Draumórarnir um 1500 milljarða evra björgunarsjóð!

Dramað um björgunarsjóðakerfi evrusvæðis hefur fallið um hríð nokkuð í skuggann fyrir endurkomu griska harmleiksins, sem enn sést ekki fyrir endann á. En fyrir fund evrusvæðisríkja sl. mánudag setti Christine Lagarde yfirmaður AGS fram hugmynd um 1.500ma.€ björgunarkerfi.

Sjá frétt Der Spiegel: Europe May Be Planning 1.5 Trillion Euro Backstop Fund

 

Hugmyndin er að búa til slíkt kerfi í nokkrum skrefum:

"Europe could have a 'super' €1,500 billion ($1,969 billion) debt firewall by the summer under plans to combine three funds of €500 billion each."

  1. Núverandi björgunarsjóður ESFS fái að starfa áfram, gefið í skyn í fréttinni að hann hafi 500ma.€, en í reynd er hann nær því að hafa til umráða 250ma.€. 
  2. ESM eða framtíðarbjörgunarsjóður Evrusvæðis, tekur til starfa í júlí 2012, þ.e. 6 mánuðum fyrr en áður hafði verið ákveðið. Hann á að hafa 500ma.€ skv. loforðum aðildarríkja evrusvæðis.
  3. Með því að leggja þá tvo saman fæst 750ma.€ en ekki 1.000ma.€.
  4. Síðan er hugmynd Lagarde að neyðarlánasjóður AGS verði stækkaður um 500ma.€.Það er að Seðlabanki Evrópu láni AGS 150ma.€ en önnur aðildarríki AGS leggi fram 350ma.€. En þó ekki Bandaríkin - en algerlega öruggt er að það er borin von um framlag þaðan.

Meðan fundurinn stóð yfir sl. mánudag, sagði David Cameron til í að íhuga aukið framlag til AGS, en fyrst vildi hann sjá litinn á peningum evrusvæðisríkja.

Ég er ekki hissa á því, en þetta er ekki fyrsta skipti sem Lagarde kemur fram með þessa áætlun, en kannski fyrsta sinn sem hún hæpar töluna upp í 1.500ma.€ þegar hún er í reynd í besta falli nær 1.250ma.€.

  • En sbr. ummæli Camerons, þá er ekki enn búið að fjármagna ESM.
  • Fjármögnun hans eru enn einungis loforð um fjármögnun inn í framtíðina.
  • Ég ítreka það sem ég hef áður nefnt, að gervallt sl. ár reyndi evrusvæðið að auka framlög til ESFS, en það mistókst. Ítrekaðar tilraunir. Og niðurstaða ársins er, að enn er ESFS í sömu stærð og við upphaf sl. árs. Engu varð áorkað.
  • Svo ég skil vel að Cameron segist vilja sjá litinn á framlögum aðildarríkja evrusvæðis fyrst.
  1. En ég velti fyrir mér, að ef þau hafa haft 500ma.€ liggjandi einhvers staðar í einhverjum haug, þá af hverju tókst ekki að stækka ESFS á sl. ári?
  2. Augljósa niðurstaðan er að peningurinn er ekki til
  • Svo er það draumur Lagarde um 350ma.€ framlag ríkja heims ti sjóða AGS.
  1. Ég held að yfirgnæfandi líkur séu á því að þau muni taka svipaða afstöðu og forsætisráðherra Breta, enda varð allur heimurinn vitni af farsanum í kringum ítrekaðar misheppnaðar tilraunir til að stækka björgunarsjóð Evrusvæðis á sl. ári.
  2. Síðan má að auki benda á, að fram að þessu hafa kínverjar þverneitað að leggja fram fé til aðstoðar Evrópu. Það er klárt að til þess væri leikurinn gerður.
  3. Hafa sagt að Evrópa eigi að leysa sín vandamál sjálf.
  4. Ég bendi að auki á þann hugsanlega möguleika að kínv. haldi að sér höndum, vegna þess að þeir hafa áhuga á að kaupa fullt af evrópskum eignum ódýrt á nk. ári eða seinna þetta ár, ef það verður hrun á eignaverði í Evrópu innan þessa árs.
  5. En kínv. auðvitað munu slá eigin mat á líkur þess að efnahagsáætlun Evrópu muni koma til með að virka. En ég get gefið "hint" að kínv. eru ef e-h er, enn meiri Kaynesistar en Bandaríkin og Bretland, en þar var framkv. mun stærri "stimulus" aðgerð eða peningadæluaðgerð en í Bretl. eða Bandar. Þeir eru ekki líklegir til að vera sammála afstöðu þeirri sem ríkir innan meginlands Evrópu, að leiðin til björgunar sé sú að megnið af aðildarlöndum evru samtímis taki upp harðar niðurskurðar aðgerðir.
  6. Mig grunar að þeirra hagfræðingar, vegna þess eftir allt saman að Kína beitti stærstu peningadæluaðgerð allra tíma 2009; líti stefnu Þjóðverja svipuðum augum og bandar. og breskir hagfræðingar - þ.e. að hún sé líkleg til að leiða Evrópu fram af hengifluginu.
  7. Þess vegna - tel ég mun líklegra en ekki að þeir muni áfram neita að leggja peninga í púkkið til að bjarga Evrópu.
  8. Þeir muni þess í stað varðveita þá peninga þar til síðar, er þeir muni geta keypt upp evr. eignir mun ódýrar en nú er mögulegt.
  1. Hvað önnur lönd varðar, þá er Indland undir breskum áhrifum enn hvað hagfræðilega sýn varðar, og líklega líta Indverjar svipuðum augum á áætlun Evrópu sem keyrð er fram af Angelu Merkel.
  2. Svo að framlag frá Inverjum sé ólíkegt, því Evrópa sé líklega við það að verða afskrifuð.
  3. Að lokum Brasilía - en þar hefur verulega hægt á hagvexti, mældist enginn á síðasta fjórðungi sl. árs - sem væntanlega dregur úr áhuga Brassa á því að leggja fram fé.
  4. En ekki síst, Brassar hafa mikla reynslu af efnahagsvandamálum, frá fyrri tíð. Einmitt vegna þess að þeir þekkja þau af eigin reynslu, og reynslu nágrannalanda sinna, en ekki er lengra síðan en á fyrri hl. 10. áratugarins að S-Ameríka komst út úr stórro kreppu sem hófst þar á fyrri hl. 9. áratugsins. 

 

En fyrst þarf Evrópa að taka ákvörðun um vanda Grikklands!

Enn liggur ekki fyrir niðurstaða í því hvort samkomulag tekst um lækkun skulda Grikkland um 100ma.€ milli ríkisstj. Grikkl. og einkaaðila.

Í dag lofaði fjármálaráðherra Grikklands því að lausn væri rétt handan við hornið, líklega fyrir nk. mánudag, en búið er að tilkynna um nýjan fund evrusvæðisríkja vegna Grikklands nk. mánudag.

Ég bendi á að sami ráðherra hefur sl. tvær vikur gefið svipaðar yfirlisingar.

En ég tel það fulljóst að ef ekki verður af samkomulagi við einkaaðila, verður Grikkland sett í þrot -því aðildarríki evrusvæðis muni ekki vera til í að stækka svokallaða 2-Björgun Grikklands um þá 100ma.€ sem þá mun vanta, þ.e. í 230 eða jafnvel 245ma.€ í stað 130 eða 145. 

En þessar 15ma.€ sem hlaupa á milli, er upphæð sem nefnd hefur verið sem líkleg nauðsynleg viðbót við áætlun um 2-Björgun Grikkland sem samþykkt var sein í nóvember 2011.

Það er vegna þess að efnhagsl. framvinda Grikkland reyndist verri en þá var talið - eða ákveðið að miða við. Sem sýnir einn vandann, stöðugt vanmat á vanda Grikklands sem einkennt hefur ferlið alveg frá upphafi.

 

Niðurstaða

Ofan í allt ofangreint, þá eru aðildarríki evru líklega komin í samdrátt mörg hver, þ.e. a.m.k. Spánn, Frakkland, Ítalía, Belgía - fyrir utan Portúgal og Grikkland, sem áfram eru í kreppu. Ath. meira að segja Þýskaland var með samdrátt lokafjórðung sl. árs. En enn er séns að Þóðverjar nái að klára sig upp fyrir "0" á fyrsta fjórðungi þessa árs. En öll S-Evrópa Frakkland meðtalið ásam Belgíu, virðist nú statt í hratt dýpkandi kreppuástandi. Sem vart minnkar hrunlíkur.

Né gerir þetta ástand evrusvæðisríkum auðveldar fyrir með það að finna peninga til að leggja saman í nýja risastóra sjóði.

Svo ég tek 100% undir efasemdir David Cameron.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

http://www.testosteronepit.com/home/2012/1/24/paying-lip-service-to-saving-the-eurozone.html

Guðni Karl Harðarson, 1.2.2012 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband