Er þjóðin sek? Er nóg að fórna Geir til að gera upp fortíðina?

Guðbergur Bergsson í vikunni skrifaði grein á vefmiðlinum Eyjunni, sjá: Hvað er þjóðarsekt?

Hann kemur með áhugaverðar pælingar um þjóðarsekt. En þær eru til muna íhugulli en slíkar útleggingar hafa verið, sem ég hef séð fram að þessu. 

  1. "Þjóðarsekt er það þegar þjóð finnur enga sök hjá sér, og beri eitthvað út af í málum hennar sakfellir hún einungis leiðtoga sína."
  2. "Um leið gleymist henni að lýðræði felst í samábyrgð og skyldum. Þar er enginn undanskilinn, hvorki þjóðin né leiðtogarnir, enda eru þeir lýðræðislega kosnir af henni."
  3. "Í einræðisríkjum og í nýlendum er þjóðin aftur á móti saklaus ef eitthvað ber út af í málum hennar, enda ræður hún engu. Öll ábyrgð er í höndum stjórnenda hennar."
  4. "Þetta er sá megin munur sem er á lýðræði og einræði."

Þarna sýnist mér hann ekki að taka þá pólitísku útleggingu sem ég hef svo oft séð, þ.e. þjóðin er sek vegna þess hún kaus ranga flokka - ranga stefnu, eða græddi á icesave meðan vel gekk.

Heldur virðist þetta vera almenn hómilía um breyskleika mannsins, og skort á sjálfsgagnrýni.

Hann þorir að leiða huga okkar að sanngirni þess, að gera einn mann þ.e. Geir H. Haarde ábyrgann - veltir því upp hvort með því sé þjóðin að frýja sig "með-ábyrgð."

"Dómurinn mundi slá á hefndarþorsta þeirra sem gleymdu eigin sök í fallna leiknum, að þykjast ekki vita að það er auðveldara að koma sér í skuldir en losna við þær, að auðveldara er að fá lán en greiða þau." - "Maður spyr bara: Hvað ætli hrífi þjóðina næst, fyrst upp ölduna og færa hana síðan ofan í öldudalinn?"

Varðandi Geir, þá vara ég eindregið við því að líta á dóm yfir honum sem einhverskonar allsherjar uppgjör, en mig grunar nefnilega að sumir séu að leitast við að hámarka sýn þjóðarinnar á ábyrgð Geirs, vegna þess að þeir vona að með því sefist reiði hennar; og minni líkur séu á því að í kjölfarið verði mál þeirra sjálfra eða aðila sem tengjast þeim persónulega - skoðuð.

Nokkuð íktrar reiði hefur gætt gagnvart tilraunum sjálfstæðismanna til að losa Geir úr snörunni, en menn láta eins og þá sé öll von um einhverskonar uppgjör úr sögunni.

En mig grunar að í þeirri reiði a.m.k. sumra gæti nokkurs ótta, þ.e. þess ótta að ef mál Geirs fer frá, þá sé það ekki lengur eins kæfandi á aðra umræðu um ábyrgð aðila, þannig að kastljósið geti þá hugsanlega beinst að óþægilegum spurningum sem tengjast þeim sjálfum.

  • Legg áherslu á að rangt sé að líta á mál Geirs - sem hið eiginlega uppgjör!

 

Útleggingar út frá ábyrgð!

  1. Þjóðin kýs flokka af margvíslegum ástæðum, en a.m.k. einhver hluti hennar gerir það vegna þeirrar stefnu sem þeir gefa út um það hvað þeir vilja gera, nái þeir kjöri.
  2. Ríkisstjórn DO og HÁ sem seldi bankana til einkavina, sannarlega var kosinn út á stefnumótun um einkavæðingu.
  3. Á hinn bóginn skv. stefnuskrá áttu bankarnir að vera með dreifða eignaraðild, verulegur hluti átti að vera seldur til almennings, gæta átti þess að það væru engir yfirgnæfandi eigendur.
  4. Út á slíka stefnumótun voru þeir kosnir. Og einmitt þetta var svikið, þ.e. einkavinavæðing var svik við það fólk sem kaus þá.
  5. Gat fólk fyrirfram vitað, að loforðin myndu vera svikin?
  1. Fólk kýs stjórnendur út frá þeim upplýsingum sem þeir gefa, þ.e. loforðum og stefnu.
  2. Það getur ekki fyirfram vitað, hvernig þeir munu eða munu ekki standa við þau loforð.
  3. Fólk kýs í góðri trú og út á von um framtíðina.
  4. Það er því ekki undarlegt að það verði reitt - ef loforðin vou svikin, og það leiddi til stórfelldra vandræða.
  1. Svo má ekki gleyma persónulegri ábyrgð stjórnenda.
  2. Ábyrgð þeirra sem voru kosnir til ábyrgðar getur ekki "réttmætt" færst yfir á þá sem kusu þá.
  3. Fyrir kjósendum er fortíðin kunn sem og ástand hvers tíma á þeim tímapunkti; en framtíðin er alltaf óviss.
  4. Að auki eru það stjórnendurnir sem taka ákvarðanir - hvort á að gera A eða B. Þeir hafa mun betri upplýsingar og þekkingu en hver og einn kjósandi. Eiga að geta vitað betur.
  5. Það er því ekkert athugavert við það að taka stjórnendur til ábyrgðar, ef þeir bregðast og sérstaklega ef í ákvörðunum þeirra er reyndust ílla fólust svik við áður gefin loforð og ekki síst ef ástæða er til að gruna að spilling geti tengst ástæðum þess að loforð voru svikin.

 

En er rétt að dæma Geir H. Haarde? Næst réttlæti fram?

Þó svo að réttmætt sé að gera stjórnendur ábyrga í almennum skilningi, þarf að íhuga sérstaklega spurninguna um réttmæti þess að fara fram gegn Geir H. Haarde!

  • Ég vara við því að gera of mikið út honum Geir.

Við vitum að það voru þeir Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson sem tóku þá ákvörðun, að svíkja kjósendur á sínum tíma, þegar einkavæðing varð þess í stað að einkavinavæðingu.

Við vitum að auki að DO og HÁ voru mjög einráðir er þeir voru við völd, þ.e. þeir tóku hinar stóru ákvarðanir, en samráðherrar hlíddu.

Á móti kemur, að það er ekki unnt að kæra þá DO og HÁ fyrir sína glæpi, vegna þess að lög um ráðherraábyrgð ná bara 3 ár aftur í tímann, eftir þau 3 ár eru meintir glæpir fyrndir. 

Það þíðir að auki, að þegar er of seint að ákæra nokkurn annan en Geir, skv. lögum um ráðherraábyrgð, sem voru ráðherrar í síðustu ríkisstjórn þ.e. hrunstjórninni.

  • Punkturinn er, að það er ranglátt að gera Geir ábyrgann fyrir öllu því sem aflaga fór.
  • Hann ber tiltekna takmarkaða ábyrgð sem ráðherra undir DO og HÁ, og síðar meiri sem forsætisráðherra, en þá var búið að taka þær ákvarðanir sem mest íllt gerðu
  1. Er þá rangt að dæma Geir?
  2. Ekki endilega, það á einfaldlega ekki líta á það sem hið endanlega uppgjör, heldur sem ef til vill, upphafið á því.
  • Á hinn bóginn, er það ekki heldur svo alvarlegt mál þó hann verði ekki dæmdur.
  • Enda eru til aðrar leiðir til að framkvæma uppgjör við fortíðina.

Ég vil að farin sé leið svokallaðs "sátta og sannleiksferlis" skv. fordæmi Nelson Mandela í S-Afríku!
  • Það að rétta yfir Geir kemur ekki í veg fyrir að slík leið verði farin.
  • En þó svo að hætt verði við það að dæma Geir, þá er sú leið áfram opin.

Stóri kostir þeirrar leiðar er þeir - að þá er unnt að rannsaka allt dæmið frá A -> Ö.

Það er alla þræði, allar ákvarðanir, alla þá sem ábyrgð báru o.s.frv.

Þetta kemur ekki í veg fyrir saksókn!

Í reynd getur þetta auðveldað saksókn, með því að leiða fram vitni.

En þá ákvörðun er unnt að taka að undanskilja tiltekna lykileinstaklinga, þannig að þeir fái ekki að vitna fyrir nefndinni, fái ekki friðhelgi - - heldur sé áhersla á að fiska fram vitni gegn þeim.

Þau fái friðhelgi, þori því að koma fram, að auki skapist í slíkum ferlum þrýstingur á fólk til að vitna þegar vinir þeirra eða samstarfsfélagar byrja að ljóstra upp um það sem var í gangi, svo þeir lendi þá ekki hugsanlega í saksókn. Um leið og þagnarmúrinn rofnar, þá verður "stampede" í það að fá skjól fyrir saksókn - - þannig að þessi leið er mjög sterk aðferð til þess einmitt að fá fram upplýsingar sem til þarf svo lykilaðilar sem mesta ábyrgð bera verði raunverulega dæmdir.

Þetta á þó sennilega einna helst við fjármálaglæpina fremur en þá pólitísku, nema mútumál komi upp og vitni um slíkt, þá er það orðið almennt sakamál gegn viðkomandi fyrrum ráðherra, ekki fyrnt. 

Ég bendi á eftirfarandi umfjallanir mínar:

Sannleiksferli getur auðveldað saksókn gegn þeim sekustu!

Nýtum sannleiksferli til að gera upp hrunið!

28.9.2010 Geir ákærður - en aðrir sleppa!

22.9.2010 Er sannleiksferli lausnin? 

 

Niðurstaða

Ef Guðbergur Bergsson var að beina sjónum að veikleika hugarfarsins, þörf fyrir lagfæringu hugarfars þjóðarinnar, þá get ég tekið undir það hjá honum. Það er rétt hjá honum að fólk hefði átt að sjá að það væri óskynsamlegt að safna miklum skuldum til að fjármagna neyslu. Sem það gerði. En rétt er þó að benda á, að þetta er ekki einskorðað við Ísland. Heldur virðist ákveðið tímabil hömlulítillar neyslu vera í gangi, hafa verið í gangi sl. 15-20 ár - á vesturlöndum beggja vegna Atlandshafsins.

Þær hugmyndir eða ímyndir berast að utan til okkar, tröllríða öllur þar og hér. Þjóðin lætur glepjast af mammoni eins og hinar þjóðirnar beggja vegna gerðu, og að einhverju verulegu leiti gera enn.

En sjálfsagt er að gera tilraun til að skapa breytingu á því hugarfari. En þetta hefur bara verið ríkjandi hugarfar eða tíska sl. 15-20 ár. Það er ekki eins og það hafi því staðið alltaf.

----------------------------------

Ég er reyndar á því að "sannleiksferli" geti einmitt verið liður í slíkri hugarfarsbreytingu.

Einmitt vegna þess að með slíku ferli er unnt að kafa miklu víðtækar í mál og af meiri dýpt, en er unnt með nokkurri annarri leið sem getur staðið okkur til boða.

Það er ekki síst vegna þess hvernig þetta er framkv. þ.e. vitnaleyðslur eru í beinni útsendingu. Svo að almenningur heyrir það jafnóðum í beinni hvað gerðist og hvað hefur gengið á, og hvað hefur áfram verið að gerast að tjaldabaki.

Slíkt ferli mun einnig taka nokkurn tíma, og meðan mun þetta stöðugt dynja yfir. En þú breytir ekki hugarfari í einni andrá, heldur þarf til þess átak eða stöðugann áróður í verulegan tíma.

Svo að áhrifin á hugarfarið af "sannleiksferli" felast ekki síst í því, að vitnaleyðslur munu sennilega taka marga mánuði í beinni, og stöðugt verður þ.s. fram kemur að berja á hugarfarinu - hola þann stein sem ríkjandi hugarfar er orðið að.

  • Þetta eru viðbótar rök við þau sem ég hef áður nefnt fyrir þeirri leið, þ.e. sannleiksferli. 
  • Að það er sennilega einnig, öflugasta tækið sem við getum beitt, til þess að laga hugarfar þjóðar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg há-heimspekileg nálgun hjá karlinum og hefur í raun ekki neina pólítiska skrírskotun.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 17:13

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nákvæmlega.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.2.2012 kl. 17:44

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrir kosningarnar 2003 lá þetta fyrir:

DO og HÁ höfðu svikið öll loforð um dreifða eignaraðild bankanna og í staðinn beinlínist beitt sér fyrir því að þeim yrði skipt á milli "einkavina" þáverandi stjórnarflokka í stíl við gömlu helmingarskiptaregluna.

DO og HÁ ákváðu einir og sér rétt fyrir kosningarnar að skipa Íslandi opinberlega á heimsvísu í hóp "viljugra" ríkja til innrásar í Írak.

Framsóknarflokkurinn vann góðan sigur í kosningunum og stjórnarflokkarnir í heild héldu tryggum meirihluta.

Þar með tóku þessi drjúgi meirihluta íslenskra kjósenda ábyrgð á því sem þessir allt að því einvaldar á Íslandi gerðu.

Það minnir á það sem Jónas Kristjánsson hefur sagt: Hver þjóð fær þá leiðtoga sem hún á skilið.

Ómar Ragnarsson, 5.2.2012 kl. 00:55

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar - ehem, hvað er sanngjarnt að ætlast til að kjósendur skilji?

Þetta ár virtist allt á uppleið efnahagslega. Hin eiginlega bóla var ekki hafin fyrir alvöru. Ríkisstj. vanalega vinna kosningar, ef ástand efnahagsmála virðist gott.

Ég skal viðurkenna að ég kaus þá kosningarnar á undan, en ekki aftur eftir það. En ég kannski er ekki hinn dæmigerði almenningur.

Þegar menn tala um ábyrgð kjósenda, eru menn oft að gera meiri kröfur til almennings, en almenningur í reynd stendur undir.

Fyrir almenning, sem stór hluti hugsar lítt um pólit. eða efnahagsmál og hefur oftast nær grunnann skilning á efnahagsmálum og einnig pólitík, og hugsar enn minna en vanalega ef allt lítur vel út á yfirborðinu, hann veit ekki svona hluti fyrirfram sbr. að einkavinavæðing hljóti að leiða til ófarnaðar, að einkavinir muni líklega láta allt krassa síðar.

Né örugglega datt örugglega nokkrum manni í hug, að bankarnir myndu verða svona ótrúlega spilltir og lélegir, og ég er reyndar viss um að þér datt það þá ekki heldur í hug, hve slæmir þeir urðu kom mér meira að segja á óvart, þó las ég gagnrýni þá sem fram kom, hafði áhyggjur af þeirra ofurvexti. En ég hélt einungis að þeir væru áhættusamir svo jaðraði við fífldirfsku, ekki ræningjar. Það kom mér á óvart.

Að sama skapi tapa ríkissj. yfirleitt ef efnahagsmál ganga ílla, og það á við nánast óháð því hve vel þær standa sig, þá er það sama í gangi að almenningur hefur mjög grunnann skilning, og er í því tilviki líklegur að kaupa fullyrðingar pólit. andstæðinga að þeir muni gera betur.

Svona er þetta í flestum ríkjum, ríkissj. vinna ef nóg er að bíta og brenna, laun fara hækkandi, atvinnustig batnandi, og ef þeir hlutir eru á hinn veginn, þá tapa þær vanalega. Þetta er almennt satt burtséð frá raunverulegri frammistöðu viðkomandi ríkisstjórna.

Þetta þarf að hafa í huga þegar menn vilja dæma almenning sekann í einhverjum skilningi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.2.2012 kl. 01:57

5 identicon

Einar Björn og Ómar, Er ekki akkúrat málið sem þið eruð að tala um áhrif og hlutverk fjölmiðla og hvernig þeir hafa verið nýttir til að móta skoðanir þessa almennings sem hefur frekar grunnan skylning á því sem verið er að halda fram þá vaknar einnig spurning um hlutleysi fjölmiðlanna.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 09:31

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held Kristján að þetta sé einmitt góður punktur um mikilvægi fjölmiðla, fólk treystir svo mikið á þá. En þarna koma einnig þessi svokölluðu málsmetandi menn, þ.e. svokallaðir menn með þekkingu frá haskólasamfélaginu, sem eru teknir í viðtöl og fólk treystir á að segja því til.

Ég man ekki eftir neinum háværum aðvörunum frá þeim aðilum í kringum 2003-2004. Það skapaðist einhver umræða um spillingu í kringum sölu bankanna. En ég man ekki eftir aðvörunum um stöðu bankanna frá þeim tíma í þeirra höndum. Ekki fyrr en 2006 sem eitthvað örlaði á slíkum áhyggjum. Lágværum ekki háværum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.2.2012 kl. 14:35

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Öflugur Einar og takk fyrir að vekja athygli á þessari góðu grein Guðbergs.  Það er margt rétt sem þar kemur fram en á henni er einn stór meinbaugur og það er að hún er skrifuð út frá hinni þekktu rökvillu meinlætamannsins sem telur hópinn sekan því hann lifði ekki lífinu á þann hátt sem meinlætamaðurinn gerði. 

"Þið eru sek og eigið því refsingu ykkar skilda".

Og þessi rökvilla, að einhver sem telur sig fullkominn telji sig hafa rétt til að setja út á hina ófullkomnu, er þekkt leiðarstef þeirra sem telja sig umkomna að refsa eða níðast á öðrum.  Gamla Testamentið er að mestu leyti skrifað út frá þessari hugsun, plágur og hörmungar miðalda voru iðulega útskýrðar sem refsing fyrir syndugt líferni, blóðbað Rauðu Khmerarnir átti rætur sínar í þeirri hugsun að þeirra sýn á lífið væri æðri borgaralegu samfélagi og svona mætti lengi telja.

Guðbergur tók ekki lán, það er rétt og myndi sjálfsagt lifa í tunnu ef hann fyndi einhverja heppilega til búsetu, en hann hefur engan rétt á að ætla öðrum slíkan lífsstíl eða að aðrir séu þar með orðnir réttmæt skotmörk þjófa og ræningja þó þeir hafi gert slíkt.

Hrunið var vegna forsendubrests sem ítarlega hefur verið sýnt fram á, núna mjög nýlega í góðri blogggrein Marínós Njálssonar, auk fyrri greina hans, Rannsóknarnefndar Alþingis og svo framvegis.  Þó fólk tók lán, og það mikil lán, þá gat það ekki reiknað með að kerfið myndi hrynja svona gjörsamlega.

Og þó það gerðist, gat fólk ekki reiknað með að valdastéttin myndi aðeins slá skjaldborg um fjármagn en ekki fólk.  Það eru til tvær leiðir til að takast á við afleiðingar hamfara, að láta fórnarlömb þess eiga sig með þeim orðum að þau geta sjálfum sér um kennt, til dæmis að þau hafi mátt vita að það sé auðveldara að taka lán en greiða að þeim, eða hjálpa þeim.

Hjálp þýðir einfaldlega það á mannamáli að þeir sem fóru ekki eins illa út úr hamförunum, að þeir dreifi hluta af eigum sínum til þeirra sem voru ekki eins heppnir.  Þess vegna senda menn hjálpargögn, þess vegna senda menn mat. 

Og hingað til hafa menn ekki gert mannamun.  Konan í pelsnum fær sama matarskammt og sú sem er í rifnum kjólgopa og með hor í nös.

Eða alveg þangað til að menn fundu upp á íslensku skjaldborginni.

Þeir sem hana styðja, er tíðrætt um Geir eða það sem er engu betra, Davíð og Halldór, því það tal sefar samviskuna við að styðja mesta mannníð sem íslensk saga kann frá að greina.

Svikin við íslensku heimilin.

Kveðja að austan.

PS, þarf ekki að taka fram að grein þín er frábær.

Ómar Geirsson, 5.2.2012 kl. 15:30

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk Ómar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.2.2012 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband