29.1.2012 | 02:44
Sannar vegferð Eystrasaltslandanna, að raunhæft sé að Ítalía og Spánn fylgi þeirra fordæmi?
Þetta er mjög áhugaverð spurning, því þetta er akkúrat áætlun sú sem þeim löndum er ætlað að fylgja þ.e. svokölluð innri aðlögun, sem þíðir að laun þurfa að lækka svo að útflutningsframleiðsla nái fótfestu á ný, svo dragi úr innflutningi en útflutnngur vonandi aukist á móti. Þannig sé núverandi ástand ósjálfbærs viðskiptahalla snúið við, staða hagkerfanna gerð sjálfbær í staðinn. Samtímis sé skorið niður stórfellt í útgjöldum ríkis og sveitarfélaga, þannig að meðan hin aðlögunin fer fram sé að auki framkvæmd aðlögun ríkisútgjalda og sveitarfélaga, svo að þeirra rekstur verði einnig sjálfbær ger - í lengra samhengi litið. Útkoman verði síðan fyrir rest, endurkoma hagvaxtar og löndin snúi til baka frá vandræðum. Allt verði í lagi fyrir rest.
The Baltic states and Ireland are not a model for Italy and Spain
Simon Tilford hefur tekið saman upplýsingar um vegferð Eistlands, Lettlands og Litháen, auk Írlands.
Hann síðan skellir sömu hlutfallslegu aðlögun yfir á Ítalíu og Spán, og spáir í það hvað það þíði, þegar flutt yfir á skala svo mikið stærri landa - sem auk þess vega svo mikið meir í samhengi heildarhagkerfis ESB, og evrusvæðis.
Hver er árangur Eistlands, Lettlands, Litháen og Írlands - akkúrat?
Eistland:
- Efnahagssamdráttur, 20% frá hæsta punkti, til endurkomu hagvaxtar.
- Vöxtur hefur síðan skilað cirka helmingi þess til baka, nettó 10% samdráttur.
- Eftirspurn er enn 27% minni en 2007.
- Viðskiptahalli var cirka 17% 2007, en 2011 var viðskipta-afgangur cirka 1% af þjóðarframl.
- Viðsnúningur viðskiptajöfnuðar er megindráttum vegna minnkunar innlendrar eftirspurnar, sem stafar af lækkuðum lífskjörum, sem hefur leitt til samdráttar í innflutningi. Atriði sem við hér á Íslandi könnumst við - ekki satt, af völdum hinnar vondu krónu :)
- Brottflutningur hefur verið umtalsverður til nágrannalanda.
- Skuldir sáralitlar, framkv. var últragrimmur niðurskurður svo enginn verulegur ríkishalli hefur orðið. En, vegna þess hve skuldir eru litlar, er ekki þörf á að mynda umtalsverðann afgang, svo jafnvægi er nóg.
Lettland:
- Efnahagssamdráttur, 24% frá hæsta punkti, til endurkomu hagvaxtar.
- Vöxtur hefur síðan skilað cirka helmingi þess til baka, nettó 12% samdráttur.
- Eftirspurn er enn 28% minni en 2007.
- Í Lettlandi varð umsnúningur viðskiptajöfnuðar cirka af svipaðri stærðargráðu og í Eistlandi.
- Viðsnúningur viðskiptajöfnuðar er megindráttum vegna minnkunar innlendrar eftirspurnar, sem stafar af lækkuðum lífskjörum, sem hefur leitt til samdráttar í innflutningi.
- Brottflutningur hefur verið umtalsverður til nágrannalanda.
- Aukning skulda ríkissjóðs, úr 9% í 45%.
Litháen:
- Efnahagssamdráttur, 17% frá hæsta punkti, til endurkomu hagvaxtar.
- Vöxtur hefur síðan skilað cirka þriðjungi þess til baka, nettó 11% samdráttur.
- Eftirspurn er enn 20% minni en 2007.
- Í Litháen varð umsnúningur viðskiptajöfnuðar cirka af svipaðri stærðargráðu og í Eistlandi.
- Viðsnúningur viðskiptajöfnuðar er megindráttum vegna minnkunar innlendrar eftirspurnar, sem stafar af lækkuðum lífskjörum, sem hefur leitt til samdráttar í innflutningi.
- Brottflutningur hefur verið umtalsverður til nágrannalanda.
- Aukning skulda ríkissjóðs, úr 16% í 38%.
Írland:
- Efnahagssamdráttur, 13% frá hæsta punkti, til endurkomu hagvaxtar.
- 2011 mældist smávegis vöxtur á Írlandi, en vart samt unnt að tala um að tap sé farið að skila sé til baka, og útlit þessa árs bendir til þess að samdráttur sé á næsta leiti, þannig að nettó virðist nærri 13%.
- Eftirspurn er cirka 24% minni en 2007, og er enn að dragast saman.
- Viðskiptahalli var cirka 5,6% 2007, en 2011 náðist smávegis viðskipta-afangur, þó ekki enn nægur til að standa undir skuldum.
- Viðsnúningur viðskiptajöfnuðar er megindráttum vegna minnkunar innlendrar eftirspurnar, sem stafar af lækkuðum lífskjörum, sem hefur leitt til samdráttar í innflutningi.
- Brottflutningur hefur verið umtalsverður til nágrannalanda.
- Aukning skulda ríkissjóðs, úr 25% í rétt rúm 100%.
- Best að muna þó að áfallið sem Ísland varð fyrir er umtalsvert stærra en nokkurt ofangreindra landa lenti í.
- Samdráttur landsframleiðslu enn meiri - fer þó eftir því við hvaða gjaldmiðil er miðað.
- Einn áhugaverður sbr. er að fyrir hrun mældist landsframleiðsla Íslands GNP, 58þ.dollara per haus, en árið 2011 var sama tala per haus cirka 37.500 dollarar.
- Þetta er mjög líklega mesta efnahagsáfall sem nokkur vestræn þjóð hefur orðið fyrir, mjög sennilega stærra en það áfall er Finnar lentu í, er Sovétríkin hrundu og þannig þau miklu viðskipti sem Finnar höfðu lengi haft við Rússa.
- Þrátt fyrir þetta gríðarlega áfall, mældist hagvöxtur á Íslandi sl. ár.
- Einnig á Íslandi eins og ofangreindum löndum, verður viðskipta-afgangur vegna hruns lífskjara.
- Þá fyrir tilstuðlan samdráttar innflutnings - en eðli sínu í því tilviki sem innri aðlögun virkar, þá hefur hún ekki ósvipuð áhrif og gengisfall. Nema að, gengisfall er búið á einum degi, en þessi aðlögun tók frá 2008 þ.e. rúm 2 ár hjá þeim.
----------------------------------
Ef sambærileg aðlögun er yfirfærð á Ítalíu og Spán?
- Spánn + Ítalía eru cirka 30% af heildarhagkerfi evrusvæðis, og 25% minnkun eftirspurnar í báðum að meðaltali, myndi skila cirka 8% minnkun eftirspurnar á evrusvæðinu sem heild.
- Taka ber fram að sú eftirspurn skiptir miklu máli fyrir Þýskaland, en þessi tvö lönd samanlagt eru stærri markaður fyrir þýskar vörur, en Bandaríkin eru.
- Þýskaland yrði því fyrir miklu tjóni hagvaxtarlega, ef samdráttur eftirspurnar myndi verða eitthvað í námunda við þetta.
- Það þarf varla að nefna, að víxlverkan slíks samdráttar væri einnig mjög umtalsverð - vegna þess hve hagkerfin eru orðin náin, þá hefur minnkun í stærri hagkerfunum veruleg neikvæð áhrif á rest.
- Skuldir Ítalíu rúm 120%.
- Ef hlutfall hækkar um sama fj. prósenta eins og í hinum löndunum, myndi hlutfall aukast í 133% eða 145% eða 195%.
- Aukning hlutfalls á bilinu 15-25% hljómar ekki ótrúlegt í tilviki Ítalíu, en sennilega myndi það ekki aukast sambærilega við Írland, en bankakerfi Ítalíu er ekki nærri eins útblásið.
- Skuldir Spánar tæp 70%.
- Ef hlutfall hækkar um sama fj. prósenta eins og í hinum löndunum, myndi hlutfall aukast í 80% eða rúm 100% eða rúm 140%.
- Í tilviki Spánar hljómar írsk aukning ekki endilega fjarstæðukennd, vegna þess að bankakerfi Spánar er á brauðfótum, í kjölfar mjög stórrar húsnæðisbólu sem þar sprakk eins og á Írlandi.
- Umtalsverður brottflutningur hefur verið frá Eystrasaltslöndunum og Írlandi síðan kreppan hófst, ef sambærilegt hlutfall brottfluttra væri frá Spáni og Ítalíu og frá Litháen 2010, væri fj. brottfluttra frá Spáni það ár cirka 750þ. en frá Ítalíu 1 milljón cirka.
- Áhugavert er að frá Grikklandi skilst mér að 3 milljón manns hafi farið til annarra landa síðan kreppan þar hófst, sem er hreint magnað hlutfall, og kvá mikill fj. grískra farandverkamanna vera í Þýskalandi. Kannski verða þeir enn ódýrari en Tyrkirnir.
- Spurning við hve mörgum Þýskaland getur tekið - hvort þar fara að spretta upp hreysahverfi í útjöðrum borga, eins og í S-Ameríku og Afríku, og Bandar. í heimskreppunni miklu?
Niðurstaða
Þessi stutta samantekt, ætti að gefa einhverja smá hugmynd um það af hverju hagfræðingar víða um heim, þ.e. Asíu, N-Ameríku og S-Ameríku; óttast svo óskaplega ástandið á evrusvæðinu.
Meginástæða þess að hagfræðingar utan Evrópu skelfast svo mjög ástandið, er vegna þess hve sérstaklega Ítalía skuldar óskaplega háar upphæðir, þ.e. rúma 1.940ma..
Sem er víst 4 stærsta skuld hvað upphæð varðar í heiminum hjá sjálfstæðu ríki.
Það getur í reynd enginn bjargað Ítalíu, ef hún ætlar að rúlla. Dæmið er of stórt.
Spánn er talinn í hættu vegna þess hve veikt innanlandskerfið er, en bankakerfið er talið innihalda mikið af óreiðu sem líklega verði mjög kostnaðarsöm, auk þess að atvinnuleysi er orðið hreint ótrúlegt. En nýlega fór fj. atvinnulausra í rúmar 5 milljónir. Hlutfall atvinnulausra í aldurhópnum 25 ára og yngri, náði 50% rúmum.
Bæði hagkerfin eru talin komin í samdrátt af flestum hagfræðingum, aukning atvinnuleysis á Spáni ber þess ljós merki.
Vegna þess hve skuldir Ítalíu eru ótrúlegar, þarf Ítalía í reynd mun harðari samdráttaraðgerðir en Eystrasaltslöndin vegna þess hve mikinn afgang ítalska ríkið þarf, sem líklega skilar fyrir rest að sjálfsögðu minnkun hagkerfis a.m.k. ekki um minna hlutfall en um 25%.
Það myndi sennilega þíða skuldahlutfall sem myndi nálgast 150%.
--------------------
Heildaráhrif fyrir evrusvæði af svo miklum samdrætti í svo stóru hagkerfi, auk þess samdráttar sem Spánn mun verða fyrir. Getur eginlega ekki verið annar en sá, að nettó hagkerfi evrusvæðis muni fara yfir í samdrátt.
Þýskaland tel ég nær öruggt að hljóti vera togað niður, af svo mikilli minnkun eftirspurnar í þeirra stærsta útflutningsmarkaði.
Þá er megaspurningin hvað gerist er ljóst er að Evrópa sem heild er að skreppa saman?
En stóri ótinn er og verður heilsa fjármáakerfis álfunnar.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning