Grikkland skal sett í skuldafangelsi skv. kröfu þjóðverja!

Ég er að tala um alvöru skuldafangelsi skv. skjali sem var lekið á vefinn og nokkrir fjölmiðlar heimsins hafa byrt, m.a. Financial Times: Call for EU to control Greek budget

Skv. frétt FT þá var þessu skjali dreift seinni part föstudags til nokkurra annarra ríkisstjórna evrusvæðis, og sjálfsagt hefur einhver embættismaður meðal þeirra lekið skjalinu.

En þetta virðist vera tillaga þýsku ríkisstjórnarinnar um hvaða kröfur eigi að gera til Grikkja, nú þegar ljóst er að björgun Grikklands er gersamlega á heljarþröm!

  • Þetta er einfaldlega ógeðslegasta skjal sem ég hef lesið!
  • Sannkallaður viðbjóður - ég á ekki orð, mér blöskrar svo ferlega

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/greek_debt_indenture.jpg

 

Síðasta orðið - ef einhver gat ekki lesið er "amendment."

 

Hvernig stendur á þessum viðbrögðum?

En málið snýst um það, að hallinn á rekstri gríska ríkisins eina ferðina enn, stenst ekki áætlanir, þ.e. halli sl. árs átti að vera 9% skv. áætlun samþykkt seint í nóvember 2011.

En skv. uppgjöri sl. árs, er hann 9,5% sem mér skilst, að þíði cirka 1 ma.€ í umframhalla.

Mig grunaði, að þýska ríkisstjórnin myndi taka þann pól í hæðina, að með þessari útkomu, væri Grikkland ekki að standa við gert samkomulag - eina ferðina enn.

Helvítis Grikkirnir sem sagt, aldrei hægt að treysta þeim - maður getur séð þessa hugsun fyrir sér.

En ástæðan er að hagkerfi Grikkland hafði meiri samdrátt en reiknað var með, sem leiddi til minni skatttekna en reiknað var með.

 

Ef Grikkland samþykkir þetta?

Þá er sjálfstæði landsins afmáð. Sendimaður Brussel verður eiginlegur "Landstjóri" og skv. kröfu þjóðverja, hafa kröfuhafar - sem sagt þjóðverjar - alltaf fyrstu kröfu til skatttekna gríska ríkisins.

Ég get ekki skilið þetta með öðrum hætti en þeim, en að útgjöld gríska ríksins myndu verða skorin niður gersamlega miskunnarlaust, burtséð frá því hvað er þá tekið út - ég meina burtséð frá því hvað fellur út af þjónustu við almenning.

Ég get ekki ímyndað mér að ríkisstjórn Grikklands geti samþykkt þetta, en ef hún gerir það eru ráðherrar orðnir þjóðnýðingar og þjóðsvikarar af allra verstu sort. 

Sama hve dökkt ástandið verður, þá er greiðsluþrot betra en þetta.

Allt er betra en þetta.

En miðað við kröfuna, þá verður undirskrift þessara afakosta skilyrði fyrir því, að Grikkland í raun fái svokallaða 2-björgun. Þ.e. seinni björgunarpakka upp á 130ma.€.

 

Ég vil einni vekja athygli á eftirfarandi:

The Baltic states and Ireland are not a model for Italy and Spain

Ég ætlaði að fjalla um þessa grein. En þegar ég rakst á skandalinn að ofan, þá tók ég hann fyrir í staðinn.

En ég hvet alla til að lesa samt sem áður þetta skjal. En þarna er mjög vel útskýrt, af hverju það er algert efnahagslegt brjálæði að ætla Ítalíu og Spáni, að feta í fótsport Eystrasaltslandanna, sem nefnd eru gjarnan sem sönnun þess, að það sé víst hægt að framkvæma innri efnahagslega hjöðnun og snúa við til hagvaxtar, sem Þjóðverjar heimta að Ítalía og Spánn geri.

Ef Þjóðverjar virkilega vilja eyðileggja Evrópusambandið, þá er sú áætlun til þess einmitt sniðin.

Svo bendi ég á aðra áhugaverða skoðun

Luxembourg's Foreign Minister -Merkel's Fiscal Pact a 'Waste of Time and Energy'

Merkilegt reyndar að ráðherra frá Lúxembúrg sé þetta opinskár, kallar sáttmálann ónothæfann.

 

Niðurstaða

Tillaga þýsku ríkisstjórnarinnar, er að mínu mati mjög nærri því að vera glæpsamleg, ef ekki ber einfaldlega að líta svo á fullum fetum. Þvílíkt hneyksli sem þetta skjal er, sem þýsk stjv. hafa látið frá sér fara.

Nú verður Grikkland að standa í lappirnar og segja "Nei". En ef það gerir það ekki, þarf ekki að efast um að aðgerðir sem þær, sem skjalið felur í sér hlýtur að vera eins fullkomin uppskrift af uppreisn grísks almennings, sem nokkru sinni hefur verið gerð.

Ef menn vilja blóðbað - ef menn vilja alvöru skæruhernað, ég meina hryðjuverk, morð á sendimönnum ESB innan Grikklands, þá er þetta leiðin til þess að fá slíkt fram.

Þvílík forherðing! Þvílík heimska. Hafa menn ekkert lært af sögunni?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Einar.

Þetta minnir nú á eitthvað í spádómum Nostradamusar, svei mér þá.

Ótrúlegt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.1.2012 kl. 00:58

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Pældu í því hvernig þetta mun líta út í augum hinna Miðjarðarhafs þjóðanna! Ótti hlýtur að hríslast um, að einhver þeirra hinna gæti verið næst. Brjálæði verð ég að segja. Með þessu geta þeir ekki einungis rekið Grikki á flótta úr sambandinu, þeir gætu sannfært S-Evr. þjóðirnar að auki, að þeim lítist ekki á að búa innan sama sambands og Þjóðverjar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.1.2012 kl. 02:17

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Auður er eftir allt stríðstól!:

Helga Kristjánsdóttir, 28.1.2012 kl. 04:11

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Leppríki, eru ríki samkvæmt orðabókum sem ekki er sjálfstæð í viðskitpum við önnur ríki. Miðstýring  EU er stofnun og bak við tjöldin stjórnað fjármálalega af lykil hlutahöfum. Markmið Miðstýringar eru skýr frá upphafi. Stjórskrár rammar er um 500 svo margir vegna þess að tildæmis mörg af fyrrverrandi leppríkjumi Kreml vantar fullt af lögum sem eru í stjórnskrá lykilríkja og stofnenda fjármála og untanríkja viðskiptayfir ráðstjórnar allra ríkanna sem hafa komið inn ú kjölfar útvíkkunar sóknar sem er heldur ekkert leyndarmál. Yfirtöku aðferðirnar eru einfaldar dæla fjámagni inn í mútþægar fjárþurfa og gráðugur í framhaldi stjórnsýslur og knýja svo fram formlegt afsal af fjárforæði. Þetta á ekki að koma óvart því eftir 2006 hófst lokafrágangur og markmiðum reglustýringar sem hófast um 1956.

30 stredigía er eiginleg 1,0% af íbúum jarðar og ríki sem búa við greindar stjórnsýslur er hæfastar til að hafa vit fyrir þeim sem hugsa hlutina ekki lengur en msx. +- 5 ár. Ísland sjálft er fjármálega leppríki sömu Miðstýringar.

Júlíus Björnsson, 28.1.2012 kl. 12:42

5 identicon

Alltaf færist ESB nær og nær raunverulegri hættu á stríðsátökum Einar Björn. Þjóðverjar hafa ekkert breyst, verum minnug hugmyndum Hitlers. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 14:13

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Guð minn góður segi ég bara!

> Þá er sjálfstæði landsins afmáð. Sendimaður Brussel verður eiginlegur "Landstjóri" og skv. kröfu þjóðverja, hafa kröfuhafar - sem sagt þjóðverjar - alltaf fyrstu kröfu til skatttekna gríska ríkisins.

Sem sagt undirlyggjandi að nýju ofurveldi þjóðverja í Evrópu. Og þegar farið er af stað þá mun haldið áfram. Grikkir aðeins fyrstir og síðan kæmu aðrar þjóðir.

Ef þetta gengi eftir þá yrði stríð í Evrópu og suðurhlutinn innan ESB stæði saman gegn Þýskalandi. Það er með ólíkindum hvað þessi þjóð hefur haft áhrif á lönd Evrópu gegnum árin. Eins og fyrri og seinni heimsstyrjöldin svo dæmi séu tekin.

Guðni Karl Harðarson, 28.1.2012 kl. 14:20

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðni - "Grikkir aðeins fyrstir og síðan kæmu aðrar þjóðir." - jafnvel þó þeir meini það ekki þannig, munu S-Evrópuþjóðirnar einmitt óttast slíkt. Og með því að skapa þann ótta, magna hann upp með þessu, þá búa Þjóðverjar til hrynjanda sem getur leitt til klofninst sambandsins í N sv. S.

En "guð minn góður" er ekki of mikið sagt. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.1.2012 kl. 15:48

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kristján - þetta er ekki enn orðið. Virðist vera útspil Þjóðverja fyrir fund aðildarlanda evrusvæðis á mánudaginn. En Þjóðverjar hafa í seinni tíð vanalega fengið sitt fram.

Að mínu viti, er þetta afskaplega heimskuleg aðgerð, sem lítur gersamlega framhjá lærdómi mannkynssögunnar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.1.2012 kl. 15:50

9 Smámynd: Magnús Jónsson

Einar: Er ekki hugsanlegt að þessi svokallaði leki sé uppspuni, maður trúir varla að svona lagað verði í raun lagt fram, þetta er stríðsyfirlýsing í raun, heilbrigðismál sett aftur fyrir greiðslur af lánum erlendra aðila ???, nema tilgangurinn sé sá sem þú ýjaðir að hér á síðunni þinni, að hrekja vandræðin burt og taka upp gjaldmiðilinn Markið fyrir útvalda???

Magnús Jónsson, 28.1.2012 kl. 22:29

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er enn efst á forsíðu Financial Times. Það væri vart nema þeir teldur sig hafa traustar heimildir. Ég veit að þetta hljómar ótrúlegt í okkar augum. En þetta er þó "concistent" við það hvernig þýska ríkisstj. hefur fram að þessu hagað sér gagnvart Grikkjum, þ.e. þetta er einungis stigmönun ekki eðlisbreyting á því hvernig þeir hafa verið að fara með Grikki. Ath. þeir neyddu Grikki til að skipta um forsætisráðherra - þeir hafa einnig neytt upp á þá embættismenn frá Brussel, sem fylgjast með innan grískra ráðuneyta. Þýska ríkisstj. hefur stöðugt talað á þeim nótum, að Grikkir séu ekki að standa við sitt þegar dæmið gengur ekki upp, og þá alltaf sett harðari skilyrði en skiptið á undan.

Á átti von á hörku ofan í fyrri hörku. Þarna ganga þeir lengra en ég átti von á. En ég endurtek, þetta er eftir allt saman stigmögnun - og tónar þannig við fyrri hegðun gagnvart Grikkjum, sem hefur verið sú að stöðugt herða þumalskrúfurnar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.1.2012 kl. 22:48

11 Smámynd: Magnús Jónsson

Einar: þá er ég sammála þér hér að ofan, og mér blöskrar eins og þér, því þetta getur ekki gengið upp, það brestur eitthvað annað er útilokað.

Magnús Jónsson, 28.1.2012 kl. 22:55

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er nefnilega málið. Að þjóðverjar, og þjóðir sem styðja þeirra málflutning, eins og finnar, hollendingar, austurríkismenn; sem er nokkurn veginn með þeim hætti, að vandræði þjóðanna í suðri séu þeim sjálfum að kenna, og þær eigi barasta að borga sínar skuldir til baka með vöxtum, og skera niður hjá sér ef þær eiga erfitt með að láta dæmið ganga upp - - > Það er einmitt þetta tal, að vandræðin á evrusvæði séu algerlega S-evr. þjóðunum að kenna, ekki vottur af samúð vegna vandræða þeirra, sem er að skapa hættu á niðurbroti Evrópusambandsins.

En augljóslega eru S-Evr. þjóðirnar ósáttar við það að vera málaðar sem sökudólgarnir, þegar N-Evr. þjóðirnar hafa verið að græða verulega í gegnum árin, af öllum þeim störfum sem það hefur skapað; að selja vörur til S-Evr. 

Sannarlega hefur sú hegðan ekki verið snjöll, að taka lán fyrir neyslu umfram tekjur. En gróðinn af því fór Norður, og ég get skilið mjög vel S-evr.búa að þeim finnist kaldar kveðjurnar að norðan, eftir að N-evr. þjóðirnar hafi notið þess hagnaðar sem S-þjóðirnar sjálfsagt af nokkurri heimsku veittu þeim; þá á nú að blóðmjólka þær til að síðan greiða þau neyslulán til baka með vöxtum - þega hagkerfi þeirra eru nú í samdrætti.

Sanngyrni væri að gefa e-h eftir, í nafni evr. samvinnu. Þetta á eftir allt saman, að vera á vinagrundvelli. 

Það gæti verið á ímsu formi, ein leið væri að veita þeim aðstoð í formi ábyrgða, sem S-þjóðirnar myndu nota, til að skipta út dýrari lánum fyrir ódýrari. Þetta gerðu Bandaríkjamenn fyrir S-Ameríku á 10. áratugnum, svokölluð "Brady bond" en þá veittu kanar ríkisábyrgð, og þá gátu S-Ameríkuþjóðir komist út úr skuldavanda, með því að endurfjármagna skuldir í ódýrari lán.

Þetta má N-Evr. ekki heyra á minnst. Að veita slíkar ábyrgðir. Allt skal borga til baka á fullu verði, meðan framast stætt er.

Áhugavert að þær skuli koma fram með meiri hörku við meðlimaþjóðir, en Bandar. komu fram við S-Ameríkuþjóðir á 10. áratugnum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.1.2012 kl. 23:13

13 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Skemmtilegt, líkist plagginu sem íbúðarlánasjóður (og fleiri?) sendi allmörgum íslendingum 2009 og kallaðist greiðsluaðlögun eða eitthvað í þá áttina. Mig minnir að maður hafi þurft að sækja um sérstaklega að vera ekki þátttakandi í því ferli...

Gunnar Sigfússon, 29.1.2012 kl. 14:50

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já, mig rámar einnig í e-h svoleiðis. Við þurftum að taka fram ef við vildum ekki taka þátt.

Þetta er samt harðara en það dæmi, þeta er meir að vera látinn fá fjárhaldsmann yfir þig, sem skammtar þér peninga mánuði til mánaðar, þú færð ekki að ráða því í hvað launin fara - restin fer í að borga af skuldum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.1.2012 kl. 15:24

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vaxtaokur í grunni er upphaf alls fjöldahaturs, peningar eiga að endurspegla selt raunvirði [að mati minnst 80%] á markaði á hverju skattaári eða í samningum uppgjörstímabili. Ísland er í sömu stöðu og S-Evrópa eftir stríð, betla gjaldetri af ferðmönnum, hinsvegar opnaði EU aðgang fjárfesta frá stöngari ríkjum að ferðmanna iðsnaði S-EU, afkomdur kynslóðarinnar sem startaði iðnaðinum [nýyrði iðnaður er blrkkjandi] fóru í ódýrt nám, og flutt var inn ódýrt vinnafl fram til 1995 til að þjóna ferðmenn.  Nú eru þess fátæki ríki per se alls ekki ríkari miðað við tækniframfarir en voru þegar nýlendu auður þeirra að klárast. Íslandi mun ekki svökkva hægar niður en önnur hliðstæð ríki á Vesturlöndumþ Þjóðverjar eru með anti Íslensk efnshagsmódel og einfaldalega það arðbærast og besta í EU. Sérfræðinga sem standa undir sér.

Júlíus Björnsson, 30.1.2012 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband