Mikil hækkun á mörkuðum í Evrópu í dag!

Þessi hækkun er talin skýrast af því sem túlkað er sem hagstæð útkoma PMI (Purchasing Managers Index) þ.e. vísbending um aukningu á pöntunum frá fyrirtækjum á evrusvæðinu, sem túlkað er þannig að dragi úr hættu á kreppu á evrusvæði.

"16.45 European markets have now closed for the day. The FTSE 100 is 1.92pc higher, the CAC is up 2.09pc and the DAX has gained 2.43pc."

Þetta kemur ofan á hækkanir gærdagsins, en sú hækkun reyndar jafnast út þegar borið er við lækkun dagsins þar á undan.

 

Dagurinn í dag var stór dagur í byrtingu PMI stuðla!

Ath. með PMI stuðla, að yfir 50 er aukning, undir 50 er minnkun, og jafnt og 50 kyrrstaða.

PMI - mælir pantanir skv. upplýsingum frá pöntunarstjórum helstu fyrirtækja.

1. Kína - Chinese manufacturing.

"PMI, rose 0.2 points to 50.5 from December's figure of 50.3 in a second straight month of improvement."

Annar stuðull - "...the HSBC China Manufacturing PMI...remained little changed, at 48.8 compared with 48.7 in December, suggesting a "moderate deterioration in Chinese manufacturing sector conditions", HSBC said."

Markaðir virðast þó hafa túlkað þessi gögn jákvætt, þó þau séu ekki endilega kýr-skýr.

2. Slatti af PMI stuðlum sem komu inn í dag:

  • China: 48.8
  • South Korea: 49.2
  • Taiwan: 48.9
  • India: 57.5
  • Russia: 50.8
  • Norway: 54.9
  • Holland: 49
  • Ireland: 48.3
  • Poland: 52.2
  • Switzerland: 47.3

3. Spánn: "Spanish PMI has come in at 45.1 for January (December: 43.7). Best reading since August but sector still contracting."

Mjög klár kreppueinkenni á Spáni sem sagt, sbr. myndina til hægri.

4. Ítalía - "Italian PMI at four-month high of 46.8, but contracted for sixth month running."

Einnig mjög klár kreppueinkenni á Ítalíu, sjá myndina til hægri.

Pantanir iðnfyrirtækja hafa nú degist saman samfellt sl. 6 mánuði á Ítalíu.

5. Grikkland: "Greek PMI falls further into contraction - 41."

Klárt enn hraður samdráttur á Grikklandi.

6. Frakkland - "08.52 More PMI data. French manufacuturing index falls to 48.5 from 48.9 in December. New reading is a two-month low."

Þetta vekur athygli, að Frakkland sýni nú 2 mánuði í röð samdrátt pantana iðnfyrirtækja.

7. Þýskaland: "German PMI confirmed as back above 50 for the first time since September, with a reading of 51 in January."

Mig grunar að vísbending um smávægilega aukningu pantana í Þýskalandi í janúar eftir samdrátt í desember, hafi ekki síst lyft mönnum.

8. Síðan PMI iðnframleiðslu á evrusvæði öllu í janúar - "09.03 Here's the big one: Eurozone manufacturing PMI hits five-month high of 48.8 in January, versus December's 46.9. Still contracting though."

Takið eftir að skv. þessu eru pantanir iðnfyrirtækja á evrusvæði í heild í samdrætti, klárt kreppueinkenni.

Sjá myndina til hægri.

Takið eftir "5 month high" þ.e. sá samdráttur iðnframleiðslu hefur nú verið samfelldur í 5 mánuði.

 

9. Bretland - "UK PMI Manufacturing 52.1 in January (highest since May) versus 49.6 in December. Analysts predicted 50."

Sjá myndina til hægri - að eins og Þýskaland, snýr Bretland við, þ.e. pantanir iðnfyrirtækja aukast, en heldur er aukningin meiri en í Þýskalandi.


 

Mér finnst þó þessi útkoma markaðarins á evrusvæði - bjartsýn, í ljósi forsenda!

  1. PMI sýnir nú samdrátt í pöntunum iðnfyrirtækja á evrusvæði sem heild 5 mánuði samleitt.
  2. Ítalía hefur nú verið með pantanir í samdrætti 6 mánuði í röð.
  3. Spánn hefur einnig nú verið með PMI í samdrætti um nokkurra mánaðaskeið.
  4. Frakkland er staðfest í samdrætti í pöntunum iðnfyrirtækja, anann mánuðinn í röð.

Á móti:

  1. Þýskaland, þar er smávægileg aukning á pöntunum iðnfyrirtækja í janúar, eftir samdrátt í desember.
  2. Í Bretlandi, er ívið meiri aukning í pöntunum iðnfyrirtækja en í Þýskalandi, eftir samdrátt í desember.
  • Spurning hvort líta skal á vísbendingar frá Kína sem jákvæðar eða ekki.

Í heild - sé ég ekki að forsendur séu fyrir umtalsverðri hækkun á mörkuðum í dag, vegna ofangreindra niðurstaðna.

  • Rétt er að benda á, að staðfesting samdráttar í: Frakklandi, Ítalíu og Spáni, felur í sér verulega og vaxandi hagkerfisáhættu fyrir Þýskaland
  1. En Ítalía + Spánn eru samanlag stærri markaður fyrir Þýskaland en Bandaríkin. 
  2. Samdráttur í þeim hagkerfum, er líklegur til að draga úr eftirspurn í þeim löndum almennt, og því einnig eftir innfluttum vörum í þeim löndum frá Þýskalandi.
  • Með öðrum orðum - samdráttur í Ítalíu og á Spáni, tölum ekki um að ef Frakklandi er bætt í púkkið; er líklegur til að leiða til samdráttar einnig í Þýskalandi.
  • Einmitt vegna þess, hve stór hluti heildarútflutnings Þýskalands, fer til þeirra landa og að auki vegna þess, hve mikið háð útflutningi þýska hagkerið er.

Mér sýnist því fréttirnar heilt yfir í reynd vera neikvæðar!

 

Niðurstaða

Tölur yfir pantanir iðnfyrirtækja sýna klára tilhneygingu til hagkerfissamdráttar á evrusvæði. 

Merkilegt hve markaðir í Evrópu virðast einblína á stöðu Þýskalands, en Þýskaland er mjög viðkvæmt fyrir samdrætti í mikilvægum útflutningslöndum þess, vegna þess hve háð Þýskaland er einmitt útflutningi.

Ef samdráttur í Frakklandi, Ítalíu og Spáni heldur áfram - þá virðist mér klárt að samdráttur í Þýskalandi sé fyrir rest einnig óhjákvæmilegur.

Í ljósi þess hve klárar vísbendingar einmitt um áframhaldandi samdrátt þeirra ríkja eru, finnst mér undarlegt hve mikið bjartsýniskast evrópskir markaðir tóku í dag.

Þá þvert á móti, sýnist mér tölurnar staðfesta versnandi ástand.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þar sem ég tók mig  til fyrir nokkrum árum að læra á tækningreiningu (aðallega candlestick) (einnig gjaldeyrismarkaðinn eins og nota pips) get ég séð að þýski $DAX (hækkaði um 2,44%) á líklega eftir að hækka í tvo daga í viðbót áður en að stjarna kemur á topp:

 http://stockcharts.com/h-sc/ui og setja inn $DAX vinstra megin

Einnig tók $CAC sá franski við sér um 2,09%

Hinsvegar verður Evran gagnvart Dollar áfram í falli því svört stjarna kom þar upp. Og tekur því liklega fall í tvo til þrjá daga FXE (Currency shares euro trust).

Guðni Karl Harðarson, 1.2.2012 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband