30.1.2012 | 22:07
Dragman er eina von Grikklands!
Ég bendi á tvær mjög góðar greinar. Ein úr ensku útgáfu Der Spiegel: European Politicians in Denial as Greece Unravels. Önnur úr The Economist: An economy crumbles. Eins og fram kemur í grein The Economist, þá enn þrátt fyrir 3 ár í kreppu, er viðskiptahalli Grikklands um 10% af þjóðarframleiðslu.
Eins og sést vel á myndinni til vinstri tekin af vef Der Spiegel. Þá er skuldasöfnun Grikklands óskaplega hröð.
Skv. svokallaðri "Annarri Björgun Grikklands" sem samþykkt var seint í nóvember 2011, þá stendur til að lána Grikklandi 130 ma. til viðbótar.
En eins og kemur fram í grein Der Spiegel, eru nú efasemdir uppi um hvort sú upphæð dugar. En talað er nú um það, að í reynd þurfi 145 ma..
En þá er ekki tekið tillit til annars máls, sem er sú áætlun að láta einka-aðila afskrifa 100 ma. andvirði af skuldum Grikklands.
Samkomulag um slíka afskrift hefur ekki enn tekist, en deilt er um vexti á skuldabréfum sem eiga vera til 30 ára, sem gríska ríkisstjórnin á að gefa út í stað þeirra skuldabréfa sem einka-aðilarnir afskrifa.
Upphaflega áttu einka-aðilarnir að afskrifa 50%. En skv. þeirra lýsingum, þíðir krafa opinberra kröfuhafa þ.e. Seðlabanka Evrópu, og aðildarríkjanna þess efnist, að vextir verði innan ekki hærri en 3,5% í stað 4%, að slíkt sakomulag myndi fela í sér í reynd 70% afskrift framreiknaðs raunvirðis.
En virðist málið fast í stappi milli einka-aðilanna, og hinna opinberu kröfuhafa. Seðlabanki Evrópu og aðrir opinberir kröfuhafa, hafa þverneitað að til greina komi, að þeir sjálfir afskrifi nokkuð.
Viðræður hafa ekki formlega brotnað upp - en ég sé ekki mjög mikla ástæðu til bjartsýni um málalyktir, sem séu hagstæðar áætlun evrusvæðisríkja.
Eins og sést á myndinni til hægri, hefur viðskiptahalli Grikklands minnkað, en einungis um cirka 1/4.
Með þessu áframhaldi, mun það þá líklega taka 9 ár til viðbótar að koma viðskiptahallanum niður á "0".
Og síðan enn frekari ár, til að ná fram afgangi. Auðvitað, nema að hraði launalækkana á Grikklandi aukist. En klárt hefur launalækkana aðferðin fram að þessu ekki verið að virka vel.
Með þessu áframhaldi verður atvinnuleysi jafnvel orðið meira en á Spáni, nema auðvitað að hraðinn á brottflutningi aukist enn, en ég hef séð tölur frá síðla árs 2011 þ.s. fram kom að rúm 3 millj. grikkja hafði yfirgefið landið í atvinnuleit frá upphafi kreppu.
Svo sennilega er falið atvinnuleysi, upp á nokkur prósent í viðbót, ef tekið er tillit til brottflutnings.
Grikkir verða þá með þessu áframhaldi helstu farandverkamenn Evrópu - nema auðvitað að Spánv. og Portúgalir slást í þeirra hóp.
Kannski að það spretti upp hreysahverfi í jaðri Þýskra borga, eins og þekkist í S-Ameríku og Afríku.
Myndin að ofan frá Der Spiegel lýsir samsetningu skulda Grikklands.
- Með því að þrýsta á einka-aðila, eru aðildarríkin að leitast við að velta kostnaðinum, af verri framvindu Grikklands en áætlun frá síðla nóvember gerði ráð fyrir, á einka-aðilana.
- En málið snýst um að koma skuldastöðu gríska ríkisins niður í 120% af þjóðarframleiðslu, sem skv. "debt sustainability assessmet of IMF staff is sustainable".
- Um það hef ég stórfelldar efasemdir, sem dæmi telur Nouriel Roubini að skuldastaða umfram 80% sé það ekki. Má jafnvel velta fyrir sér hvort 60% sé ekki raunveruleg hámark.
- En greiðslugeta er breytileg milli hagkerfa. Sum eru sterkari en önnur. Meðan sum eru sannarlega veikari. Og Grikkland er að auki mjög tjónað hagkerfi, með líklega mjög skerta greiðslugetu.
Ég held að drögmuvæðin sé eina leiðin
En jafnvel þó svo að skuldir væru afskrifaðar niður í "0", þá er enn 10% viðskiptahalli. Á nokkrum árum myndi slíkur halli búa til skuldir upp á tugi prósenta af þjóðarframleiðslu.
Því miður er alþjóðleg samkeppnisfærni Grikkland svo hraparlega léleg, að gengisfelling evrunnar er mjög líklega ekki nóg.
Grikkland er þá samt sem áður sjúklingur áfram.
Slík gengisfelling líklega dygði ítölum og spánverjum, vegna þess að þau hagkerfi ráða yfir góðum fyrirtækjum, sem myndu geta eflst hratt.
En einhvern veginn virðist gríska hagkerfið vera í algeru rusli, hvert sem litið er.
Ég veit vel að lífskjör í Grikklandi myndu hrapa mjög stórfellt við drögmuvæðingu, hún félli hugsanlega jafnvel um 80% miðað við par við evru.
En þ.e. ekkert endilega betra hlutskipti að gerast farandverkamenn á flakki um Evrópu, lifa í annars eða þriðja flokks húsnæði, eða jafnvel enn verra.
Síðan sé ég ekki betur en að við landinu myndi smám saman blasa fátæktargildra.
Málið er að við svo stórt fall, þá um leið - á einnig nóttu, væri Grikkland orðið a.m.k. samkeppnisfært við löndin í kring, sem ferðamannaland.
En eins og fram kemur í grein Der Spiegel, eru ferðamennska á Grikklandi, nær einungis yfir sumarið. Meðan hinum löndunum í kring, hefur gengið betur að fá fólk alllan ársin hring.
- Snögg efling ferðamennsku um leið skilar aukngum tekjum í púkkið.
Síðan er a.m.k. möguleiki að þ.s. áður var söluvara, þ.e. grísk vín. Verði það aftur.
En þá verður sú framleiðsla væntanlega verðsamkeppnisfær á ný.
Síðan eru það siglingar, en Grikkir frá aldaöðli hafa verið á kafi í siglingum, eru það enn. En þeirri atvinnugrein hefur hnignað hressilega seinni árin.
Með lækkun lífskjara verða grískir sjómenn aftur samkeppnisfærir, og Grikkland getur aftur eflst í siglingum á heims höfunum. Glæsti tími grískra skipakónga eins og Aristoteles Onassis, gæti komið aftur.
Ég held þetta sé eina leiðin til að framkalla nægilega öflugt rof - til að stöðva stöðuga hnignun Grikklands.
- Auðvitað þíðir það Greiðsluþrot Grikklands - en það blasir þegar við.
En það sem verið er að semja um, sbr. afskriftir einka-aðila, telst skv. alþjóðlegum stöðlum vera "greiðsluþrot".
Takmarkað greiðsluþrot - en líkurnar eru mjög litlar á því að hnignunin stoppi á þeim punkti.
Það verði því fyrir rest frekari afskriftir - jafnvel síðan enn frekari þaðan í frá.
- Þetta eru valkostir - þ.e. táradalur til mjög margra ára, fátækt fyrir endanlega rest.
- Snöggur viðsnúningur til fátæktar - en þá a.m.k. von um að mjög fljótlega þaðan í frá, hefjist enduruppbyggingin.
Niðurstaða
Drögmuvæðingu Grikkland sem allra fyrst. Það er mikill misskilningur að betra sé að lengja og lengja stöðugt í hengingarólinni.
Fyrir áhugasama - enn ein útgáfan af Stöðugleika Sáttmála Angelu Merkel:
Leaked EU draft treaty in full
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:33 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Comment sem ég setti inn á erlenda síðu í dag:
"the so-called 'balanced budget rule' seems to have been further watered down. The wording "with the annual structural deficit not exceeding 0.5% of the GDP at market prices" has been replaced by "with a lower limit of a structural deficit of 0.5% of the GDP at market prices.""
Unfortunately rules on gov. balance of expenditure are by no means sufficient, to prevent a repeat of the chain of events that resulted in the Euro zone sovereign debt crisis.
To much emphasis on gov. balance, appears to blind many people to the much worse problem, the trade imbalance among the members states of the Euro zone.
But, a country with net CA deficit to put it simply can't support it's debt, if it's foreign owned. In this case, Euro debt works like a foreign owned FX debt. It has the very same dynamism.
It's the current trade deficits of the S-European countries, that makes their debt situation so utterly hopeless, as in order to turn that around they'll need internal devaluation, which shall in the short to medium term shrink their economies further. Thus increasing their debt to GNP ratio.
That of Italy might get as high as 140-150%. Spain could pass into the 100% of GNP range assuming it's banks avoid collapse. Portugal shall probably head into similar debt to GNP ratios currently sported by Greece.
Effectively the trade surpluses of the Euro zone countries balance the trade deficits of the deficit countries. The overall balance of the euro zone actually doesn't look so bad. However, as long as there is a lack of a counterbalancing mechanism, providing counter flows of funds to right these imbalances, it's entirely improper, to view the euro zone as a whole like it were the USA.
Either of the two, there have to be counter flows, i.e. transfer union.
Or, there needs to be a rule on trade balances requiring governments to control them in the way they are supposed to control their own deficits.
Possible rule might be, CA deficit/surplus must not exceed 1,5% of GNP, for the average of 3 years. That countries should en-devour for their trade to be in balance.
---------------------------
Does it harm competition? That's absurd. What is called for, is management of aggregate demand within an economy. That can be done with taxes and with wages.
As gov. deficit rule has next to no impact on CA deficits.
Exhibit A: Ireland had the last several years before it crashed, healthy gov. surpluses for every year. Simultaneously is had large CA deficits. In short aggregate domestic demand exceeded the revenue of the country in the overall.
Exhibit B: Spain in a similar fashion also had both gov. surplus for years before the crash, and sizable trade deficits.
Exhibit C: Germany has for every year the Euro has existed had trade surpluses, yet at the same time government deficits.
Like I said, a gov deficit rule has next to no impact on CA deficits, that are caused by excess aggregate demand within an economy.
At the same time, trade surpluses are due to aggregate demand, being unnecessarily small, in short that aggregate savings within the economy are larger than they need to be. That means that the population of that country, is sacrificing living standards, that can sustainably be higher, or up to the point that CA is in balance.
It hence would actually be good for the German people, to sacrifice their trade surpluses. Those though are seen as sacrosanct by the powerful export lobby within that country.
Einar Björn Bjarnason, 30.1.2012 kl. 22:48
Þetta er ómetanlegt.
Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2012 kl. 05:53
Aldeilis frábær samantekt hjá þér Einar, var einmitt að leita að þessum upplýsingum þar sem ég var með eldri stöðu hjá mér, kann að meta þessa gríðarlegu vinnu sem þú hefur lagt í þetta
Kveðja, Gunnar
Gunnar Sigfússon, 31.1.2012 kl. 10:13
Og ég er sammála þér að það þarf að byrja alveg frá núlli með Grikkland hvort sem það er í gegnum Parísar-klúbinn eða aðra leið. Það að setja Evrópskan fjárhaldsmann skilar engu og yrði slæmt fordæmi fyrir stjórnsýslu ESB. Þegar byrjað er frá núlli er ekki slæm hugmynd að gera það með eigin gjaldmiðli
Gunnar Sigfússon, 31.1.2012 kl. 10:18
Takk, Gunnar og Helga. Málið með Grikkland er að þar þarf gengisfellingu gagnvart núverandi meðlimaríkjum evru ásamt öðrum ríkjum í næsta nágrenni. Grikkir sem slíkir þurfa að verða ódýrari. Þeir verða að losna við viðskiptahallann gagnvart aðildarríkjum evrusvæðis.
Þetta er mögulegt með drögmuvæðingu - en gríðarlega ólíklegt að takist annars.
Síðan væri heppilegt að þeir haldi aðgangi að sjóðum ESB, þ.e. verði meðlimir áfram. En þeim mun ekki veita af efnahagsaðstoð í reynd þróunaraðstoð í kjölfarið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.1.2012 kl. 15:10
"Ég veit vel að lífskjör í Grikklandi myndu hrapa mjög stórfellt við drögmuvæðingu, hún félli hugsanlega jafnvel um 80% miðað við par við evru. "
Þetta er röng nálgun hjá þér Einar.
Lífskjör munu batna við þessa aðgerð því hún mun styðja við innlenda hagkerfið en grunnvandi Grikkja er sá að það er að deyja því það þolir ekki hágengi evrunnar.
Lífskjör fólk mælist í því hvort það geti búið í húsum sínum, keypt mat ofaní sig og börnin sín og hvort það njóti heilsgæslu og menntunar. Allt þetta er evran að drepa.
Þegar þú segir að lífskjörin falli um allt að 80% miðað við evruna þá er það einfaldlega ávísun á það að tími Bensanna er liðinn. En hann er hvort sem er líðinn, eins og þú bentir réttilega á í bloggi nýlega þá er það greiðslukerfi ESB sem fjármagnar núverandi Bensakaup grísku yfirstéttarinnar.
Grikkir lifðu ágætu lífi með innlendum gjaldmiðli og það er ekkert sem bendir til þess að þeir haldi því ekki áfram.
Því hvað er lífið annað en öruggt húsaskjól, og gnægð matar og vínar á borðum???
Lífsgæði felast ekki í dótakaupum út á pant.
Og Grikkjum mun ekki skorta gjaldeyri því landi mun fyllast af ferðamönnum.
Hver er þá vandinn???
Að fá ekki lánað?? Þeir fá ekki lánað í dag.
Fjármagnsflótti?? Allt laust fé er þegar farið úr landi svo ekkert er eftir sem mun fara.
Fólksflótti?? Þegar hafinn.
Fá ekki þýska yfirstjórn?? Þeir vildu hana ekki fyrir rúmum 60 árum síðan, af hverju ættu þeir að vilja hana núna???
Skortur á kokteilboðum í Brussel??? Skyldi grískur almenningur gráta það???
Nei Einar, það er ekkert slæmt við það að byggja á sínu og stunda heilbrigð viðskipti við aðrar þjóðir á þann hátt að þú kaupir ekki meira en þú selur.
Grikkir munu plumma sig vel.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.1.2012 kl. 22:26
Lífskjör þeirra falla fyrst stórt - þ.e. niður fyrir þau sem ríkja akkúrat núna - sem reyndar eru þegar töpuð hvort sem er, en þaðan í frá getur uppbyggingin hafist. Svo þannig séð, lengra fram séð, þá líklega mun drögmuvæðing bæta þeirra stöðu, vegna þess að hún geri hagkerfinu fært að hefja uppbygginu á ný.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.1.2012 kl. 22:33
Að taka upp Drögmuna myndi náttúrulega hafa þær afleiðingar að Grikkir gengju úr ESB, eða er það ekki? Þið gleymduð að minnast á það að önnur þjóð utan ESB getur hugsanlega stutt við Grikki og passað með þeim að lífgæði falli ekki. Gert sérstakan viðskiptasamning við þá.
Guðni Karl Harðarson, 1.2.2012 kl. 00:05
Nei. Ég sé ekki ástæðu til þess, þó lagatæknilega sé það ekki heimilt að fara út úr evrunni, þá er þegar búið að hliðra til svo mörgum reglum í krýsunni, að ég efast ekki um að þessar reglu verður einnig hliðrað til. Það verður sennilega sagt að Grikkland sé einungis að hverfa til baka tímabundið.
Enda ekki Evrópu í hag að hugsanlegt upplausnar ástand skapist á Grikklandi, en munum að á 20. öld var borgarastyrrjöld á Grikklandi háð sem stóð í nokkur ár. Þetta er Balkanskaginn. Grikkland er á endanum á honum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.2.2012 kl. 00:11
Það kostar mikið að hliðra til þessa sérstöku reglna varðandi hvað þarf að uppfylla. Ástand Grikklands merkir bara eitt að það verður allt vitlaust ef þeir hætta með evruna.
Ég er að vellta því fyrir mér hvaða "leverage" Grikkir hafa. Mikið væri það nú annars áhugavert ef ein þjóðin hættir. Meðal annars vegna þessara þvingana frá Þýskalandi. Hvað gerði það fyrir okkur á Íslandi?
Guðni Karl Harðarson, 1.2.2012 kl. 00:30
Guðni, það er til staðar sá möguleiki, að ef það klikkar tilraunin að ná samkomulagi einka-aðila og grísku ríkisstjórnarinnar, þá ákveði aðildarríki evrusvæðis sjálf, að láta Grikkland í þrotameðferð. Þá getur það verið ákvörðun þeirra sjálfra, að láta Grikkland taka upp drögmuna á ný.
En varðandi þann möguleika að Grikkland taki slíka ákvörðun einhliða. Þá sé ég ekki með hvaða praktíska hætti væri unnt að reka Grikkland úr ESB. Þó til sé sú fræðilega leið fyrir aðildarríki að óska sjálft eftir því að fara, þá sé ég ekki fyrir mér nokkrar líkur á því að Grikkland myndi kjósa að leggja inn slíka umsókn.
Svo það væri þá einfaldlega svo, að aðildarlöndin skorti regluverk til að gera Grikkland brottrækt. Skv. refsiálvæðum sáttmála ESB, er unnt að taka atkvæðarétt af ríki, svipta það réttinum til að hafa atkvæði og þinmenn innan stofnana ESB. En ég veit eki til þess að unnt sé að svipta Grikklandi þá réttinum til að fá greitt úr sjóðum sambandsins, þá þeim sem eru til að styrkja fátæk svæði. Eða því að njóta 4-frelsis í viðskiptum innan sambandsins.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.2.2012 kl. 02:06
Sæll; Einar Björn jafnan - svo og; aðrir gestir, þínir !
Einar Björn !
Heima á Stokkseyri; (1967) mundi ég vel, þá Konstantín Konungi var steypt - og þeir Papoudoupoulos (gæti verið; rangminni mitt, með nafnið - eitthvað nærri lagi, þó / var ekki búinn, að skoða Wíkipedíuna), og Herstjórn hans, tóku völdin, í Aþenu.
Jú; jú, á ýmsu hefir gengið, allt frá öndverðu, hjá Grikkjum, en lengst af, hafa þeir spjarað sig, en með afskiptum Norður- Evrópuþjóða, ýmissa er eins, og þeir hafi verið leiddir, í gildru; algjörlega.
Og munum; Evrópusambandið, er ekkert upphaf - né endir alls, Einar minn.
Ég tek undir; með þeim fornvinum mínum : Ómari Geirssyni og Guðna Karli Harðarsyni, að vel geti Grikkir plumað sig á ný, með endurupptöku Drökmunar, Einar Björn, ágæti síðuhafi.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 02:31
Blessaður Einar.
Ég tel að eina spurningin sé hvernig tekið verður á umreikningi á húsnæðiskuldum landsmanna, verður raunhæft fyrir almenning að greiða lánin eða verður íslenska leiðin farin?? En mér finnst einsýnt að svona uppgjör við evruna geti ekki átt sér stað nema til komi innlend vakning um að þjóðin sé sjálfstæð og eigi og geti lifað í landi sínu með reisn. Þar að leiðir að menn munu ganga alla leið og núllstilla innlenda hluta hagkerfisins, síðan munu kraftarnir, aukið innstreymi gjaldeyris vegna aukinna samkeppnishæfni versus fílukraftar fjámagns og ESB, takast á um hvernig hagkerfinu muni reiða af til skamms tíma varðandi alþjóðleg viðskipti sem Grikkir eru mjög háðir sökum takmarkaðar framleiðslugetu.
En mér finnst röng nálgun þegar hlutunum er einhvern veginn stillt þannig upp að önnur leiðin, það er drakma leiðin, sé borin saman við hin fölsku lífskjör fortíðar en lítið sé látið með þá leið sem á að fara.
Lífskjör fortíðar eru farin, þau koma ekki í bráð, þau voru tilbúin vegna evrunnar og núna er komið að skuldadögum.
Það sem á að bera saman er hengingarólin annars vegar og upprisan hinsvegar.
Innri gengisfellingin tekur aðeins á hluta vandans, hún kemur mjög misjafnt niður á þjóðfélagshópum (þeir sem liggja best við höggi eru barðir) og það sem er verst, hún leysir ekki strúktúrvandann sem er að evran leitar alltaf úr landi og spírallinn niður á við heldur alltaf áfram.
Innlendur gjaldmiðill neyðir hinsvegar Grikki til að gera gott úr sínu sem er lykilatriðið, hann dreifir lífskjaraskerðingunni jafnt en þar að auki þá hafa stjórnvöld svigrúm til að reka grunnþjónustu og geta hindrað algjöra fátækt jaðarhópa með peningaprentun.
Og hún gerir landið að vænlegum fjárfestingarkosti vegna gengismismunarins. Sem ýtir svo aftur undir vöxt og viðgang sem seinna meir kemur farm í auknum kaupmætti hagkerfisins það er hærra gengi drökmunnar.
Einar, ég veit að þú ert að benda á þetta samhengi, og það kemur skýrt framhjá þér hér; "Lífskjör þeirra falla fyrst stórt - þ.e. niður fyrir þau sem ríkja akkúrat núna - sem reyndar eru þegar töpuð hvort sem er, en þaðan í frá getur uppbyggingin hafist." En það er auðvelt að snúa út úr þeirri setningu sem ég vakti athygli á. Að það sé þessi upptaka drökmunnar með tilheyrandi gengisfellingu gagnvart evrunni sem valdi "snöggum viðsnúningi til fátæktar".
Fátæktin er staðreynd, landið er gjaldþrota, þar að leiðir að upptaka drökmunnar er enginn "viðsnúningur", hið nýja gengi hennar mun einfalda tjá raunveruleikann, eins sár og hann er eftir 10 ára notkun evrunnar.
En upptaka hennar er leiðin út úr vandanum, það blasir við öllu skynsömu fólki.
Og rökin má lesa hér sem og í öðrum pistlum þínum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.2.2012 kl. 08:32
Þetta er reyndar ágætis ábending hjá þér. Sem dæmi tala sumir um það að krónan hafi með fallinu tekið lífskjörin af fólkinu, þegar sá atburður í reynd varð þegar bankarnir féllu - en þá minnkaði landsframleiðslan hressilega eða úr cirka 58þ. dollurum per haus í cirka 37.500 dollara per haus þ.e. cirka 40%, og reynd má ganga lengra og segja að þau lífskjör sem rýktu umfram lífskjör ársins 2004 árn á eftir fram að hruni, hafi verið fölsk - ekki raunveruleg.
Lífskjör Grikkja voru einnig fölsk, tekin beint að láni. Það má alveg segja eins og þú virðst, að þau hafi í reynd ekki verið raunveruleg.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.2.2012 kl. 15:40
Ómar>Innlendur gjaldmiðill neyðir hinsvegar Grikki til að gera gott úr sínu sem er lykilatriðið, hann dreifir lífskjaraskerðingunni jafnt en þar að auki þá hafa stjórnvöld svigrúm til að reka grunnþjónustu og geta hindrað algjöra fátækt jaðarhópa með peningaprentun.
Sem vísar jú til færslu minnar varðandi að leggja til peningaprentun (ríkisskuldabréf) að losa skuldir almennings á Íslandi. Að skoða þá leið amk. með sérstökum tilfærslum.........
Kv. Guðni Karl
Guðni Karl Harðarson, 1.2.2012 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning