2.2.2012 | 23:18
Stefnir í umtalsverða prentun af hálfu Seðlabanka Evrópu!
Það virðist klárt að Seðlabanki Evrópu er byrjaður á prentunaraðgerð. En talið er að cirka 1/3 af 489ma. 3 ára neyðarláni ECB á 1% vöxtum til 521 evr. banka, hafi í reynd verið prentað fé. Restin millifærð milli reikninga.
Bundesbank er þó í dag kominn að endamörkum getu sinnar til að veita fé inn í sameiginlega seðlabankakerfi Evrusvæðis: Bundesbank sinks deeper into debt saving Europe
En síðan kreppa hófst 2008, eins og kemur fram í textanum að neðan, hefur Seðlabanki Þýskalands - sem er starfandi sem þáttur í Seðlabankakerfi Evrusvæðis, sem meðlimur að Seðlabanka Evrópu (ECB European Central Bank) - veitt nærri 500ma. af fjármagni sem ECB hefur nýtt til að aðstoða bankakerfi landanna á evrusvæði í vanda.
- Málið er að geta Bundesbank er cirka - ÞURRAUSIN!
- En hvert land ber ábyrgð á eigin seðlabanka, þ.e. ríkissjóður Þýskalands er að baki Bundesbank, og þessar fjárhæðir eru orðnar nægilega stórar til að vera óþægilegar jafnvel fyrir þýsk. stjv. að taka á, ef skyndilega skapast þörf fyrir það að endurfjármagna dæmið.
- "The Bundesbank has already provided 496bn (£413bn) to countries in trouble, chiefly Greece, Ireland, Italy and Spain."
- "The Bundesbank - the dominant body in the euro system - used to keep a stock of 270bn of private securities (refinance credit) before the start of the financial crisis. This was depleted last year as it sold assets to meet growing demands on the TARGET2 scheme."
- ""The reason why the ECB started printing money in December was to avoid pushing the Bundesbank deeper into debt," said Prof Westermann"
Í janúar stefndi í mjög alvarlegt neyðarástand á evrusvæði - þ.e. fjármálahrun!
Mario Draghi - "Europe avoided a major credit cunch thanks to the 489bn. emergency 3-year loans to Eurozone banks provided by the European central bank, the bank's president said on Friday" - - "So we know for sure that we have avoided a major, major credit crunch".
Það varð að gera eitthvað stórt og það strax!
Ég er ekki í minnsta vafa um það, að nýi Seðlabankastjóri Evr. Mario Draghi í reynd bjargaði evrunni frá mjög stóru hruni - sem þá annars hefði verið óhjákvæmilegt!
Ég spáði ef einhver enn man það, seint í agúst 2011 að líkur væru miklar á stórfelldu hruni evrunnar öðru hvoru meginn við áramótin 2011/2012.
- Ég tek orðum Mario Draghi sem staðfestingu þess, að ég hafi haft rétt fyrir mér.
- Ég benti alltaf á að það væri mögulegt að forða þessu - og það var einmitt þ.s. Draghi gerði.
Bendi þó á að evran er ekki hólpin þó þetta hafi verið gert - en þessi mikla neyðarfjármögnun til evr. bankanna, forðaði því nær pottþétt að einhver stór evr. banki rúllaði nú í janúar.
Sem hefði sett allt í bál og brand í fjármálakerfi Evrópu.
Björgun Mario Draghi var að hluta prentuð - og það stefnir nú í stórfellda prentun!
Málið er að, bankar sem tóku lán í janúar, segjast mjög margir ætla að sækja sér á bilinu 2-falt til 3-falt það fé sem þeir sóktu sér í janúar.
Skv. fréttum eru vísbendingar um það, að næsti 3 ára lánapakki ECB geti farið upp í rúmar 1.000ma..
Þannig, að samanlagt verði 3 ára neyðarlánin hans Draghi orðin um 1.500ma. að umfangi.
Ef þetta gengur eftir skv. fréttum, þá verður björgun Draghi á evr. bönkum orðin rúml. 2-falt dýrari, en björgun Federal Reserve á bandar. bankakerfinu árið 2009, sem kostaði víst rúml. 700ma.$.
Ath. evran er nokkru stærri en dollarin per einingu.
Þ.s. meira er skv. fjármálafréttum stefnir í að evr. bankar muni leitast við að minnka umfang lánasafna sinna um allt að 5.000ma..
Ég veit - svimandi tölur. En vandinn í Evrópu er svo stór, að allar tölur eru svimandi.
Og takið eftir, allar tölur mun stærri en í Bandaríkjunum. Þ.e. fjármálavandinn í evr. er miklu stærri í sniðum, það mun kosta margfalt meira að endurfjármagna bankakerfi evr. en það kostaði að endurfjármagna bankakerfi Bandar.
- Hvað mun gerast með gengi evrunnar?
Það getur eiginlega ekki annað verið en að virði evrunnar fari að síga gagnvart dollar, við þessa miklu prentun.
En i Bandar. var peningaprentun hætt í júlí 2011. Hefur ekki verið framkv. eftir það.
Sannarlega geta Kanar einnig prentað á móti, en á Bandar.þingi eru viðhorf mjög neikvæð gagnvart peningaprentun meðal Repúblikana, þeir hafa meirihluta í Fulltrúadeild.
Bernanke mun ekki prenta nema viðhorf á þinginu breytist - að flestum líkindum. Þó svo Federal Reserve sé sjálfstæð stofnun, þá er það þingið sem ræður því hver er skipaður stjórinn yfir Federal Reserve. Sama á við um stjórn stofnunarinnar. Þingið hefur því veruleg áhrif á Federal Reserve.
Niðurstaða
Það er klárt að peningaprentun er hafin á evrusvæði. Og það stefnir að auki í febrúar í það, að hún verði stórfellt aukin. En vísbendingar eru um að evr. bankar ætli sér að taka rúml. 1.000ma. að láni hjá Mario Draghi. Það fé verður sennilega nær allt prentað.
Svo er spurning um mánuðinn þar á eftir.
Við skulum þó fagna þessu, en gengislækkun evrunnar er nánast það eina nú sem komið er, sem getur hjálpað ríkjum S-Evrópu við það mikla verk, að framkalla efnahagslegann viðsnúning.
Gengisfallið er því líklegt til að minnka líkur á enn stórfelldara hruni.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður Einar.
Massív peningaprentun lá alltaf í loftinu og hún er hafin eins og þú bendir réttilega á. Hún hófst með bankabjörguninni miklu í des og skilyrði hennar var að bankarnir héldu uppi evrunni með því að endurfjármagna ríkisskuldabréf.
Þetta með millifærslurnar, að einhver veð eigi að liggja að baki eða einhver ríkissjóður eða seðlabanki láni einhverjum öðrum, mun líka láta undan, stórþjóðirnar munu fá evrur þegar þeim vantar, sem og stórbankarnir.
Þess vegna er svo fyndið þegar mætir menn eins og Gylfi Zoega tala um gengisstöðugleika og vilja því taka upp evru. Það er eins og þeir hafi skroppið í geimferð og séu nýkomnir úr djúpfrystingu. Ekki nema þeir telji að hægt sé að búa til gull úr kolum og verðmæti úr pappír.
En vandi evrusvæðisins leysist ekki við þetta því hann stafar af innbyrðis ójafnvægi milli evruþjóða og sameiginleg mynt mun alltaf þurrausa jaðarsvæði.
Og við því eiga jaðarsvæðin aðeins eina lausn.
Fæturna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.2.2012 kl. 09:49
Ég velti fyrir mér Ómar, hvort það muni skapa "gervi" verð á skuldabréfum ríkjanna mikilvægu í S-Evr. þ.e. Spánar og Ítalíu. Þetta muni virka með svipuðum hætti og er ísl. bankarnir lánuðu starfsm. til að kaupa hluti til að halda uppi verði þeirra á markaði. Mig grunar að lán ECB sem bankarnir að hluta a.m.k. nota til kaupa á slíkum ríkisbréfum, sem hækki þannig virði þeirra, geti haft sambærileg áhrif.
Það getur reynt á þetta nú þegar þessi lönd eru komin í kreppu aftur, og eru samtímis á kafi í niðurskurðaraðgerðum.
Að vísu ætti virði evrunnar að lækka við aukið umfang prentunar, sem getur bætt stöðu Ítalíu og Spánar, hvað varðar viðskiptajöfnuðinn. Þó ólíklegt sé að það sé nóg gengislækkun til að duga Portúgal.
Einn möguleiki á hinum endanum, er að Þýskaland lendi í hagkerfis yfirhitun. Möguleiki sem sumir hagfr. hafa velt fyrir sér.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.2.2012 kl. 15:51
Líkindin eru þau sömu allavega.
En gengislækkunin mun ekki duga og það er vegna þeirra krafta sem toga fjármagn úr landi. Fjárfestar geta ekki treyst fjármunum sínum í svona veikburða hagkerfum og þeir munu flýja, sem aftur ýtir undir fjármögnunarvanda, sem aftur eykur vantraust og svo koll af kolli.
Og ég veit ekki hvernig nútíma hagkerfi geta gengið án fjármagns og eðlilegrar fjármálastarfsemi. Menn eru þá ekki bara að finna upp hjólið í annað sinn, heldur alveg nýtt hjól alveg ólíkt því gamla.
Síðan er það félagsleg ólga því þvinguð niðurfærsla bitnar alltaf verst þeim verst stöddu, sem mega ekki við miklu fyrir.
Vítahringur, það er eina orðið sem lýsir evrusvæðinu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.2.2012 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning