
Síðan "Greek Reporter" kynnir niðurstöðu skoðanakönnunar, sem kom fram í vikunni, alveg nýjar upplýsingar - sem sagt.
- New Democracy...................................31%
- Panhellenic Socialist Movement.Pasok......8%
- Popular Orthodox Rally Laos...................5%
- Samtals..............................................44%
- Democratic Left...................................18%
- Communist Party of Greece...................12.5%
- Coalition of the Radical Left..................12%
- Samtals..............................................42,5%
Svo bætist við öfgahægrisinnaður smáflokkur sem kannski nær inn, og flokkur umhverfisverndarsinna, sem einnig kannski nær inn.
PASOK sem síðast fékk einsamall hreinann meirihluta, býður náttúrulega sögulegt hrun.
Eða það stefnir algerlega klárt í það.
Sjálfstæðifslokkur Grikkja, "Nýtt Lýðræði" virðist í bærilegri stöðu. En spurning hvað gerist á næstu vikum, ef leiðtogi hans Antonis Samaras tekur þátt í því að hrinda í framkv. nýsamþykktum niðurskurðarpakka?
- Eins og sést, vantar ekki mjög mikla sveiflu upp á, að vinstriflokkarnir vinstramegin við grísku kratana í PASOK, nái hreinum meirihluta.
- Radical vinstrið, er víst flokkur "and" glóbalista og sannfærðra hatara stærri fyrirtækja, og auðvitað annarra stórkapítalista. En sem hafa ekki áhuga á að tengja sig við kommúnisma.
- Hið Lýðræðislega Vinstri, er víst glænýr flokkur stofnaður 2010. Þeir virðast mildastir af þessum 3. Með áherslu á umhverfisstefnu, og þ.s. kallað er Evrópusinnað vinstri. En þeir hafa samt tekið afstöðu gegn, þeim harða sparnaði sem Grikkl. er knúið til.
- Kommúnistana þarf varla að kynna, en grískir kommúnistar eru víst enn alvöru kommúnistar.
Það sem ég velti fyrir mér, er hvort þær aðgerðir sem til stendur að knýja fram, muni tryggja flokkunum vinstramegin við grísku kratana í PASOK meirihluta?
- En þegar Nasistar komust til valda, stóðu lýðræðissinnaðir flokkar í Þýskalandi í kjölfar kosninganna 1932 frammi fyrir miklum vanda. Fyrst í stað var reynt að stjórna án þeirra og án hins öfgaflokksins, kommúnista.
- En í kosningunum '32 hafði fylgi við kommúnista einnig aukist verulega, og stöðugar óeyrðir stóðu yfir milli fylgismanna nasista og kommúnista í þýskum borgum.
- Báðir öfaflokkarnir voru með skipulagðar baráttuseveitir - sem voru kjarninn í þeim óeyrðum.
- Fyrir rest, tókst nasistum að sannfæra þýska íhaldsmenn um að, þeir væru skárri kosturinn ef valið væri milli þeirra og kommúnista, og þeir komust í stjórn 1933, og ekki varð aftur snúið.
OK, þetta er kannski ekki alveg þetta alvarlegt sem Grikkir standa frammi fyrir, en samt eru þarna 2 mjög öfgasinnaðir vinstriflokkar, sem hafa raunhæfann möguleika á völdum!
- Ef Kommúnistar, Róttækt vinstri, og Lýðræðislegt vinstri, mynda saman stjórn.
- En það getur freystað, að mynda alvöru vinstristjórn - þannig séð.
- Þeir eru a.m.k. sammála í andstöðu við þær niðurskurðaráætlanir sem verið er að þvinga á grikki.
- Spurning hvort öfgaflokkarnir "Róttækt vinstri" og "Kommúnistar" myndu verða yfirsterkari, þannig séð að ríkisstj. yrði töluvert öfgasinnuð sem vinstristjórn.
- Hinn bóginn skilst mér af mannig sem ferðast reglulega til Grikkl., að Róttækt vinstri og Kommúnistar, hati hvorn annann næstum því eins mikið, og hvor um sig hatar t.d. Nýtt lýðræði, kapítalistana þar.
- Það gæti því orðið erfið stjórnarmyndun.
Það er auðvitað einn möguleiki enn, þ.e. ef kosningarnar fara með þeim hætti að skýr meirihluti er fyrir því, að hætta við áætlun um niðurskurð og endurgreiðslu skulda, að þá söðli Antonis Samaras leiðtogi Nýs Lýðræðis aftur um, þegar ljóst væri að ekki væri lengur pólit. meirihluti fyrir þeirri leið.
- En fræðilega gæti orðið mögulegt fyrir Nýtt Lýðræði og hinn frekar hófsama, Lýðræðislega Vinstri, að mynda saman stjórn. Sá virðist vera að græða mikið fylgi á hruni PASOK.
- Sú yrði ekki öfgasinnuð - alls ekki.
- A.m.k. ekki verra en þegar hérlendis var einu sinni mynduð samstjórn Sjálfstæðisfl. og þ.s. þá hér Vinstri Sósíalistaflokkurinn, sem seinna varð Alþýðubandalagið.
Hvað var það sem gerðist á fimmtudag?
Rétt fyrir hádegi, hafði slitnað upp úr fundi leiðtoga þeirra flokka sem hafa verið að styðja ríkisstjórn Grikkands, með George Papademos.
Þá kom Samaras með yfirlýsingu þ.s. hann lýsti nýjum kröfum, þ.e. vildi meiri niðurskurð ríkisútgjalda en í staðinn, að hætt væri við niðurskurð lífeyrisgreiðsla.
Skv. frétt Financial Times - Deal sparks backlash in Athens - þá náði Papademos samkomulagi við Samaras, upp á það að 15% lækkun lífeyrisgreiðsla myndi ekki ná til þeirra sem teljast til lágtekjuhóps meðal lýfeyrisþega.
Með þessu fékkst undirritun Samaras undir samkomulag, þ.s. gengið væri að skilyrðum "þrenningarinnar" svokölluðu.
Þannig útskýrist það, að allt í einu cirka um 1 leitið eftir hádegi að evrópskum tíma, þá tilkynnti Papademos um það að samkomulag hefði náðst.
- Fækkun um 15 þúsund ríkisstarfsmenn.
- Lækkuna lögboðinna lágmarkslauna á Grikklandi öllu um 22%.
- 15% lækkun lífeyrisgreiðsla til ríkisstarfsm. á eftirlaunum.
- Samkomulag milli ríkisstj. Grikkl. og einka-aðila um 70% afskrift skulda gríska ríkisins í þeirra eigu, kvá vera á lokametrunum.
- En það hjálpar að Seðlab. Evrópu hefur samþykkt að gefa eftir 11ma. gróða, sem hann ætlaði sér af grískum ríkisbréfum í hans eigu, en hann hafði keypt þau á verulegum afföllum, en ætlaði að innheimta á fullu verði.
En gríska hagkerfið er enn í hröðum samdrætti
- "The Hellenic Statistical Authority announced that Greece's manufacturing output contracted by 15.5pc in December from a year earlier and
- industrial output fell 11.3pc, having fallen 7.8pc in November.
- "Unemployment jumped to 20.9pc in November, up from 18.2pc in October - a rise of 14pc in a month.
- Greece's youth unemployment has reached 48pc - surging past Spain's for the first time."
Þvert á móti virðist ef e-h aukast hraðinn á samdrættinum.
Skv. nýjustu tölum stefnir í a.m.k. 5% samdrátt þetta ár, ofan í 6% sl. ár.
En í nóvember, var samdrátturinn áætlaður kringum 3% fyrir þetta ár.
Frekari niðurskurðaraðgerðir munu síst minnka þann samdrátt, svo það myndi ekki koma mér á óvart að hann verði a.m.k. 6%.
Mér sýnist þetta einmitt vera frjór jarðvegur fyrir öfgastefnur og annann slíkann poúlisma!
Niðurstaða
Mér sýnist það vera mjög raunhæfur möguleiki, að þingkosningar á Grikklandi, leiði fram nokkurs konar uppreisn almennings gegn niðurskurðar og sparnaðaráætlunum þeim, sem hafa verið kerfisbundið þvingaðar upp á grikki.
En fókuspunktur þeirra virðist fyrst og fremst vera, að tryggja endurgreiðslu skulda Grikklands, eða eins mikið af þeim og framast er unnt.
-----------------------------
Mér sýnist sterkar líkur vera á því, að þingkosgninar í apríl nk. geti leitt fram uppreisn almennings gegn þeirri framtíð, sem þeim er boðið upp á.
En alls enga vonarglætu er að sjá, þ.e. fátt bendir til annars en margra viðbótar samdráttarára, ásamt fólksflótta eftir því sem atvinnuleysi vex ár frá ári, og lífskjör dala.
Grikkir gera orðið helstu farandverkamenn Evrópu, en ekkert bendir til þess að hægi á efnahagssamdrætti í ár, heldur þvert á móti getur hann jafnvel orðið meiri en í fyrra, í ljósi nýrra og enn harðari samdráttaraðgerða en áður, sem nú stendur til að knýja í gegnum gríska þingið.
Á næstu dögum mun koma í ljós hvort gríska þingið samþykkir það samkomulag, sem leiðtogar stjórnarflokkanna hafa undirritað, með fyrirvara um samþykki þingsins.
Enn er þó ekki komið að þeim punkti, en aðildarríki Evrópu hafa ekki enn samþykkt það samkomulag fyrir sitt leiti. Á fundi í gærkveldi í fyrri nótt, var þetta rætt. Ekki lá fyrir útkoma úr þeim viðræðum, þegar ég skrifaði þessa blogg-grein.
En sennilega mun þetta koma í ljós á föstudaginn 10/2.
-------------------------------------
Evrusvæði kemur fram með nýjar kröfur gagnvart Grikklandi:
Eurozone dismisses Greek budget deal
Einhverra hluta vegna finnst leiðtogum evrusvæðisríkja ólíklegt að Grikkir muni geta fylgt fram samkomulagi undirritað í gær. En ég get ekki séð að nýjar kröfur séu raunhæfar.
Þ.e. frekari niðurskurður - að gríska þingið afgreiði samkomulagið þegar á sunnudag en þ.e. augljóslega alltof þröngur tími - að grísku stjórnmálafl. undirriti yfirlísingu um það að þeir muni standa við samkomulagið eftir kosningar en ég sé ekki hvernig það væri unnt að fá fram slíkt frá vinstriflokkunum að ofan og það væri nær einskis virði að fá undirskrift núverandi stjórnarfl. eingöngu - né að það sé raunhæft að krefjast trygginga í formi eigna gríska ríkisins af grikkum.
Mig Grunar að nú séu aðildarlönd Evrusvæðis að íta Grikklandi út, því þau vita að Grikkir eru sprungnir á limminu, núverandi samkomulag muni ekki í reynd komast til framkvæmda, en þau vilja ekki viðurkenna þetta opinberlega, setja þess í stað "ómögulegar" kröfur.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:37 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning