Samkomulag á Grikklandi, virðist hafa náðst eftir hádegi í dag, eftir að í morgun leit út fyrir ekkert samkomulag!

Það sem ég sagði fyrir hádegi virðist allt vera úrelt. En skv.  Reuters undirrituðu leiðtogar helstu stjórnmálaflokka Grikklands samkomulag, eftir hádegi í dag. Svo þetta er nýskeð.

Sjá frétt Reuters: Greek political leaders agree on bailout reforms

Ekki kemur fram hvað breyttist allt í einu. 

En í morgun leit út fyrir ekkert samkomulag.

En einn af meginstjórnmálaflokkunum hafði sett fram ákveðnar kröfur um breytingar.

En kannski, einfaldlega féll Antonis Samaras frá því formaður "Nýs Lýðræðis". Megin hægriflokks Grikklands.

 

------------------------------------------------------

Samkvæmt fréttum er ekkert samkomulag á Grikklandi. Fundur forsætisráðherra Grikklands og helstu stjórnmálaforingja, sem hófst í gærkveldi lauk í morgun án þess að samkomulag væri undirritað, svo Grikkland hefur ekki samþykkt skilyrði Þrenningarinnar svokölluðu.

Þrenningin er, AGS + Seðlab. Evrópu + Neyðarlánasjóður Evrópu.

Skv. "New Greek demands threaten debt deal" heimtar leiðtogi megin hægri flokks Grikklands, umtalsverðar breytingar. Vill harðari niðurskurð ríkisútgjalda. En neitar að samþykkja lækkun lífeyrisgreiðsla eða svo mikla beina launalækkun, sem krafist er af þrenningunni. Býður sem sagt frekari útgjaldaniðurskurð á móti.

Neitar að undirrita bréf, um það að hann muni virða samkomulagið eftir kosningar.

 

Hvað vakir fyrir honum?

Líkleg ástæða er sú að þingkosningar eru á Grikklandi innan skamms, þ.e. apríl. Vinstri öfgaflokkar hafa verið að mælast sem hátt sem rúml. 40% samanlagt í könnunum, þ.e. fyrrum kommúnistar og flokkur Trokskýista.

Á sama tíma hefur flokkur Samaras verið að dala í könnunum, kominn niður fyrir 20%.

Ef þ.e. afstaða Samaras að það sé meiri hætta fyrir Grikkland, að næsta ríkisstjórn verði vinstri öfgastjórn, heldur en það að Grikkland verði gjaldþrota.

Þá held ég að ég sé sammála.

Grískir stjórnmálamenn, séu nú farnir að horfa meir á kosningarnar.

Þær séu hin mikilvægari barátta um framtíð Grikklands.

---------------------------------------------

 

Niðurstaða

Fyrri niðurstaða er úrelt. Það verður að koma í ljós hvað það var sem breyttist, hvort það var knúið eitthvað fram þ.e. tilslakanir. 

En eina sem unnt er að gera er að fylgjast áfram með fréttum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einar Björn, eru þessar hörðu ESB aðhaldsaðgerðir ásamt sölu á ríkiseignum í Grikklandi mögultgar, sýður ekki allt upp úr þarna með ófyrirséðum afleiðingum?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 17:19

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég óttast að landið lendi í höndum á öfgaöflum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.2.2012 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband