5.2.2012 | 16:09
Klukkan tifar á Grikkland!
Enn ein helgin ætlar að líða án samkomulags milli aðila um Grikkland. En tími er enn til stefnu, ekki þó án enda. Sá endi kemur þann 20 mars nk. er gríska ríkið þarf að greiða upp 14,5 milljarða evra lán sem fellur á gjalddaga. Ef heildarsamkomulag liggur þá ekki fyrir, þannig að Grikklandi hafi verið veitt fjármögnun af svokölluðu "þríeyki"/ "þrenningu"/"troyka" þá verður Grikkland greiðsluþrota með versta mögulega hætti.
Tvennt er í gangi samtímis
- Samkomulag við þrenninguna, þ.e. AGS, Seðlab. Evr. og Neyðlarlánasjóð Evrusvæðis sem er undir stjórn aðildarríkjanna, þarf að liggja fyrir, svo að svokalluð "Önnur björgun" komist til framkvæmda, en samkomulag um hana var upphaflega gert seint í nóvember 2011, en síðan þá hefur ný óvissa skapast. En Grikkland að mati þrenningarninnar hefur ekki enn hrint í framkv. öllum þeim aðgerðum sem ríkisstj. grikkl. lofaði í nóvember, þ.e. launalækkanir, lækkun lífeyrisgreiðsla til fyrrum opinberra starfsm, að loka fj. ríkisstofnana, að selja fj. ríkisfyrirtækja. Síðan fyrir utan þetta, hefur framvinda efnahagsmála í Grikklandi verið lakari en áætlanir gerðar í nóvember sl. gerðu ráð fyrir, þ.e. Grikkland virðist hafa haft 6% samdrátt rétt rúml. á sl. ári heilt yfir litið, en ekki rúml. 5,5%. Það þíðir að framtíðar tekjur gríska ríkisins verða verri en áætlað hafði verið, sem í reynd segir að gríska ríkið þurfi meira fé en áður var áætlað. Talað um viðbótarþörf upp á 15ma. næstu 3 árin, umfram þá 130ma. sem áætlunin frá nóvember miðaði við.
- Svo er það hitt megin dramað, sem er tilraunir til að ná samkomulagi milli einkabanka og einkasjóða, um afskrift lána Grikklands. Uppaflega átti afskriftin að vera 50%. En dramað sl. 3 vikur snýst um nýjar kröfur þrenningarinnar gagnvart einkaaðilunum. Þær kröfur skv. því mati sem þeir aðilar hafa komið fram með, fela í sér raunafskrift virðis upp á 70%. Þarna sýnist mér að þrenningin sé að leitast við að íta sem mest af kostnaðinum við það vanmat á ástandi Grikkland sem átti sér stað í nóvember, á einkaaðilana. En deilan snýst nánar tiltekið um vexti á 30 ára skuldabréfum sem gríska ríkið á að gefa út í stað afskrifaðra. Fyrir um 3 vikum, virtist sem að gríska ríkið ætlaði að sætta sig við 4% vexti. En hinir opinberu kröfuhafar hafa gert kröfu um að þeir verði lægri, þ.e. 3% eða 3 og eitthvað prósent, lægra því betra. Síðan þá hefur staðið í stappi. Einkaaðilarnir hafa gert þá gagnkröfu á þrenninguna, að hún afskrifi eitthvað á móti þá t.d. bent á að Seðlabanki Evrópu keypti ríkisbréf Grikklands á afföllum sem oft voru veruleg, en ætlar sér að rukka þau inn á fullu verði. ECB geti þarna afskrifað mismuninn, þ.e. fórnað sínum hagnaði. ECB hefur ekki tekið þetta í mál. ECB hefur síðan verið undir nokkrum þrístingi, að sætta sig við að gefa eftir a.m.k. hluta þessa hagnaðar. Enn virðist staðan vera sú, að samkomulag er ekki í höfn.
Greeces leaders oppose new austerity measures
- Í sl. viku gerði þrenningin kröfu til grikklands, um 25% lækkun launa opinberra starfsmanna, um 35% lækkun lífeyrisgreiðsla til fyrrum opinberra starfsm, um það að tilteknum ríkisstofnunum sé tafarlaust lokað 100 talsins sem þíðir fækkun um einhver þúsund ríkissstarfsm., og að auki að það væri fengið á hreint hvenær akkúrat sala ríkiseigna á að hefjast. En sá dagur hefur verið á reiki, stöðugt verið færður aftur.
- Þessum kröfum höfnuðu stjórnmálaflokkar Grikklands, en á Grikklandi sytja þeir enn í ríkisstj. ekki alveg eins og á Ítalíu að þar ríkir hrein embættismannastjórn. En forsætisráðherra Grikkland Papademos er embættismaður frá Brussel þ.e. Framkv.stj.
Á þessari stundu er ekki vitað hver útkoman verður!
Greece in last-minute austerity talks
Skv. frétt Financial Times eru flokksleiðtogar stjórnmálaflokka Grikklands á fundi með Papademos forsætisráðherra eftirmiðdaginn dag sunnudag, þar sem tilraun verður gerð til að útbúa eitthverskonar móttilboð til þrenningarinnar fyrir nk. mánudag.
Reyndar er búið að fresta fundi ríkja evrusvæðis um Grikkland víst fram á miðvikudag, en áður átti hann að fara fram nk. mánudag.
En það þykir þó mikilvægt að ná einhverju samkomulagi þ.e. tilboði, svo það verði hugsanlega ekki verulegur óróleiki á mörkuðum nk. mánudagsmorgun, ef ekkert tilboð frá Grikklandi hefur þá komið fram, og óhjákvæmilega markaðir yrðu að meta niður líkur á því að Grikklandi takist að forðast greiðsluþrot.
Tíminn er ekki endalus, en fræðilega er enn unnt að láta þetta slumpast áfram út næstu viku og einnig út vikuna þar á eftir.
En þaðan í frá væri farið að styttast óþægilega í stóra daginn!
Niðurstaða
Vandi við þetta allt saman er síðan að Grikkland er enn með um 10% viðskiptahalla út á við, sem þíðir að uppsöfnun skulda er stöðugt vandamál, með þeim hætti. Þó svo allt væri fræðilega afskrifað myndi þannig safnast á nokkrum árum nýr bingur af skuldum.
Skv: ECB saves banks as economies sink var samanlagður viðskiptahalli Portúgals, Grikklands, Spánar og Ítaliu 129ma. árið 2011. Svo er vitnað í mjög áhugaverða samantekst Seðlabanka Evrópu - sjá þá samantekt "HÉR" - drógu 35% banka á evrusvæði úr lánveitingum mjög líklega einkum bankar í S-Evr., peningamagn í sömu löndum minnkaði um 4% frá janúar 2011 til nóv. 2011 sem er samdráttareinkenni, og iðnframleiðsla á Spáni minnkaði um 7% yfir sama tímabil. Sjálfsagt er Seðlab. Evr. ekki búinn enn að fullvinna tölur fyrir síðustu 3 mánuði sl. árs.
Svo ég ítreki þann punkt, þá eru ofangreind ríki ekki sjálfbær meðan þau eru í ástandi viðskiptahalla, sem dæmi er oft sagt að staða Ítalíu sé best því þar sé hæst hlutfall af skuldum í eigu ítalskra aðila, en þó er 51% í eigu aðila utan Ítalíu. Svo Ítalía þarf viðskipta-afgang ekki milli 3-4% viðskiptahalla. Kannski ekki mjög stórann, kannski dugar um 2%.
En í samhengi við vanda Ítalíu er þó vandi Grikklands virkilega hrikalegur, þ.e. enn með 10% viðskiptahalla eftir 3 ár í kreppu. Sem skýrir að verið er að þrýsta á Grikkland að lækka laun um 25%. Enda er það raunverulega nauðsynlegt.
En sl. föstudag voru ekki bara stjórnmálaflokkar Grikklands sem höfnuðu þeirri kröfu. Henni var einnig hafnað einróma af samtökum vinnuveitenda á Grikklandi sem og samtökum launþega.
En ef Grikklandi tekst ekki að fá þrenninguna til að samþykkja vægari millileið sem grísku stjm. flokkarnir eru væntanlega að reyna að sjóða saman á fundi í dag, þá stendur þessi krafa óhögguð. Og þrenningin hefur peninginn sem Grikkland þarf.
Þrenningin var að segja við Grikkland, að 25% launalækkun, 35% lækkun lífeyrisgreiðsla til ríkisstarfsmanna sem gríska ríkið borgar með beinum hætti, að loka tafarlaust 100 ríkisstofnunum; séu ófrávíkjanleg skilyrði.
Að Grikkland fái ekki peninginn, nema þau skilyrði hafi verið uppfyllt fyrst.
Þá kemur hin áhugaverða hliðin, hvað gerist ef grísk stjv. leitast við að knýja þetta fram? En fram að þessu hafa laun í Grikklandi ekki lækkað að ráði, þ.e. hjá þeim sem enn hafa atvinnu.
Svo að launþegar hafa ekki enn fengið verulega að finna fyrir kreppunni, þ.e. þeir sem enn hafa vinnu. En þeim fer hratt fækkandi sem hafa vinnu.
- Þetta er hið klassíska vandamál, að mjög erfitt er að lækka laun.
- Ég er hreint ekki viss að svo stór bein launalækkun þ.e. 25% hafi nokkru sinni verið framkvæmd í milljónaþjóðfélagi.
Það mun taka einhvern tíma fyrir Grikkland að uppfylla þau skilyrði, ef grískir stjórnmálaenn láta undan kröfu þrenningarinnar, og gera tilraun til að hrinda þessu í framkv.
Það er kannski ekki síst það, sem skapar spennu fyrir nk. viku, því þó enn séu cirka 4 vikur til stefnu, þá tekur tíma að leysa úr þessum málum, þó hafist væri af handa af krafti þegar í næstu viku.
En líkur eru aftur á móti miklar sýnist mér, að nk. vika lýði án samkomulags.
Eitt er ljóst - að spennan vegna Grikklands fer vaxandi.
Klukkan tifar - eins og ég segi í fyrirsögn!
------------------------------------
PS: Skv. nýjustu fréttum Greece takes step closer to default - Greece falters in debt talks with creditors kom ekkert gagnlegt úr úr fundi stjórnmálaleiðtoga Grikklands með Papademos forsætisráðherra sem haldinn var eftirmiðdaginn í dag sunnudag 5/2. Skv. frétt verður aftur fundað á morgun mánudag, og Papademos hefur sett lokapunkt á þeim tilraunum fram á hádegi nk. miðvikudag. Ef ekkert kemur út úr þeim fundarhöldum, þ.e. annaðhvort nytsamt gagntilboð eða formlegt samþykki á skilyrðum "þrenningarinnar" er útlit fyrir að niðurstaða fundar aðildarríkja evru nk. miðvikudag, verði sá að það verði ekkert af frekari lánveitingum til Grikklands.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessa esb er furðulegt batterí. Þetta er nú búið að standa frá því í Júní 2011 og á meðan hafa skuldir Grikklands hækkað um 130 milljarða €.
Ef Grikkland fer í þrot, sem er best fyrir þá. Þá standa þeir líka á öðrum tímamótum. Þar sem innganga í esb fer viðskiptasamningar við önnur lönd til esb.
Þá kemur spurning þurfa þeir að semja við önnur lönd upp á nýtt eða getur gamlir samningar tekið gildi upp á nýtt?
Ómar Gíslason, 5.2.2012 kl. 22:05
Ég er ekkert viss um að sjálf aðildin að ESB fjúki hjá grikkjum þó þeir verði gjaldþrota. Strangt til tekið er það ekki lögbrot í samhengi regla og laga ESB að ríki verði gjaldþrota, geti ekki greitt skuldir sínar við önnur ríki innan þess, eða ég hef ekki séð nokkra þá reglu sem segir að slíkt sé lögbrot. Þó ríki geti yfirgefið ESB, veit ég ekki til þess að til sé regla í núgildandi sáttmála ESB, sem geri það mögulegt að reka ríki úr ESB.
Það væri áhugavert hvað á sér stað ef Grikkir taka á ný upp drögmu, og að ef þeir loka á fjármagnsflutninga yfir landamæri. En hvort tveggja er lögbrot.
En aftur gildir að ég veit ekki til þess að unnt sé að reka ríki úr ESB. En rætt hefur verið um nauðsyn þess að innleiða slíka reglu. En ég veit ekki til þess að enn sé slík regla í gildi innan sáttmála ESB.
Svo þá gilda núverandi refiákvæði, þ.e. þau sem gilt hafa í flr. ár, þ.e. mögulegt er að svipta ríki atkvæðarétti þ.e. innan Ráðherraráðs, og mig rámar einnig rétti til þess að hafa einn af Kommissörum Framkv.stj., og ég held að auki þann rétt að hafa þingmenn á Evrópuþinginu; og líklega að auki rétt til að fá fé úr styrktarsjóðum ESB.
Óþægilegt - en á móti gildir þá áfram viðskiptaaðgangur grikkja að sameiginlegum markað.
-------------------
Ef ég væri grísk stjv. myndi ég ekki segja landið úr ESB, eða óska þess að það aðild að sambandinu verði ekki lengur í gildi.
Grikkir yrðu líklega ekki vel liðnir sem meðlimir eftir það.
En ég veit ekki betur en að þeir eiga lögum og reglum skv. að komast upp með það. Svo er að auki líklegt að sjónir markaðarins beinist næst að Portúgal í kjölfarið.
Svo einnig spurning um óróleika á fjármálamörkuðum, og innan bankakerfis, sem gæti verið að dreifa huga aðildarlandanna, frá því að finna leiðir til að refsa grikkjum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.2.2012 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning